Alþýðublaðið - 12.06.1987, Page 1

Alþýðublaðið - 12.06.1987, Page 1
NATÓ-fundur í Reykjavík: „Styðjum kjarnorkuvopnalaust svæði“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra við setningu fundarins í Háskólabíói í gær Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsinsf var sett- ur í gær í Háskólabíói. Fundurinn er að öðru leyti haldinn á Hótel á Hótel Sögu og lýkur honum síðdeg- is í dag. Forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra ávörpuðu fundinn við setninguna, og buðu ráðherrana velkomna ásamt fylgdarliði, en síð- degis í gær héldu samtök herstöðva- andstæðinga mótmælafund á Hagatorgi. Þannig fengu ráðherr- arnir að sjá skiptar skoðanir íslend- inga á afstöðunni til NATÓ. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði við upphaf fundarins að ísland hefði gengið í Atlantshafsbandalagið 1949, þrátt fyrir ríkan vilja til hlutleysis. „Þá var því lýst yfir“, sagði Steingrímur, að erlendur her yrði ekki í landinu á friðartímum, en nauðsynleg að- staða látin í té ef til hernaðarátaka kæmi“ Síðan sagði forsætisráð- herra: „Okkur þótti, og þykir enn, mest öryggi í þeirri grundvallaryfirlýs- ingu bandalagsins, að árás á eitt ríki skoðist sem árás á öll. Því miður hefur viðunandi friður hins vegar ekki verið talinn í heiminum síðan fyrir Kóreustyrjöldina" Steingrímur vék ennfremur að afstöðunni til kjarnorkuvopna og ítrekaði þá afstöðu að íslendingar Ieyfi ekki kjarnorkuvopn á íslensku yfirráðasvæði. Steingrímur minnti í þessu samhengi á samþykkt Al- þingis frá því í maí 1985 og sagði að þá hefði einnig verið samþykkt að styðja kjarnorkuvopnalaust svæði í Norður-Evrópu, frá Grænlandi til Úralfjalla, á landi, en einnig á og í hafinu. „í samræmi við þessa afstöðu styðjum við hina svokölluðu núll- lausn, þ.e. að fjarlægðar verði bæði meðal- og skammdrægar eldflaug- ar frá Evrópu“, sagði Steingrímur ennfremur. Matthías Á. Mathíesen, utanrík- isráðherra, sagði m.a. í sinni ræðu að tilgangurinn með varnarsam- starfi ríkjanna í Atlantshafsbanda- laginu gæti ekki orðið sá að safna vopnum til að fara með ófriði á hendur öðrum þjóðum, heldur til að tryggja frið. Veröbólgan: Opinberar hækkanir vega þyngst Verðbólgustefna íslenskra stjórnvalda sem mörkuð var í sambandi við Þjóðarsáttina svokölluðu virðist gersamlega farin í vaskinn ef tekið er mið af verðbólguþróuninni allra síð- ustu nránuði. Verðbólguhraðinn mælist nú tæp 27% og hefur ekki verið meiri síðan fyrir daga febrúarsamninganna í fyrra ef frá er talinn janúar í ár. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði í síðasta mánuði um heil 2%. Þetta niá að hluta til skýra með þvi að ríkisstjórnin situr nú einungis til bráðabirgða og hefur því ekki umboð til meiri háttar aðgerða í efnahags- málum, en þessi skýring verður þó haldlítil þegar tekið er tillit til þess að meiri en helmingur af hækkuninni stafar af vísitölu- liðurn sem stjórnvöld Itafa bein áhrif á. Hækkun ÁTVR skapar þannig 0.5% hækkun vísitölu, hækkun bensínverðs 0,3% og hækkun landbúnaðarvara einn- ig 0,3%. Það er langt frá því að með þessu sé séð fyrir endann á vísi- töluhækkunum. í þessum tölum er t.d. ekki að finna áhrif frá gjaldahækkun Pósts og síma sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðamót. Verðbólga á árinu er þegar komin yfir 10% sem er svipað og gert var ráð fyrir að yrði á ár- inu öllu, þegar kjarasamningar voru gerðir í desember. Með svipuðu áframhaldi er því orðið ljóst að verðbólgan verður yfir 20% á þessu ári og margir spá því nú að hún verði mun meiri. Ríkisstjórn í burðarliðnum? Þessi þrjú hafa verið fulltrúar Alþýðuflokksins f stjórnarmyndunarviðræðunum við Sjálfstæðisflokk og Fram- sóknarflokk. Myndin er tekin fyrir utan hús Dagsbrúnar við Lindargötu f Reykjavfk þar sem viðræðurnar hafa farið fram. Þegar Alþýöublaðið fór I prentun f gær stóð enn yfir fundur formanna flokkanna þriggja, en meiri Ifkur voru taldartil að samkomulag næöist um áframhaldandi viðræður. