Alþýðublaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 1. mars 1984 ‘RITSTJÓRNARGREIN ........ Sprenging á stjórnarheimilinu Þaö hriktir í stoöum stjórnarsamstarfsins. Einleikuc Alberts Guðmundssonar fjármála- ráðherra, þegar hann geröi samkomulag viö Dagsbrúnarmenn (fyrradag, hefur hleypt öllu í bál og brand. Samningur Dagsbrúnar og fjármálaráöherra um aö sömu laun verði greidd fyrir sömu vinnu hjá ríkinu, hvort heldur launamaðurinn er fé- lagsmaöur í Dagsbrún eöa í BSRB skapar for- dæmi. Eðlilegt er aö svipuö samræming eigi 5ér stað hjá sveitarfélögunum. Það eru iangt um fleiri verkalýösfélög en Dagsbrún ein, sem eiga mikilla hagsmuna aö gæta í þessu máli. Öll þau félög hljóta aö eiga tilkall til sams kon- ar leiðréttingar o-g Dagsbrún hefur fengiö lof- orö um hjá fjármálaráðherra. En samráð'herrar Alberts Guðmundssonar eru allt annað en ánægöir. Þeir ráöast nú aö fjármálaráðherra aliir sem einn. Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra segist ekki mæla meö þessum samningi í rlkisstjórninni, Matthías Bjarnason samgönguráðherra og flokksbróðir fjármálaráöherra kveðst bókstaf- lega vera andvígur samningunum, formaður Sjálfstæðisfiokksins hefur og sent Aibert kaldar kveðjurog þannig mætti lengi telja þá samstarfsmenn Alberts innan ríkisstjórnarinn- ar, sem eru beinlínis hoppandi vegna þessa framtaks Alberts Guðmundssonar. Hverjar verða afleiðingarnar á ríkisstjórnar- heimilinu? Ljóst virðist að formlegur. réttur fjármálaráðherra til samningsgerðar af þessu tagi er fyrir hendi. Samningnum verði því ekki hnekkt, þótt mikill meirihluti ríkisstjórnarinnar vilji það. Hugsanlegt er að samráðherrar Al- berts knýi á um afsögn hans vegna þessa máls. Litlar líkur eru hins vegar taldar á því að fjár- málaráðherra láti undan slíkum þrýstingi. Ýmsireru þeirrar skoðunar að þettamál geti leitt til stjórnarslita. Framsóknarmenn séu æfir vegna þessa tiltækis fjármálaráðherra og fjölmargir flokksbræður Alberts Guðmunds- sonar hafi einnig lýst því yfir, að ókieift sé að haldaáfram ríkisstjórnarsamstarfinu við þess- ar aðstæður. Ekki aðeins er það álit þessara aðila, að samningur fjármálaráðherra og Dags- brúnar skapi fordæmi um sambærilega kröfu- gerð hjá öðrum verkalýðsfélögum og þarmeð framlengingu á samningum um kaup og kjör í landinu, heldur og að það sé óþolandi að ein- stakir ráðherrar taki af skarið (stórmálum sem þessum án þess að tala við kóng eða prest; án samráðs við aðra innan ríkisstjórnarinnar. n vað sem öllum vangaveltum líður, þá er það fyrirliggjandi að heitir dagar eru framundan á stjórnarheimilinu og lítið máút af beratil að sá neisti sem fjármálaráðherra hefur blásið lífi f verði ekki að stórbáli innan ríkisstjórnarinnar. Og þá eru lífdagar rlkisstjórnar Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar á enda runnir. GÁS Kerfiskarl 4 hangendanna litu til ríkisvaldsins í þessu sambandi, aðrir til vísind- anna og enn aðrir því miður til þess háttar stjórnmála sem nefnast hug- myndafræði. Afleiðingar þessa grundvallarmisskilnings mátti svo sjá í Moskvu 13. febrúar. Hver sem er og sem ekki er á- hangandi þessara kenninga, sem ýttu Lenin úr vör, getur skýrt hvað er vitlaust við eins flokka kerfi. Fólk sem fær völd er nefnilega væg- ast sagt mjög hætt að nota þau sjálfu sér til framdráttar. Þeir, sem skipuleggja