Alþýðublaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 30. júní 1988 M«tMÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaöur helgarblaös: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friöriksson. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaöaprent hf., Siðumúla 12. Áskriftarsiminn er 681866. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. KINNOCK í KLÍPU Neil Kinnock, leiótogi breska Verkamannaflokksins á í erfiöum málum þessa dagana. Síöan hann tók við forystu flokksins hefur hann lagt mikla áherslu á endurskoðun stefnunnar. Hann hefurreynt aó lagaflokkinn aö raunveru- leika Thatcherismans, að viðurkenna mikilvægi markað- arins í nútíma, væstrænu samfélagi, að losa um tengsl flokksins við verkalýðsfélög, sem búa við dvínandi vinsældir og síðast, en ekki síst, að breyta varnarstefnu hans, sem krefst einhliða kjarnorkuafvopnunar Breta. Öðru hverju hefur hann virst nálgast takmark sitt. Hann hefur afneitað herskáum, vinstri sinnum og sagt and- stæðingum í verkalýðssambandinu stríð á hendur. Hann lýsti því nýlega yfir, að Moskvufundur stórveld- anna sýndi að leiðin til afvopnunar fælist í gagnkvæmum samningum, en ekki einhliðaaðgerðum. Þarmeð tók hann af skarió um að flokkurinn skyldi endurskoða stefnuna. En hann tók líka tappann úr kerinu þar sem hann hefur reynt aó halda sér á floti. Andstæðingar hans hafa sakað hann um einræðis- hætti og svik við flokkinn. Þeir sem hafa ekki stutt hann, en afborið hann í nafni flokkseiningar, hafa lýst vonbrigð- um og efasemdum um leiðtogahæfileika hans. Ihaldsflokkurinn fitnarhins vegareins og fjóspúkinn. Á sama tíma og bilið eykst milli vinnandi og vinnulausra, ríkra og fátækra, Norðlendinga og Sunnlendinga, húseig- enda og húslausra, situr eini alvöru stjórnarandstöðu- flokkurinn og rífur sig á hol innan frá. Enginn veit hver örlög Kinnocks verða. Hann mun trú- lega leiða flokkinn í næstu kosningum. Gengi hans þá mun ráðast af því hversu góðum tökum hann nær á hinum sundurleita flokki sínum. AÐ KYSSA OG KJAFTA FRÁ A síðustu misserum Reagansstjórnarinnar í Washington hefurrignt yfirbókum, blaðagreinum og viðtölum þarsem fyrrverandi samstarfsmenn forsetans skýra oft í smáatrið- um, frá stjórnarstörfum og samskiptum í ríkisstjórnar- herberginu. Iðulega er sagt frá einkafundum, þar sem ein- ungis eru tveir til frásagnar. Bandaríkjamenn eiga orð um þetta og kalla það að kyssa og kjafta frá. Þá eiga þeir trúlega við atferli grobb- samra, öryggislausra unglingspilta, sem reyna að upp- hefja sig í augum félaga sinna með því að segja sannar eða lognar sögur af fundum undir fjögur augu með skóla- systrunum. Oft vekja hinar opinskáu frásagnir samstarfsfólksins upp fréttasnap og slúður. En þær vekja líka upp spurning- ar. Verður sagan skrifuð á svo veikum vitnisburði? Hve traust verða samskipti fólks í pólitík, þegareiga má von á æsilegri tímaritsgrein fyrir næstu mánaðamóti og meðsölubók fyrir næstu jól. Á íslandi tökum við upp alla siði. Við þekkjum tímarits- viðtölin á undanförnum árum með atvika- og mannlýsing- um, sem augljóslega er ætlað eitthvað annað en að upp- lýsa og leggja í púkk til að skilja rás atburðanna. Varpar t.d. frásögn Alberts Guðmundssonar af bíltúr þeirra Þorsteins Pálssonar einhverju Ijósi á pólitíska atburði vetrarins 1987? Eða varpar hún Ijósi á Albert Guðmundsson? ÖNNUR SJÓNARMIÐ SAMGÖNGUR, þróun byggðar heitir athyglisverð grein, sem Magnús Guð- mundsson á Seyöisfirði, rit- stjóri Aiþýðublaðs Austur- lands, skrifar í blað sitt ný- lega. Þar fjallar hann um byggðaröskun i landinu og nauðsyn sterkra byggða- kjarna. Hann segir: „Hvað er þá til ráða til að sporna við þessari þróun, ef það er hægt yfirleitt. Sú skoöun er nú útbreidd, og sennilega rétt, að þaö eina sem getur virkað til mótvæg- is við svo öflugt þéttbýli sem Faxaflóasvæðið, séu all myndarlegir byggðakjarnar, nægilega stórir til að bera upp þá ýmsu þjónustu og starfsemi sem viö nútima- menn vifjum hafa í okkar næsta nágrenni. Eins og er er það Eyjafjarðarsvæðið sem uppfyllir þetta skilyrði, enda hefur þvi vaxið fiskur um hrygg hin síðari ár. Hér á Austurlandi er hægt að mynda svona byggðakjarna ef vilji stjórnvalda er fyrir hendi.“ Magnús telur lykilinn að þessu vera samgöngumálin og segir: „Eina leiðin til lausnar þessum vanda hér eystra, er net jarðgangna. Ég sé fyrir mér, að jarðgöng i skikkan- legri hæð, sem tengja saman hringinn Egilsstaði-Seyðis- fjörð-Neskaupstað-Eskifjörð- Reyöarfjörö mynda eina heild þar sem ibúafjöldinn er far- inn að nálgast 10.000 og með góðri tengingu norður á bóg- inn til Vopnafjaröar og suður úr um Fáskrúðsfjörð styrkist þessi heild.