Alþýðublaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. júní 1987 3 Ný íslensk barnabók: „Franskbrauð með sultu” Verðlaunabókin „Franskbrauð með sultu“ eftir Kristínu Steins- dóttur er komin út hjá Vöku- Helgafelli. Bókin var valin úr fjölda hand- rita sem bárust í árlega samkeppni Verðlaunasjóðs íslenskra barna- bóka sem stofnaður var 1985 af Bókaútgáfunni Vöku og fjölskyldu Ármanns Kr. Einarssonar, rithöf- undar. Franskbrauð með sultu gerist á Austurlandi fyrir 30 árum á tímum síldarævintýrisins. Söguhetjan, Lilla, fer í heimsókn til ömmu sinn- ar og afa, kynnist nýju umhverfi og skemmtilegum leikfélögum og öðl- ast nýja lífsreynslu. Fyrr en varir lendir hún í marg- víslegum ævintýrum. Krakkarnir í Guðjónsenshúsinu eru engu líkir, Emil bíóstjóri sýnir Tarzan í þrjú- bíó, leyndardómar loftvarnarbyrg- isins í hlíðinni heilla og heyskapur og vinna á síldarplaninu opna borg- arbarninu nýja veröld. Verðlaunasagan Franskbrauð með sultu er fyrsta sjálfstæða barnabók Kristínar Steinsdóttur sem er húsmóðir og kennari í Fjöl- brautaskólanum á Akranesi. Hún fékk viðurkenningu i smásagna- keppni móðurmálskennara 1983 fyrir sögu sína Donkey Kong og birtist hún I síðara bindi smásagna- safns móðurmálskennara, Gúmmí- skór með gati. Þá hefur Kristín, í samvinnu við systur sína, Iðunni Steinsdóttur, samið leikritin Síldin kemur og síldin fer og 19. júní sem fékk fyrstu verðlaun í leikritasam- keppni Ríkisútvarpsins 1986. 1 umsögn dómnefndar um verð- launabókina Franskbrauð með sultu segir meðal annars: „Sagan er skrifuð á einkar fallegu, fjörlegu máli og bregður upp trúverðugri mynd af Iífi íslenskra barna á tím- um síldarævintýrisins fyrir 30 ár- um. Lífsþróttur söguhetjunnar og jákvætt hugarfar gerir lesandann virkan þátttakanda í atburðarás- inni frá upphafi til endaý Franskbrauð með sultu er prýdd fjölda mynda eftir Brian Pilkington sem jafnframt teiknaði kápumynd. Prentstofa G. Benediktssonar ann- aðist prentun og bókband. Bókin er í kiljubandi og kostar 685 krónur með söluskatti. Vinnuveitendasambandið: „Kaupmáttur aukist óeðlilega" Framkvæmdastjórn Vinnuveit- cndasambands íslands fjallaði á fundi sínum í dag um ástand og horfur í efnahags- og atvinnumál- um og samþykkti af því tilefni svo- hljóðandi ályktun. Nær tveir mánuðir eru liðnir frá því kosið var til Alþingis og enn er fullkomin óvissa ríkjandi um það, hvenær ný ríkisstjórn verður mynd- uð og hvaða efnahagsstefnu verður framfylgt á komandi misserum. Á sama tíma hefur þensla i efna- hagslífinu aukist til mikilla muna og er nú svo komið að eftirspurn eftir vinnuafli hefur ekki verið meiri sl. áratug. Kaupmáttur launa- tekna hefur að meðaltali aukist langt umfram það, sem raunhæft hefur verið talið miðað við óbreytt hlutfall innlends sparnaðar. Vax- andi innflutningur og upplýsingar og þróun peningamála benda til þess, að neysluútgjöld vaxi langt umfram sparnað. Því kann að stefna í verulegan viðskiptahalla á næstu misserum. Jafnframt ríkir óvissa um þróun kaupgjalds á al- mennum vinnumarkaði á næstu 18 mánuðum, m.a. með hliðsjón af kjarasamningum opinberra starfs- manna á þessu ári. Sá mikli dráttur, sem orðinn er á myndun ríkisstjórnar, eykur enn á óvissu um framvindu efnahagsmála og tefur nauðsynlegar ákvarðanir. jafnt á sviðum ríkisfjármála, pen- ingamála og i atvinnurekstri lands- manna. Framkvæmdastjórn VSÍ telur því brýnt, að hið allra fyrsta verði bundinn endir á yfirstandandi stjórnarkreppu. Við rikjandi að- stæður í efnahags- og atvinnumál- um eykur óvissa um stjórnarstefnu á vandann og torveldar lausnir sem miðað geta að endurheimtu stöðug- leika þess sem hyllti undir á síðasta ári. Hátt vöruverð á Islandi: Neytendasamtökin krefjast aðgerða stjórnvalda Neytendasamtökin krefjast þess, að viðskiptaráðherra skipi nú þegar nefnd til þess að bera saman vöru- verð til neytenda í Reykjavík og helstu borgum í nágrannalöndum okkar. í fréttatilkynningu frá Neytenda- samtökunum segir: „Verðlagsstofnun hefur ítrekað kannað innkaupsverð innfluttrar vöru og komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir innflytjendur selja neytendum mun dýrari vörur en starfsbræður þeirra erlendis. Inn- flytjendur hafa jafnan mótmælt þessum staðhæfingum Verðlags- stofnunar með hæpnum rökum. Vöruverð til neytenda hér er mun hærra en í nágrannalöndunum og Neytendasamtökin krefjast þess af stjórnvöldum, að þegar verði kann- að af hverju það stafar. Nefnd sú, sem Neytendasamtökin leggja til að verði skipuð, hefji störf nú þegar og Ijúki þeim fyrir 1. nóvember næst komandi. Henni verði falið að kanna verð til neytenda á helstu neysluvörum, heimilistækjum og öðru sem þurfa þykir“ Neytendasamtökin benda á, að hér er