Tíminn - 03.03.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.03.1968, Blaðsíða 9
v> SUNNUDAGUR 3. marz 1968. TÍMINN Núverancti stjórn Félags VeggfóSrarameistara, f. v. Garðar Jónsson, gjaldkeri, Kristján St. Kristjánsson, með- stjórnandi, Stefán Jónsson, formaður, Tómas Waage, ritari, Valur Einarsson varaformaður. FéEag veggfóðrara- meístara fjörutíu ára Um þessar mundir er Félag Veggfóðrarameistara í Reykjavík fjöi-utíu ára. Það var 4. marz 1928, sem veggfóðrarameistarar í Reykjavík komu saman í Bað- stofu iðnaðarmanna, til að ræða hagsmunamál sín og 'stofnuðu þeir Veggfóðrarafélag Reykjavík- ur. Var mikill framfarahugur í þessum brautryðjendum stéttar- innar ög má m.a. nefna, að þeg- ar 24. sama mánaðar gáfu þeir út sinn fyrsta uppmælingartaxta og munu veggfóðrarar vera fyrstu iðnaðarmenn landsins, sem tóku upp það launagreiðslukerfi og hafa þeir unnið eftir því síðan. Stofnenidiur félagsi'ns voru lil tailsins og fynstu stjórn þess skip- uðu: Viktor Kr. Helgason, for- maður, Sigurður Ingimundarson, ritari og Björn Björnsson félhirð- ir. í júní 1932 var nafni félagsins breytt í „Meistarafélag veggfóðr- ara“ og ári síðar var „Sveinafé- lag veggfóðrara" stofnað. í febrú- ar 1945 voru svo þessi tvö félög •sameinuð í „Félag veggfóðrara í Reyikjavík" og hélzt það samstarf fram til ársins 1957, er „Félag veggfóðraram'ei'stara í Reykjavík" var stofnað. Frá upphafi hafa veggfóðrarar tekdð virkan þátt í félagsisamt'ök- um iðnaðarmanna, svo sem Lands sambandi iðnaðarmanna og Meist- ar asam band i bygging am a n a. Árið lfl'64 réðst félagið í að byggja hús yfir starfsemi sína á- samt fjórum öðrum meistaraféiög um í byggingariðnaði, að S'kip- hiolti 70 og hefur félagið opna skrifstO'fu þar fyrir meðlimi sína og aðra þá er til félagsins þurra að leita. Mikil þróun er í iða- inni og stendur félagsstarfsemi mik'lum blóma. Núverandi stjórn félagsi.is skipa: Steifán Jónsson formaður, Valur Einarsson varaformaður, Tómas Waa.ge ritari, Garðar Jens- son gjald'keri og Kristján Steinar Kristjánsson meðstiórnandi. Stefán Jónsson, prentsmiðiustjóri: Var til gjaldeyrisvarasjoður í árslok 1967? Á umdanförnum árum hefir mikið verið rætt og ritað um hinn svo kallaða Gjaldeyris- sjóð. Okkur hefir verið tjáð, að rí'kisstj'órnin hafi stofnað Gjaldeyrisisj'óð, sem numið hafá tveim miilljlörðum í árslok 1066. Ég verð að viðurkenna, að ég hefi aldred skilið þennan boðskap um Gjald'eyrissjóðinin, enda ókunnugt um að gjaldeyr iseign ban'kanna heyrði und- ir sérstaka sjóðstjórn, sem t. d. hefði áhrif á tekjur sjóðsins og ráðstafaði fé úr honum eft- ir fyrirfram ákveðnum reg'lum, eins og t. d. um alla aðra opin- bera sjóði. Hins vegar hefi ég gert mér fulla grein fyriir, að þjóðin hefir á un'daTiförnum árum átt nokkra gjaldeyriseign, sem lausar in'nstæður í erlend um bönkum, og að allir ein- staíklingar þjóðfélagsins hafa getað ráðstafað hemni eftir vffld ef þeir hafa haft undir höndum íslenzka peminga til að greiða sina gjald'eyrisúttekt. Nú er okkur tjáð af ekki óábyrgari aðilum en aðalbanka stjóra Seðlabankams og flestum ráðherrum, að gjaldeyriseigmin hafi mimkað um helmimg á s. 1. ári af þeirri ástæðu, að ail- menmingur hafi ráðstafað helm ingnum, eða 1.000 milljónum af henrni, með kaupgetu simni í ísil. peningum, enda hafi eng- im sjóðstjórn verið sliku til hindrunar. Mér virðist einnig erfitt að ski'lja þetta. Ég myndi hins vegar halda, að við hefð- um ekki aðeins ráðstafað hálfri gjaldeyriseigninni á s. 1. ári, heldur raumveruiega allri gja'ld 'eiyri'seigniimni, eða þeim 2 mil'ljörðum í gjaldeyri sem ti'l ■voru í ársbyrjum 1967. Mum ég nú rökstyðja