Alþýðublaðið - 30.06.1988, Side 3

Alþýðublaðið - 30.06.1988, Side 3
II) t 1 < < I 11) ' I I > - Fimmtudagur 30. júní 1988 3 FRÉTTIR Byggingarleyfi ráðhúss staðfest VINNUBRÖGÐ ÁMÆLISVERÐ Jóhanna Siguröardóttir fé- lagsmáiaráðherra hefur staö- fest byggingarleyfi vegna ráöhúss, en átelur vinnu- brögö borgaryfirvalda, sem hún segir hafa einkennst af fljótfærni og vanvirðingu á skipulags- og byggingarlög- um. Gerir hún þá kröfu aö framvegis veröi betur vandaö til. Félagsmálaráðherra hefur úrskuröaö aö útgefiö bygg- ingarleyfi skuli standa óbreytt, en átelur jafnframt í úrskuröi sínum vinnubrögð borgaryfirvalda vegna undir- búnings byggingarinnar. í veigamiklum atriöum hafi málsmeðferð borgaryfirvalda verið mjög ámælisverð. Þau hafi einkennst af fljótfærni og vanvirðingu á skipulags- lögum og byggingarlögum. Þaö að auki hafi réttur hins almenna borgara til að tjá sig um fyrirhugaðar framkvæmd- ir verið fyrir borð borinn. Gerir ráöherra þá kröfu til borgaryfirvalda, að þau vandi framvegis beturtil málsmeð- feröar skipulags- og bygging- armála og virði að fullu ákvæði laga og reglugérða þar að lútandi. Nú er tölvutæknin einnig aö rydja sér til rúms í hafnarmálum okkar. Hér er veriö aö skipta út gömlu vogina á Grandagarði fyrir nýja tölvuvog I ðnaðarráðherra Lætur kanna notkun ózon- eyðandi efna Friörik Sophusson, iðnað- arráðherra, hefur nýlega skip- að nefnd sem kanna á notk- un ózoneyðandi efna og efna- sambanda hér á landi. Nefnd- in á að kanna hvað notkunin er mikil, hvernig draga megi úr notkuninni og hvað það muni kosta. hormaour netnaarinnar er Sigurður M. Magnússon, for- stöðumaður Geislavarna rík- isins. Aðrir nefndarmenn eru: Sigurbjörg Gísladóttir, deild- arefnafræðingur, Flollustu- vernd ríkisins, tilnefnd af heilbrigðisráðherra, Flermann Sveinbjörnsson, líffræðingur, aðstoðarmaður sjávarútvegs- ráðherra, tilnefndur af sjávar- útvegsráðherra, Sveinn Jóns- son, vélstjóri, tilnefndur af Kælitæknifélagi íslands, Eyjólfur K. Sæmundsson, forstöðumaður Vinnueftidits rikisins, tilnefndur af félags- málaráðherra. BJÓÐfl BÍLHLASS AF KÓK FYRIR ,.HAT TRICK” Sjö ár frá myntkerfisbreytingu ANNAÐ NÚLLIfl MÆTT TIL LEIKS Á NÝ Stuðningsmenn KR ætla að hvetja framherja sina til dáða í sumar. Þeir hafa feng- ið Vifilfell til liðs við sig og bjóða þeim leikmanni sem fyrstur verður til að skora þrjú mörk í heimaleik heilt bílhlass af Kóki og öðrum gosdrykkjum frá Vifilfelli. í frétt frá stuðningsmönn- um segir að ef bikarleikir og leikir í 2. deild séu undan- skildir, hafi áratugir liðið síðan KR-ingur gerði síðast „hat trick“ í heimaleik í 1. deildinni. „Það er því kominn tími á vesturbæinga að sanna sig,“ segja þeir. Stuðningsmenn KR endur- gjalda Vifilfelli styrkinn með því að koma „uppátækinu“ á framfæri við fjölmiðla — eins og hér hefur verið gert. Um þessar mundir eru sjö og hálft ár frá þvi að mynt- kerfisbreytingin tók gildi, nánar tiltekið aö tvö núll voru tekin aftan af gömlu krón- unni. Um þessar mundir ligg- ur það enn fremur formlega fyrir aö annað af þessum núllum er mætt til leiks á ný, samkvæmt opinberum vísi- tölum. Eins og nú horfir liða ekki önnur sjö og hálft ár þar til hitt núllið mætir á vett- vang. Myntkerfisbreytingin tók gildi í janúar 1981. Visitalan framfærslu fyrir júní mánuð hljóðaði upp á 253,6 stig (miðað við 100 í febrúar 1984), en 25,2 stig i janúar 1981. Vísitala