Alþýðublaðið - 05.07.1989, Side 2

Alþýðublaðið - 05.07.1989, Side 2
2 Miðvikudagur 5. júlí 1989 MMÐUBLMIIÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Dreif ingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Siguróur Jónsson Filmur og prent, Ármúla 38 Blaöaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. BANKASAMEINING - ATHAFNIR EÐA MARKLAUS ORÐ? Það hefur lengi verið talað um nauðsyn þess að stokka upp I bankakerfinu, fækka bönkum og stuðla að aukinni hag- kvæmni I rekstri þeirra. Nú hefurverið ákveðið að steypa fjór- um bönkum saman og mynda úr þeim einn myndarlegan banka. Frumkvæðið að því hefur verið I höndum Jóns Sig- urðssonarviðskiptaráðherra. Ekki virðast þó allirsáttirvið þá framvindu sem málið hefur fengið. Það er alltof algengt I okkar litla samfélagi að menn séu með digurbarkalegar yfirlýsingar um að það þurfi að gera þetta og hitt. Þegar til framkvæmdanna kemur renna menn á rassinn og bera öllu mögulegu og ómögulegu við. Oftast mun þó reyndin verasú að hagsmunirfárraáhrifamikillaein- staklinga eru teknir fram yfir almannaheill. Sú festa og ákveðni sem viðskiptaráðherra hefur sýnt I sameiningarmál- um bankanna hefur vakið athygli almennings. Hann hefur ekki látið þrýstihópaeðaharðagagnrýni einstakraaðiljavilla sér sýn. Markvisst hefur hann unnið að þeirri farsælu lausn sem nú hefur litið dagsins Ijós en hefur fyrir vikið eignast margan öfundarmanninn. Fyrstu viðbrögð Sjálfstæðisflokksins við lausn Jóns Sig- urð'ssonar á Útvegsbankamálinu og sameiningarmálum bankanna voru að reyna að eigna sér þau farsælu málalok. Síðan hafaýmsir risið upp áafturlappirnarog haldið því fram að nægjanlegt fé hafi ekki fengist fyrirútvegsbankann. Þrátt fyrirallarvangavelturum sanngjarnt og réttlátt verö stendur það eftir að viðskiptaráðherra hefur staðið við þau fyrirheit sem hann hefur gefið og, engum vafa undirorpið, náð bestu hugsanlegu lendingu I þessu máli. Umræðan um bankamálin og endalok Útvegsbankans hefur frá upphafi haft á sér mjög svo pólitískan svip. Menn taka afstöðu meira og minna á pólitískum forsendum. Slíkt er auðvitað skiljanlegt hjá þeim sem lifa og hrærast I stjórn- málum en aðalatriði málsins má samt ekki gleymast. Það er sú staðreynd að meö sameiningu bankannaerverið að vinna að langþráðu markmiði allra stjórnmálaflokka, sparnaði og hagkvæmari rekstri bankanna. Þaö sem að almenningi lýtur og skiptir hann máli er að fá ódýrara bankakerfi, lægri vexti og minni vaxtamun. Það skiptiralmenning I raun miklu meira máli en karp um hvert hið endanlega kaupverð hafi nákvæm- lega verið og hvernig skuli verðleggja hluti eins og viðskipta- vild og fleira. Það varástefnuskrá Alþýðuflokksins fyrirsíðustu alþingis- kosningar að fækka bönkum og auka hagkvæmni I rekstri þeirra. Nú hefur mikilvægum áfanga verið náð I þeim efnum og virðist margur undrandi á að stjórnmálaflokkur standi við gefin fyrirheit. Margir reyndar hættir að reikna meö því. Al- þýðuflokksmenn eru hinsvegar stoltir af framgangi flokks- ins I þessu máli og kippa sér ekki upp við það þegar óvildar- og öfundarmenn I garð flokksins reyna að þyrla upp mold- viðri