Alþýðublaðið - 09.02.1990, Page 4

Alþýðublaðið - 09.02.1990, Page 4
4 Föstudagur 9. febr. 1990 Menning Hvaö er aö vera Gyöingur? Goðsögnin Guö bjargaði Abram úr eyðileggingunni í Úr til þess aö hann yröi Abraham, faöir þjóöa. Sáttmáli hans viö Guð átti aö ná til allra manna. Isak og Jakob héldu áfram á sömu braut og Abraham. Eftir glímuna var Jakobi gefiö nýtt nafn og hann nefndur baráttumaöur guðs eða Israel. (A hebr- esku orörétt: sá sem glímir viö ís; Guö). Og vegna trúarinnar var nafni þjóðarinnar breytt. Hún hætti að kalla sig Hebrea en fór aö kalla sig syni ísraels, eöa ísrael. Tólf ættkvíslir ísraels Sagan segir að Jakob eða ísrael hafi átt tólf syni. Og frá þeim er sagt að hinar tólf ættkvíslir ísraels séu komnar. En hvað raunveruleg- an uppruna gyðinga snertir, þá hefur þetta af augljósum ástæðum aðeins táknræna merkingu. Einn þessara sona er Jósef og vegna hans kemst hin nýja þjóð fyrst inn í mannkynssöguna. Josef fór til Egyptalands og komst þar til æðstu valda, næst konungi. Það þarf ekki að koma á óvart. Jósef er ekki útlendingur i Egyptalandi. Hann er þar heima- maður. Alveg frá upphafi bænda- og borgarmenningar í Egypta- landi hafði verið náið samband milli upprunastöðva „sona ísra- els" og Egyptalands. Bæði bænda- menning og borgarmenning er flutt til Egyptalands frá Mesapóta- míu. Jafnvel hugtakið ríki er inn- flutt þaðan. Konungar frá Asíu réðu oft rikjum í Egyptalandi, þar á meðal fjórtán svonefndir Hykl- osar, „erlendir höfðingjar", sex meiri og átta minni. Einn eða tveir stjórnuðu öllu Egyptalandi. Þeir komu með liði sínu frá Vestur- Asíu. Sá Hyklos sem komst til valda 1730 f.Kr. var frá sömu slóðum og feður Jósefs og talaði svipaða tungu. Þegar fólk Jósefs flúði hungursneyð í Kanaanslandi fór það til Egyptalands og var fengið héraðið Góshen til yfirráða, en það er nálægt Avaris (Tanis) höf- uðborg hyklosanna. Nýr foringi fæddur Veldi innrásarhers hyklosanna var brotið á bak aftur um 1580 f.Kr. og Israelsmenn voru gerðir að þrælum hinna nýju valdhafa. Staða þeirra var verst á dögum Þó- þenesar III (1485—1450) og sonar hans Amenófis (1450—1421). Eyð- ingin vofði yfir þeim. En þá eign- aðist ísrael nýjan foringja sem bjargaði þeim. Hann var nefndur Móses. Sagan um Móses í Biblíunni hef- ur á sér blæ goðsögunnar. Hann er þar sagður sonur Amram og Jochebed sem þá voru eins og aðr- ir israelsmenn í ánauð. ísraels- mönnum var þá skipað að drekkja öllum sveinbörnum nýfæddum. Ekki er vitaö meö vissu hvar Sinai-fjallið var. Samkvæmt allfornum munnmælum á þaö að vera hiö sama og jabal Musa (Mósefjalliö, 2250 m hátt) á suðausturhluta Sínaí-skaga. þaö er fjallið á myndinni. En fræðimenn á okkar dögum draga þetta mjög í efa. Sumir könnuðir nefna til fjall á Norður-Sínaí, og enn aörir halda að það hafi alls ekki verið á þessum skaga, heldur austan Akabaflóa. Siguráletranir Mernaptahs, i sálmaformi, er að finna á þessari graníthellu sem er ríflega 3 m há. Efst sjást tvær myndir af guðinum Amon undir vængjaðri sólarkringlu. Andspænis guðdóminum stendur faraó og hefur bjúgsverð og staf í hægri hendi. Bak við konung til vinstri er gyðjan Mut, en til hægri guðinn Horus. En Amram tókst að bjarga syni sínum. Hún leyndi barninu þar til það var þriggja ára gamalt. Þá lét hún son sinn í litla örk gerða úr reyrgresi og kom henni fyrir við árbakkann þar sem dóttir faraós var vön að baða sig. Dóttir faraós fann barnið og ættleiddi það sem sinn eigin son. Hún kallaði hann Móses. Orðið Móses er af egypsk- um uppruna. Og uppruni Móses er af mörgum sagnfræðingum talinn egypskur. í Biblíunni er talað um að Móses eigi bróður, Aron, og systur, Miriam. Hún kemur við sögu í elstu bókmenntum Biblí- unnar. Þessi viðbótarskýring við uppruna Moses er ekki sögð hafa mikið sagnfræðilegt gildi. Uppreisnarmaðurinn Móses Móses er sagður standa með sínu fólki. Hann gerir uppreisn gegn þrælahaldi ættmenna sinna. Hann drepur Egypta og verður að fara í útlegð til Midan fyrir sunnan Palestínu. En hver er það sem ver- ið er að reka úr landi? Sagt er að Móses sé alinn upp með fjölskyldu faraós, sem Egypt- ar töldu guði en ekki menn. Sumir segja að Móses hafi verið kjörson- ur Hatshepsut, systur Þóþemesar III. Ef það er rétt þá hafa Amenop- his og Móses alist upp saman í húsi faraós. Og þeir eru systkinabörn. En það er einmitt á fyrstu stjórnar- árum þessa sama Amenophis, sem Israelsmenn flýja frá Egypta- landi undir forystu Móses. í útlegðinni í Midan kvæntist Móses prestsdóttur, Sipporu að nafni (Reuel), og átti með henni tvo syni, Gershom og Eliezer. Og hér tók Móses þátt í trúarathöfn- um heimamanna, sem síðar urðu óvinir Israels. Móses heyrir rödd Guðs Þegar Móses gætti fjár tengda- föður síns í Midan kom hann til hins helga fjalls Sinai. Frá brenn- andi runna, sem eyddist ekki, barst honum rödd Guðs. Þetta var guð feðranna, guö Abrahams, Isaks pg Jakobs kominn til aö frelsa Israel úr ánauð. Móses var alinn upp við að líta á faraóa sem guði, og í Egyptalandi voru margir guðir, þótt kenningin um hinn eina Guð væri þeim ekki ókunn. Þess vegna spyr Móses Guð að nafni. Og svarið var: „EHYeH ASeR EHYeH", eða „Ég er það sem ég er“. Og þetta var álitin mynd hins helga nafns YHWH: Hann er það sem hann er. Þetta nafn sannfærði ísraelsmenn um að Móses hefði talað við „guð feðranna" og hann væri sendur þeim frá hoiíum. YHWH var Mós- es nýr guð, en hann skyldi að hann var guð Israels. Og Móses og Aron ganga á fund Þóþemesar faraós og biðja hann að leysa ísrael úr ánauð, en faraó neitaði. En skömmu eftir að Amenophis varð faraó leyfði hann ísraelsmönnum að fara. Gunnar Dal rithöfundur skrifar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.