Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 13
Mióvikudagur 30. desember 1987 13 UMRÆÐA Helgi Skúli Kjartansson ■H skrifar FRÉTTAUPPHLAUP ÚTVARPSINS OG ÆRA STEFÁNS JÓHANNS „Hugsjón Stefáns Jóhanns var fyrst og síðast baráttan gegn kommúnism- anum: Það er úrelt hugsjón að því leyti sem íslenskur kommúnismi er sjálfur úreltur.... ...Við getum hneykslast á tíðarandanum sem t.a.m. Atómstöðin lýsir og er um leið hluti af “ segir Helgi Skúli Kjart- ansson m.a. í umræðugrein sinni um Fréttaupp- hlaup útvarpsins og œru Stefáns Jóhanns. Fréttastofu hljóðvarps uróu á mis- tök fyrr í vetur, þegar flutt var frétt um tengsl Stefáns Jóhanns Stefánssonar, þá forsætisráðherra íslands, við bandarisku leyniþjónustuna, sem ekki reyndist á gildum rökum reist. Þetta er löngu búið að leiðrétta og biðjast afsökunar á því; samt eru viss atriði málsins sem freista min til eftirþanka. Hörö viöbrögö Viöbrögó viö fréttinni voru strax einkennilega hörö. Þau skiptust aö sjálfsögðu í tvö hprn: með og móti Stefáni Jóhanni. Á móti voru Þjóövilja- menn, innan þings og utan. Þeir trúðu fréttinni og geröu sem mest úr henni til aö geta hneykslast á blöskranlegu framferði Stefáns Jóhanns. Verjendur hans, bæöi alþýðuflokksmenn og aðr- ir, tortryggðu fréttina og gerðu sem mest úr blöskranlegu framferói frétta- stofunnar aö kasta henni fram rann- sóknarlaust. Hneykslun þeirra beind- ist aö því, hvílíkt tilræði viö æru látins manns heföi falist i fréttinni, þannig að óverjandi hafi veriö að flytja hana að lítt rannsökuöu máli. Báðir aðilar deilunnar viröast sam- mála um eitt aðalatriöi: að þaö hefði veriö stórkostlega rangt af Stefáni Jóhanni aö hafa reglulegt samband viö bandartskan leyniþjónustumann ef rétt reyndist. Einnig í Alþýðublaðinu kom fram þaö sjónarmið að fréttin kynni aö vera meira eða minna rétt, en Stefán hefði samt, miðað við sínar aö- stæður, breytt eðlilega eða verjanlega; fréttin væri engin stórfrétt. Nei, við- brögöin voru svona hörö á báöa bóga af því aö deiluaðilar voru svo hjartan- lega sammála um aö Stefán Jóhann væri í fréttinni borinn sökum um al- deilis óhæfilegt framferöi. I Óhæfa? Víst er þaö deginum Ijósara að núna teldist það fullkomin óhæfa, ef upp kæmist aö Þorsteinn Pálsson (eöa annar íslenskur leiðtogi) stæði í trúnaöarsambandi viö bandaríska út- sendara um viðkvæmustu innanlands- mál. En heföi sama mat tvímælalaust gilt fyrir 40 árum? Mér fannst, satt aö segja, nokkuð glæfralegt af verjend- um Stefáns Jóhanns Stefánssonar aö ganga út frá því svona afdráttarlaust. Ekki aðeins glæfralegt vegna þess, að gögn norska sagnfræöingsins kynnu þrátt fyrir allt aö koma í leitirnar og sagan að reynast sönn. Heldur um- fram allt glæfralegt vegna þess, að þá ættum við líka að fordæma svo margt sem við vitum að er satt. Þaö er nefnilega löngu oröiö opin- bert, einkum.af bandarískum skjölum, aö leiðtogar íslands af kynslóð Stefáns Jóhanns höföu bandarísk yfir- völd nánar meö I ráöum um íslensk málefni en nú þætti hæfa. Þetta hefur best og varlegast verið sýnt í rann- sóknum Þórs prófessors Whitehead, en einnig komiö fram miklu vlðar. Sé okkur annt um æru Stefáns Jóhanns, og um leið manna á borð vió Vilhjálm Þór, Bjarna Benediktsson eða Eystein Jónsson, veröum viö aö skilja aö timarnir hafa breyst. Hafa, sem betur fer, breyst töluvert frá þvi kalda stríðiö skipti íslendingum í öndverðar fylk- ingar, sem lögöu gjörólíkt mat á rétt og rangt í alþjóðamálum og voru hvor um sig miklu nákomnari erlendum samherjum en innlendum andstæö- ingum. Nú er allur ágreiningur vægari, samstöðukenndin ríkari í íslenskum stjórnmálum, og að sama skapi óeðli- legra að eiga undirmál viö erlend völd um íslensk úrlausnarefni. „Aö skilja allt er að afsaka allt,“ seg- ir franskt máltæki. En þaö er ofsagt. Viö eigum ekki endilega aö afsaka all- ar öfgar kaldastríösáranna í íslenskum stjórnmálum: hatrið og róginn, bæöi frá hægri og vinstri; fylgispektina við erlenda samherja, bæöi í austri og vestri. En við eigum að skilja menn liðins tíma á forsendum síns tíma. Við getum hneykslast á tíðarandanum — tíöarandanum sem t. a. m. Atómstöðin lýsir og er um leið hluti af. Og viö get- um kosió aö fordæma flokka, leiötoga eöa einstakar ákvaröanir, ef viö gerum þaö út frá skilningi á aðstæðum, alveg eins og viö fordæmum stundum þaö sem er aö gerast i pólitíkinni í kringum okkur. En það