Alþýðublaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ nFr.Tf.M Fimmtudagur T. mars 1984 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Nýr leiðtogi Ráðstjórnar- ríkjanna: Flokksklíkan tryggir völd sín. Efnahagur Sovétríkjanna í hættu? 3. Nýr forseti: Það tók sjálfan Brezhnev fjórtán ár að verða for- seti, þótt hann væri flokksleið- togi. Andropov tókst það á sjö mánuðum. Forsetinn verður lík- lega kosinn á næsta þingfundi Æðstaráðsins í vor. Það væri ansi slæmt fyrir Chernenko, ef einhver annar hreppti hnossið. Andropov tókst einnig að verða yfirhers- höfðingi, sem er þriðja stórtignin í Ráðstjórnarríkjunum. 5. Flokksþingið: Hið mikla þing sem haldið er u.þ.b. á fimm ára fresti. 27. flokksþingið á að halda í síðasta lagi snemma árs 1986. Þetta verður vettvangur nýrrar fimm ára áætlunar (1986- ’90) og nýrra stefnumiða flokks- ins, sem gefin verða út í nafni leið- togans nýja, þ.e.a.s. ef félagi Chernenko verður enn á meðal vor \ 1. Ný stefnumið eða gömul? - Kosningar til Æðstaráðs Sovét-, ríkjanna (þing í tveimur deildum); verða 4. mars nk. Fyrirfram held- ur leiðtoginn mikla ræðu. Á fæð- ingardegi Lenins 22. apríl halda aðrir sínar ræður. Hverjir það verða segir mikið til um valda- skiptinguna. 4. Bræðraflokkarnir. Kome- kon hefur æ ofaní æ frestað fund- um sínum, aðallega síðast vegna veikinda Andropovs. Sovétríkin ráða þessu viðskiptabandalagi að mestu og þarna fær hinn nýi- flokksleiðtogi fyrsta tækifæri sitt til þess að láta að sér kveða meðal annaTa leiðtoga Austur-Evrópu. 2. Breytingarí Politburo, fram- kvæmdastjórn flokksins. Mið- stjórn flokksins kemur saman í vor til þess að blessa yfir ákvörð- unum Politburo, j Þarna verður möguleiki fyrir Chérnenko til þess að taka sæti Andropovs og skipa nýjan ritara fyrir miðstjórnina, þann sem hef- ur með hugmyndafræði að gera. Þessa stöðu hafði Chernenko áð- ur. Komast hans menn að, eða keppinautarnir? Tölt upp valdastigann. Leiðtogi komm únistaflokksins þarf að klífa fimm valdaþrep til þess að verða allsráðandi eins og fyrirrennarar hans. Utbrunninn kerfiskarl Oþekkti félaginn var þá eftir allt saman félagi Konstantin Cher- nenko. Þeim sem var hafnað sem leiðtoga Svoétríkjanna fyrir fimmtán mánuðum af því að hann var of varfærinn og of íhaldsam- ur, of viljugur að laga sig að þynnku Brezhnevismansj— sem sagt að gera ekki neitt. Endurreistur núna þrátt fyrir eða einmitt vegna þessara sömu galla, kerfiskarl kerfiskalanna, staðgengill staðgeng- ils og það líklega í skamman tíma. Af öllum mönnum er Konstantin Chernenko mesti kerfiskarlinn sem So- vétkerfið gat velt upp. Aldraðir kerfiskarlar hafa þó stundum gert ótrúlega hluti. Harla ólíklegt er talið að sú verði raunin á með Chernenko, öllu held- ur er skipan hans talin staðfesting þess að flokkslínan hafi eyðilagt tilraun- ir A ndropovs til úrbóta á rússnenskum efnahag og stjórnsýslu. En kannski að Eyjólfur hressist? Um það fjallar þessi grein. I rauninni kemur skipan Cher- nenko mest óvænt af öllum mögu- legum eftirmönnum Yuri Andro- pov og fyrir Sovétrikin sjálf er hann sá allra hræðilegasti. Að sjálfsögðu má bæta hann upp sem aðalritara Kommúnistaflokksins með því að fela öðrum mönnum forsetatignina og yfirhershöfðingjaembættið, sem hinir tveir fyrirrennarar hans höfðu báðir með höndum líka. Ef Æðsta- ráðið býður honum svo ekki að setj- ast í helgan stein með sæmd eftir nokkur ár, þá getur almættið ein- faldlega komið til skjalanna. Samt Ég er alveg búinn að fá mig fullsaddan á þessum Aibert- um og Steingrímum. Má ég þá heldur biðja um rólyndismenn eins og Óiaf Ragnar eða Eggert Haukdal... sem áður segir sagan þeirra aburða, sem ollu því að þessi leiðinlegi og greinilegi „leiðarlokakarl”, komst til æðstu áhrifa í hinum 66 ára gömlu Ráðstjórnarríkjum mikla sögu um land, sem er orðið aldrað langt fyrir tímann. Ein viðvörun í upphafi. Greini- legir