Alþýðublaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. júní 1988 3 FRÉTTIR Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra FRAMLEIÐSLURÁÐ OG LANDBUN- AÐARRÁÐHERRA TÓKU SÉR VALD Breyttu gjaldskrá niðurgreiðslna þegar í mars, með þeim afleiðingum að niðurgreiðslur eru komnar 150 milljónir umfram fjárlög. Út í hött að um sé að rœða einhverjar verðhœkkanir á næstunni af völdum söluskatts á landbúnaðarafurðir. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra segir að Jón Helgason landbúnaðarráð- herra hafi ekki staðið við gefið loforð frá síðustu fjár- lagagerð um að flýta frum- varpi til laga um afnám sjálf- virkra ríkisútgjalda í landbún- aðarlögum. Þá segir hann að Framleiðsluráð landbúnaðar- ins meö tilstilli landbúnaðar- ráðherra hafi tekið sér það vald þegar í mars að breyta gjaldskrá niðurgreiðslna, sem þýði að niðurgreiðslur eru komnar 150 milljnir um- fram fjárlög, nú þegar fyrir 1. júní. Hann segir út í hött að um sé að ræða einhverjar verðhækkanir á næstunni af völdum söluskatts á landbún- aöarafurðir. „Það liggur Ijóst fyrir að Framleiðsluráð landbúnaðar- ins með tilstilli landbúnaðar- ráðherra hefur þegar í mars tekið sér vald til þess að breyta gjaldskrá niður- greiðslna, sem þýðir að niðurgreiðslur eru komnar 150 milljónir umfram fjárlög nú þegar fyrir 1. júní. Það er því algjörlega út í hött að um sé að ræða einhverjar verð- hækkanir af völdum sölu- skatts á landöúnaóarafurðir á næstunni. Á það reynir í fyrsta lagi i júlímánuði og fer þá eftir því hvaða ákvarðanir verða teknar um niður- greiðslustig til áramóta,“ sagði Jón Baldvin við Alþýðu- blaðið. Hann segir reikninga land- búnaðarkerfisins í heild vera 1 milljarð og 65 milljónir króna, eins og þeir liggja fyrir núna. „Spurningin um niður- greiðslur er ekki nema litill þáttur af þessu.“ Alþýðuflokksmenn hafa óskað eftir að nú þegar verði teknar ákvarðanir á grundvelli starfsáætlunar rikisstjórnar- innar um breytingar á gild- andi stefnu. Ráð verði fundin til að draga úr offramleiðsl- unni hraðar en hingað til og draga úr aðstreymi bakreikn- inga samkvæmt sjálfvirkum lögum, sem engin hafi stjórn á. Framsóknarmenn, m.a. Halldór Ásgrímsson i blaðinu í gær, segja aðalatriði að staðið verði við búvörusamn- inginn og benda á að í bú- vörulögunum sé kveðið á um endurskoðun á næsta ári. Halldór sagði þó sjálfsagt að hefja undirbúning að þeirri endurskoðun. „Þetta verður að gerast hraðar," segir Jón Baldvin. „Af þeirri ástæðu að það verður of seint þegar að endurskoðuninni kemur. Lömb verða til og verða til- efni til kostnaðar löngu áður en að því kemur. Rétti tíminn til að taka ákvarðanir er eigi síðar en núna.“ Eitt af stefnumiðum Al- þýðuflokksins er að draga úr sjálfvirkni í ríkisbúskapnum. Dæmi um það eru nefnd framlög vegna jarðræktarlaga og búfjárræktarlögin, þar sem Jón Baldvin segir reikn- ingum sé framvisað fyrir kostnaði sem búið sé að stofna til. „Það hafa legið fyrir loforð vegna samkomulags við fjár- lagagerð á síðastliðnu hausti um að landbúnaðarráðherra flýtti frumvarpi til laga um að breyta þessu. Við það hefur ekki verið staðið,“ sagði Jón Baldvin. Fram hefur komið að Al- þýðuflokkurinn leggur til að ríkisjarðir verði nýttar til úti- vistar og orlofsdvalar í aukn- um mæli til að losa þær undan ábúð. Þannig gætu t.a.m. verkalýðsfélögin keypt jaröir undir orlofshúsasvæði. Jón Baldvin segir þetta dæmi um tillögur til að draga úr offramleiðslu strax i upp- hafi. „Hvers vegna ættu landsetar á ríkisjörðum, eins og t.d. prestar, að leggja í þetta fjall. Auk þess er land- nýting og gróðurvernd önnur hlið á landbúnaðarmálum. Landið er að verða örfoka. Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar er að hrinda í framkvæmd þessum fjórum orðum: Lausaganga búfjár verði bönnuð.