Alþýðublaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 5
5 Laugardagur 4. apríl 1987 ; ■ Ríkisútgáfa námsbóka 50 ára Hálf öld er nú liðin frá því að Ríkisútgáfa námsbóka og Kvik- myndasafn rikisins tóku til starfa. Stofnun Ríkisútgáfunnar átti sér alllangan aðdraganda og var eitt af baráttumálum Alþýðuflokksins á þriðja og fjórða tug aldarinnar. Töldu alþýðufiokksmenn að ríkinu bæri skylda til að sjá svo um að öll- um börnum væri gert kleift að eign- ast þær bækur sem löggiltar væru til kennslu í barnaskólum. En á þessu var oft nokkur misbrestur og ekki óalgengt að kennarar stæðu frammi fyrir þeim vanda að nem- endur væru bókarlausir vegna þess að aðstandendur þeirra gátu ekki keypt bækurnar sökum fátæktar. Á Alþingi 1931 lögðu svo þrír þingmenn Alþýðuflokksins, þeir Sigurjón Á. Ólafsson, Héðinn Valdimarsson og Haraldur Guð- mundsson fram frumvarp til laga um ríkisútgáfu á námsbókum. Stóðu kennarar fast að baki al- þýðuflokksmanna í þessu baráttu- og urðu um það mmiklar umræður. Óþarft er að tíunda hverjir stóðu þar fastast á móti. En 1936 er málið flutt í sjötta sinn og nær þá fram að ganga. Var frumvarpið flutt af þá- verandi menntamálaráðherra idar- aldi Guðmundssyni. Á Alþingi 1937 voru svo fyrstu lög um kennslukvikmyndasafn sett hér á landi. Þann 1. apríl 1937 kom svo fyrsta stjórn Ríkisútgáfu námsbóka sam- an til fundar. í stjórninni áttu sæti þeir Vilmundur Jónsson landlækn- ir, formaður, Guðjón Guðjónsson skólastjóri og Jónas Jónsson skóla- stjóri Samvinnuskólans. Fram- kvæmdastjóri útgáfunnar var Steingrímur Guðmundsson for- stjóri Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg. Fyrstu árin sá Steingrímur um út- gáfu og úthlutun bóka og lagði þar í geysimikið starf og má segja að hann með áhuga sinum og dugnaði héldi hlutunum gangandi í fleiri ár þrátt fyrir að fjármagn væri oftast af skornum skammti. Árið 1940 færðist úthlutun bóka til Menningarsjóðs og tók Jón Emil Guðjónsson við úthlutuninni, en hann var þá starfsmaður Menning- arsjóðs, en síðan framkvæmda- stjóri 1946. Framkvæmdastjóri Ríkisútgáfu námsbóka var hann síðan frá 1956 til 1978 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hafði hann þá unnið við stofnunina í 38 ár. Við starfi hans tók Bragi Guð- mundsson en núverandi fram- kvæmdastjóri Námsgagnastofnun- ar er Ásgeir Guðmundson. Helstu áfangar og breytingar á starfi Ríkisútgáfu námsbóka og Fræðslumyndasafns ríkisins á 50 ára starfsferli hafa verið þessar: Lög 1956, sem ákváðu að allir skólaskyldir nemendur skyldu fá námsbækur ókeypis, en áður hafði það aðeins gilt um nemendur barnaskóla. Þá skyldi útgáfan auk- in og bætt og árið eftir tók Skóla- vörubúðin til starfa. Lög um Fræðslumyndasafn rík- isins voru sett árið 1961. Var Fræðslumyndasafnið þá gert að sjálfstæðri stofnun með víðtæku starfsviði. Árið 1969 hófst náið samstarf við skólarannsóknardeild mennta- málaráðuneytisins sem hafði fengið það meginverkefni að standa fyrir heildarendurskoðun á öllu náms- efni á grunnskólastigi. Námsgagnastofnun tók til st arfa 1980 skv. lögum nr. 45/1979. Með stofnun hennar voru Ríkisútgáfa námsbóka ásamt Skólavörubúð og Fræðslumyndasafni ríkisins sam- einuð. Um áramótin 1984—1985 fluttist námsefnisgerð fyrir grunnskóla, sem farið haði fram á vegum skóla- rannsóknadeildar menntamála- ráðuneytisins til Námsgagnastofn- unar. Um síðast liðin áramót var Námsgagnastofnun endurskipu- lögð og starfar nú á 3 meginsviðum: námsefnissviði, sölu- og afgreiðslu- sviði og fjármálasviði. Auk þess er starfandi kennslumiðstöð. Eins og áður er frá sagt hefur fjárhagur Ríkisútgáfunnar oftar en ekki verið þröngur og hlutur ríkis- sjóðs til stofnunarinnar skarður, og svo er enn. En þrátt fyrir það hefur hlutur útgáfunnar til fræðslu og menningar islenskri æsku til handa verið ómældur og æði stór og reynst traustur grundvöllur íslenskra kennslu- og skólamála í hálfa öld. S.H. Stjórnendur Ríkisútgáfu námsbóka og námsgagnastofnunar í greinargerð með frumvarpinu sagði m.a. Það mun láta nærri, að bóka- kostur eins barns öll skólaárin sé nú kr. 70.00. Þetta er mikið fé, og er oft alltilfinnanleg útgjöld, þegar fá- tækasta stéttin á hlut að máli. Enda mundi sannanlegt, ef skýrslur eru fyrir hendi, að mikill hluti fátæk- ustu barnanna eignast aldrei allan þennan bókakost, sem lög og reglu- gerðir skólanna ákveða, og er það aðeins hið geysiháa verð skólabók- anna, sem nú er og svo fátækt barn- anna sem sviptir þau nauðsynleg- um bókakosti. Má geta nærri, hver hugraun slíkt er fyrir námfús börn. Frumvarpið náði ekki fram að ganga á Alþingi 1931 en var endur- flutt án árangurs á næstu þingum Steingrímur Guðmundsson forstjóri 1937—1956. Jón Emil Guðmundsson forstjóri 1956—1978. Bragi Guðmundsson forstjóri 1978—1980. Ásgeir Guðmundsson námsgagnastjóri frá 1980. .GLJAS TlQt Þvottheldni oq styrkle í hámarki í fjórum gljástigum \ 'EL.DU KOPA jp Wé rÆ. .ÆSi' f < ’ **“ V \ , '-.C-; ni 0x- ; ; ' i 1 totuM.inE. nu.;«. kmm. : ‘WSlftAeiHAUHMG. ÍS VgLJÁSJVg^B S 4 H WOOIG. VATHSÞYKNAÍí < io .app S 30 11*1 ii

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.