Alþýðublaðið - 05.07.1989, Side 8

Alþýðublaðið - 05.07.1989, Side 8
Miðvikudagur 5. júlí 1989 Félagslega íbúðakerfiö: Nefnd endur- skoðar kerfið SUNNLENSKT SUMAR A-mynd / E.ÓI. EFTA og EB: Gangur viðræðna samkvæmt áætlun Félagsmálaráðherra hefur skipað ncfnd (il að gera til- lögur um endurskipulagn- ingu og framtíðarskipan hins félagslega hluta húsnæðis- kerfisins. Hlutverk nefndar- innarer að leggja fram tillög- ur um cndurbætur á fyrir- komulagi lánveitinga til fé- lagslegra íhúðahygginga með það að markmiði að einfalda lánafyrirkomulag og auka skilvirkni félagslcga íbúða- lánakerfisins. Formaður nefndarinnar er Ingi Valur Jóhannesson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Nefndinni er falið að gera tillögur um breytt fyrir- komulag á stjórnun og út- hlutun á félagslegri aðstoð í Hugsanlegt er að Flugleið- ir dragi verulega saman fyrir næsta sumar, einkum á sviði lciguflugs til sólarlanda og í Græ'nlandsflugi. Þetta kem- ur fram í fréttatilkynningu frá Flugleiðum og þar segir ennfremur að hugsanlegt sé að flugfloti félagsins verði aðeins fimm þotur næsta sumar og muni þá áhöfnum fækka um níu. í hverri áhöfn eru þrír flugmenn og fimm flugfreyjur. Á móti kemur hugsanlega fjölgun ákvörð- unarstaða í Bandaríkjunum. Sem stendur er unnið að undirbúningi á sumaráætlun Flugleiða fyrir sumarið 1990. Hann er á frumstigi en hug- myndir liggja fyrir um að endurskoða leiguflug til sól- arlanda og einnig til Græn- lands, en samningur Flug- leiða um leiguflug milli Narsarsuaq og Kaupmanna- hafnar rennur út næsta vor. Samningurinn er gerður í dönskum krónum og vegna gengisþróunar hefur hann VEÐRIÐ í DAG Gengur á sudaustan golu eða kalda um morg- uninn og fer að rígna sunnanlands. Um eða upp úr hödegi verður úrkomu- litið á Norður- og Norð- vesturlandi. Hiti verður 8-12 stlg á Suðvestur- og Vesturlandi, en allt að 16 stiga hiti að deginum á Norur- og Austurlandi. húsnæðiskerfinu. Jafnframt er henni falið að gera tillögur um framkvæmd ráðstafana og leiðir til að auka framboð leiguhúsnæðis og til að jafna húsnæðiskostnað leigjenda til samræmis við húseigend- ur. Niðurstöður nefndarinn- ar eiga að liggja fyrir í formi lagafrumvarpseigisíðaren I. nóvember nk. Fjölmörg samtök og félög eiga fulltrúa í nefndinni, þar má nefna Byggingarsjóð verkamanna, Alþýðusam- band íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Verkamannasamband ís- lands, samtökin Þak yfir höfuðið, Samband íslenskra sveitarfélaga auk stjórnar- flokkanna. ekki verið félaginu hagstæð- ur. Um leið telja Flugleiðir að hægt sé að bæta sam- keppnisstöðu félagsins á Norður-Atlantshafsleiðinni með því að taka aftur upp einhverja þeirra ákvörðunar- staða sem felldir voru út í fyrra. Það er einkum hinn nýi flugfloti sem gerir að verkum að Flugleiðir telja sig eiga betri möguleika á leið- inni vestur um haf. Samkvæmt fréttatilkynn- ingunni virðist enn ekki ráð- ið hversu margar vélar félag- ið kemur til með að reka næsta sumar. Þegar hefuri verið ákveðið að kaupa 5 nýj- ar vélar, tvær reyndar komn- ar í rekstur, en í lok sumars þarf að taka ákvörðun um hvort tveimur til viðbótar verður bætt við. Þær kæmu inn í reksturinn eftir tvö ár eða siðar og um leið þarf að taka ákvörðun um hvort framlengja þarf leigusamn- ing þotu sem félagið er með á leigu. Engar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra b.vrj- aði formennskuferil sinn í ráðherraráði EFTA með ftindum í Brussel með Andreissen, varaforseta Evrópubandalagsins, á mánudag og Jacques Del- ors, forseta framkvæmda- stjórnar bandalagsins, í gær. Milli funda fór Jón Baldvin til Bonn til fundar við Hans-Dietrich Gen- scher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands. Á fundunum með for- ystumönnum Evrópu- bandalagsins í Brussel var að sögn Jóns Baldvins meginviðfangsefnið að gera þeim grein fyrir stöðu viðræðna EFTA og EB og skýra frá sjónarmiðum forystumanna EFTA varð- andi framgang viðræðn- anna. Af hálfu Delors og Andreissen kom fram að þeir teldu þessar viðræður ganga samkvæmt áætlun og vandamálin sem við væri að fást væru minni en við mátti búast. Georg Reisch, fram- kvæmdastjóri EFTA, var á fundunum ásamt utanrík- isráðherra og sendiherrum íslands í Brussel og Genf. Jón Baldvin gerði rækilega grein fyrir