Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. október 1988 11 Skipulagsmál HÖFUÐB ORGA RS VÆ DIÐ SEM HEILD Rœtt við Gest Ólafsson fyrrum framkvœmdastjóra á Skipulagsskrifstofu höfuðborgarsvœðisins. Aö mörgu er aö hyggja ef þú þarft aö byggja, hljómaði auglýsingaslagorö fyrir nokkrum árum. Þar rataðist viðkomandi satt á munn, það er að mörgu að hyggja. En það er hinsvegar ekki síður að mörgu að hyggja þegar menn vilja skipuleggja sitt nánasta umhverfi. Höfuð- borgarsvæðið nýtur þeirrar sérstööu hér á landi að um nokkur, nánast samvaxin, sveitarfélög er að ræöa, og í seinni tið hefur þeim mönn- um fjölgað sem sjá hvað er að gerast, og telja rétt aö þetta svæði sé skipulagt sem heild. Þó ekki nándar- nærri nóg að þeirra eigin mati, en þeir telja heildar- skipulagningu eitt af frum- skilyrðunum fyrir blómstr- andi mann-, menningar- og atvinnulífi á svæðinu. Al- þýðublaðið hafði samband við Gest Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræöing sem hefur verið einn af forvígis- mönnum þessara hugmynda. Árið 1986 kom út á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu bækl- ingur um svæðisskipulag höfuöborgarsvæðisins. Hug- myndina má rekja aftur til ársins 1976 þegar ákveðiö var að þau níu sveitarfélög sem liggja að höfuðborgarsvæö- inu tækju sig saman og ynnu sameiginlega að skipulags- málum, auk annarra mála sem þau áttu sameiginleg. Áður hafði samvinna einkum einkennst af nauðsynlegri samræmingu viö aðalskjpu- lag Reykjavíkurborgar og var þá unnið af Skipulagi ríkis- ins. Gífurleg vinna fór i öflun hverskonar upplýsinga, enda er það ekki einfalt mál að skipuleggja byggö sem þessa eins og að líkum læt- ur. Að sögn Gests Ólafssonar hefur þó lítið gerst í þessum málum síðan þessi greinar- gerð kom út. Samstarfsviljinn hefur ekki verið sá sem menn hafa vonast til að hann yröi. „Höfuðborgarsvæðið er ein heild en það kostar auðvitaö grundvallarbreytingu í hugs- unarhætti fyrir sveitarstjórn- armenn að hugsa um það sem slíkt. Þeir hafa hinsvegár ekki verið tilbúnir til þess. Sveítarstjórnir á höfuðborgar- svæðinu hafa ekki eytt í þessa sameiginlegu skipu- lagningu nema andvirði eins gamals bíls í ár og er það tal- andi tákn. Það er orðin brýn þörf á að opna umræðu um skipulagsmál þvi það er eitt mikilvægasta máliö fyrir framtíðina á þessu svæöi. Auðvitað ætti slík umræða að vera þverpólitísk, og reyndar má nú finna merki þess í öllum stjórnmálaflokk- um að menn eru að vakna til vitundar um þetta. Fram að þessu hefur skipulagning verið í höndum pólitiskra aðila að miklu leyti.“ — Hvað á að koma i stað- inn? „Ég held að það breytist ekkert fyrr en menn verða beinlínis kosnir til að taka á þessum málum. Það verður lika að fá samtökum þessara sveitarfélaga ákveðin verkefni til að vinna að, ákveðna mála- flokka og búa til tekjustofna fyrir þau til samræmis við þaö. Þaó sem fyrst og fremst vantar er að menn skoði málin betur áður en ákvarð- anir eru teknar og til þess þarf bæði vilja og peninga en hvorugt er fyrir hendi sem stendur. Hvorki sveitarfélögin né ríkió eru tilbúin aö afsala sér valdi til einhvers milli- stigs sem hefur þá þekkingu á þessum málum og vald og getu t-il þess að gera það sem þarf.“ MIKILVÆGI SAMGANGNA Samkvæmt áliti Gests og félaga hans sem unnu að framtíðarskipulaginu er aö myndast nýr umferðarás á höfuðborgarsvæðinu, sem liggur frá norðaustri til suð- vesturs í stað núverandi um- feróaræða sem liggja austur- —vestur. Þeir telja að miklu muni skipta að uppbygging þessa umferðaráss, sem tengir saman sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sé auð- velduð eins og kostur er. Eins og sjá má á þessu stil- færða korti af stofnbrautar- kerfi höfuðborgarinnar eru tvær meginbrautir sem ganga gegnum allt höfuð- borgarsvæðið, allt frá Hafnar- firði i Mosfellsbæ. Gestur: „Samgöngur eru lykilatriði i allri skiulagningu þessa svæðis. Þær eiga að koma fyrst, ekki að vera hugsaðar þegar búið er að ákveða annað á undan. Það er ekkert atriði jafnmikilvægt og samgöngurnar, bæði fyrir einkabíla og ekki síður fyrir almenningssamgöngur. Við teljum það sjálfsögð mann- réttindi að hér sé haldið uppi þokkalegum almenningssam- göngum og það er mjög mikilvægt að þegar umferðar- æðar eru hugsaðar, þá sé í allri skipulagningu tekið tillit til þess að almennigssam- göngur leiöi fólk til þeirra staða og stofnana sem það þarf að sækja. Að fólk geti ferðast frá einum bæ, eða hverfi, til annars á fljótlegan og auðveldan hátt og al- menningsvagnar skili fólki að þeim þjónustustofnunum sem það þarf að sækja.“ I svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins er lagt til’aÖ komið verði á samræmdri/al- menningsvagnaþjónustu á þessu svæði undir saméigin- legri stjórn. Þetta er reyndar ekki ný tillaga að hálfu Gests því hann var ásamt fléirum i nefnd sem kannaði hag- kvæmni slíkrar samræmingar á vegum samgönguráðuneyt- isins. Nefnd þessi skilaói áfangaskýrslu árið 1986 en að henni lokinni lagði sam- gönguráðherra hana snarlega niður. Þar með lauk því máli. Hefur ekki hreyfst síðan. BREYTING Á BYGGÐ MANNFJÖLDl Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. Framreikningur am Lagmark ZD Meðaltal dl Hámark

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.