Alþýðublaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 2
UNMUIU Slmi: 681866 Útaefandi: Blaö hf. Ritstjóri:-. Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Daníelsson Blaðamenn: Orn Bjarnason, Asa Björnsdóttii og Kristján Þorvaldsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármula 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Hégómlegt þrá- tefli eða hvað? Staðan í stjórnarmyndunarviðræðunum eftir „dramatíska" atburði í fyrrinótt, kann að koma al- ‘menningi fyrir sjónir sem hégómlegt þrátefli um stól og völd. En málið erekki eins einfalt og það sýnist. Að vísu skorti ekki nema herslumuninn á það, að endan- legt samkomulag næðist um skiþtingu ráðuneytaog það urðu mikil vonbrigði fyrir flesta að það skyldi ekki takast. tn menn ættu að huga að eftirfarandi: Úrslit síðustu þingkosninga buðu ekki upp á neina augljósa né auð- velda kosti við stjórnarmyndun. Kjósendur völdu full- trúa sex stjórnmálaflokka til þingsetu, og einum bet- ur. Engir tveir flokkar geta myndað meirihlutastjórn. Þriggja flokka stjórn er því næsti kosturinn. Við myndun slíkrar stjórnar verður að taka tillit til margvíslegra hagsmuna og óska. Kjörorðið er þvi - málamiðlun. Jón Baldvin Hannibalsson gerði for- mönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks grein fyrir því þegar I upþhafi, og var því ekki mót- mælt, að allir flokkarnir yrðu með einum eða öðrum hætti að taka á sig ábyrgð vegna nauðsynlegra efna- hagsaðgerða, og ráðuneytaskipting yrði að vera sam- kvæmt því. Samagilti um ítök I atvinnuvegaráðuneyt- um og um þau ráðuneyti og stofnanir, sem fara með félagsmál beint eða óbeint. í þessum efnum yrði að rlkja jafnrétti og jafnvægi. Ekki verður annað greint en að allir hafi fallist á rétt- mæti þessarar skoðunar. — Þá gerði Alþýðuflokkur- inn viðræðuflokkunum Ijósa grein fyrir því, að hann gæti ekki komið inn í þessa ríkisstjórn sem þriðja hjól undir vagninn. Af þeim sökum væri uppstokkun á ráðuneytum brýn. Þetta sjónarmið fékk einnig góðar undirtektir, og á þessum forsendum var unnið að ríkis- stjórnarmyndun. Það var m.a. með þessi sjónarmið f huga, að Alþýðu- flokkurinn lagði fram málamiðlunartillögu um skipt- ingu ráðuneyta, þegarviðræðurnar virtust vera komn- ar í strand (fyrrakvöld. Þessa tillögu samþykktu sjálf- stæðismenn, án skilyrða. Framsóknarmenn gerðu hins vegar þá kröfu að fá einn ráðherra til viðbótar þeim þremur, sem tillagan gerði ráð fyrir. Á þetta gátu hvorki Alþýðuflokkur né Sjálfstæðisflokkur fallist, enda hefði það brotið f bága við þá jafnvægisreglu, sem höfð var að leiðarljósi í viðræðunum. Ekki verður hér sakast við einn eða neinn vegna þeirrarsnurðu, sem á þráðinn hljóp, en Ijóst er, að að- eins skorti á það herslumun að gengið yrði frá mikil- vægum þætti stjórnarmyndunar. Væntanlega hefur þessi tilraun þó ekki verið eyðilögð. Gífurleg vinna liggurað baki, og þessi þriggjaflokka stjórn er nánast eina stjórnarmyndunarformið, sem fyrir hendi er. Mikil ábyrgð hvllir á þeim stjórnmálamönnum, sem að þessum viðræðum hafa staðið, og þeir hafa ekki leyfi til þess að láta einn ráðherrastól skipta sköpum um það hvort tekst að mynda sterka stjórn, sem getur tekið á ört vaxandi efnahagsvanda. * ■* Þriðjudagur 30. júnl 1987 Jón Danlelsson skrifar Fréttahaukarnirávarðbergi. Islenskfréttamennskahefuróneitanlegabreyst mikið ásíðustu árum. Fréttamiðlarnir eru hættir að blða kurteislegaeftiryfirlýsingum stjórnmálamannanna. Blaðamennirnir blðaástaðnum eftir því að menn fari inn á fundi eða komi út af þeim. Hér bíða menn frétta af stjórnarmyndunarviðræðum I fyrrinótt.A-mynd: BARA NÆSTUM ÞVÍ - EKKI ALVEG! Tveir mánuðir frá kosningum og enn engin ríkisstjórn, — ekki einu sinni í sjónmáli. Um það eru menn reyndar ekki sammála. Er utan- þingsstjórn kannski á næsta leiti, ef ekki gengur saman með þeim þrem flokkum sem undanfarnar vikur hafa reynt að ná saman? Var raun- verulega að ganga saman með flokkunum þremur í fyrrakvöld eða er ágreiningurinn um