Alþýðublaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 4
Skœruliðasamtökin dularfullu íPerú Eftir margra mánaöa hlé hafa skæruliðasamtökin Sendero Luminose (Lýsandi stígur) í Perú hafiö árásir á nýjan leik — í þetta sinn í höfuðborginni Líma, sem kemur sér afar illa fyrir stjórn Alans Garcia forseta. Fyrir nokkrum vikuin lamaðist Iáma, höfuðborg Perú, algerlega vegna sprengjuherferðar í horginni, sem kom öllum að óvörum. Sprengja sprakk í bankaafgreiðslu í miðborginni og varð (veimur mönnum að bana. Á sama tíma hófst vélbyssuskothríð umhverfis forsetahöllina og bíll sprakk i loft upp þar nærri. Öryggislögreglan rannsakaði svæðið vandlega, en fann ekkert. Þriðja sprengingin varð við verk- smiðju sem framleiðir einkennis- búninga fyrir herinn. Þar urðu óverulegar skemmdir. Á meðan á þessu stóð varð rafmagnslaust í allri borginni, en ekki sannaðist hvort þeir sem stóðu að sprengjutilræð- unum áttu sök á því, eða hvort um venjulega rafmagnsbilun var. að ræða. Lýsandi stígur hefur greinilega náð sér aftur á strik, eftir að starf- semin var brotin á bak aftur fyrir rúmu ári. Það sést á fjölda tilræða að undanförnu, morðum og morð- tilraunum á háttsettum embættis- mönnum stjórnarinnar, þar á með- al dómsmálaráðherranum Cesar Elejalde, sem slapp með naumind- um frá tilræðismönnunum. Þá hefur einnig lítill marxískur, þjóðernissinnaður skæruliðahópur Tupac Amaru, látið til sín taka með sprengjuárásum á 30 banka í borg- inni. Á þremur vikum í janúar myrkv- aði Lýsandi stígur borgina Líma tvisvar, sprengdi verksmiðjuhús eða kveikti í þeim og drap tvo lög- reglumenn sem stóðu á verði við indverska sendiráðið, á sama tíma og Garcia forseti var gestur Rajivs Gandhi í Nýju Delfí. Gagnaðgerðir Garcia Garcia svaraði árásunum með miklum hreinsunum í fjórum há- skólum. í skjóli útgöngubanns um nætur, sem hefur varað í eitt ár, • gengu 4000 lögreglumenn berserks- gang og handtóku 793 menn, þar á meðal 30 sem voru eftirlýstir sem hryðjuverkamenn. Lögreglan sagð- ist hafa fundið vopn, sprengiefni og áróðuisrit sem tilheyrðu skærulið- unum. Skoðanakannanir sýndu að al- menningur var hlynntur þessum að- gerðum, þótt þeim væri mótmælt harðlega af vinstri-stjórnarand- stöðunni í þinginu. Garcia hefur því neytt færis og fengið samþykkt Iög sem heimila sérstaka alræðisdóm- stóla sem fara með málefni hryðju- verkamanna. Þessir síðustu atburðir hafa beint sviðsljósinu að síauknu pólitísku mikilvægi hersins. Apra, flokkur stjórnarinnar leggst gegn því' að Þúsundum saman hafa menn horfið á beim svæóum sem bardaqar við skæruliða eru sem harðastir. Flestir þeirra eru fátækir bændur. Sumir hafa fundist i fjöldagröfum eins og þessi mynd frá smábænum Huanta sýnir. Flestir telja að þar hafi herinn verið að verki. hermenn sem hafa t.d. drepið óbreytta borgara verði dregnir fyrir almennan dómstól, en ekki her- dómstól. Og herinn neitar blaða- mönnum og fréttamönnum um ferðaleyfi til þeirra svæða þar sem skæruliðar halda sig helst og þykir þetta ekki spá góðu fyrir hinn al- menna borgara. Ráða stórum svœðum Lýsandi stígur hefur með stuttum snörpum skyndiárásum náð á sitt vald meira en 2000 km löngu svæði í Andesfjöllum — frá Cajamarca í norðri til Puno í suðri — ef trúa skal bæklingi