Alþýðublaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. júní1987 :3 Stúdentar úr dagskóla F.B. fj ■ lí^l' 1 lJHr ’ '"jf 11 Wfw¥ I jrr* j,|' r S m J I 4*4»i t ■ Jm V .'M * Jgil \ m Stúdentar úr kvöldskóla F.B. (Öldungadeild). Nýir stúdeirtar úr Fjölbraut í Breiðholti Fjölbrautaskólanum í Breiðholti var slitið 22. maí s.l. í Bústaða- kirkju. Athöfnin hófst með því að Guðni Þ. Guðmundsson, organisti, lék vorlög og síðan söng Ingveldur Hjaltested. í yfirlitsræðu skóla- meistara, Guðmundar Sveinssonar, kom fram að 1258 nemendur hafi stundað nám í Dagskóla F.B. og 987 þeirra lokið prófum, 226 nemendur luku lokaprófi af einhverri náms- braut Fjölbrautaskólans í Breið- holti og er þá bæði um nemendur í dagskólanum og öldungadeildinni að ræða. Þeir skiptust sem hér segir: Á eins árs námsbrautum luku 17 nemar prófi, 7 af grunnnámi mat- vælasviðs og 10 af grunni tækni- sviðs. Á tveggja ára námsbrautum luku 48 prófi, 38 almennu verslunar- prófi, 6 grunnnámi listasviðs og 4 matartæknar. Á þriggja ára brautum stóðust lokapróf 50 nemendur, þar af 3 sjúkraliðar, 4 matarfræðingar og 21 nemandi lauk sveinsprófi í bókleg- um greinum (9 húsasmiðir, 2 pípu- lagningamenn, 9 rafvirkjar og 1 vél- virki). Loks luku 22 nemendur sér- hæfðu verslunarprófi. 111 nemendur luku fjögurra ára brautum, stúdentsprófi og skiptust þeir þannig: Af almennu bóknámssviði 54 nemendur, heilbrigðissviði 11 nem- endur, listasviði 3 nemendur, tæknisviði 6 nemendur, uppeldis- sviði 9 nemendur og viðskiptasviði 28 nemendur. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Ari Jónasson, eðlisfræðibraut með 136 einingum, 383 stigum og lauk hann náminu á þremur árum. Guðmundur Steinar Guðmunds- son náði næstbestum árangri á stúdentsprófi og fengu þeir báðir fjölda verðlauna fyrir námsárangur sinn. Skólameistari, Guómundur Sveinsson afhendir dúx skólans, Ara Jónassyni, verðlaun. Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. IUMFERÐAR >RÁÐ JJI Kópavogur — íbúöir fyrir aldraöa í Vogatungu Samkvæmt samþykkt byggingarnefndar íbúða fyrir aldr- aða i Kópavogi, auglýsast byggingarlóðir við neðri hlutaVogatungu meðeftirfarandi byggingarskilmálum: 1. Byggja skal sérhannaðar ibúðir fyrir aldraða sam- kvæmt skipulagi og teikningum, sem fyrir liggja. 2. Við sölu á íbúðum skulu Kópavogsbúar, sem náð hafa 60 ára aldri, hafa forgang. 3. Við eigendaskipti skal Kópavogskaupstaður jafnan eiga forkaupsrétt að íbúðunum. 4. Gatnagerðargjöld, útlagður kostnaður og önnur gjöld til bæjarsjóðs, skulu greidd samkvæmt ákvæðum bæjarráðs. Teikningarliggjaframmi átæknideild Kópavogs, Fann- borg 2 og eru þar veittar nánari upplýsingar. Þau byggingafyrirtæki sem áhuga hafa á þessu verk- efni, leggi inn umsóknir í síöasta lagi 22. júní n.k. Bæjarverkfræðingur. Frétt fyrir krata: Sumarferðin '87 Laugardaginn 27. júní Laugardaginn 27. júní mun Alþýöuflokkurinn í Reykjavik og Reykjanesi efna til sumarferöar sem gengur undir heitinu SUMARFERÐIN ’87 Ætlunin er að að heimsækja krata á Vesturlandi, skoða náttúr- una og skemmta sér saman. Ekiö veröur um sveitir Borgarfjaröar og Mýrar undir leiðsögn heimamanna. Ferðin verður auglýst nánar, en verið er aö vinna aö líflegri dagskrá sem verður birt síðar í Alþýöublaðinu. Þeir sem eru orðnir óþreyjufullir og vilja fá allar uplýsingar strax, er bent á að hringja í skrifstofu Alþýðuflokksins í Foykjavík í síma29244. Öllum krötum er ráöiagt að setja rauóan hring um dagsetn- inguna 27. júní. Happdrætti Alþýðuflokksins Dregið var 5. júní hjá Borgarfógeta. Ennþá vantar nokkuð á að fólk hafi gert skil fyrir sölu miða. Vinningsnúmerin voru því innsigluð og verða birt eftir 2 vikur. Fóstrur — fóstrur Fóstrur vantar til starfa við leikskólann í Borgar- nesi frá 10. ágúst n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist skrifstofu Borgarnes- hrepps fyrir 3. júlí n.k. Upplýsingar í leikskólanum i síma 93-7425 og á skrifstofu Borgarneshrepps í síma 93-7224. Sveitarstjórinn í Borgarnesi Laus staða Tímabundin lektorsstaða til tveggja ára I upplýs- inga- og merkjafræði við rafmagnsverkfræðiskor Háskóla íslands er laus til umsóknar. Kennslusvið lektorsins er á sviði hliðrænnar og stafrænnar rásafræði (síur), mótunar-, merkja- og upplýsingafræði. Rannsóknasvið skal vera á of- angreindum sviðum og aðstaða veitt í Upplýs- inga- og merkjafræðistofu Verkfræðistofnunar Háskóla íslands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísinda- störf umsækjenda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí n.k. Æskilegt er að lektorinn geti hafið störf í byrjun haustmisseris 1987. Menntamálaráðuneytið. 4. júní 1987.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.