Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 20
SMÁFRÉTTIR Á veiðislóðum. Á veiðíslóðum „Á veiðislóðum" nefnist bók eftir Guðmund Guðjóns- son blaðamann sem Frjálst framtak hefur gefið út. Undir- titill bókarinnar er „Viðtöl og vei,ðisögur“. í bókinni eru veiðisögur úr ýmsum áttum. Þar segir m.a. frá hrakförum í veiðiskap, baráttu við stórlaxa, rómant- ískri veiðiferð í Langá o.fl. í bókinni eru einnig viðtöl við fjóra kunna laxveiðimenn: Stefán Á. Magnússon, Hörð Óskarsson, Guðmund Árna- son og Magnús Jónasson. „Á veiðislóðum" er 160 bls. og eru í henni margar Ijós- myndir. Ljósmyndir á kápu bókarinnar tók Árni Sæberg og tók hann einnig margar þeirra mynda sem í bókinni eru. Prentsmiðjan Oddi sá um alla prentvinnu. Ný gjaldheimta Komið hefur verið á fót nýju fyrij-tæki í Njarðvík, Gjaldheimtu Suðurnesja. Það er í eigu ríkissjóðs og sveit- arfélaganna sjö á Suðurnesj- um og mun starfsemi þess hefjast 4. janúar n.k. Megin- verkefni Gjaldheimtunnar verður að innheimta opinber gjöld eftir hinum nýju lögum um staðgreiðslu þeirra. Gjaldheimta Suðurnesja verður til húsa að Grundar- vegi 23, Ytri-Njarðvík, en þar hefur hún tekið á leigu hús af Sparisjóði Njarðvíkur. Gjaldheimtustjóri hefur verið ráðinn Ásgeir Jónsson, lögfræðingur. Hann er fædd- ur 21. janúar 1959 og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands vorið 1986. Ásgeir er sonur hjónanna Sigrúnar Helgadóttur og Jóns Ásgeirssonar umboðs- manns og fyrrum sveitar- stjóra í Njarðvík. Ásgeir Jóns- son mun hefja störf um ára- mót og er nú unnið að ráðn- ingu annars starfsfólks. Námskeið vel sótt í fata- og vefjariðnaði Um 350 starfsmenn í fata- og vefjariðnaði voru fyrir jól formlega útskrifaðir af starfs- þjálfunarnámskeiðum sem þeir hafa sótt undanfarnar vikur og mánuði. Hér er um að ræða starfsfólk fyrirtækja I Reykjavík, Kópavogi, Mos- fellssveit, á Akranesi og Sel- fossi en alls hafa á sjöunda hundrað manns lokið námi þessu víðs vegar um landið. Námskeið þessi hafa verið haldin í samræmi við sam- komulaa um fræðslu og starfsþjalfun sem Landssam- band iðnverkafólks annars vegar og Félag fslenskra iðn- rekenda, Vinnuveitendasam- band Islands og Vinnumála- samband samvinnufélaganna hins vegar, gerðu með sér I kjarasamningunum í desem- ber á síðasta ári. Alls er hér um að ræða 40 stunda námskeið, utan vinnu- tíma, ætlað fólki sem þegar er við störf I fata- og vefjar- iðnaði. Námið skiptist í níu námsþætti sem nefndireru: Samvinna og samskipti á vinnustað; Likamsbeiting vinnutækni; Efnisfræði; Gæðaeftirlit og vöruvöndun; Vinnumarkaðurinn, réttindi og skyldur; Hagræðing og skipulag; Aðbúnaður holl- ustuhættir og öryggi á vinnu- stað; Launakerfi í fata- og vefjariðnaði og Tæki og bún- aður. Meginmarkmið námskeiös- ins er að starfsmenn öðlist betri verkkunnáttu og þekk- ingu I starfi sem vitaskuld bætir bæði afköst og gæði framleiðslunnar. Auk þess á námskeiðið að stuðla að áhuga, öryggi, bættum kjör- um og vellfðan starfsmanna. Námskeiðiö gefur þátttak- endum tækifæri til að bæta við sig ýmsum fróðleik og reynslu og að auki gefur það rétt á ákveðnum kaupauka, þegar námi er lokið. Fram- kvæmd námskeiðanna er í höndum Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins, en yfirumsjón með þeim hefur sérstök verk- efnisstjórn, skipuð fulltrúum fyrrnefndra hagsmunasam- taka. Ný bók um Palla og Togga Út er komin ný teikni- myndasaga í Palla og Togga flokknum og heitir hún „Há- spenna-Lífshætta“. Höfundur bókanna um Palla og Togga er Hérge og það er Fjölvaút- gáfan sem gefur bækurnar út. Bækurnar segja frá stutt- um ævintýrum þessara tveggja pilta sem einnig ganga undir nafninu „Prakk- ararnir prúðu“. Með þessu hefti af Palla og Togga sögunum verður sú breyting á að sagan er gefin út án þess að Hérge hafi full- klárað hana. Komið hefur ver- ið á fót í Brussel stofnun sem kallast Teikniver Hérges og er það hlutverk þess að vinna á sannfærandi hátt úr verkum og hugmyndum Hérg- es og halda þannig merki hans á lofti. Er þar unnið aö því að teikna nýjar Palla og Togga sögur og jafnvel gera kvikmyndir og vídeóspólur af þeim. Nýja bókin, „Háspenna- Lífshætta" er 48 bls. og prentuð hjá Casterman í Tournai í Belgíu. Ingunn Thorarensen íslenskaði. * glsesio^^rdeg1 • r riicð B c 'y \ 0.234- .* i. vion 2«Viðl: legð ■sje\dii Óvenju margar milljónir! Upplýsingasími: 685111 NÚ ER TÆKIFÆRI TIL AÐ KVEÐJA FLEIRA EN GAMLA ÁRIÐ Hugsaðu málið Njótuni lífsins laus við rei/kijin TÓBAKSVARNANEFND

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.