þessa skoðun miína í sem stytztu máti. Samkvæmt opimDerum skýrsl um, var vörus'kiptajöfnuðurinn óhagstæður um 448 milljónir að meðaltali á ári á árunum 19611 til 1965, eða í 5 ár. Á þessum sömu árum var greiðslu j'öf.nuðurinn við útlönd^aigst'æð ur um 357 milljónir að meðal taili á ári, eða samtals á 5 árurn 1.765 miMjónir, og skap aði þessi hagstæði greiðslujöfn uður umrædda gjaldeyriseign. Samkvæmt bessum tölum um vöruskiptajöfnuðinn og greiðsluj'öfnuðinn, má draga þá ályktun, að hafði meðal halilinn á vöruskiptajöfnuðinum þessi fimm ár numið 80'5 milljónum á ári, þá hefði greiðslujöfnuð urinn verið ■ ,járnum“ og því engin gjaldeyriseign safnazt. Á árinu 1967 var vöruskipta jöfnuðurinn ohagstæður um rúmlega 2.800 milljónir, eða sem nemur allri gjaldeyriseign inni í ársbyrjun og. þeim ár- lega meðait’alsmun á vöruskipta jöfnuði og greiðsilujöfnuði. sem áður er nefndur. Af þessu virð ist l'jóst, að 1.000 mil’ljónir í gjaldeyriseign í lok s. 1. árs hlítur fremur að byggjast á erlendri sikuldasöfnun, um- fram það sem er í nefndu 5 ára meðaltali, en raunveru- legri afkomu þjóðarinnar út á við. Væri ekki ástæða tii, að íá áilit sérfræðinga um þann rekstursreilknin'g þjóðar innar við önnur lönd sem sýn- ir 1.000 milljónir í gjaldeyris eig.n í Lok s. 1. árs þótt vöru skiptahaillinn hafi verið yfir 2.800 miilljónir á árinu. Ekki stendur á áætluinum um þjóð- artekjurnar og þjóðarframleiðsl una á árinu 1967. Efcki mun erfiðara að gera áætlun um greiðsiujöfnuðinn við útlönd á árinu 1966 og 1967, en hvað tefur slika áætlun? Vegna þeirra, sem ekki hafa aðstöðu til að kynna sér eftir hivaða höfuð reglum vöru- skiptaj’firlit og greiðslujafnað aryfirl.it eru gerð, vil ég tak.a þetta fram: Vöruskiptaj öifnuðucinm sýn- ir aðeins mismuininm á. út- fluttum og innfluttum vörum og eru útfluttu vörurnar þá reiknaðar án flutningskos'tnað ar til útlamda, en innfiuttu vör Framhald á bls. 11. Ágúsl Þorvaldsson, alþingismaður, flutti eftirfar- andi Ijóð í þingveizlu 29. febrúar í forföllum höfundar. Á slóðum ríkis- stjórnarinnar 1967 Er sólin og fuglaflokkar fluttu vorið til okkar, þá ráðherrar bratta boru báru, og hressir voru. Þeir sögðu’ allt í sómalagi og sungu því gleðibragi, í dölum og út við ósa. Það átti að fara að kjósa. Þeir héldu uppteknum hætti og héldu utan á slætti, til vina í veizlufagnað. Vafasamt þó um hagnað. Á sólríkum sumardögum sýndu, á ferðalögum, höfðingjar héðan mestan heiður þeim fyrir vestan. Hirtu menn hey í garða. Höfðu fisk út af Barða. Dró þó upp dökkar blikur dálitlar. næstu vikur. Óralangt austur í hafi <■ öll var síldin í kafi. Og vitnað í Mogga og Vísi um verðfall á mjöli og lýsi. í haust, er menn héldu í göngur, var hljóðnaður gleðisöngur. Ört hafði eymdin stækkað. Aumingja krónan smækkað. Genginn til þurrðar gróði . í gjaldeyrisvarasjóði. Þeir sögðu fólkinu’ að fara. fara að hugsa’ um að spara Ráðherrar stóðu í ströngu, staðnaðir fyrir löngu. Oft í erfiðum þrautum með efnahagsráðunautum. Þeir voru stundum að þrefa. Þó voru sammála að gefa námsfólki, nálægt jólum, nútímaljóð handa skólum. í landsstjórnar búskaparbasli er brösótt, og margt er í drasli. Og dagana hálfa og heila við hjúin er verið að deila. Á ráðstefnum sitja þeir saman, en svo þegar af dregur gaman, er söðlaður höttóttur hestur og haldið í Selárdal vestur.* Skúli GuSmundsson. * bóndinn í Selárdal er Hannibal Valdimarsson. RAFViRKJUN Nýlagnir og viðgerðir — Sími 41871. — Þorvaldur Hafberg, rafvtrkjameistarl. V O G I R _ og varahlutir í vogir, ávallt fyririiggjandi. Rit- og reiknivélar, Sími 82380. f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.