“ Hver eru þá hin óumflýjan- legu útgjöld? „Ef menn gefa sér að niðurgreiðslur eigi að hækka til þess að mæta verðhækkunum af ýmsum til- fellum, þá eru það 300 mill- jónir. Síðan er spurningin um bætur á fé sem þegar er búið að flytja út m.a. vegna skulda frá fyrri árum, þá eru það 420 milljónir,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Listahátíð í dag HÁTÍÐARROKK I gærmorgun komu færeysku lög- mannshjónin, Atli Dam og Sólvá Dam, i heimsókn til ís- lands í boði For- seta íslands. Að loknum hádegis- verði á Bessastöð- um héldu gestirnir að Stofnun Árna Magnússonar þar sem Dr. Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður, sýndi lögmannshjónun- um stofnunina. A-mynd/Þorlákur. BÚID AÐ ÁKVEÐA KOMU- TÍMA PÁFANS Jóhannes Páll II páfi heim- sækir íslands 3. og 4. júni á næsta ári. Páfinn kemur hingað á heimsóknarferð um Norðurlönd og er það í fyrsta sinn í sögu kristinnar kirkju sem páfi heimsækir Norður- löndin. Búist er við að yfir 100 manns, fyigdarmenn, starfsmenn og fjölmiðla- menn, komi með i þotu páfa. Reiknað er með að um 60 fjölmiðlamenn verði með í þotu páfa. Fyrirhugað er aö koma upp fjölmiðlastöð i Hagaskóla svipaðri þeirri og var vegna leiðtogafundarins 1986. Það verður mikið um að vera á Listahátið i dag. Mynd- listarsýningar úti um allan bæ og í kvöld: Kammertón- leikar í íslensku óperunni, Black Ballet Jazz í Þjóðleik- húsinu, mynlistarfyrirlestur í Listasafninu og popptónleik- ar í Laugardalshöll. Á Kammertónleikunum í íslensku óperunni í kvöld verða ungir íslenskir tónlist- armenn alls ráðandi. Þá stjórnar Hákon Leifsosn frumflutingi á tveimur ís- lenskum verkum: Klarinettu- konsert eftir Hauk Tómasson og Capriccio fyrir píanó og hljómsveit eftir Leif Þórarins- son. Einleikarar í þessum verkum eru Guðni Franzson klarinettuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson pianóleik- ari. Á þessum tónleikum verðureinnig flutt Kammer- sinfónía op. 9 fyrir 15 hljóð- færi eftir Arnold Schönberg. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. í Listasafni íslands flytur Folke Lalander fyrirlestur um konkretlist í Svíþjóð og hefst hann kl. 20.30. Kl. 21.00 hefjast popptón- leikar ( Laugardalshöll. Þar leikur breska hljómsveitin The Christians ásamt is- lensku hljómsveitunum Strax, Siðan skein sól og Kátum piltum. Hin stórgóða hljómsveit The Christians er ættuð frá bítlabænum Liverpool. Tón- list þeirra er undir sterkum sól-áhrifum, eins konar sam- runi popps, souls og blues tónlistar. Hljómsveitina skipa bræðurnir Garry og Rusel Christian, sem sjá um söng og saxófónleik og Henry Priestman, sem leikur á hljómborð og gítar og syngur líka, og hafa þeir nokkra hljóðfæraleikara sér til full- tingis á tónleikunum í Laug- ardalshöll í kvöld. Sem sagt: Góða skemmtun í Höllinni í kvöld! The Christians verða í Höllinni í kvöld. Sveitin leikur bræðing rokks, sól- og blústónlistar. Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra TEL ADIL0 MUNI EKKEfíT AÐHAFAST Friörik Sophusson iðnaðar- ráðherra telur að Alþjóða- vinnumálastofnunin muni ekki aðhafast neitt í kæru ASÍ til hennar vegna bráða- birgðalaganna. Hann segist hvetja forseta ASÍ til að gera alvöru úr því að stefna ríkis- stjórninni fyrir stjórnarskrár- brot til að fá úr þvi skorið hvort svo sé. I samtali við Alþýðublaðið segir Friörik að ef Alþýðu- vinnumálastofnunin (ILO) taki málið að sér, muni hún leita upplýsinga hjá rikisstjórn- inni. „Við erum þeirrar skoð- unar eftir að hafa skoðað málið, að ILO muni ekki að- hafast neitt frekar í málinu." Hann segir að Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ hafi nefnt að til greina komi að stefna ríkisstjórninni fyrir stjórnarskrárbrot. „Ég hef kvatt hann eindregið til að fylgja þeirri hugmynd sinni eftir, þó ekki væri nema til að fá úr því skorið. Það er auð- vitað mjög afleitt fyrir stjórn- völd að liggja undir þeim ámælum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.