I þessu þarfa máli. Hagsmunir almennings hafa verið hafðir að leiðarljósi við úrlausn þessa máls og væri betur að svo ætti við um fleiri mál á vettvangi stjórnmálanna. ÖHNUR SJÓNARMIÐ LOTTO hefur reynst vinsælt frá því það var tekið upp hér á íslandi. Ef marka má tilvitnun Tímans í The New York Times eru það lág- launamenn sem eru duglegastir að kaupa lottómiða í Bandaríkjunum. Annars ekki ólíklegt að þeir á Tim- anum hafi hugsað sér fréttina til að benda fjármálaráðherra, Ólafi Ragnari, á vinsæla fjáröflunarleið, enda virðast þær vandfundnar. í Tímanum í gær segir svo: ,,„Fátæklingaskattur“ „Fólk meö árslaun undir 10.000 dollurum (580.000 kr. m.v. núver- andi gengi) kaupir fleiri lottómiða heldur en nokkur annar launþega- hópur“ í Bandaríkjunum, sam- kvæmt könnun sem „The New York Times“ vitnar í í einu af þeim 28 ríkjum Bandaríkjanna sem þegar hafa tekiö upp ríkislottó, en þeim fer stöóugt fjölgandi. „Lottó hafa breyst úr „smáaurabísniss“ upp í 16 milljaróa dollara veltu sveltra ríkis- kassa“, segir blaðiö. Lottósala fimmfaldast Fram kemur aó sala lottómióa i Bandaríkjunum hefur um fimm- faldast frá árinu 1982, þegar hún varð í kringum 3 milljarðar dollara. Frá Maine til Kaliforníu hafi lög- gjafar hætt að hræðast „laun synd- arinnar" en þess í stað tekið fagn- andi þeim skatttekjum sem milljón- ir landsmanna bíði daglega í röðum eftir að fá að borga. Andstæðingar nýlegrar hækkunar bensín- og eignaskatta í Louisiana hafi t.d. bent kjósendum á það að skatta- hækkunin yrði óþörf ef ríkið hæfi rekstur á lotteríi.“ ÞEIR á Mogganum eru greinilega 1 í sjöunda himni yíir því að Albert Guðmundsson skuli vera „kominn heim“ eins og blaðið þeirra segir frá í gær. Albert hefur greinilega verið tekinn í sátt i Sjálfstæðisflokknum eftir að hann er kominn þangað sem hann á „heima“, þ.e. langt í burtu, langt úti í löndum. „Þegar Frakkar, sem komnir eru á fertugs- eða fimmtugsaldur, heyra minnst á „Gudmundsson“ Ijóma þeir flestir hverjir og byrja að rifja upp gamlar minningar. Manni verður fljótlega Ijóst að Frakkar hafa síður en svo gleymt Alberti Guðmundssyni. Ungi knattspyrnu- maðurinn frá íslandi, sem á árum áður lék með félögunum Nancy, Racing Club du Paris og Nice, hefur augljóslega verið í miklu uppáhaldi hjá samtíðarmönnum sínum og skilið eftir Ijúfar minningar. Albert Guðmundsson virðist líka vera hinn ánægðasti með að vera kominn aft- ur til Frakklands og hafa liafið störf sem sendiherra í sendiráði Islands við Boulevard Haussmann í París. Maður hefur það á tilfinningunni að honum finnist hann loksins vera kominn heim aftur, eftir að hafa tafist í hinu stormasama stjórn- málalífi Islands um nokkur ár. Al- bert var nefnilega búinn að ákveða það, er hann lauk knattspyrnuferli sínum, að flytjast alfarið aftur til Frakklands um fimmtugt. „Það hefði ég líklega líka gert ef ekki hefði komiö til þátttaka mín í stjórnmálum," segir Albert. Nú er hann hins vegar kominn, að minnsta kosti í biíi, því Albert segist „útiloka ekkert“ hvað varðar fram- tiðarþátttöku sína í islenskum stjórnmálum." ÐAGATAL Rammíslensk deila Enn gengur hvorki né rekur í deil- unni