Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 30. apríl 1988 MMDUBIMÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgasblaðs: Blaðamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Friðriksson, og Sigríður Þrúöur Stefánsdóttir. Þórdls Þórisdóttir \ Filmur og prent, Ármúla 38. Blaöaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsiminn er 681866. , Dreifingarsimi um helgar: 18490 1 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 ' kr. um helgar. , AÐ MISNOTA NEYÐARRÉTT ÞJÓÐAR Þjóðin varö vitni aö því í fyrradag, í beinni sjónvarpsútsendingu frá Alþingi heila kvöldstund, aö vantrauststillaga stjórnarand- stöðunnar á ríkisstjórnina var felld meö miklum meirihluta. Jón Sigurðsson, viðskipta- og dómsmálaráðherra sem tók síðastur alþingismannatil máls við síðari umræðu, orðaði það þannig, að stjórnarandstaðan hefði gefið ríkisstjórninni traustsyfirlýsingu í sumargjöf. Og það eru orð að sönnu. í málflutningi stjórnmála- manna stjórnarandstööunnar var ekkert nýtt að finna. Sama, gamla tuggan um matarskatt og skoðanakannanir sem sýndu vinsældir hinna og óvinsældir þeirra. Málefnaleg rök, stað- reyndir: vel undirbúna sókn til höfuðs ríkisstjórninni varekki um að ræða. Að bera fram vantrauststillögu á ríkisstjórn er alvar- legur hlutur. Það er ekki neinn pólitískur útúrsnúningur til að svekkjastjórnarliða. Að beitajafn þungu vopni og vantraustsyfir- lýsingu, er þvi aðeins gert ef stjórnarandstaðan hefur metið þaó að vel yfirlögðu ráði að stjórnhættir ríkisstjórnarinnar í heild sinni eða í einstökum málum séu slíkir, að ríkisstjórnin njóti alls ekki lengur trausts umbjóðenda sinna, þ.e. þjóðarinnar. Stjórnar- andstaðan hefur hins vegargert sig seka um að misnotaþennan neyðarrétt þjóðarinnar, ef svo má kalla. Hún hefur, án neinnar sýnilegrar ástæðu nema hverfulla skoðanakannana og ástríðu- mála, borið upp vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Auðvitað var slíkt dæmt til að mistakast. Ekki aðeins vegna styrks ríkis- stjórnarinnar á Alþingi, heldur einnig áróðurslega. Þjóðin var öll vitni að því í fyrrakvöld, að rökstuðningur og málatilbúningur stjórnarandstöðunnar var aumur og brothættur. Þess vegna gerði stjórnarandstaðan sín stærstu pólitísku mistök hingað til — og eru þau nú orðin æri mörg fyrir — með því að hrinda í framkvæmd tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Þar með gaf stjórnarandstaðan á sér höggstað og styrkti ríkis- stjórninaenn meir. í umræðunum frá Alþingi komu margarstað- reyndir í Ijós. í fyrsta lagi hefur stjórnarandstaðan engar tillögur fram að færa nema gamla nöldrið og einhvern óskalista sem hver sem er getur dregið upp. Slíkur óskalisti kallar á gífurlega aukningu ríkisútgjalda. Á sama tíma hefur hin félagshyggju- sinnaða stjórnarandstaða mótmælt flestöllum tillögum ríkis- stjórnarinnar til tekjuöflunar eins og umbyltingu í skattkerfi og styrkingu velferðarríkis. Það er undarleg félagsmálapólitík. Stjórnarandstaðan hefur ennfremur barist gegn lífskjarajöfnuði með því að beita sér gegn sanngjarnri skattheimtu; brýnasta réttindamál almenning í landinu. Það er einnig stórskrýtin félagsmálapólitík. Tillögur Borgaraflokksins, Alþýðubandalags og Kvennalistaganga i meginatriðum út áeitt: Draumórarugl um afléttingu álagningar á allan almenning og fyrirtæki, og stór- felldan mokstur úr ríkiskassanum til alls kyns draumaverkefna. Hvaðan eiga eiginlega allir þessir peningar að koma? Af himni ofan? í öðru lagi erþaðsláandi aðstjórnarandstaðan hefurengar raunhæfar tillögur fram að færa við mótun efnahagsstefnu. Bæði Alþýðubandalagið og Kvennalistinn hafa hins vegar lagt það eitt af mörkum að slengja fram gagnlausum frumvörpum á Alþingi um lögbindingu lágsmarkslauna. Á sama tíma mæla sömu talsmenn fyrir almennri launahækkun allra stétta. Lengi mætti áfram telja upp málafátækt og hugmyndarýrð stjórnar- andstöðunnar. Málflutningur hennar dæmdi sig sjálfur I fyrra- kvöld; samhengislaust raus sem felur I sér hallarekstur á ríkis- sjóði, gengisfellingarkollsteypu og vaxtalækkun með valdboði, sem er vísasta leiðin til sóunar og spillingar. Styrk stefna ríkis- stjórnarinnar er hins vegar svar við ráðleysi stjórnarandstöðunn- ar. Þessu var þjóðin vitni að I fyrrakvöld og gat borið saman I rólegheitum heima I stofu ráðleysis- og spillingarhjaliö eða fasta stefnu sem þegar er farin að skila árangri. Þess vegna hitti Jón Sigurðsson ráöherra I mark þegar hann sagði að stjórnarand- staöan hefði fært rlkisstjórninni traustsyfirlýsingu I sumargjöf. Og