Alþýðublaðið - 29.08.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.08.1986, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ n rr»Tf'M Föstudagur 29. ágúst 1986 'MþýðublaðiA, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján .Þorvaldsson, Margrét Haraldsdóttir. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúia 38 Prcntun: Blaðaprent hi'., Siðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 En það var fleira en vötnin sem gerðu staðinn heppilegan til að stunda þar verslun. Þar var einnig gott skipalægi og góð höfn frá nátt- úrunnar hendi. Upphaflega var þurrkuð síld helsti verslunarvarningurinn, en siðar komu Vestur-Þjóðverjar með salt á markaðinn og verslunar- menningin þróaðist smátt og smátt. Aðeins var leyft að versla á sér- stöku verslunartorgi, Gamlatorgi. Þar var haldinn markaður tvisvar í viku og þangað komu bændur frá nærliggjandi sveitaþorpum með af- urðir sínar. Um 1400 tóku kaupntenn að mynda með sér sanitök og hand- verksmenn gerðu slíkt hið sama. Þannig náðu þeir umtalsverðum áhrifum á stjórn hins vaxandi bæj- Verslun í 900 ár Kaupmannahöfn hefur frá nátl- úrunnar hendi verið séð fyrir stöðu- vötnum, sem á sinni tíð stuðluðu að því að þar komu saman kaupmenn Hestvagnar hlaðnir ýmsum varn- ingi ú elsta verslunartorgi Kaup- mannahafnar, Nýjatorgi. Myndin er tekin árið /910. með varning sinn víða að. Af því dregur borgin nafn sitt. Þar hefur nú verið rekin verslun í 900 ár og þess verður minnst með ýmsu móti á næstunni. Komið verður upp sögulegum sýningum viö Pistol- stræde, þar sem sýnd veröur þróun verslunarhátta frá því snemma á miööldum til vorra daga. Þegar lram liðu stundir færðu stærstu kaupmennirnir út kvíarnar og hófu verslun á fjarlægari stöð- um. Mynduð voru Vesturindíafé- lagið og Austurindiafélagið og austurlenskur munaðarvarningur varð brátt á boðstólum á norður- slóðum. Versiunin stóð með mestum blóma á 18. öld, þegar flest lönd Evrópu áttu í ófriði, nenta Dan- mörk og Noregur. Asíufélögin skil- uðu drjúgum hagnaði, allt að 100°7o ágóðahlut að því talið er. En þegar Englendingar gerðu skipaflota Dana upptækan 1808 i Napóleonsstyrjöldunum kom aft- urkippur í verslunina og hún náði sér ekki aftur á strik fyrr en um 1860 og þá með nýju sniði. Verslun- arhús leystu götumarkaðinn af hóimi að mestu, sem varð upphafið að nútíma verslunarháttum, með sérverslanir og súpermarkaði. Sumartískan 1987 í Bella Center Stærsla lískusýning í Noröur- Evrópu verður haldin í Bella Cenler í Kaupmannahöfn dagana 28.—31. ágúst n.k. með þátttöku 1250 fyrir- tækja frá Norðurlöndunum og Vestur-Evrópu. Það er vor- og surn- artískan 1987 sem verður sýnd þar. Tískan, sem hefur meiri áhrif á neytendur en nokkru sinni fyrr, mun setja svip sinn á borgina þessa daga. Búist er við u.þ.b. 20.000 tískufrömuðum á sýninguna, sent koma til að kynna sér nýjustu lín- urnar .og gera pantanir á viðeigandi fatnaði fyrir alla fjölskylduna eftir árstíðum og við öli tækifæri. Sýningarinnar er beðið með mik- illi eftirvæntingu, því að áhugi á því að vera vel klæddur hefur farið vax- andi hjá öllum aldurshópum og fataframleiðendur hafa hvarvetna aukið starfsemi sína. Tískan verður fjölbreytt eins og verið hefur, en í kvenfatatískunni er aukin áhersla á kvenlegan fatnað, sem gerir konurnar ljúfar og indæl- ar, en karlmennirnir eiga að klæð- ast grófunt og „karlmannlegum" flíkum og mynda andstæðu við fin- legar flíkur kvennanna. Per Andersen, formaður sam- taka fataframleiðenda og fram- kvæmdastjóri sýningarinnar, sem ber heitið „Future Fashion Scandinavia", segir það vera mikla lyftistöng fyrir framleiðendur á Norðurlöndum að halda sýningu sem þessa. Þangað koma fatahönn- uðir með frantleiðslu sína frá t'lest- um löndum Evrópu og nokkrir frá Bandaríkjunum og Kanada. Þesser að vænta að með þeinr berist nýir straumar og nýjar hugmyndir, auk þess sem betri vitneskja fæst um það hvers konar flíkur muni seljast best á erlendum mörkuðum. Markaðsöflun er eitt af megin- markmiðum sýningarinnar og í því skyni hefur viðskiptadeild