Alþýðublaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 16. júní 1988 SMÁFRÉTTIR Kaupsamningurinn undirritaður. Frá vinstri: Þorvaröur Eiiasson skólastjóri Tölvuháskóla Verslunarskólans og Gunnar M. Hansson forstjóri IBM á íslandi. Tölvuháskóli VÍ kaupir öflugar einkatölvur Tölvuháskóli Verslunarskól- ans hefur fest kaup á 21 net- tengdum einkatölvum PS/2 gerð 80 frá IBM til nota fyrir nemendur skólans og marka þessi tækjakaup timamót í starfsemi hans. Viö tölvu- væðingu skólans hefur frá upphafi veriö haft að leiðar- Ijósi, að búnaður sá sem val- inn er, gerði kleift að líkja sem nákvæmast eftir tölvu- búnaði í dæmigerðu íslensku fyrirtæki og þá með þróun næstu missera og ára í huga. Kaupin á einkatölvunum nú eru mikilvægt skref í þessa átt. Tölvuháskólinn er um það bil að Ijúka sínu fyrsta starfs- ári. „Með kaupunum nú er Ijóst, að næsta vetur verður skólinn kominn með búnað sem gefur honum töluvert forskot í tölvukennslu. Til að ná sem mestri breidd í kennsluna var talið æskilegt að byggja hana upp í tveimur þróunarumhverfum, vinnu- stöðvum (PC/PS vélum) tengdum í net og miðlungs- tölvu sem nýta mætti sem gagnagrunnsvél í netinu," segir í fréttatilkynningu. Erik Sonderholm látinn Erik Sonderholm við Kaup- mannahafnarháskóla lést í Kaupmannahöfn þann 13. júni s.l. Erik Sonderholm var sendikennari viö Háskóla ís- lands 1955-62 og forstjóri Norræna hússins 1976-80. Síðan var hann prófessor við Kaupmannahafnarháskóla til dauðadags. Eftirlifandi kona hans erTraute Sonderholm. Stöðu- breytingar hjá lögreglunni Bjarki Eliasson, yfirlög- regluþjónn almennrar deildar lætur af störfum við embætt- ið þann 20. júní n.k. en frá þeim tlma tekur við starfi yfirlögregluþjóns Guömund- ur Guðjónsson. Bjarki tekur við skólastjórastöðu við Lög- regluskóla ríkisins. Frá sama tíma verður sú breyting á starfsskiptingu yfirlögregluþjóna að Guð- mundur Hermannsson, sem stýrt hefur rannsóknardeild, mun gegna starfi sem yfir- lögregluþjónn almennrar deildar en Guðmundur Guð- jónsson sem yfirlögreglu- þjónn rannsóknardeildar jafn- framt því að fara með yfir- stjórn skipulagsmála. Óverulegt atvinnuleysi í maímánuði sl. voru skráðir tæplega 12 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Þetta svarar til þess að 544 hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í maí eða 0.4% af áætluöum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Skráðum atvinnuleysisdög- um fækkaði frá mánuðinum á undan um 2 þúsund eöa 15%. Mest dró úratvinnu- leysi hjá körlum eða um 27% en konum á skrá fækkaði aðeins um 7% og var 65% af skráðu atvinnuleysi í maí- mánuði hjá konum. Þegar litið er til landsins í heild voru skráðir atvinnu- leysisdagar í nýliðnum mán- uði 3 þúsund fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þessi aukning atvinnuleysis milli ára átti sér einkum stað í þremur lands- hlutum þ.e. Norðurlandi vestra, Vesturlandi og á Suö- urlandi, en þessi svæði hafa öll orðið fyrir því að sauma- og/eða prjónastofur hafa hætt starfsemi sinni á um- ræddu tímabili. Þetta skýrir m.a. óvenju hátt hlutfall kvenna í skráðu atvinnuleysi í maí. Enda þótt skráðum at- vinnuleysisdögum hafi fjölg- að um þriðjung miðað við sama tíma í fyrra voru þeir færri nú heldur en í nokkrum öðrum maímánuði sl. 5 ár, að árinu i fyrra undanskildu, en að meðaltali hafa verið skráð- ir 17 þúsund atvinnuleysis- dagar í maímánuði sl. 5 ár. Þetta gefur til kynna að mun minna hafi dregið úr þenslu á vinnumarkaði en vænta mátti. Kemur þetta reyndar heim og saman við niðurstöður könnunar Þjóð- hagsstofnunar og Vinnumála- skrifstofunnar á horfum á vinnumarkaöi og þörf fyrir- tækja fyrir vinnuafl, en niður- stöður þeirrar könnunar hafa nýlega birst í fjölmiðlum. Menntamála- ráðherra á fundum norrænna og evrópskra ráðherra Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, sat fund menntamálaráðherra Norðurlanda í Visby á Got- landi dagana 12.