Alþýðublaðið - 30.06.1988, Page 8

Alþýðublaðið - 30.06.1988, Page 8
fimiiiiíiMiiii Fimmtudagur 30. júní 1988 FRETTASKYRING Kristján Þorvaldsson skrifar Hvað grœða EB-ríkin á aðild Islands? Þau hafa nœgan fisk, segja sumir. Ætla þau að tryggja sér flugmóðurskipið Island, eða eru þau kannski ekkert að sœkjast eftir neinum samskiptum? EYRUN OPIN FYRIR ER Islenskir kaupsýslumenn bönkuðu uppá í höfuðstöðvunum i Brussel. Stjórnmála- flokkarnir varast yfirlýsingar, en fylgjast œ betur með málum. Erum við að missa af lestinni? Eyru manna eru smátt og smátt að opnast fyrir þvi sem er aö gerast innan EB. Hópur framámanna i islensku við- skiptalífi hélt m.a. til Brussel í síðustu viku og kynnti sér starfsemi bandalagsins i höf- uðstöðvunum og þá þróun sem á sér stað i átt til innri markaðar 1992. í fyrra fór ut- anríkisnefnd Alþingis í heim- sókn til höfuðstöðva þings- ins og fyrir skemmstu kom hingað til lands 10 manna þingmannanefnd frá EB til að ræða við utanríkismálanefnd og fulltrúa íslenskra stjórn- valda. Það voru sannarlega engar undirtyllur sem bönkuðu uppá í höfuðstöðvunum í síð- ustu viku. Að sögn Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskips, sem var í hópnum kom ferðin til í framhaldi af heimsókn Lord Cockfield hingað til lands, en hann er einn af 17 framkvæmdar- stjórnarmeðlimum og höf- undur „Hvítu bókarinnar" um sameiginlega markaðinn. Ferðin var skipulögð af Landsnefnd alþjóða verslun- arráðsins, en kostuð af einstaka aðilum. Ferðalangarnir voru: Gunn- ar J. Friðriksson, formaður VSÍ fararstjóri, Þórarinn V. Þórarinsson VSI, Víglundur Þorsteinsson FÍI, Ólafur Davíðsson FÍI, Þorleifur Jónsson Landssambandi iðn- aðarmanna, Guðjón B. Ólafs- son forstjóri SÍS. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða, Friðrik Pálsson forstjóri SH, Jóhann J. Ólafsson, formaður Verslunarráðs, Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs, Lilja Viðars- dóttir skrifstofustjóri Lands- nefndar verslunarráðsins og nú starfsmaður í utanríkis- ráðuneytinu, Ingjaldur Hannibalsson framkvæmda- stjóri Úflutningsráðs, Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri á Morgunblaðinu, Magnús Gunnarsson forstjóri SÍF, Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda, og Tómas Óli Jóns- son starfsmaður Útflutnings- ráðs í Frankfurt. „Það sem kannski kom mér mest á óvart er hvað hraðinn í átt til sameiginlegs markaðar er mikill,“ sagði Hörður Sigurgestsson for- stjóri Eimskips þegar Alþýðu- blaöið spurði hann um ferða- lagi til Brussel. í svipaðan streng tók Brynjólfur Bjarna- son forstjóri Granda. „Þessir hlutir eru að gerast hraðar en við áttum okkur á. Sem sam- líkingu dettur mér í hug að ef við hugsum okkur þetta á hundrað metra spretthlaupi, þá eru þeir við sjötugasta metrann," sagði Brynjólfur. Hvorki Brynjólfur eða Hörður sögðust hafa breytt sinni afstöðu eða skoðun, hvað varðar EB. „Oneitanlega verður maöur að skoða hug sinn mjög vel, því við íslend- ingar veróum fyrr en seinna að átta okkur á því hvað ger- ist þarna í Evrópu, og nvað Norðmenn ætla að gera,“ sagði Brynjólfur. Ef fram fer sem horfir, að landamæralaus markaður EB-ríkja verði kominn á 1992, þá er Ijóst að um verður að ræða þýðingarmesta og stærsta viðskiptamarkað í heiminum, með um 320 milljónum íbúa. Spurningin um afleiðingarnar fyrir ís- lendinga er því nánast jafn mikilvæg, hvort sem tekin verður ákvörðun um inn- göngu eða standa utan viö. Þetta er ekki lengur eitt- hvað sem er órafjarlægt og óraunverulegt, heldur mál sem þarf að taka afstöðu til áðuren langt um liöur. Hingað til hefur umræðan hér aðallega snúist um hvort og hve mikið íslendingar þurfi að láta af fiskveiðiauð- lindinni í