Tíminn - 03.03.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.03.1968, Blaðsíða 1
r 24síður Gerizt áskrifendur að Tfmanum. Hringið í síma 12323 ft9t 53. tbl. — Sunnudagur 3. marz 1968. — 52. árg. Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Fuiltrúar stjórnar og byggingarnetndar Norræna hússins, TaliS f. v. Halldór Laxness, Ivar Eskeland, Ármann Snævarr, Ragnar Meinanser, Eigil Thrane, Gunnar Hoppe og Sigurður Bjarnason. Rekstrarkostnaður N-hússins áætlaður 4 millj. næsta ár ÍSLAND GREIÐIR 1% GÞE-Reykjavík, laugardag. Stjórn og byggingarnefnd Nor ræna hússins hafa haldið fundi hér í Rcykjavík, að undanförnu, og hefur verið rætt um áfram- haldandi fran;kvæmdir við hús- ið, kostnaðaráætlun og framtíðar starfsemi. Það kom fram á blaða mannafundinum, að vegna gengis fellingarinnar í haust mun heild arkostnaður við byggingu húss ins verða allt að 3 milljón krón um hærri en ráð var fyrir gert í ágústmánuði eða 41 milljón. Stefnt er að því að ljúka fram kvæmdum við Norræna húsið fyr ir 1. júní n. k. en oltið getur á ýmsu, hvort það verður. Ekki ' hefur að heldur verið ákveðið hvað verður gert til hátíðabrigða, þegar húsið verður vígt. Þá hefuT stjórn hússins gert kostnaðará-ætlun fyrir þetta ár og tvö næstu. Fyrir næsta ár er gert ráð fyrir k. 4 milljónum í reksturskostnað og skiptist hann niður á þjóðirnar eftir höfðatölu reglunni. Danmörk greiðir 23%, Finnland 22% ísland 1%, Noregur 17% og Svlþjóð 37%. í bygginganefnd Norræna húss ins eru eftirtaldir menn. Eigil Thrane, skrifstofustjóri frá Noregi, en hann er formaður, frá Finnlandi er Ragnar Meinander skrifstofustjóri, frá Svíþjóð er prófessor Gunnar Hoppe, frá Noregi Oddvar Hedlund arkitekt og fulltrúi íslands er prófessor Þórir Kr. Þórðarson. Thrane skýrði fréttamönnum frá því, að húsið væri að mestu fullgert hið ytra, en ýmislegt væri ógert inni, og ef allt gengi samkvæmt áætlun ætti byggingu að verða lokið snemma í sumar. í stjórn Norræna hússins eru fulltrúar Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands þeir sömu og í bygg inganefnd, en fulltrúi Noregs er Johan Cappelle, ambassador, og fyrir íslands hönd eiga sæti í stjórninni þeir Sigurður Bjarna son ritstjóri, Halldór Laxness rit höfundur, auk Ármanns Snævars háskólarektors, sem er formaður stjórnarinnar. Formaður Noræna hússins er cand. philol Ivar Eske land, og mun hann flytjast hing að til lands jafnskjótt og fram- kvæmdum við húsið er lokið. Hann skýrði fréttamönnum í stuttu máli frá væntanlegri starf semi norræna hússins, og sagði, að þetta ætti ekki einvörðungu að vera menningarstofnun, heldur einnig upplýsingamiðstöð og mundi starfa á mjög breiðum grundvelli við að efla og styrkja FrambaJd a bls. 11. SKORTIR UTANRIKISÞJO NUST- UNA MARKMID OG TILGANG? OÓ-Reykjavík, laugardag. Það er nú ljóst að islenzka utanríkisþj ónustu skortir nú markmið og tilgang. segir í grein, sem Guðjón B. Ólafs- son, framkvæmdastjóri skrif- stofu SÍS í London, ritar í Sam vinnuna um utanríkisþ.ionustu og viðskipti. Guðjon ræðir hve lítils íslenzku sendiráðin er- lendis megna ti: að örva utanrikisviðskipti