stöðu mála í þeim starfshópum sem settir hafa verið upp af hálfu EFTA-ríkjanna til að undirbúa samstöðu EFTA og samstarf. Fyrsti starfshópurinn fjallar um fríverslun með vörur. Þungamiðjan í þeim tillögum sem ræddar hafa verið innan hópsins er hug- myndir um útfærslu á tollabandalagi. Aðrir kost- ir eru einnig til skoðunar. Flestar miða tillögurnar að því að tryggja að tollfrjáls viðskipti geti átt sér stað á svæðinu öllu, þ.e.a.s. innan EB-ríkjanna tólf og EFTA-ríkjanna sex. Ein- hvers konar tollabandalag. Að því er varðar hags- muni íslendinga sérstak- lega sagði Jón að EFTA-ríkin hefðu tilkynnt að innan EFTA-svæðisins yrði komið á fríverslun með fiskafurðir og ósk EFTA-ríkjanna væri að hún yrði útfærð um allt svæðið. Starfshópur númer tvö fjallar um fjármagnsflutn- inga og fjármagnsþjón- ustu. Öfugt við það sem margir höfðu ætlað fyrir- fram hefur starfshópurinn þegar komist að sameigin- legri niðurstöðu án þess að þar kæmu á dagskrá ein- hverjir óyfirstíganlegir erf- iðleikar. Þetta felur í sér að fyrirvarar einstakra ríkja, eins og t.d. íslendinga, eru ekki taldir valda fyrir- stöðu. Þriðji hópurinn fjallar um hindrunarlausa flutn- inga fólks og búsetu. Þessi hópur var hvað skemmst á veg kominn, m.a. vegna þess að EFTA-ríkin hafa ekki áður þurft að sinna þessu verkefni. En að sögn Jóns Baldvins eru líkur á að samkomulagsgrund- völlur hafi þegar fundist, ef marka má viðbrögð EB-ríkjanna. Norðurlönd- in hafa nokkra sérstöðu hvað þetta snertir. íslend- ingar hafa þar sérstaka undanþágu, sem er í því fólgin að ef um væri að ræða meiriháttar inn- streymi fólks á íslenskan vinnumarkað eða í ein- staka greinar, sem ylli rösk- un á vinnumarkaðnum, hefur íslenska ríkisstjórnin áskilið sér rétt til takmörk- unar að höfðu samráði við stjórnir hinna Norðurland- anna. íslendingar hafa óskað eftir því að þessi al- menni fyrirvari gildi einnig í samningunum við EB og undirtektir gefa ekki tilefni til mikillar fyrirstöðu hvað það varðar. Fjórði starfshópurinn fjallar um svokölluð jaðar- verkefni, þau verkefni sem eru fyrir utan innri mark- aðinn, samrunaferilinn. Þessi hópur fjallar um að- gang að æðri menntun, samstarf á sviði vísinda og rannsókna og samstarf gegn umhverfismengun. EFTA-ríkin hafa sem slík lagt ríka áherslu á þetta svið, en líta reyndar svo á að þau séu lengra komin hvað varðar umhverfismál- in. EFTA óskar m.a. eftir að sett verði á stofn sam- eiginleg Evrópu-stofnun um umhverfismál. Jón Baldvin sagði að hvað málefni þessa hóps varðaði legðu íslendingar m.a. áherslu á aðgang námsmanna að æðri menntastofnunum. Hann sagði að íslendingar hefðu mikilla hagsmuna að gæta á þessu sviði, þar sem ára- tuga- og aldahefð væri fyr- ir því að íslendingar sæktu menntun til þessa svæðis. Fimmti hópurinn, laga- hópurinn, er skemmst á veg kominn. Það er af ásettu ráði gert, því honum er ekki ætlað að ljúka ströfum fyrr en komið er í ljós hvaða árangur næst í hinum samstarfshópunum fjórum. Meðal spurninga sem hópurinn veltir fyrir sér er hvernig haga megi eftirliti með framkvæmd gerðra samninga á svæðinu öllu og tryggja samræmda framkvæmd. Einnig fjallar hópurinn um hvernig leysa megi úr hugsanlegum ágreiningsefnum einstakra aðila svo og um sameigin- lega stjórn milli EFTA og EB. Jón Baldvin sagði það sameiginlegt mat að það starf sem byrjaði í fram- haldi af Oslóaryfirlýsing- unni, svo og starf hóp- anna, hefði farið fram eftir áætlun. Stefnt er að því að starfshóparnir Ijúki störf- um þann 25. júlí og að nið- urstöður verði lagðar fyrir á æðstu stöðum undir lok ársins. Þá verður komið að spurningunni um hvort eiginlegar samningavið- ræður geti hafist eða ekki. Á milli funda með for- ystumönnum Evrópu- bandalagsins átti Jón Baldvin fund með Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vest- ur-Þýskalands, og skýrði honum frá gangi könnun- arviðræðna EFTA-ríkj- anna við framkvæmda- stjórn EB. Þá ræddu ráð- herrarnir tvíhliða mál ríkj- anna, m.a. spurninguna um möguleika á fríverslun með sjávarafurðir og spurningar um frjálsa fólksflutninga og búsetu. hitastig ■ borgum Evrópu kl. 12 í gær að íslenskum tima. ISLAND Hitastig i nokkrum landshlutum kl. 12 i dag Flugleiðir: Uppsagnir í vændum? I

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.