leiðarlokakarlar, sem snúa aft- ur standa sig stundum miklu skár en flestir áttu von á. Gleymum ekki Richard gamla Nixon og Francois Mitterrand (þótt þeir væru auðvit- að miklu yngri en Chernenko). Gamlir karlar nota stundum síð- ustu árin til þess að gera róttækar breytingar. Gleymum ekki Jó-> hannesi páfa XXIII eða Ronald Reagan, þótt vitað væri reyndar, að þeir myndu vilja vera róttækir. Inn- anrifja hjá öllum stjórnmálamönn- um er eitthvað óþekkt og óþekkti hluti stjórnmálamanns í Sovétríkj- unum er álíka stór og neðansjávar- hluti borgarísjaka. Alls ekki er hægt að útiloka það, að Chernenko komi öllum á óvænt. Jafnvel þeim sem kusu hann til þess eins að vera íhaldssamur. Möguleikinn er samt hverfandi. Starfsferill hans og flokkssambönd, jafnvel aðeins útlit hans benda í allt aðra átt. Reynist sú átt rétt, þá verður að áætla að Chernenko hafi orðið fyr- ir valinu vegna þess, að Komm- únistaflokkurinn hafi orðið dauð- skelkaður af hinum jafnvcl lítilfjör- legu tilraunum Yuri Andropov til breytinga áður en hann lagðist rúm- fastur. Andropov fékk ekki starfið fyrir fimmtán mánuðum vegna þess að hann segðist ætla að gerilsneyða Ráðstjórnarríkin. Hann fékk það vegna þess að hann var gáfaðastur og sniðugastur af keppinautunuin, auk þess sem hann hafði leynilög- regluna KGB og aðrar valdastofn- anir með sér. En félögum lians í framkvæmdanefndinni var vel Ijóst, að hann ætlaði svo sannar- lega að hrista svefndoðan af Sovét- kerfinu, það sagði hann strax í ræðu snemma á árinu 1982. Með hinn slaka hagvöxt í huga og tregðu stórs hluta af flokkskerfinu og stjórnsýslunni í Rússlandi til þess að láta yfirleitt segjast í framfara- átt, ásamt greinilegri spillingu síð- ustu ára Breznevstímans, ákváðu félagar hans að gefa honum tæki- færi. Aðeins ári seinna óskuðu þeir sér hátt og í hljóði, að þeir hefðu aldrei gert það. Veslings Andropov reyndi að breyta Rússlandi í gegnum Komm- únistaflokkinn, því það er eina tæk- ið sem kerfið býður uppá, en hann komst í raun um að í stórum hluta gerði hann það gegn flokknum. Ljóst er nú að hann hafði aidrei einu sinni hreinan meirihluta í framkvæmdan. Hvaðþá meira.Til- raunir hans til þess að fjarlægja hina spilltu og duglausu í héraðs- stjórnunum og fá miðstjórnina á sitt band, báru takmarkaðan árang- ur. Á hinn bóginn biðu nú allir þeir, sem höfðu hreykt sér hátt í skjóli valdanna og ætluðu sér svo sannar- lega að njóta þess til elliáranna, eft- ir því að hann hyrfi frá og því fyrr því betra. Hann hvarf og hinirguðs- fegnu íhaldsdurgar sveifluðu Chernenko á toppinn og héldu þannig uppá frelsun sína. Atburðirnir að baki kosn- ingu Chernenko 13. fe- brúar. Rússland og Andropov eru písla- vottar sögulegs glappaskots, sem átti sér stað á Lenintímanum og jafnvel enn fyrr á tíma Marx og fyr- ir hans daga. Flokkurinn, sem Len- in kom til valda í Rússlandi 1917 hafði ótrúlega miklar hugsjónir: afnám óréttlætis, sköpun „nýs manns“ og þverstæðuna um frelsi með sameiginlegu átaki. Flokkur- inn gat þó aldrei komið þessum hugsjónum í framkvæmd, ef yfir- leitt það var mögulegt, því flokkur- inn sjálfur var Iíka sögulegt glappa- skot, nefnilega sá eini leyfilegi í landinu. Lenin skapaði eins flokka kerfið vegna þess að hann var að flýta sér og hann hélt að í rauninni væri eng- inn vafi á því hvað þyrfti að gera. Hann var sem sagt öruggur á þessu. Ekki síst vegna þess að Marx gamli, sem þó aldrei hafði boðað eins flokka kerfi, hélt því fram að stjórnmál væru einhverskonar vís- indi. Þegar það lægi fyrir hvað ætti að gera, væri bara að hræra öllu saman og hefjast síðan handa. Marx hélt þetta vegna þess að hann var erfingi átjándu aldar skyn- semishyggju, sem hafði að vísu los- að sig við fullvissu trúarskoðana, en leifaði dauðaleit að einhverri fullvissu annarsstaðar. Sumir á- Framhald á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.