sem skæruliðar hafa nýlega gefið út og dreift um landið. Þetta hefur ekki verið borið til baka, en skjöl sem leyniþjónustan hefur komist yfir frá leynilegum fundum samtakanna, sýna að það hlé sem verið hefur á aðgerðum þeirra nú um skeið, er að hluta til vegna innbyrðis átaka meðal skæruliðanna sjálfra. Fyrir einu ári ákvað stjórn sam- takanna að segja skilið við deildina í Líma, sem var sökuð um „kúbanskar tilhneigingar" og að „taka málin í sínar eigin hendur“. Sagt var að þar væri lögð of mikil áhersla á vopnuð átök sjálfra þeirra vegna, þótt pólitískur ávinningur væri ekki sýnilegur. Baráttan gengi of mikið út á hetjuskap einstakra liðsmanna sem vildu slá sig til ridd- ara. Ákveðið var að endurskipu- leggja hreyfinguna frá grunni í Líma og leggja meiri áherslu á gras- rótina, á fjöldahreyfingu fólksins í úthverfum borgarinnar og í háskól- unum. Hreinsanirnar hófust skömmu fyrir fangauppreisnina í Lima í fyrra, sem endaði með þvi að 270 fangar voru líflátnir eftir tilskipun frá Garcia forseta. Þeir atburðir leiddu og til þess að skæruliðasam- tökin í Lima lömuðust að sinni. Blóði drifin saga Nú þegar skæruhernaðurinn er hafinn á ný, er það ótvírætt merki þess að endurskipulagningunni sé lokið. Sjö ár eru síðan Lýsandi stíg- ur hóf byltingarfánann á loft og skæruliðasamtökin hafa nú sellur í 19 af 25 héruðum Perú, eftir því sem leyniþjónusta landsins segir. Stjórn samtakanna, með fyrrum heimspekiprófessorinn Abimael Guzman í broddi fylkingar, fer huldu höfði þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir til að handsama hana. Eftir að hópur vopnaðra karla og kvenna réðist á kosningamiðstöð í sveitaþorpinu Chuschi í suðurhluta Andesfjalla, hafa meira en 10.000 manns látið lífið í átökum. Að sögn mannréttindasamtaka hafa um 2000 í viðbót horfið, eftir að hafa verið handteknir af öryggislög- reglu. Það er í Ayacucho-héraði sem Lýsandi stígur á sterkust ítök og þar er baráttan um sálirnar hörðust. Forsetinn hefur gert umfangsmikla þróunaráætlun og deilt út miklum fjármunum til styrktar smáhópum Indíána sem hafast við þar. Hjálpin þykir vera fremur ómarkviss, þar eð henni er ekki fylgt eftir með tækni- aðstoð til að nýta þessa fjármuni sem best. En bragðið hefur heppnast póli- tískt, því að í kosningum á síðasta ári hafði stjórnarflokkurinn sigur á þeim svæðum sem aðstoðina hlutu, þrátt fyrir að þar hafi verið höfuð- vígi Lýsandi stígs lengst af. Hagvöxtur Stjórn Garcia forseta náði hag- vexti upp á 8,5% á síðasta ári. Það er mesti efnahagsávinningur í tíu ár. Erlendar skuldir landsins hafa minnkað, en það hafa gjaldeyris- sjóðir landsins einnig og verðbólga er aftur á uppleið eftir að hafa verið lítil allt árið 1986. Stjórnin reynir einnig að stöðva launahækkanir, sem leiddu til þenslu og eftirspurnar sem inn- flutningsgeta landsins var ekki fær um að fullnægja. Ástandið væri raunverulega miklu verra, ef ekki væri vegna ólöglegrar kókaínversl- unar, sem hefur gert landsbankan- um kleift að kaupa upp 60 milljónir dollara á peningamarkaðnum í Líma. Margir telja að Garcia forseti hafi teflt djarft í efnahagsmálum og þeir eru margir sem óttast að það sé tapað tafl. Alan Garica forseti Perú

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.