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins um fundinn í gær var talið að bæði verkaskipting og stóru ágreiningsmálin yrðu rædd f botn, þannig að ef viðræðum verður haldið áfram þýöi það að stjórnin verði raunverulega mynduö. A-mynd: Róbert. Burðarþolsmálin: Stórauknar rannsóknir og bætt menntun — er meðal þess sem Ragnar Sigbjörnsson telur nauðsynlegt til úrbóta — Ragnar segist ekki draga gagnrýni sína á skýrsluna til baka en vill beina umræðunni inn á nýjar brautir — Ráðstefna um burðarþolsmálin haldin í næstu viku Ragnar Sigbjörnsson, forstöðu- maður Verkfræðistofnunar Há- skólans, sem hvað harðast hefur gagnrýnt burðarþolsskýrsluna, seg- ir að sín gagnrýni breyti ekki þeirri staðreynd að hönnun bygginga og eftirliti með þeim sé áfátt. Ragnar segist vilja beina umræðunni inn á þá braut að farið verði að ræða um leiðir til úrbóta í þessum efnum. Ragnar Sigbjörnsson og Hákon Ólafsson forstöðumaður Rann- sóknarstofnunar byggingariðnað- arins, hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu, þar sem segir að könn- unin hafi ótvírætt leitt í ljós að hönnun og eftirlit með byggingum sé áfátt. Ennfremur segjast þeir í yf- irlýsingunni gera sér vonir um að könnunin leiði til jákvæðrar þróun- ar við hönnun bygginga með veru- legu átaki í staðlamálum á sviði þol- hönnunar. Ragnar Sigbjörnsson, sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að hann væri alls ekki að draga gagn- rýni sína á burðarþolsskýrsluna til baka á nokkurn hátt með þessari yfirlýsingu. Gagnrýni sín breytti hins vegar ekki þeirri staðreynd að hönnun og eftirliti væri áfátt. Ragnar sagði í þessu sambandi að brýna nauðsyn bæri til að koma upp íslenskum þolhönnunarstöðl- um, sem nú væru ekki til. Þá þyrfti einnig að auka eftirlit verulega. Ragnar sagðist ennfremur telja að bæta þurfi menntun verkfræðinga, sérstaklega með tilliti til jarð- skjálftahönpunar og endurskoða verkaskiptingu við hönnun. Þá þyrfti og að stórauka rannsóknir á sviði byggingamála og bygginga- tækni og sagði Ragnar í því sam- bandi að slíkar rannsóknir væru tvímælalaust mjög hagkvæmar út frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Á fimmtudag í næstu viku verður haldin ráðstefna á vegum félags- málaráðuneytisins um burðarþols- málin. Til þeirrar ráðstefnu verður boðið öllum þeim sem þessum mál- um tengjast á einhvern hátt, bygg- ingafulltrúum, verkfræðingum, arkitektum o.fl. Húnbogi Þorsteinsson, skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneyt- inu, sagði við Alþýðublaðið í gær að vænta mætti einhverra við- bragða af hálfu ráðuneytisins í kjöl- far þeirrar ráðstefnu. Eitt af þeim atriðum sem burðar- þolsskýrslan hefur sætt mestu ámæli fyrir og m.a. kom fram i gagnrýni Ragnars Sigbjörnssonar, er það að ekki skuli vera unnt að draga neinar ályktanir um burðar- þol húsa almennt af niðurstöðum rannsóknarinnar. Ragnar var í gær spurður hvort hann teldi ástæðu til þess í kjölfar skýrslunnar að láta fara fram nýja rannsókn sem yrði marktæk í þessu sambandi. Ragnar kvaðst út af fyrir sig telja að peningunum væri betur varið með því að leggja þá I að taka á þeim vanda sem nú þegar væri margbúið að benda á. Hann sagði hins vegar að sér fyndist koma til álita að gera einhvers konar áhættu- greiningu í þessu efni, sérstaklega með tilliti til þeirrar spár jarðfræð- inga að innan 20—25 ára kynnu að ríða yfir mjög sterkir Suðurlands- skjálftar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.