Alþýðublaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 4. apríl 1987 alþýdu- ■.rrFr.irv Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Úlgefandi: Blað hf. Rilstjórar: Árni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson Blaðamenn: Örn Bjarnason, Asa Björnsdóllir, Kristján I>or- valdsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot Alprcnt hf„ Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf„ Síðumúla 12 Askriftarsíminn er681866 ■ritstjorna.rgrein~* Yfirvinna — meinsemd í íslensku þjóðfélagi Kjaradeilurað undanförnu hafa varpað Ijósi á bilið milli grunnlaunaog framfærslukostnaðar á íslandi. Þetta bil brúa flestir með annarri vinnu, þ.e.a.s. ómældri yfirvinnu sem bitnar á heilsu manna, heimilislífi og vinnuafköstum. Hvergi á Vesturlöndum hefur fólk jafn iangan vinnutimaog á íslandi. í nágrannalöndunum er viöa unnið að því að stytta heildarlengd vinnu- vikunnar úr 42 stundum i 40 stundir ef ekki í 37—38 stundir. Umfangsmikil yfirvinna af því tagi sem stunduð er hérlendis er lítt þekkt ann- ars staðar á Norðurlöndum. Á íslandi vinnur þorri launafólks upp undir 50 stunda vinnuviku og stór hópur skilar miklu lengri vinnutíma. Þessi mikla yfirvinna bitnar að sjálfsögðu á fólki. Vitað er, að eftir því sem vinnutími leng- ist, dregur úr afköstum við vinnu. Rannsóknir í nágrannalöndunum sýna, að við styttingu vinnuviku til dæmis úr 42 stundum I 40, aukist afköst. í yfirvinnubanninu 1977 gerði VSÍ könn- un á áhrifum yfirvinnubannsins á afköst í fyrir- tækjum. í Ijós kom, að I 85% fyrirtækja þar sem yfirvinna hafði verið stöðvuð, tókst að halda sömu heildarafköstum eða auka þau. Með því að fella hluta af yfirvinnulaunum inn ( daglaun samhliða því aö úr vinnutíma sé dreg- ið, ætti að vera viðráðanlegt án þess að hætta sé á verðbólguhvetjandi launaþenslu. Aukning afkasta á unna vinnustund myndi að sama skapi tryggja getu fyrirtækja til að greiða álíka há laun fyrir dagvinnu eina og þau greiða nú fyrir mun lengri vinnutíma. Ljóst er að slík breytingávinnutímaog launastefnu þyrfti mik- inn undirbúning og rannsóknir á sérstæðum einstakra atvinnugreina. Samstarf aðila vinnu- markaðarins og rikisvaldsins er nauðsynleg forsendaþess að slíkri breytingu, sem erlöngu tímabær, verði komið á. Endurnýjun velferðarríkisins er eitt megin- stefnumál Alþýðuflokksins fyrir komandi kosningar. Sú endurnýjun felur m.a. í sér ein- faldara og réttlátara skattakerfi, lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, endurskoðun almanna- trygginga, eflingu húsnæðislánakerfis, jafn- rétti kynjanna, nýja heilbrigðisstefnu og fram- sækna skólastefnu og endurbætur námslána- kerfis. Alþýðuflokkurinn leggur ekki síst áherslu á fjölskyldustefnu og daglaunastefnu — styttingu vinnutíma á fullum launum. Al- þýðuflokkurinn vill að gert verði átak í samráði við allaaðila vinnumarkaðarins, um að draga úr yfirvinnu uns því marki verði náð að heildar- lengd vinnutíma launafólks á íslandi verði svip- uð og í nágrannalöndunum. Minni yfirvinnu- tekjur verði bættar með hærri dagvinnulaun- um samhliða því að markvissari stjórnun leiði til aukinnaafkastaiatvinnulifinu. Þannig verða lifskjörstórlegabætt.fjölskyldulíf eflt og dreg- ið úr launamismun í landinu. Með eflingu og endurnýjun velferðarríkisins vill Alþýðuflokkurinn hlúa að heimilum lands- manna. Minni yfirvinna — sömu tekjur. Meiri frítima fjölskyldunnar — meiri tengsl og sam- staða innan hennar. Hamingjusamari og streituminnieinstaklingarskapabetri og vand- aðri vinnu og sinna sjálfum sér og sínum nán- ustu betur. Vinnan á að vera eftirsóknarverð en ekki þrældómur. Það á að vera eftirsóknarvert að stofna heimili og eignast börn — ekki stöð- ug streita og samviskubit vegna tímaleysis sem ómannleg yfirvinna orsakar. Þess vegna vill Alþýðuflokkurinn ráðast að yfirvinnunni án