Alþýðublaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 4
rii>\iiiiiíifiiiii Þriójudagur 30. júni 1987 Oliver North á leið út úr réttarsal rWashington. Hann hefur sagt að hann á muni aðeins svara spurningum írans-Contra-nefndarinnar á opinberum y vettvangi. BYSSUMENN SÁMS FRÆNDA Leynileg og ólögleg starfsemi sem kom mjög viö sögu í Írans-Contramálinu hefur verið við lýði í 25 ár. Leynifélag fyrrverandi ríkisstjórnarstarfs- manna, CIA-starfsmanna og pólitískra öfga- manna, sem hafa skipulagt sína eigin utanríkis- pólitík með hryðjuverkum og pólitískum árásum, að hluta til í samvinnu við yfirvöld, að hluta til án vitundar þeirra. Flokkurinn starfaði fyrst gegn Kúbu eftir byltinguna og síðan í Austur-Asíulöndunum og hafði þá samvinnu við Oliver North, sem síðar leitaði eftir aðstoð hópsins þegar Bandaríkjaþing bannaði frekari aðstoð við Contra-skæru- liða 1983. Lögfræðifyrirtækið Christic Institute í Washington hefur rakið feril þessarar starfsemi og í sömu rannsókn komið upp um umfangs- mikið kókaínsmygl Contra- skæruliða og samstarlsmanna þeirra. Skýrsla með niðurstöðum rann- sóknarinnar hefur verið afhent dómstólunum í Miami og á grund- velli hennar hefur verið höfðað mál gegn 29 af félögum hópsins á veg- um tveggja blaðamanna sem særð- ust í árás sem hópurinn stóð fyrir í Eden Pastora. Arfur frá Nixon Leynifélaginu tfar fyrst komið á fót af Nixon, þáverandi varaforseta og Allan Dulles forstöðumanni CIA eftir uppreisnina á Kúbu árið. 1959 og tilgangurinn sá að steypa hinni nýju stjórn Fidels Castro. Sömuleiðis var stofnuð undirdeild undir stjórn mafíuforingjans Santo Trafficante, sem hafði misst hótel sitt í Havana, þar sem var rekið spilavíti og vændi. Þessi hópur fékk það verk að vinna að myrða Castro og aðra byltingarforingja. í þessum hópi voru m.a. Kúbumennirnir Quintero, Felix Rodriguez og Luis Posada Carilles, sem áttu þátt í Watergate-innbrotinu 1971. Komið hefur í Ijós að þessir þrir menn hafa verið lykilpersónur í hinu leynilega vopnasmygli til Contra-skærulið- anna. Posada Carriles er þar að auki maðurinn sem sprengdi kúb- anska farþegavél með 77 farþegum í loft upp árið 1976. Eftir hina misheppnuðu Svinaf- flóaárásvar starfsemin endurskipu- lögð undir stjórn CIA-foringjanna Theodore Shackley og Thomas Clines. Þessir tveir menn hafa verið leiðtogar hópsins síðan, fyrst á veg- um bandarísku stjórnarinnar, síðan á eigin vegunr þar til Oliver North gerðist að nýju tengiliður stjórnar- innar við starfsemina. Suðaustur-A sía Frá 1965 var Shackle.y í Suðaustur- Asíu, fyrst í Laos, síðan í Víetnam og Clines var aðstoðarmaður hans. þar voru þeir í nánum tengslum við opíumskónginn Van Pao, sem fjár- magnaði m.a. þjálfun Hmong-ætt- .flokksins í skyndiárásum og skæru- liðahernaði. Árið 1966 var sérstök deild stofn- uð innan CIA í Saigon sem átti að fylgjast með starfi Hmong-flokks- ins, sem hafði það sérstaka hlutverk að útrýma kommúnistavinum í Laos, Kampútseu og Thailandi. Fram til 1975 losuðu þeir sig við um 100.000 manns í þessum löndum. Meðal þeirra sem önnuðust eftirlit- ið voru Oliver North, og Richard Secord. Einnig var komið á fót starfsem- inni „Fönix-verkefnið“, sem Shackley og Clines stjórnuðu sjálfir frá höfuðstöðvum CIA í í Virginíu, en Shackley var yfirmaður Asíu- deildarinnar þar. Fönixáætlunin gekk út á að lama stjórnkerfi Víet- nams eins og mest mátti verða, með því að útrýma pólitískum stjórn- endum og frammámönnum í stjórnkerfi landsins. Þessari áætlun fylgdi umfangsmikið heróínsmygl til Bandaríkjanna fyrir milligöngu Van Dao og sjóliðsforingja Richard Armitage að nafni, sem síðar varð aðstoðar-varnarmálaráðherra. Chile Árin 1972 og 1973 hafði Shackley störf með höndum á