um útflutning á gámafiski. Þar hefur logað milli stríðandi aðila, utanríkisráðuneytisins ann- arsvegar, sjávarútvegsráðuneytis- ins hinsvegar, en með því ráðu- neyti standa flest ef ekki öll hags- munasamtök tengd útgerð, fisk- vinnslu og þeim sem við það vinna. Deila þessi byrjaði með því að einhverjir óvandaðir menn í sjáv- arútvegsráðuneytinu voru sendir í að gera skýrslu um það hvernig einhverjir aðrir menn í utanríkis- ráðuneytinu hefðu staðið sig í stykkinu við að úthluta leyfum til útflutnings á þessum gámafiski. Að mati þeirra í sjávarútvegs- ráðuneytinu vissu hinir í utanrík- isráðuneytinu alls ekkert hvað þeir voru að gera — höfðu hreint ekkert vit á hvernig hvaða fiskur er og hver veiðir hvaða fisk og hvernig hann er seljanlegur né heldur hvort nokkur seldi það sem hann hafði leyfi til og eitthvað meira var það sem þeir vissu ekki, sem sjávarútvegsráðuneytinu fannst ástæða til að þeir vissu. Þá var komið að mönnunum í utanríkisráðuneytinu, þeim sem ekkert vita að mati sjávarútvegs- ráðuneytisins. Þar var aldeilis ekki komið að tómum kofunum því þeir héldu því einfaldlega fram að þessir skýrslugerðarmenn í sjávarútvegsráðuneytinu vissu ekkert í sinn sjávarútvegshaus. Færu með tómar lygar og svívirð- ingar og mættu þeir aldrei þrífast. (Héldu þá sumir að málið myndi fara til vararíkissaksóknara þvi hann er eins og allir vita í heilögu stríði við ritsóða og ærumeiðara og ekki mátti annað skiljast en að skýrsla sjávarútvegsráðuneytisins um vitleysuna í utnaríkisráðu- neytinu væri í hæsta máta móðg- andi og ærumeiðandi og hvað- eina.) Tóku þá við langar greinar í blöðum eftir þá menn sem hlut áttu að máli þar sem hver reif sinn stólpakjaft með gífuryrðum eins og alsiða er í menningarlegri ís- lenskri rökræðu. Þótti þá flestum sem málið væri komið í þann eina rétta farveg sem hér gerist. Einnig var efnt til umræðna í sjónvarpssal þar sem menn sök- uðu hver annan um að skilja ekk- ert í málinu, um hvað það snerist né heldur vita á því nokkra lausn. Var þá endanlega staðfest að mál- ið væri i íslenskum rembihnút kergju og stolts og óbilgirni og ekki yrði lengra komist á þeim vettvangi. Næsta skref í málinu er óljóst en jafnvel talið að ekki verði öðru við komið en ráðherrar fyrr- greindra ráðuneyta verði að útkljá málið sín á milli, því undirmenn- irnir séu svo heiftúðugir hver í garð annars að ekki sé verjandi að setja þá í sama herbergi eftirlits- Iaust. Verður þá væntanlega úr því skorið hverjir vita hvað þeir eru að gera og hverjir vita ekkert hvað þeir eru að gera. Hverjir eru rit- sóðar og æruspillar og ættu ekki að fá að vinna að skýrslum um aðra menn fyrir opinbert fé. Þegar sú niðurstaða er fengin geta menn væntanlega sest niður og gamnað sér við að reikna út hversu miklu íslendingar hafa tapað á þessum gassagangi og þannig fundið rifrildinu nýjan farveg. Um leið er kannski mögu- leiki að einhverjir spakvitrir menn fari í það í framhjáhlaupi að finna út hvernig best megi koma því við að flytja út íslenskan fisk í gám- um án þess að ofbjóða erlendum mörkuðum. Væri það vel.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.