svo einokun á völdum fyrir sjálfa sig búaað sjálfsögðu við stöðuga freistingu að þessu leyti. Góðar áætlanir og dyggur ásetning- ur að nota völdin einungis fyrir fólkið hjálpar því miður ekki. Góði ásetningurinn bara fölnar og hverf- ur. Eins flokka kerfi verður einka- fyrirtæki þeirra manna og kvenna, sem hafa það eitt að keppikefli að hanga í þeim góðu hlutum og að- stöðu sem þau sjálf hafa skapað sér. Þau einangrast frá nýjum hug- myndum og horfa stjörfum augum á allar umbætur. Andropov var alls ekki byrjaður að breyta miklu, en þar sem hann lá banaleguna, þá uppgötvaði hann að flokkurinn var á góðri leið með að eyðileggja það litla í framfaraátt, sem hann var byrjaður á. Auðvitað er freistandi fyrir Vest- urlönd að halda því fram í sjálfs- ánægju að tilraunir Andropovs og meðferð þeirra í Rússlandi sanni kenningar andstæðinga Lenins. Meginspurningin um völd er nefnilega ekki eins og Lenin hélt, hvort valdhafarnir séu með „réttar hugmyndir" eða ekki, heldur að gengið sé úr skugga um það, að eng- inn smá klíka hafi of rnikil völd. Hin lokaða klíka Rússneskra valda- manna einangraði Andropov útí kuldann, jafnvel þótt hann væri hluti hennar. Á hinn bóginn getur Chernenko orðið á margan hátt þægilegur Ieið- togi Sovétríkjanna fyrir Vestur- lönd. Hann er augljóslega enginn auglýsing fyrir Sovétríkin út á við, þar sem hann skortir hvort tveggja hina gildu snilli Brezhnevs eða hinn greinilega vilja Andropovs að taka af skarið. Hann getur svo sem reynt að herma eftir Andropov og sett af stað einhverjar minni háttar til- raunir til þess að hressa uppá hag- kerfi Sovétríkjanna. Verkamönn- unum verður einfaldlega sagt, að það sé skylda þeirra sem kommún- ista að vinna betur. Hann hefur þó ábyggilega engan hug á því að nota áhrifaríkari aðferðina, sem var sú að leita að leiðum til þess að þröngva fólkinu að vinna betur. Þessi værukærð hans gæti svo sem allt eins passað Vesturlöndunum, því að aukin framleiðni í Rússlandi gæti auðvitað þýtt einnig að fleiri byssur yrðu framleiddar. Við skul- um þá bara vona að utanríkisstefna hans verði annað eins hálfkák eins og stefna hans í efnahagsmálum. Sjálfsánægja Vesturlanda í þess- um efnum hefur þó ekkert uppá sig. Ekki einungis það, að Rússland með efnahaginn á hausnum, getur verið nokkuð óáreiðanlegt og að Chernenko getur verið þannig náungi, sem reynir að komast út úr vandræðum heima fyrir með ævin- týramennsku erlendis. Þarna er sjálfsagt viss hætta en almennt tal- að þá er slappt Rússland alls enginn skrautfjöður fyrir Vesturlönd. Allra síst þegar það er haft í huga að landið er mikilvægur viðskiptavin- ur Vesturlanda í mörgu tilliti og Vesturlönd hugsa auðvitað um eig- in hagsmumi. Öll sjálfumgleði i þessu sambandi er þannig útí hött, einnig vegna þess að íbúar Sovét- ríkjanna sjálfir skipta miklu máli. Rússland er allt of stórt land og sögulega allt of tengt Vesturlönd- um, til þess að við megum með neinu jafnaðargeði horfa uppá ástandið þar. Yuri Andropov uppgötvaði hvar vandamálin lágu, þótt hinsvegar léti hann sig aldrei einu sinni dreyma um að ráðast gegn eins flokka kerfinu. Það eru fleiri í Rússlandi sem vita þetta, jafnvel innan flokksins, og þeir vona vissu- lega að tími Chernenko verði bara millispil. Eftir hlé er svo aftur hægt að byrja á tiiraunum Andropovs og útfæra þær frekar. Þetta