-13. júní. Þar var m.a. rætt um norrænt og evrópskt samstarf um vís- indaleg málefni. Síðdegis 13. júní fór menntamálaráðherra til Stokkhólms og sótti þar, ásamt öðrum norrænum ráð- herrum sem fara með íþrótta- mál, fund íþróttasambanda Norðurlanda. Hann flutti þar ræðu um íþróttir sem þátt í menningarlífi þjóða. Dagana 14.-15. júní var menntamálaráðherra í opin- berri heimsókn i Svíþjóð í boði Lennart Bodström, menntamálaráðherra Sví- þjóðar. Bodström kom hingað til lands í opinbera heimsókn s.l. sumar. I fylgd- arliði ráðherra eru kona hans Sonja Backman, Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri og kona hans Erna Hjaltalín. í dag 16. júní fer mennta- málaráðherra til Kaupmanna- hafnar, þar sem hann situr fund evrópskra ráðherra, er fara með málefni Evreka- áætlunarinnar. íslendingar eru þátttakendur í svonefndu Halios-verkefni, er fjallar um fiskiskip framtíðarinnar. Auk ráðherra situr Vilhjálmur Lúð- víksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins, fundinn. Jón Sígurðs- son ráðherra flytur ræðu á Hrafnseyri Hrafnseyrarnefnd gengst fyrir samkomu að Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðs- sonar, 17. júní eins og mörg undanfarin ár, þar flytur Jón Sigurðsson ráðherra hátíðar- ræðuna. Hann er Arnfirðingur að ætt og var amma hans Guðrún Friðriksdóttir fædd að Hrafnseyri. Guðrún Jóns- dóttir söngkona syngur með undirleik Guðna Þ. Guð- mundssonar. Ennfremur mun séra Gunnar Hauksson messa i minningarkapellu Jóns Sigurðssonar. Sumarferö Alþýöuflokksins Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík og á Reykjanesi fara i sameiginlega sumarferð laugardaginn 2. júlí n.k. og að þessu sinni verður haldið í austur. Ferðaáætlun: 1. Lagt af stað frá BSÍ kl. 9.30. 2. Komið við í Hveragerði og á Selfossi, þar bætast í hóp- inn hressir félagar af Suðurlandi. 3. Ekið sem leið liggurí Þjórsárdal, þarverðursnætt nesti. Við skoðum þjóðveldisbæinn og rústirnar að Stöng. Farið verður í sund (hafið með ykkur sundföt). 4. Þessu næst verður haldið upp á hálend:ð. Virkjanirnar við Hrauneyjarfoss og Sigöldu heimsóttar. 5. Næsti áfangastaöurerSkíðaskálinn í Hveradölum með viðkomu í Hveragerði. Þar verður tekið á móti hópnum með veglegri víkingaveislu. Ef vel viðrar verður grillað úti. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 23.00. Reyndir fararstjórar og leiðsögumenn verða með hópnum. Verð fyrir fullorðna kr. 1.800,- og verð fyrir börn yngri en 12 ára kr. 800.-. Skráning þátttöku erá skrifstofu Alþýðuflokksins Hverfis- götu 8-10 frákl. 10-16 allavirkadagasimi 91-29244. Athugið greiöslukortaþjónusta. Alþýðuflokkurinn. BÓKLEGT ATVINNUFLUGNÁM Flugmálastjórn mun I samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja standa fyrir bóklegu atvinnuflugnámi á næstaskólaári, ef næg þátttakaverður. Námiöskipt- ist í tvær annir, haust- og vorönn. Inntökuskilyrói eru einkaflugmannsskírteini og stúdentspróf meö a.m.k. þremur einingum í eðlis- fræöi. Umsóknareyðublöð fást í afgreiöslu Flugmála- stjórnar í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Um- sóknir þurfa að hafa borist þangað fyrir 15. júlí n.k. Umsóknum skal fylgja: Staðfest Ijósrit af stúdentsprófi Ljósrit af einkaflugmannsskírteini I. flokks læknisvottorð frá trúnaðarlækni flugmála- stjórnar. Fiugmálastjórn 1111 <«• **+ a w UTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Garðyrkjudeildar Borgarverkfræðings óskar eftir tilboðum í frágang gæsluvallar við Hringbraut. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 10.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 30. júní kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Póstholf 878 — 101 Reykjavik_ Skattskrá Reykjavíkur ÁRIÐ 1987 Skatta-, útsvars-, launaskatts- og söluskattsskrár vegna álagðra gjalda vegna 1987 liggja frammi á Skattstofu Reykjavíkur dagana 16-29 júní 1988 frá kl. 9-16 alla virka daga nema laugardaga. Athygli er vakin á því að enginn kæruréttur myndast þótt álögð gjöld séu birt með þessum hætti. Reykjavík 15. júní 1988 Skattstjórinn í Reykjavík Gestur Steinþórsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.