um brýnt mál að ræða og fjárhæðirnar sem ber á milli á inn- kaupsverði hingað og til Bergen eru meiri en allur viðskiptahallinn. Um svo háar fjárhæðir er að ræða, að krefjast verður að ítarleg könnun fari fram á þessum málum nú þegar. Sýning frá háskólabóka- safninu í Uppsölum I Arnagaröi (sal 201) hefur verið opnuð sýning bóka, handrita og mynda frá háskólabókasafninu í Uppsölum. Sýningin er helguð is- lenskum rannsóknum i Uppsölum fyrr og síðar, og er sett upp i tilefni Styrkir til háskóla- náms í Grikklandi Grísk stjórnvöld bjóða fram ( löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskóla- náms í Grikklandi háskólaárið 1987-88. Styrkir þessir eru ætlaðir til framhaldsnáms eða rann- sóknastarfa að loknu háskólaprófi. — Umsóknar- frestur er til 15. júlí n.k. Umsóknum skal skila til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavlk, sem jafnframt lætur í té tilskilin um- sóknareyðublöð og nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið, 25. júní 1987. af komu sænsku konungshjónanna hingað til lands. Forstöðumaður handritadeildar bókasafnsins, Carl-Otto von Sydowm, átti frumkvæðið að sýn- ingunni, og kom hann sjálfur hing- að með ýmsa mestu dýrgripi safns- ins, m.a. Uppsala-Eddu, elsta hand- rit Snorra-Eddu, og eitt blað úr svo- nefndri Silfurbiblíu, aðalhandrit hinnar gotnesku biblíuþýðingar sem Wulfilas, erkibiskup Gota, gerði á 4. öld. Einnig er á sýning- unni eiginhandarrit Tegnérs að Friðþjófssögu, handrit og útgáfur Jóns Rúgmanns, sem var fyrsti ís- lenski fræðimaðurinn í Uppsölum (á 17. öld), svo að nokkuð sé nefnt. Á veggjum sýningarsalarins eru gamlar myndir af sænskum fugl- um, sýningargestum til fróðleiks og augnayndis. Sýningin varður opin til loka júlí- mánaðar, á sama tima sem hand- ritasýning Árnastofnunar: á þriðju- dögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 2—4 síðdegis. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Garðyrkjudeildar Reykjavíkur óskar eftir tilboð- um í leiktæki til uppsetningaráýmsum leiksvæð- um í Reykjavík. Verkið felst I smíði og uppsetn- ingu á leiktækjum sem saman standa af köstöl- um 11 stykki, bátum 11 stykki og stræti 21 stykki. Leiktæki þessi eru úrtimbri að meginhluta. Afhendast frágengin og uppsett. Innifalið í tilboði er smíði, gröftur og fylling, flutningur á staðinn og uppsetning. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 16. júlí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik Innanhússfrágangur Óskað er eftir tilboðum í innréttingar skrifstofu- húsnæðis fyrir Lyfjaeftirlit ríkisins að Eiðistorgi 15, Seltjarnarnesi. Húsnæðið er3. hæðbyggingar- innar og er um 320 m2 og er nú tilbúið undir tré- verk. Innifalið í verkinu er: Timburveggir, hurðir, loftafrágangur, málun, raflögn, dúkalögn, hrein- lætistæki, eldhúsinnrétting o.fl. Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 15. október 1987. Útboösgögn verðaafhent áskrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík gegn 2.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðverðaopnuðáskrifstofu vorri þriðjudag 14. júll 1987, kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUNRÍkjSINS Borgartuni 7, simi 25844 Styrkur til háskóla- náms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa ís- lendingi til háskólanáms í Japan háskólaárið 1988-89 en til greina kemur að styrktímabil verði framlengt til 1990. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis i háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska há- skóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund ájapanskatungu um a.m.k. sex mánaða skeið. — Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskirteina, með- mælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavlk, fyrir 1. ágúst n.k. Sérstök umsóknar- eyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 25. júnl 1987. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Menntaskólann við Hamrahlið vantar stunda- kennara I stærðfræði og tölvufræði. Upplýsingar gefur skólameistari. Kvennaskólann í Reykjavík vantar kennara ( líf- fræði, ennfremur stundakennara í landafræði, skólameistari gefur upplýsingar um þá stöðu. Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennara- stöður við Menntaskólann og Iðnskólann á ísa- firði framlengist til 10. júlí. Óskað er eftir kennur- um í íslensku, dönsku, efnafræði og þýsku, tvær stöður í stærðfræði og hlutastöður ( ensku og frönsku. Ennfremurkennarastöðuri rafmagns-og rafeindagreinum, vélstjórnargreinum, siglinga- fræði og öðrum stýrimannagreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavik. Menntamálaráðuneytið ---------------------------—

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.