lánskjara hljóð- ar upp á 2051 í júní (miðað við 100 í júní 1979), en var í janúar 1981 206 stig. í báðum tilfellum er um tíföldun að ræða. Það gefur auga leið, að far- ið var út í myntkerfisbreyting- una fyrir sjö og hálfu ári síö- an með betri endingartíma i huga. Þessi breyting hafði verið lengi í undirbúningi í raun, en nefna má að árið 1969 voru koparpeningar felldir niöur og allar fjárhæð- ir jafnaðar við heilan tug aura og árið 1975 voru aurar felldir niður og fjárhæðir miðaðar við heilar krónur. Það var hins vegar 1972 að upp hóf- ust raddir fyrir alvöru að grípa til verðgildisbreytingar á krónunni og 1977 þótti nauðsynlegt að hefja undir- búning að útgáfu á nýjum seðla- og myntstærðum. Voru fengnir innlendir listamenn í að teikna nýja seðla og mynt. Unnið var sleitulaust að mál- inu, en vorið 1979 var ákveðið að fresta breytingunni til 1. janúar 1981. Viö lokaafgreiðslu málsins á Alþingi tóku hins vegar ýmsir að efast, enda 70-80% verð- bólga ríkjandi. Þetta varð til þess að Agúst Einarsson, varaþingmaður Alþýðuflokks- ins, lagði fram frumvarp um frestun gjaldmiðilsbreytingar- innar um eitt ár. í greinar- gerðinni með frumvarpinu sagði Ágúst: „Tilgangsleysi gjaldmiðils- breytingarinnar við núverandi aðstæður kemur best fram í því, að ef verðbólga fær að halda áfram eins og horfur eru á, verður nauðsynlegt eftir 5-6 ár að taka núll aftan af krónunni og fimm árum seinna að taka af annað núll, þannig að eftir 11 ár, eða inn- an við þann tíma, stæðum við i sömu sporum og við stöndum nú. Þess vegna er nauðsynlegt að nýta þessa róttæku breytingu vei.“ Um leið kallaði Ágúst á ákveðna efnahagsstefnu og aðgerðir til að tryggja árang- ur myntkerfisbreytingarinnar. Þetta gerðist hins vegar eftir fyrsta stjórnarár ríkisstjórnar sjálfstæöismanna, Fram- sóknarflokks og Alþýðu- bandalags og eins og menn muna komu efnahagsaðgerð- irnar ekki, heldur var allt látið sigla sinn sjó. Ágúst reyndist nokkuð sannspár. Það sem hann spáði um fyrra núllið hljóðaði upp á 5-6 ár, en þau reyndust sjö og hálft ár og munar þar ekki miklu. Spádómar hans um árin 11, þegar bæði núllin skyldu mæta, gætu hins veg- ar hæglega ræst! Afurðasala Sambandsins Ferskt kjöt 6 mánuði á ári Afurðasala Sambandsins er nú með lambakjöt af ný- slátruðu á markaðnum mán- uði fyrr en hingað til. Hefur Afurðaslan ákveðið að bjóða ferskt lambakjöt í rúma 6 mánuði á þessu ári. Verður slátrað vikulega á mánudögum og fer það kjöt á markað í Reykjavik á fimmtudögum og föstudög- um. Til að gera það kleift að bjóða upp á ferskt lambakjöt svo stóran hluta ársins þarf að skipuleggja markaðssetn- ingu kjötsins með árs fyrir- vara, svo að bændur geti hagað tilhleypingum til ánna skv. þvi. Hefur Sláturhús Kaupfélags A-Skaftfellinga séð um sumarslátrun fyrir Af urðasöluna að þessu sinni og samið um framkvæmd hennar við bændur. Stefnt er að því að hefja sumarslátrun mun fyrr á næsta ári, en veðurfar hér- lendis hamlar því að hægt sé að taka upp heilsárs slátrun því mjög dýrt er að ala lömb eingöngu á fóðri, og e.t.v. var- hugavert að kalla það lamb sem alið er á húsi „fjalla- lamb“. Sumarslátrun hófst árið 1985 í tengslum við nám- skeið sem haldin voru fyrir starfsfólk sláturhúsa. Undir- tektir við fersku kjöti á þeim árstíma voru það góðar að leitast er nú við að hafa slát- urtíðina sem lengsta.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.