vegum CIA á vesturhveli jarðar og Clines var enn aðstoðarmaður hans. Þá bar hann ábyrgð á aðgerðum í Chile, sem miðuðu að því að veikja stjórnina sem leiddi að lokum til þess að Salvador Allende forseti var drep- inn 1973. Þegar það var fyrirsjáanlegt að Víetnamstríðið væri tapað, settu Shackley, Clines og Armitage á stofn sína eigin starfsemi með stríðsrekstur og upprætingu kommúnismans að takmarki. Sec- ord og Clines smygluðu stórum peningaupphæðum frá eiturlyfja- sölunni til Ástralíu og þeir komu undan miklum birgðum vopna frá Víetnam, sem voru sett í geymslu í Thailandi. Eftir Víetnamstríðið flutti hóp- urinn starfsemi sína til Irans og nú var um hreinan einkarekstur að ræða. Þar var unnið í félagi við leyniþjónustu landsins að því að fækka óvinum keisarans og Edwin nokkur Wilson var sendur út af örkinni til að hafa umsjón með „andhryðjuverkastarfseminni. “ Edwin Wilson var síðar dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir að hafa selt Gaddafi Libyuleiðtoga vopn. Vegna náinna tengsla við hann var bæði Shackley og Clines sparkað úr CIA árið 1979. Shackley var á þeim tima aðstoðar-yfirmaður yfir öllum leynilegum aðgerðum CIA víðs vegar um heiminn. Secorde lét af störfum skömmu síðar. íran En hinni leynilegu starfsemi var haldið áfram. Secord hafði sem starfsmaður varnarmálaráðuneyt- isins haft umsjón með vopnasölu Bandaríkjanna til bandamanna sinna í íran og hafði sambönd um öll Mið-Austurlönd. Þau komu sér vel síðar, í sambandi við vopnasöl- umálið til Khomeini-stjórnarinnar og útvegun saudi-arabískra peninga til handa Contra-skæruliðum. Þarfur milliliður í því vopnasölu- máli var Albert Hakim, íransk- bandarískur vopnakaupmaður. í stað þess að sjá um söluna, keyptu Secord og Hakim vopnin frá Bandaríkjamönnum á hagstæðu verði og græddu offjár á endursölu þeirra. Þá var komið á fót félögun- um sem voru notuð sem skálkaskjól í Írans-Contra viðskiptunum, en einnig var fjármagninu miðlað gegnum önnur fyrirtæki, evrópsk, bandarísk og mið-amerísk þar sem höfuðpaurar starfseminnar áttu ítök. Nicaragua Vorið 1978 hófust viðskiptin við Nicaragua. Samtökin buðu Som- oza þjónustu sína gegn 650.000 dollara greiðslu, en hann átti þá í höggi við uppreisnarmenn Sandín- ista. Edwin Wilson annaðist þessa samninga, en Somoza þótti gjaldið of hátt. Árið 1979, eftir að Carter Banda- ríkjaforseti hafði stöðvað sölu á vopnabúnaði til Somoza, buðu samtökin honum byssur, skotfæri, flugvélar og sprengiefni. Þessi vopnasala hélt áfram eftir að Som- oza flýði, en þá til þjóðvarðliðafor- ingjans sem var á þeim tíma að stofna Contra-skæruliðasveitirnar. Samtökin beittu sér einnig fyrir byggingu flugvallar á Costa Rica, sem þjónar sama tilgangi gagnvart Nicaragua eins og hið upphaflega markmið samtakanna var á Kúbu fyrir 20 árum. Þessar leynilegu aðgerðir stóðu svo fram til ársins 1981, að CIA hóf stuðning við Contra-skæruliða með vitund og vilja þingsins. En eftir að það uppgötvaðist að CIA stóð að baki sprengingum í höfn- inni í Nicaragua, var þessi stuðning- ur bannaður með lögum. Þá var það Oliver North, sem átti sæti í þjóðaröryggisráðinu, rifjaði upp kynnin við félagana frá Víet- nam og fékk Shackley, Clines, Secord og Hakim til liðs við sig um útvegun vopna og peninga til Contra-skæruliðanna. Sömu menn önnuðust einnig vopnasöluna til írans og ágóðinn af henni rann a.m.k. að hluta til til Contra-skæru- liðanna. Á Costa Rica er búgarður sem er miðstöð fyrir alla flutninga til Contra-skæruliða í Nicaragua. Þangað eru vopnin flutt, hvaðan úr heiminum sem þau koma, þar milli- lenda flugvélar með kókaín frá Kól- umbíu og þar eru allar helstu að- gerðir skipulagðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.