íslendinga og veita útflutningsfyrirtækj- unum aðstoð til að afla mark aða i viðkomandi löndum og að stoða við sölu afurða í greininni segir, að dæmi séu til þess að menn hafi leit- að til sendiráða í viðskiptaer- indum og fengið það svar, að skrifað hafi verið til utanríkts- ráðuneytisins í Reykjavík til að spyrjast fyrir um hvort leyfi legt væri fyrir sendiráðið að sinna viðkomandi máli Mórg dæmi mætti nefna til sönnunar því að sendiráð íslands erlend i.s eru ekki rekin í því mark miði að aðstoða og vinna með íslenzkum útfiutningsfynrtækj um. Spyrja má hvert markmið ið sé ,og væri æskilegt að hrein stefnuyfirlýsing þar um birtist sem skjótast frá íslenzk um stjórnvöldum. Þá segir Guðjón, að hætt sé við að fjöldi og staðsetning sendiráða hafi nokkuð markast af „pomp og pragt“ sjónarmið inu í upphafi, og vita allir að auðveldara er að stofna iil nýrra embætta en leggja þau niður, jafnvel þótt starfsemin hafi misst gildi sitt. Þannig stöndum við nú uppi með þrjú sendiráð á Norðurlöndum þa’' sem iítið eða ekkert af afurð- um okkar er sel-t. þrjú í Míð- Evrópu þar sem sama gildu um afurðir, og við lauslega Framnaid a bls. 10. EJ-Reykjavík, laugardag. ★ Sáttafundur um vísitölumál ið hófst í gærbvöldi og stóð fram til miðnættis, án þess nokkur ár- angur næðist. Hófst fundur að nýju kL 14 í dag, og var búizt við að sá fundur yrði langur. Verkföll 53 félaga, með tæplega 20.000 félagsmenn, hefj- ast í næstu viku, ef ekki næst samkomulag fyrir mánudag. Eins og málin stóðu fyrir sáttafundinn í dag, var allt útlit fyrir að til verkfalis myndi koma. Aftur á móti má búast við svo til stöð- ugum samningaviðræðum úr þessu og fram á mánudag, og get ur margt breytzt á þeim tíma. En yfirleitt gætti í dag nokkurrar svartsýni. Engin rauiiuveruleg tilboð hafa komið fram í þeim samningaiviff- ræðum, er himgað til hafa verið haddnir. Þó munu launþegafluiltrúarmr hafa látið að þvi liggja, að þeir vaeru tiil viðtals um að vísitölu- ■bætiur kaamiu einungis á viss laun, þ.e. að miðað verði við lægst laun uðu stéttirnar innan Alþýðusam- þands íslands. Er það veruleg eft- irgjöf af hálfu launþega, að ein- ungfis hluti fólagsmanna ASÍ fái fullar verðlagsuppbætur vegna bækkana firá 1. die-semiber til 1. febrúar, en uipphaflega var kraf- an um ófrávíkjanlega fullar vísi- töluibætur á laun. Aftur á móti hafði ekkert kom- ið fram, er benti til þess að at- vinnurekendur vilji fallast á jafn vel slíkt fyrirkomuiag, er fundur hófst í dag. Mun það álit þeirra að fái einhverjir verðlagsuppbæt- ur, þá endi það með þvi að all'r fáiþær. Aður hafði komið fram hjá jt- vinnurekendum, að þeir væru til viðtals um verðlagS'bætur, sem kærnu fyrst til framkvæmda 1. nóvember n.k., en þá miðað við verðlag 1. október. Fulltrúar Al- þýðusambandsins höfnuðu þess-u boði í dag höfðu 53 félög með um 20.000 félagsmenn boðað verkfall. Framhaid a bls. 11. Til lesenda Hi3 íslenzka prentarafé- lag hefur boðað verkfall frá og með mánudeginum 4. marz. Komi bað til fram kvæmda, mun Tíminn ekki koma úf fyrr en að því loknu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.