“ Þegar talið berst að jarð- göngum gera menn gjarnan lítið úr málinu vegna kostn- aðar, en Magnús bendir á aö í samanburði við ýmislegt sem þjóðin sé að eignast þessa dagana, s.s. flugstöð, skopparakringlu og ráðhús, sé hann alls ekki svo hár. ÖGMUNDUR Jónasson, fréttamaður skrifar grein í Þjóðviljann sl. þriðjudag og gerir útboðsstefnu sjónvarps- ins að umtalsefni. í greinar- lok víkur hann að innanhúss- málum og er ómyrkur í máli: „Sjálfir verða stjórnendur- RÚV að geta tekið því þegar almennir starfsmenn gagn- rýna störf þeirra, á sama hátt og þeir telja sig geta haft uppi gagnrýni á störf ann- arra. Hrokafull framkoma gagnvart starfsfólki hvort sem hún birtist í útúrsnún- ingi á röksemdum eða með öðrum hætti er ekki til þess fallin að halda í hæfileikaríkt fólk. Vonandi nálgast sá tími að stjórnendur Rikisútvarps- ins íhugi í alvöru hvers vegna þeim helst eins illa á starfs- fólki um þessar mundir og raun ber vitni, þrátt fyrir allar heilsíðuauglýsingarnar um eigið ágæti.“ Menn hafa um nokkurt skeið haft rökstuddan grun um æsilegt andrúmsloft á kontórum RÚV. Ögmundur situr nú í Kóngsins Köben og skrifar hugleiðingar í blöð en við Langá situr Ingvi Hrafn og skrifar jólabók. Úr þessum gróskumikla jarðvegi munu örugglega mörg kristilegu kærleiks- blómin spretta. En kröftugar, opinberar deilur milli náinna samstarfs- manna bera vott um þroskuð skoðanaskipti og heilbrigða, lifandi gagnrýni! Þess veana hlýtur þetta auðvitað að hreinsa andrúmsloftið óskap- lega vel. GÚANÓ eða gámur. í fréttabréfi Ríkismats sjávar- afurða 15. júní er stuttur pist- ill um raunir verkstjóra í frystihúsi, sem er oft lager- stjóri, framleiðslustjóri, inn- kaupastjóri og sölumaóur: „Verkstjóri stendur frammi fyrir nánast ofurmannlegu verkefni. Móttakan er full af fiski. Ferskasti fiskurinn er þegar farinn i gám, það sem eftir er er fariö að gefa sig og brýnt að koma því sem fyrst í vinnslu. Nótt er lögð við dag en samt hefst ekki undan. Þegar næst berst fiskur er sá sem enn var óunninn settur í salt eöa jafnvel skreið. Megnið af frysta fiskinum fór í fljótunn- ar pakkningar, hráefnið i salt- fiskinn svo ekki sé nú talað um skreiðina, orðið það lélegt að úr því fengust aðeins lægstu gæðaflokkarn- ir. j þetta sinn náðist bersýni- lega ekki hámarksafrakstur af auðlindinni." í greinninni er bent á að hagkvæmni markaða sé stöð- ugt að breytast, hráefnið sé blandað að gerð og gæðum og framboð þess sé sveiflu- kennt. Allur þessi mikli breytileiki gerir augljóslega ofurmannlegar kröfur til Magnús Guömundsson á Seyðis- firði telur lausn samgöngumála á Austfjöröum felast i neti jarð- gangna stjórnandans. Það skyldi þó ekki vera að hér sé pláss fyrir eitthvað af þessari auknu hagkvæmni í sjávarútvegi, sem allir eru að tala um. Pistlinum í fréttabréfinu lýkur a.m.k. svona: „Hér þurfa allir að leggja hönd á plóginn." UPPSKURÐAR er þörf. Svo hljóðar forsíðugrein á nýjasta tölublaði fréttaritsins Newsweek. Og hvar þarf að skera? Jú, heilbrigðisbáknin sjálf. Gefum blaðinu orðið: „Heilbrigöiskerfi Evrópu voru eitt sinn talin til mestu undraverka heims. Þau eru enn í fremstu röð, en eru nú i kreppu. Þau skortir fé og eru í auknum mæli gagnrýnd fyr- ir sóun og lítil afköst. í öllum stærri ríkjum álfunnar er ver- ið að undirbúa breytingar, sem vart verða vinsælar. En framkvæmd þeirra mun ekki stöðva kreppuna, heldur einungis minnka hana. Hvers vegna? Jú, vegna þess að engin rikisstjórn hefur nú efni á að veita öllum þegnum nútíma læknisþjónustu ókeypis.“ Það rifjast upp fyrir klipp- ara að í útvarpsfréttum í gær- morgun var sagt frá útkomu sænskrar bókar, sem telur lækna eyðslusamt tækja- dellufólk, almenning ábyrgða- lausan á eigin lífi og limum og heilbrigöiskerfið í heild til skrauts fyrir pólitíkusa. Ætli það gæti ekki valdið mannorðsmissi hérlendis að leyfa sér að opna umræðu um hinar heilögu kýr heilsu- verndarinnar? Klippara minnir að fjár- málaráðherra hafi ekki verið fagnað í vor þegar hann ympraði á þörf á endurskoð- un þessara mála. Einn mei kaffinu Frúin var að kaupa meðal fyrir bónda sinn og ormalyf fyrir hestinn. „Þú verður að gæta þess að flöskurnar ruglist ekki,“ sagði apótekarinn. „Þú getur bókað það,“ sagði hún „það væri voðalegt ef eitthvað kæmi fyrir klárinn, svona rétt fyrir Kaldármela- mótið.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.