ráðherrastól- ana þess eðlis að hann verði tæpast leystur. Hvað hefur eiginlega verið að gerast síðustu dagana? Um allt þetta eru margar kenn- ingar á lofti og þessum spurningum og mörgum öðrum er vandsvarað. Ljóst er þó að þegar menn fóru heim úr þinghúsinu við Austurvöll í fyrrinótt, bar í raun mjög lítið eða ekkert á milli flokkanna í málefn- um. Steingrímur Hermannsson sagðist þó í viðtali við fréttamenn geta staðfest að ágreiningur hefði ekki eingöngu verið um ráðherra- stóla, heldur að einhverju leyti einn- ig um efnahagsmál. Það fer þó varla milli mála að síðustu dagana hefur verið tekist á um það hver flokksformannanna þriggja yrði forsætisráðherra. Þor- steinn Pálsson lýsti því yfir í siðustu viku að hann félli fyrir sitt leyti frá kröfunni um þetta virðulega em- bætti. Það varð fljótlega samdóma álit flestra fréttaskýrenda að með þessari yfirlýsingu hefði Þorsteinn leikið snjallan biðleik í stöðunni og nánast tryggt sér embættið sem hann í orði kveðnu var þó að afsala sér. Ástæðan fyrir þessu er augljós. Þótt allgóð samstaða hafi náðst í stjórnarmyndunarviðræðunum að undanförnu milli Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins, er meira og minna opinber andúð þessara flokka hvor á öðrum, t.d. í kosningabaráttunni, ekki þar með í gleymsku fallin. Þetta hefur í för með sér að þótt flokkarnir gætu náð góðri málefnasamstöðu í ríkis- stjórn, er ekki jafnauðvelt fyrir Al- þýðuflokksmenn að fallast á að Steingrímur verði forsætisráðherra,. eða fyrir Framsókn að fallast á Jón Baldvin í þetta embætti. Með því að láta Steingrím og Jón Baldvin bítast um forsætisráðuneytið, var því álit- ið að Þorsteinn hefði tryggt sjálfum sér stólinn. Framsóknarmenn sem við höf- um haft tal af, neita staðfastlega þeirri kenningu að Steingrímur Hermannsson hafi brugðið fæti fyrir stjórnarmyndun á síðustu stundu með því að leggja fram kröfu um fjóra ráðherra stuttu fyrir miðnætti í fyrrakvöld. Aðrir við- mælendur hafa bent á tvær skýr- ingar; annars vegar þá að Stein- grímur eigi erfitt með að svipta Jón Helgason ráðherratign, hins vegar að hann hafi á síðustu stundu viljað næla sér í forsætisráðuneytið. Einn viðmælenda okkar úr her- búðum sjálfstæðismanna lét uppi þá tilgátu að það hefði hleypt kergju í Steingrím að hvorki Þor- steinn né Jón Baldvin höfðu lagt fram tillögu um skiptingu ráðu- neyta, þar sem hann væri i forsæti. Þorsteinn mun raunar ekki hafa lagt fram tillögu um neinn nema sjálfan sig í þetta embætti. Að öðru leyti virðast vandamálin við að skipta ráðuneytum milli flokkanna að talsverðu leyti hafa stafað af því að allirhafa flokkarnir viljað fá í sinn hlut ákveðin „Model“-ráðuneyti handa ákveðn- um ráðherraefnum. Þegar við þetta bætist sú stað- reynd, sem áður hefur verið fjallað um í fréttaskýringu hér í blaðinu, að ráðuneytin eru ekki, eða a.m.k. teljast ekki, öll jafn mikilvæg, verð- ur skiljanlegt að skipting ráðuneyta milli flokka er ekki jafn auðvelt verk og kannski mætti álykta í fljótu bragði. Sú stjórn sem virtist vera að skríða saman í fyrrakvöld mun hafa litið þannig út að flokkarnir fengju fjögur ráðuneyti hver og Sjálfstæð- isflokkurinn fjóra ráðherra en hinir þrjá hvor. Það var að sjálfsögðu Þorsteinn Pálsson sem var nærri orðinn forsætisráðherra í fyrra- kvöld, en aðrir ráðherrar sjálfstæð- ismanna hefðu væntanlega orðið Friðrik Sophusson, Ólafur G. Ein- arsson og Birgir ísleifur Gunnars- son. Steingrímur Hermannsson hefði orðið utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson trúlega fengið tvö ráðuneyti, og Guðmundur Bjarnason hefði orðið þriðji fram- sóknarráðherrann. Ráðherrar Al- þýðuflokksins hefðu svo að líkind- um orðið Jón Baldvin Hannibals- son, Jón Sigurðsson (fjármál) og Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna hefði jafnframt orðið eina konan í þessari ríkisstjórn. Steingrlmur Hermannsson ræddi við fréttamenn eftir að hann kom af fundi forseta íslands I gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.