utanrík- isráðuneytisins lagt til sérstakan ráðgjafa sem er vel kunnugur mark- aðsmálum í Hollandi, sem er einn af leiðandi stöðum í tískuheiminum um þessar mundir. Til sýningarinn- ar er boðið umboðsmönnum víða að, til að kynna fyrir þeim norræn- an fatnað og norræna hönnun. Sýningin er ekki öllum opin. Hún er einkum ætluð fagfólki og sölu- aðiljum, en er ekki ætluð til skemmtunar fyrir almenning. Til dæmis er aðgangur bannaður fyrir þá sem ekki eru orðnir 16 ára. Kvenlegt, ekkisatt. Samt er þetta ekki nýjasta tíska, heldur fráþeim dögum þegar amma var ung. Molar Aðalfundur NKR „Við skorum á ríkisstjórnir Norð- urlandanna, að samþykkja ekki neinar þær aðgerðir, sem þrengja eða skerða rétt samtaka launa- fólks til að semja um kjör félags- manna sinna í frjálsum samning- um.“ Þetta segir m.a. í samþykkt að- alfundar NKR (Samband nor- rænna bæjarstarfsmanna), sem haldinn var í Reykjavík dagana 19.—23. ágúst s.l. Samþykktin var send forsætisráðherrum allra Norðurlandanna. í samþykktinni er jafnframt vakin athygli á því, að frjálsir samningar eru oft á tíðum ógiltir með lagasetningu. Bent er á að slíkar aðgerðir stangist á við al- þjóðlegar samþykktir og þær hefðir sem almennt samkomulag er um á Norðurlöndum. Aðalfund NKR sóttu um sextíu lulltrúar frá öllum Norðurlönd- unum. Nýr formaður var kosinn á þessum aðalfundi, Sture Nordh, en hann er formaður sænsku bæj- arstarfsmannasamtakanna. Full- trúi íslenskra bæjarstarfsmanna í stjórn NKR er Albert Kristinsson, 1. varaformaður BSRB. Samfara aðalfundi NKR var haldin ráðstefna um stöðu bæjar- starfsmannafélaga í nútíð og framtíð á Norðurlöndunum. Rædd voru skipulagsmál og leiðir til að gera starf samtakanna skil- virkara. Bent var á og varað við þeirri klofningstilhneigingu, sem gerir nú vart við sig í samtökum launafólks á Norðurlöndum, og hvatt til aukinnar samstöðu launafólks í löndunum. Norrænir bæjarstarfsmenn voru sérstaklega hvattir til að halda vöku sinni og bent á nauð- syn þess að auka samskipti milli landanna um málefni bæjar- starfsmanna. Áhersla var lögð a aukna upplýsingamiðlun milli landanna. Fram kom að efla þyrfti norrænt samstarf innan NKR og ekki síður að beita sér fyrir auknu samstarfi bæjar- starfsmanna á aiþjóðlegum vett- vangi. Nýr kaupfélagsstjóri hjá KRON Ólafur Stefán Sveinsson hefur verið ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Reykjavikur og ná- grennis. Tekur hann við því starfi af Ingólfi Ólafssyni, sem gegnt hefur því frá 1963. Ólafur Stefán Sveinsson er 28 ára. Hann er stúdent frá Verslun- arskólanum og viðskiptafræðing- ur frá Háskóla íslands. Ólafur var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hrútfirðinga 1981 til ’82, en hefur undanfarið gegnt starfi fjármála- stjóra hjá Agæti og tekið þátt í mótun þess fyrirtækis. Ólafur Stefán Sveinsson mun taka við starfi kaupfélagsstjóra um næstu áramót. • VSÍ fagnar Eftirfarandi ályktun hefur borist frá VSÍ. Framkvæmdastjórn VSÍ l'agn- ar því skrefi i átt til almennrar vaxtalækkunar, sem felst í ákvörðun fjármálaráðuneytis um lækkun vaxta á tíkisskuldabréf- um úr 8% í 6,5°7o. Vinnuveitendasambandið telur óhjákvæmilegt, að hliðstæðir vextir bankastofnana lækki til- svarandi og telur allar forsendur til þess að vextir á skuldabréfa- markaði lækki með sama hætti. í því sambandi verður sérstaklega að benda á óverðtryggð útlán, einkum og sér í lagi lánafyrir- greiðslu banka við innlendan at- vinnurekstur. Á því sviði hefur ávöxtunarkrafa bankakerfisins keyrt um þverbak þar sem vaxta- og lántökukostnaður getur í ein- stökum tilvikum orðið um eða yf- ir 30% í minna en 10% verðbólgu. Hér verður að verða breyting á. Vinnuveitendasambandið telur æskilegt, að raunvextir fari lækk- andi, en forsenda þess er sú, að jafnvægi ríki á lánamarkaði. Til þess að svo megi verða er nauð- synlegt að dregið verði úr skulda- söfnun ríkissjóðs, þannig að fjár- lög og stefnan í peningamálum fái samrýmst yfirlýstum markmiðum um lækkandi raunvexti og hjaðn- andi verðbólgu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.