þess að minnka tekjur fólks og skapa almenn- ingi um leið tækifæri til aukinna frístunda og samveru með fjölskyldu og vinum. Hótel Selfoss: Háskóli íslands: Fundurmeð Jóni Baldvin Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýöuflokksins heldur fund á Hótel Selfossi, Selfossi kl. 20.30 á sunnudag. Á mánudag heldur Jón Baldvin fund á veitingastaðnum Hrafninum í Reykjavík að Skipholti 37, og hefst fundurinn kl. 20.30. Á þriðju- dag talar Jón Baldvin í veitingahús- inu Ártúni að Vatnshöfða 11 og hefst fundurinn kl. 20.30. Kjósendur — kjörskrá Athugiö hvort þið eruð á kjörskrá. Þeir kjósendur sem hafa verið við nám erlendis eða dvalist erlendis af öðr- um ástæðum eða flutt sig milli kjördæma eru sérstak- lega hvattir til að athuga hvort þeir eru á kjörskrá. Kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins um allt land veita upplýsingarog aðstoð ef með þarf. Utankjörstaðaskrif- stofa Alþýðuflokksins f Reykjavlk Alþýðuhúsinu Hverf- isgötu 8-10 eropin milli kl. 9.30-18. Sfmar 15020—29282 —623244—623245. A-listi Aiþýðuflokkurinn Á mölinni mætumst með brosávör — ef bensíngjöfin ertempruð. Fyrirlestur um Finnland Mánudaginn 6. april n.k. mun Dr. Klaus Törnudd flytja fyrirlest- ur um Finnland og öryggismál Norðurlanda (Finland and Nordic Security) í boði Félagsvísindadeild- ar Háskóla íslands. Klaus Törnudd er stjórnmála- fraeðingur að mennt og hefur unnið bæði sem háskólakennari og í utan- ríkisþjónustu og utanríkisráðuneyti Finnlands. Hann starfar nú í utan- ríkisráðuneytinu og er jafnframt dósent í stjórnmálafræði við há- skólann í Helsinki. Hann hefur skrifað margar tímaritsgreinar og bækur einkum á sviði alþjóða- stjórnmála. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101, í Odda og hefst kl. 17.15, hann verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Landbúnaðarmál: Nýtt upplýsingarit Stéttarsamband bænda hefur gefið út fréttabréf með upplýsing- um um framleiðslu og markaðsmál landbúnaðarins. Þar er lýst aðdraganda þeirrar stöðu sem nú er í málefnum mjólk- ur og kindakjötsframleiðslunnar. Lýst er áhrifum markaðsþróunar erlendis á korni og áhrifum hennar á þróun kjötverðs. Fjallað er um breytingu á neysluvenjum og áhrif- um þeirra. Þá er greint frá stefnumörkum Alþingis og setningu búvörulag- anna 1985 og þeirri framleiðslustýr- ingu sem kom í kjölfar þeirra. Greint er frá skiptingu fullvirðis- réttar í mjólk og kindakjöti og hlut- deild einstakra landssvæða í þeirri skiptingu. Birtar eru tölur um bústærð og fullvirðisrétt og loks fjallað um horfur í markaðsmálum kinda- kjöts. í fréttatilkynningu frá Stéttar- sambandi bænda segir, að tilgang- urinn með útgáfu fréttabréfsins sé að koma á framfæri réttum upplýs- ingum um stöðu þessara mála. Um- ræður um málefni landbúnaðarins síðustu mánuði hafi um of ein- kennst af skorti á upplýsingum og því að réttar forsendur væru lagðar til grundvallar við mat á einstökum þáttum. Fréttabréfið verður sent öllum bændum á landinu og fjölmörgum öðrum aðilum. Byggingarfélag verkamanna Aðalfundur félagsins verður haldinn í Domus Medica við Eg- ilsgötu miðvikudaginn 8. apríl kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagsstjórnin. Tilkynning til kjósenda Athygli kjósenda sem ekki verða heima á kjördag 25. aprll n.k. ervakin áþviaö utankjörstaöakosning er hafin og fer fram hjá hreppstjórum, sýslumönnum og i Reykjavik hjá Borgarfógeta. A-listi Alþýðuflokkurinn. t Eiginmaður minn, faöirokkar, tengdafaðir, afi og langafi Sigurður Jónas Jónasson verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. apríl kl. 13.30. Rannveig Eyjólfsdóttir Sigríður Þ. Sigurðardóttir Hjálmar Pálsson Eyjóifur J. Sigurðsson Sigríður ísleifsdóttir Agða Sigrún Sigurðardóttir Gestur Guðmundsson Barnabörn og barnabarnabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.