má ekki for- dæma menn fortíðarinnar viðstöðu- laust fyrir allt þaö sem þeir geröu ööru vísi en nú þætti gott. Ósennileg frétt? í einhverjum fréttatíma heyröi ég til kvaddan sérfræðing, sagnfræðinginn Þorleif Friöriksson sem einmitt þá dagana var aö gefa út rannsóknarrit sem að verulegu leyti fjallar um for- mannsskeiö Stefáns Jóhanns í Al- þýðuflokknum. Bókin (Gullna flugan) ber aö vísu meö sér aö Þorleifur hefur ekkert dálæti á Stefáni Jóhanni, en þó má hann teljast eðlilega valinn sem sérfræöilegt vitni fréttastofunnar. Og hann kvað fréttina ekki koma sér á óvart. Auðvitað ekki. Ekki aöeins vegna þess aó hann haföi lítiö álit á Stefáni, heldur af því aö hann hafði til- finningu fyrir tímabilinu; hann vissi að samband íslensks forsætisráöherra viö amerískan spíón heföi þá engan veginn verið sams konar fyrirbæri og það væri nú. Kannski ekki sennilegt eöa eðlilegt, en vel innan marka hins mögulega. Núnú, gögnin fundust ekki; Þorleif- ur reyndist óheppinn í mati sínu á fréttinni, alveg eins og öll línan, allt frá fréttaritaranum (og kratanum) Jóni Einari í Osló og gegnum fréttamenn- ina hér heima. Tekiö haföi verið mark á einni heimild, óstuddri, og hún reyndist veik; þetta voru auðvitað mis- tök, enda leiðrétt þegar upp komu. Mistök fréttastofunnar voru samt ekki eins hrapaleg eöa fordæmanleg og mörgum hefur sýnst. Fréttin var ekki svo fáránleg — miðaö viö að- stæður fyrir 40 árum — aö vantreysta þyrfti heimildarmanninum; hún stakk ekki svo í stúf viö aðrar upplýsingar úr bandarískum skjölum tímabilsins að það vekti sérstaka tortryggni; og hún hjó í rauninni ekki svo nærri æru Stefáns Jóhanns aö kalla þess vegna á miklu strangara heimildamat en tiðkast í fréttaflutningi. Hins vegar mátti fréttastofunni kannski vera Ijóst, að frétt af þessu tæi yrði tiletni til ýktra viðbragða, bæöi frá hægri og vinstri, og þaö heföi átt aö vera tilefni sérstakrar var- úöar. Að dæma fortíðina Dómar yfir mönnum og málefnum fortíóarinnar veröa aldrei sanngjarnir nema þeir séu felldir út frá sögulegri yfirsýn og skilningi á hverju timabili. Okkur hefur t. d. veriö tamt aö túlka íslandssöguna mikiö út frá sjálfstæö- isbaráttunni og gera vaxandi eða þverrandi sjálfstæöi þjóðarinnar aö rauðum þræði hvers tímabils. Og þá er hlutur einstakra söguhetja metinn í þvi Ijósi: Snorri Sturluson verður um- deildanlegur, Gissur jarl slæmur, Guö- mundur góði óheppilegur, Jón Arason góöur, o. s. frv. Slíkt mat er réttmætt innan sinna marka, en sanngjarnt verður þaó ekki fyrr en viö gerum okk- ur Ijóst, aö þessir kaþólsku karlar þekktu hvorki né skildu mat 19. og 20. aldar á þjóölegu sjálfstæði. Þeir liföu í öörum heimi, viö önnur gildi, og sið- ferðislegt mat á þeim sem einstakl- ingum veröur að taka miö af því. Tökum annað dæmi, miklu nær samtímanum. Forsetaembættið is- lenska er ekki gamalt og forsetar ekki orönir nema fjórir frá upphafi. Samt hefur embættið breyst mikið. Sveinn Björnsson var (sem ríkisstjóri og síóar forseti) tiltölulega virkur í stjórnmál- um, einkum utanríkismálum; Ásgeir Ásgeirsson geröi embættiö „ópólitísk- ara“, einkum siöustu ár sin; og síðan hafa Kristján og Vigdís fært embættið sem allra mest ut af vettvangi stjórn- mála. Et Vigdís færi nú skyndilega aö beita embættinu á sama hátt og Sveinn gerði á stríðsárunum, þá væri þaö fyrir neðan allar hellur; hún var ekki kosin til þess. Mat á störfum Sveins jálfs er allt annaö mál. Hann er ekki endilega haf- inn yfir gagnrýni. En hann gegndi em- bætti sem honum haföi sjálfum verió trúaö fyrir aö móta, og þaö varðar vita- skuld ekki embættisheiður hans þótt embættið hafi siðar þróast á annan veg. Sama um Stefán Jóhann. Hann var umdeildur á sinum tíma, bæði innan flokks síns og utan. Hugsjón hans var fyrst og síðast baráttan gegn kommúnismanum. Þaö er núna úrelt hugsjón aö því leyti sem íslenskur kommúnismi er sjálfur úreltur. Starfs- saga Stefáns Jóhanns hefur aö sumu leyti jafnframandlegan blæ og Atóm- stöð Laxness. Og þar gildir þaö sama um ráðherrann og skáldiö: við dæm- um hvorugan án þess að íhuga úr hvaóa tíma verk þeirra eru sprottin. Ein frétt hefur reynst úr lausu lofti gripin, en sú niðurstaöa breytir því ekki að tími kalda stríðsins í íslensk- um stjórnmálum er okkur framandi og annarlegur; menn þess tima verður að skilja á forsendum síns tíma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.