skiptum fyrir samn- inga við EB. Málið reynist öllu flóknara þegar að er gáð, því margir halda því fram að það sé ekkert kappsmál fyrir EB að fá ísland inn vegna fiskimiðanna. Ríkin hafi næg- an fisk ekki síst ef Noregur tekur skrefið inn sem flest bendir til. „Við komumst aldrei að því, með hvaða skilyrðum við getum komiö þar inn,“ sagði Brynjólfur Bjarnason. „Menn þurfa auðvitað að geta rætt þau mál til þess að vita eitt- hvað. Ég held reyndar að tek- ið sé tillit til aöila, þó það sé algjör misskilningur að menn bíði í biðröðum til að bjóða okkur inngöngu." Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismála- nefndar Alþingis, sagði við Alþýðublaðið á dögunum að svo virtist sem mál hefðu þróast íslendingum mjög í vil. „Það kom fram að það væri fráleitt af hálfu Evrópu- bandalagsins að krefjast ejn- hverra fiskveiðiréttinda af ís- lendingum gegn því að ís- lendingar fái heilbrigöa samninga við bandalagið. Það er enginn sem mótmælti þessu sjónarmiði," sagði Eyjólfur eftir fundi með fulltrúum frá Evrópuþinginu sem dvöldu hér á landi í byrj- un mánaðar. Það kann því að Vera að hugmyndir þær sem Jón Baldvin Hannibalsson velti fram á fundi formanna nor- rænna jafnaðarmannaflokka í Svíþjóð í vor, hafi sýnt mikla framsýni, því þarviðraði hann þá hugmynd að íslendingar gætu nánast boðið Evrópu- þjóðunum aukið varnarsam- starf gegn aðild að mörkuð- um þeirra. Þannig mætti halda þeirri einu auðlind sem við eigum í friði fyrir ryksug- um EB-ríkjanna. í átt til innri markaðar 1992 þarf EB að framkvæma hundruð fyrirmæla um sam- -ræmingu á milli ríkjanna. Þetta hefur gengið mun skjótar eftir, en margir áttu von á. Þannig er t.d. búið að samþykkja reglur um frjálst streymi fjármagns, sem heimilar banka í einu EB landanna að starfa í öðrum. Þessi frjálsi flutningur fjár- magns kann að leiða til enn erfiðari samkeppnisstööu ís- lenskra fyrirtækja á Evrópu- markaðinum. „Ef fyrirtæki á þessum markaði eru að vinna á lægra fjármagni en fyrir- tækin hér auk þess sem ís- lensk fyrirtæki þyrftu að búa við hindranir tolla og reglna, hversu miklu lægra verði þurfum við þá að selja vör- una og hvaða afleiðingar hef- ur það? Þessari spurningu velti Brynjólfur Bjarnason fram og undirstrikaði að spurningin um afleiðingar væri jafn mikilvæg hvort sem við gengjum inn eða stæðum fyrir utan. Þegar hefur EB markað stefnu hvað varðar sam- göngumál. Hörður Sigur- gestsson sagði aðspurður ekki eiga von á því að það sem væri að gerast innan bandalagsins þessi misserin hefði miklar breytingar f för með sér fyrir sjóflutninga ís- lendinga. „Mér þykir hins vegar líklegt að innri markað- urinn breyti samkeppnis- myndinni innan EB þar sem verði mun minni takmarkanir á flugsamgöngum en eru í dag. Ég get þó ekki séð í dag hvaða áhrif það hefði hér,“ sagði Hörður. Það eru fleiri en íslending- ar sem eru í viðbragðsstöðu. Norðmenn fylgjast grannt með í Brussel og hafa 15 menn í sendiráði. Japanir hafa þar um 20 menn og Bandaríkjamenn hafa sér- stakan hóp starfsmanna. Fyr- ir íslendinga eru hins vegar tveir menn, þeir Einar Benediktsson sendiherra, sem jafnframt stýrirsendi- nefndinni hjá NATO og Gunn- ar Snorri Gunnarsson. í Norðurlandasamstarfinu eru menn einnig í takt við EB. Á fundi fjármálaráðherra Norðurlanda í Kaupmanna- höfn i vikunni var t.a.m. sérstök áhersla lögð á að í nýrri samstarfsáætlun verði I miðað að því að búa Norður- löndin sem best undir þær miklu breytingar sem eru að verða innan EB. I því sam- bandi var m.a. rætt um aukið frjálsræði í fjármagnsvið- skiptum í framhaldi af ákvörðun fjármálaráðherra EB um breytingar í frjálsræð- isátt á því sviði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.