þess vegna ber aó fordæma stjórnarandstöðuna fyrir að misnota neyðarrétt þjóðarinnar; vantrauststillögu á rlkisstjórn. „Það var unaðslegt aö vinna i verkalýðsfélaginu," segir Guðriöur Elíasdóttir, formaöur verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði og varaforseti ASÍ. Guðríður Elíasdóttir, varaforseti ASI: Ráðamenn Alþýðuflokksins eru of mikið fyrir sjálfa sig — og allir flokkar veigra sér við að viðurkenna að það sé til láglaunafólk á Islandi. „Þad geta komið þeir timar að við verðum að berjast með okkar vopnum fyrir rétt- indum okkar,“ segir Guðríður Elíasdóttir. Hún hefur verið i fremstu víglinu verkalýðsfé- laga í áratugi, en harmar deyfðina og áhugaleysið í verkalýðshreyfingunni núna. Guðríður er formaður Fram- tiðarinnar i Hafnarfirði. Þar verður engin kröfuganga 1. maí að þessu sinni. Bömin koma 1. maí „Við tókum upp á því að hafa upptökuna af hátíðar- ræðunum I Útvarpi Hafnar- fjarðar og bjóða fólki í stað- inn að hlusta og þiggja kaffi um leið í æskulýðsheimil- inu,“ segir Guðríður. „Það kemur auðvitað við mann að geta ekki haldið upp á daginn á hefðbundinn hátt, og við höfum fengið ákúrur fyrir. Þetta kom ekki frá innsta hjarta okkar, en hverjir koma og koma ekki í gönguna. Það kom kona til mín um daginn sem kvartaði undan ákvörðun okkar, en ég spurði hana hvenær hún hefði sést siðast 1. maí. Henni var fátt um svör. Kannski er þetta nauðsynlegt til að ýta við fólki. Við höfum haft 1. maí undir berum himni I góðu veðri og vondu veðri og það hefur fyllst af börnum. Þegar við höfum haft þetta úti og þriðji maður búinn að tala, hafa kannski 20-30 manns verið eftir — og hitt allt eru börn. En við getum ekki kvartað undan áhugaleysi á fundum hjá Framtlðinni. Það komu t.d. á annað hundrað manns á fund vegna samninganna um dag- inn.“ „Ég er fædd og uppalin á Akranesi og þar var mikill áhugi á verkalýðsmálum, og 1. maí var einn af mestu dögum þar. Fyrst hef ég lík- lega gengið 11-12 ára. Svein- björn Oddsson, sem var mikill verkalýðssinni, var vinur foreldra minna, og áhugi minn á verkalýðsmál- um vaknaði I foreldrahúsum. 18 ára geng ég I verkalýðsfé- lagið, en þegar ég kem til Hafnarfjarðar 1945 líður bara eitt ár þar til ég er orðin gjaldkeri I verkakvennafélag- inu. Ég lét gabba mig i þetta starf mest fyrir áeggjan tengdamóður minnar — og gjaldkeri var ég 21 ár eða þar til ég tók við félaginu sem formaður." Margt sem glepur „Það hefur orðið ofboðsleg breyting I þjóðfélaginu. Hvernig heldurðu að manni yrði við í dag sem hefði verið upp á sitt besta við síðustu aldamót? Margt af því sem harðast var barist fyrir hefur náðst fram og nægir að nefna atvinnuleysistrygginga- sjóði og tryggingakerfið allt. En hvað ætli honum þætti um þá sundrungu sem er I verkalýðsfreyfingunni I dag? Ég er ansi hrædd um að fólk hefði ekki sætt sig við hana. Áður fyrr hugsuðu menn um að vera nógu sterkir gagnvart atvinnurekendum, en I dag liggur við að það sé ekki at- vinnurekandinn sem er barist við heldur sinnuleysi verka- Iýðsh reyf i ngari n nar sjál f rar. “ „Ég held að það séu ekki mörg ár siðan ég fór að finna fyrir því að fólk væri sofandi fyrir því sem var verið að gera I verkalýðshreyfingunni. Lík- lega var það á 7. áratugnum. Það er svo margt sem glepur fyrir fólki og líka hitt að vinna jókst og fólk vildi eignast hluti. Til þess að ná I alla skapaða hluti leggur fólk á sig ómælda vinnu og félags- áhuginn dofnar. En það geta komið þeir tlmar að við verð- um að berjast með okkar vopnum fyrir réttindum okkar og verkalýðshreyfingin verður að færa sig til fólksins." Of mikið fyrir sjálfa sig „Ég hef sagt það að ég var afskaplega óánægð með matarskattinn, þó aö þaö geti vel verið að það sé hægt að sýna okkur eitthvað fram á að það þurfi að taka til hend- inni til að koma I veg fyrir söluskattsvik og misnotkun. Mér hefur samt fundist að það væri hægt að gera eitt- hvað annað en aö leggja matarskatt á, og sannaðu til þaö verður engum öðrum kennt um skattinn en Alþýðu- flokknum, og mér finnst ráðamenn Alþýðuflokksins hafa farið svolítiö úr sam- hengi við verkalýðshreyfing- una. Þeir eru of mikið fyrir sjálfa sig. Flokkarnir hafa allir færst frá fólkinu, en nátt- úrlega svíður mig sárast að minn flokkur sé þar með. Þetta er sá flokkur sem ætti virkilega að hugsa um það fólk sem er innan verkalýðs- hreyfingarinnar, sérstaklega fólkið sem er á lægstu töxt- unum. Allir flokkar veigra sér við að viðurkenna að það sé til láglaunafólk á íslandi."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.