Alþýðublaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. júní 1988 7 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg ' Árnadóttir w* IVAN ER AÐ KOMA HEIM Fyrstu 1200 hermennirnir yfirgáfu Jalalabad í austur- hluta Afghanistan á dögun- um og þeir og kynstrin af stríðsvopnum, vögnum og allskonar farartækjum fóru yfir „vináttubrúna" sem ligg- ur yfir ána Amy-Darja. Þegar halarófan var komin inn í landamærabæinn Termes, var hátíðleg athöfn á aðal- torgi bæjarins. Hermennirnir brostu og veifuöu til mannfjöldans sem skipti þúsundum og var samankominn til aö bjóða hermennina velkomna til baka, en ferðin haföi tekið þrjá daga og vegalengdin var 740 kílómetrar. „Við bjóðum hermenn sem hafa gert skyldu sína fyrir föðurlandið, velkomna“, stóð Lúðrasveitir léku og börn í þjóð- búningum útýttu blómum, þegar þeir fyrstu af hinum 115.000 þús sovésku her- mönnum í Afg- hanistan, voru sendir heim á dögunum. Yfir landamærin: Fyrstu sovésku hermennirnir fara yfir „vináttubrúna" milli Afghanistan og Sovét- ríkjanna, glaöir á svip, þvi þeir koma lifandi heim. meðal annars á spjöldum sem hengd höfðu verið upp í Termes. Eftir því sem talsmaður sovéskra hernaðaryfirvalda tilkynnti, gengu flutningarnir til baka eðlilega fyrir sig. „Allir sem yfirgáfu Jalala- bad komust leiðar sinnar án nokkurra tafa“, sagöi Grigorij Bondarev ofursti. Eftir því sem ofurstinn sagði var ekki skotið einu einasta skoti að fylkingunni, á leiðinni frá Jalalabad til Karbul. Sjónvarp í Sovétríkjunum tilkynnti samt, að ráðist hefði verið á herdeildina milli höfuðborgarinnar og Salang- jarðgangnanna, en að enginn sovétmaður hefði verið drep- inn. Sjónvarpið sagði þaö hafa verið muslimska upp- reisnarmenn sem arásina gerðu. Uppreinsarherinn kemur til sögunnar. Frá Islamabad bárust þær fréttir, að muslimskar her- sveitir uppreisnarmanna í Afghanistan, hefðu hertekið nokkur þorp og hernaðar- mannvirki, rétt sunnan við Jalalabad eftir að sovétmenn yfirgáfu svæðið um miðjan maí. Smábæirnir við rætur Safed Koh-fjallanna, vestan við Khyberskarðið, höfðu verið herteknir áður en sovét- herinn fór frá Jalalabad, segja talsmenn andspyrnu- hreyfingarinnar. Smábæirnir sem mynda einskonar belti fyrir sunnan Jalalabad, höfuðborg í Nang- arhar-héraði, voru herteknir án nokkurrar mótspyrnu í byrjun maí. Sagt er, að upp- reisnarherirnir nálgist hægt Jalalabad, en ekki hafa kom- ið fréttir um bardaga á svæð- inu, síðan fyrstu sovéther- mennirnir yfirgáfu Jalalabad. Til þess að tryggja varnir Jalalabad, hefur afghanski herinn sent 3-400 manns til Torkham, með nýjustu teg- undir sovéskra skotvopna. Torkham er þeim megin við Khyber-skarðið, sem snýr að Afghanistan. Nýjustu fregnir herma að uppreisnarherinn hafi skotið niður tvær herþyrlur og nokkrir afghanskir hermenn ríkisstjórnarinnar hafi látið lífið. Óstaðfestar fregnir herma, að muslimsku upp- reisnarhermennirnir hafi tek- ið borgina Jaji, og harðir bar- dagar sagðir geysa nálægt- bænum Khost. Sú borg hefur orðið fyrir svo til stanslaus- um árásum, frá því að sovét- menn komu til skjalanna fyrir átta og hálfu ári. Talsmenn muslimsku and- spyrnuhreyfingarinnar, hafa tilkynnt að herir afghönsku ríkisstjórnarinnar hafi yfir- gefið Ghazni, sem er höfuð- borg þessa svæðis. Upp- reisnarmenn virðast reikna með þvi að fjöldi manna i hersveitum ríkisstjórnarinnar strjúki úr hernum þegar sovétmenn eru ekki lengur með. Sagt er að uppreisnar- menn miði áform sín um að nálgast Kabul viö fjölda- fækkun í her ríkisstiórnarinn- ar. (Arbeiderbladet.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.