Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. apríl 1988 FRETTIR Ríkisfjármálin 1988: BETRIINNHEIMTA 0G GOÐ AFKOMA Greiðsluafkoma á fyrsta ársfjórðungi hagstœðari en áœtlað hafði verið. Tekjuaukning i vegna betri innheimtu óbeinna skatta. Flest bendir til að markmið um hallalausan ríkisbúskap náist í ár. Skattkerfisbreytingin er tekin að skila sér. Skattkerfisbreytingarnar hafa skilaö sér samkvæmt áætlun, afkoma ríkissjóðs er samkvæmt áætlun og flest bendir tii að markmið fjár- laga um hallalausan rikisbú- skap náist í ár. Þetta eru megin niðurstöður á athugun á afkomu rikissjóös á fyrsta ársfjórðungi ársins sem kynnt var á fréttamannafundi með fulltrúum fjármálaráðu- neytisins í gær. Greiðsluafkoma A-hluta ríkissjóðs varð 500 milljón krónum hagstæðari fyrstu þrjá mánuði þessa árs en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarhalli varð rúmlega 2.1 milljarðuren heildarinn- heimta tekna nam 13.8 milljörðum sem var um 500 milljón kr. yfir áætlun. Á samatímavoru heildarút- gjöld tæplega 16 milljarðar — tæplega 700 milljónum króna meiri en áætlað var. Sérfræðingar fjármálaráðu- neytisins segja að þetta megi teljast mjög viðunandi út- koma þegar á allt sé litið. Árstíðasveifla í afkomu ríkis- sjóðs sé þannig, að tekjurnar falla af meiri þunga síðar á árinu, en gjöldin dreifast jafnar yfir árið. Frávik frá rekstraráætlunum eru óveru- leg, þar sem á móti heldur meiri útgjoldum vega auknar- tekjur. Tekjuaukning umfram áætlun skýrist fyrst og fremst á betri innheimtu óbeinna skatta, sérstaklega söluskatti. Bendir margt til að hert innheimta sé þegar farin að skila sér. Útgjöld ríkissjóðs á fyrsta ársfjórðungi námu alls 15.966 milljónum kr. og er hækkun gjalda því milli ára 35%. Þar af má rekja 30-31% til al- mennra launa- og verðbreyt- inga. Að teknu tilliti til þess má áætla að hækkun gjalda frá fyrra ári sé um 3% að raungildi. Lántökur á fyrsta ársfjórð- ungi voru alls 1.9 milljarðar en áætlun gerði ráð fyrir 1.5 milljörðum. Góð sala hefur verið í spariskírteinum það sem af er og hefur selst tæp- lega helmingur af áætlaðri sölu ársins. Á sama tímabili í fyrra hafði einungis verið selt fyrir 230 milljónir. Svo virðist sem stað- greiöslukerfið ætli að skila þeim tekjum sem áætlanir stóðu til. Innheimtan fyrsta ársfjórðunginn fór raunar 160 milljónir kr. fram úr áætlun. Fulltrúar fjármálaráðuneyt- isins töldu að ekki væru horf- ur á öðru en áætlanir muni standast út árið. Nú er Ijóst að verðlags- og launaforsend- ur fjárlaga hafa talsvert breyst, ma.a. I kjölfar kjara- samninga og efnahagsaö- gerða ríkisstjórnarinnar. Þannig er nú spáö 25% hækkun framfærsluvísitölu að meðaltali á árinu en var spáð 18% hækkun við gerð fjárlaga. Ekki er því unnt að meta nákvæmlega, hvaða áhrif breyttar forsendur hafa á afkomu ríkissjóðs en á fréttamannafundinum bentu rikisfjármálasérfræðingar þó á, að í Ijósi reynslunnar megi ætla að áhrifin komi nokkuð jafnt við tekju- og gjaldahlið og því sé engin ástæða til annars en að reikna með að hallalaus ríkisbúskapur takist I ár eins og stefnt er að. Á fréttamannafundi með fulltrúum fjármálaráðuneytis kom fram aö afkoma rikissjóðs það sem af er árinu er samkvæmt áætlun. Söluskattstekjur voru um 60% meiri en í fyrra í krónum talið. Arsskýrsla Ferðamálaráðs Islands: UTLENDINGAR STREYMA AD Um 14% fleiri erlendir ferðamenn heimsóttu Island árið 1987 heldur en 1986 og ef aukningin heldur áfram er búist við 300.000 erlendum ferðamönnum á Islandi árið 1993. Gjaldeyristekjur vegna erlendra ferðamanna