fólk held- ur því auðvitað fram að það séu góðir og gildir kommúnistar og það kemur einungis til með að vinna innan flokkskerfisins, þess kerfis sem veslings Rússarnir hafa þjáðst svo mikið undan allt síðan 1917. Eitt vita þeir samt, að hvorki rúss- neska hagkerfið eða þjóðir Ráð- stjórnaríkjanna eiga skilið að búa við féiaga Chernenko og það sem af honum leiðir um aldur og ævi. Þessu fólki ættu Vesturlöndin að óska velfarnaðar, næst þegar það reynir að losa um hengilásinn. Snarað úr The Economist: G.T.K. Lyfsöluleyfi er forseti ísiands veitir Lyfsöluleyfi Apóteks Austurbæjar er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsali hefur óskað að neyta ákvæða 2. málsgr. 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 varðandi húsnæði lyfjabúöarinnar. Verðandi lyfsaii skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. júlí 1984. Lyfsöluleyfi Garðs Apóteks í Reykjavík er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsali hefur óskað að neyta ákvæða 2. málsgr. 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 varðandi húsnæði lyfjabúðarinnar. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1985. Lyfsöluleyfi Hafnarfjarðar Apóteks, Hafnarfirði, er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsali hefur óskað að neyta ákvæða 2. málsgr. 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1985. Lyfsöluleyfi Garðabæjarumdæmis er auglýst laust til umsóknar. Starfsemi væntanlegrar lyfjabúðar skal hafin eigi síðar en 1. mars 1985. Umsóknir um ofangreind lyfsöluleyfi sendist heiIbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 29. mars 1984. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 28. febrúar 1984. Lausar stöður í heilbrigðisþjónustunni Lausar stöður heilsugæslulækna: 1. Fossvogur H 2, Reykjavík, staða eins læknis af þremur frá 1. júni 1984. 2. Reykjalundur H 2, staða eins læknis af þremur frá 1. júní 1984. 3. Seltjarnarnes H 2, staða eins læknis af þremur frá 1. júní 1984. 4. Þingeyri H 1, staða læknis frá 1. apríl 1984. 5. Kópasker H 1,staða læknis frá 1. október 1984. 6. Egilsstaðir H 2, staðaeins læknis af þremur frá 1. júní 1984. 7. Vestmannaeyjar H 2, staðaeins læknis af þrem- ur. Lausar stöður heilsugæsluhjúkrunarfræðinga: 1. Miðbær, Reykjavík, ein staða frá 1. júní 1984. 2. Þingeyri .H 1, ein staða frá 1. júni 1984. 3. ísafjörður H 2, ein staða frá 1. júní 1984. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf/hjúkurnarmennt- un og hjúkrunarstörf, skulu hafa borist ráðuneyt- inu fyrir 30. mars 1984. Umsóknir um stöður heilsugæslulækna berist á þar til gerðum eyðu- blöðum, sem fást í ráðuneytinu og hjá landlækni. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 29. febrúar 1984. RAFMAGNS VEFTA REYKJAVlKUR Tilkynning um vanskilavexti Frá og með mánudeginum 5. mars 1984 verða reiknaðir vanskilavextir á öll vanskil við Rafmagnsveitu og Hita- veitu Reykjavíkur. Gjalddagi er við útgáfu orkureikn- ings. Eindagi er 15 dögum síðar og er hann tilgreindur á orkureikningi. Ef eindagi er á laugardegi, sunnudegi eða á öðrum frídögum flyst eindagi yfir á næsta virka dag á eftir. Sé orkureikningur greiddur eftir eindaga falla á hann vanskilavextir samkvæmt vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands. Rafmagnsveita Reykjavíkur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.