námu um 6 milljörðum árið 1987. Samkvæmt ársskýrslu Ferðamálaráðs íslands komu tæplega 14% fleiri erlendir ferðamenn til íslands árið 1987 heldur en árið 1986. Ef tekiö er hins vegar mið af árinu 1984 er um rúmlega 50% aukningu að ræða. Ef fram heldur sem horfir munu erlendir ferðamenn á íslandi árið 1993 verða um 300.000 eða álika margir og þjóðin öll. Flestir sem koma hingað eru frá Bandaríkjunum, Norð- ur-Ameríku en fæstir frá ír- landi. Gjaldeyristekjur þjóðar- búsins af þjónustu við er- lenda ferðamenn voru um 6 milljarðir árið 1987 og er það tæplega 27% aukning frá ár- inu áður. Suður Afríka: VIDSKIPTABANN Frumvarp um bann við við- skiptum við Suöur-Afríku var lagt fram á Alþingi í gær. Er það gert að ósk ríkisstjórnar- innar vegna tillögu viðskipta- ráðherra. Viðskiptaráðherra lýsti þvi yfir í ræðu á Alþingi, að frumvarpið væri stjórn- málalegs eðlis en ekki við- skiptalegs. A ríkisstjórnarfundi í fyrra- dag var tillaga Jóns Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra um að beina því til fulltrúa stjórnarflokkanna í utanríkis- málanefnd, að þeir beittu sér fyrir þingmannafrumvarpi í neðri deild um bann við við- skiptum við Suður-Afríku og Namibíu samþykkt. Var frum- varpið borið fram i gær, og mælti Kjartan Jóhannsson þingmaður Alþýðuflokks fyrir málinu. Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. í ræðu sinni benti Jón á, að frumvarpið fjallaði fyrst og fremst um mannréttindi, og væri utan- ríkispólitisk yfirlýsing. Frum- varpið væri því stjórnmála- legs eðlis, en ekki viðskipta- legs. 129.315 erlendir ferðamenn heimsóttu íslands árið 1987 og er það 13.9% aukning miöað við árið 1986. Frá árinu 1984 hefur þeim hinsvegar fjölgað um 44.025 eða 51.6%. í ársskýrslu Ferðamálaráös íslands segir m.a. að með sama áframhaldi muni 196.000 útlendingar heim- sækja ísland áriö 1990 og tæplega 300.000 árið 1993. Flestir ferðamannanna koma frá Bandaríkjunum, Norður-Ameríku, alls 35.669 og er það 9% aukning frá ár- inu 1986. Næst koma Danir, siðan Svíar og svo loks Vest- ur-Þjóðverjar. Fæstir ferða- menn koma frá írlandi, ekki nema 325 manns og það er 3.5% færri heldur en árið áður. Á árinu 1987 voru gjald- eyristekjur af þjónustu við er- lenda ferðamenn 5.379 milljarðar og er það 26.8% aukning frá árinu 1986. Ef svo kölluðum „duldum" tekjum er bætt við tölur ársins 1987 fær Ferðamálaráð það út að heildargjaldeyristekjur þjóð- arbúsins vegna erlendra ferðamanna árið 1987 nemi 6 milljörðum. Eyðniauglýsing Landlæknis: SAMFARIR KLIPPTAR UT Auglýsingar Landlæknis- embættisins um alnæmis- hættuna samfara kynlífi hafa vakiö talsveröar umræöur en í þeim er sýnt ungt nakiö par i ástarleikjum. i gær birtust heilsíðuauglýsingar i tveim dagblöðum og vakti athygli að í Morgunbiaösaugiýsing- unni var búið að klippa unga parið út og hvít eyða í stað- inn ofaná rúmábreiðunni undir fyrirsögninni: Stundum banvænt stundum ekki. Kynntu þér alnæmishættuna samfara kynlífi. Landlæknis- embættið. Það munu hafa verið rit- stjórar Morgunblaðsins sem létu klippa samfarastellingu unga parsins út þar sem hún samræmdist ekki birtingar- reglum blaðsins. Þetta var gert í samráði við höfund auglýsingarinnar, auglýsinga- stofuna Svona gerum við. Olafur Ólafsson landlæknir vildi ekkert segja um þessa birtingu annaö en að báðir aðilar væru sáttir við þessa niðurstöðu. DV birti auglýs- inguna „óritskoðaða“. Eyðniauglýsing Landlæknis fyrirog eftirað ritstjórar Morgunblaðsins hófu skærin á loft.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.