Alþýðublaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. mars 1984 3 Otvírœður opinbera og árið 1976 var atvinnu- veitendum í lögum gert óheimilt að misinuna launþegum hvað hin ýmsu hlunnindi varðar. Þetta þarf að ræða beturþ Benti Johanna á að af um 50.8 milljónum sem farið hefðu i greiðslur vegna starfsmannabíla hefðu karlar fengið 94.5% upp- hæðarinnar en konur aðeins 5.5% og varðandi fasta yfirvinnu fengu karlar um 92% hinna 32 milljóna króna sem kostnaðurinn nam, en konur aðeins um 8%. „Einnig er ástæða til að leita eftir afstöðu ráðherra nánar varðandi þau fyrirtæki og þær stofnanir sem neita að gefa upp upplýsingar, eins og Landsvirkjun, hvort þessir aðil- ar séu virkilega undanþegnir þeirri upplýsingaskyldu sem öðrum stofnunum er skylt að veita sam- kvæmt lögum sem sett voru árið 1982,“ sagði Jóhanna. Fjárhagsáætlun Hafnarfjaröar- bæjar afgreidd í fyrrakvöld: Allar tillögur minnihlutans voru felldar Vilja A fundinum kom fram svipuð af- staða til samningsins og víða, fáir á- nægðir og vilja láta reyna á þessar lagfæringar áður en endanleg af- staða er tekirí. Á aðalfundinum var kosin ný stjórn og verður hún nú einungis skipuð konum. í V.Á. eru félags- menn 266 og þar af konur milli 80- 85%. I stjórn voru-kjörnar Sigríður Ólafsdóttir, formaður, Sesselja Bjarnadóttir, Guðmunda Auðuns- dóttir, Þóra B. Ögmundsdóttir og Kristín Ingólfsdóttir. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar- bæjar fyrir árið 1984 var afgreidd á þriðjudagskvöld. Minnihluti bæjarstjórnar- Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsóknar- flokkur — greiddu atkvæði gegn frumvarpi meirihlutans að fjár- bagsáætlun við lokaafgreiðslu frumvarpsins, en áður liafði öllum breytingartillögum minnihluta- flokkanna verið hafnað af meiri- hlutaflokkunum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, Sjálfstæðisflokki (5 bæjarfulltrúar) og Óháðum borgurum (2 bæjarfulltrúar). I bókun, sem bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins, Hörður Zóphanías- son og Guðmundur Árni Stefáns- son ásamt bæjarfulltrúum Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks, létu fara frá sér við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar, segir m.a.: Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1984 hefur ekki náðst samstaða milli heirihluta og minni- hluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Ber reyndar talsvert á milli að þessu sinni. Það er mat mitt að megin- orsök ágreiningsins megi rekja til þess að bæjarstjórnarmeirihlutinn Auglýsing um almenna skoðun ökutækja í Reykjavík 1984 Skráö ökutæki skulu færð til almennrar skoöunar 1984 sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki sem skráö eru 1983 eða fyrr: a. Bifreiöir til annarra nota en fólksflutninga b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiöir til mannflutninga. d. Bifreiöir, sem ætlaðar eru til leigu í atvinnu- skyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. Tengi- og festivagna, sem eru meira en 1500 kg. að leyfðri heildarþyngd, (skulu fylgja bif- reiðum til skoðunar). 2. Aðrar bifreiðaren greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1981 eða fyrr. Sama gildir um bifhjól. Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla verður birt síðar. Skoðun ferfram virkadagaaðraen laugardagafrá kl. 08:00 til 16:00 hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, Bílds- höfða 8 Reykjavík á tímabilinu frá 1. mars til 19. október: Mars Apríl Maí Júnl Júlí frá 1. til 13. Agúst frá 27. til 31. September Október frá 1. til 19. ökutæki nr. R-1 —R-15000 R-15001 — R-30000 R-30001 — R-43000 R-43001 — R-55000 R-55001 — R-60000 R-60001 — R-62000 R-62001 — R-7000Q R-70001 og yfir Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild öku- skírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vottorð um að vátrygging ökutækis sé gild. Skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Á leigu- bifreiðum skal vera sérstakt merki með bókstafn- um L, einnig gjaldmælir sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1983. Lögreglustjórinn í Reykjavik 27. febrúar 1984. sem að frumvarpinu stendur vill ekki hvika frá þeirri ákvörðun sinni, að hækka rekstrarliði áætlunarinnar, aðra en laun, um 40% milli ára. Staðreynd er að Þjóðhagsstofnun telur þessa hækk- un til muna of mikla, og ekkert hinna stærri sveitarfélaga sem eðli- legt er að samanburður sé gerður við hækkar sín rekstrargjöld í nánd við þetta. Einnig byggja fjárlög á mun lægri tölu. Það er til marks um óraunhæfa hækkun meirihlutans að tillaga okkar bæjarfulltrúa minnihlutans um 34% hækkun rekstrarliða milli ára er algerlega i efri mörkuni þess sem gerist annars staðar. í viðræðum við fulltrúa meiri- hlutans kom fljótlega fram að framangreindur ágreiningur svo og mismunandi mat á ýmsum áherslu- atriðum gjaldaliða gerði frekari viðræður um santstöðu ókleifar. Skal sérstaklega nefnt að meirihlut- inn hafði ekki áhuga á að auka framlög til dagheimilisins við Smárabarð, tryggja að lokið yrði við verkamannabúsiaði að Móa barði 34 eða efla atvinnulil með stofnun atvinnueflingarsjóðs. Eg vísa að öðru leyti til ítarlegra breytingartillagna fulltrúa minni- hlutans, til bókunar okkar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlunina i bæjarstjórn 28. des. 1983 svo og til ályktunartillagna frá okkur sem varða fjárhagsáætlunina. í ljósi þess sem að framan greinir segi ég nei. Alþýðublaðið mun á næstunni greina nánar frá tillögum Alþýðu- flokksins við afgreiðslu fjárhags- áætlunarinnar. Vara við tekið?“ Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra upplýsti það meðal annars í svörum sínum að aflamörk yrðu vitaskuld tekin til endurskoð- unar, það væri gert ráð fyrir því í aðgerðunum. Tók hann undir að erfiðleikar sjómanna væru meiri en gerðust í landi, en máli skipti að byggja kjörin upp á ný. Þá lýsti ráðherra yfir þeirri skoð- un sinni að það hefði ekki síst verið vísitölukerl'ið sem rýrt hefði kjör sjómanna. Aukið frjálsrœði í álagningu tekur gildi í dag:_ Neytendur þurfa að vera á varðbergi gagnvart samtryggingu um ákveðið lágmarksverð Frá og með deginum i dag fellur niður hámarksálagning í heildsölu og smásölu á nokkrum vöruflokk- um. Mikilvægt er að almenningur, neytendur, haldi vel vöku sinni, þegar innkaup eru gerð, nú þegar hið nýja fyrirkomulag tekur gildi. Alþýðublaðinu hefur einnig borist fréttatilkynning frá Verðlags- stofnun, þar sem vakin er athygli á tveimur greinum verðlags- og sam- keppnislaga, en þar segir: Óheimilt er að ákveða, samþykkja eða semja um ófrávíkjanlegt lágmarksverð (brúttóverð) eða álagningu er gilda skuli við endursölu á næsta sölu- stigi.“ I þessari klásúlu laganna er lagt blátt bann við samtryggingarstarf- semi heildsala eða kaupenda, um að ákveða sín á milli ákveðið lág- marksverð á sama tíma og álagning er frjáls. Það er innflytjendum, heildsölum og framleiðendum þvi með öllu óheimilt að ákveða bind- andi smásöluverð eða smásölu- álagningu. Tilgangurinn með hinum breyttu reglum um frjálsa verðmyndun á vöruflokkunum hlýtur að vera fyrst og fremst sú, að seljendur fari eins langt niður með vöruverð og kostur er, þannig að neytendur hagnist á fyrirkomulaginu. Það er því grundavallaratriði að vel sé fylgst með því af verðlagsstofnun og neyt- endum að seljendur komi sér ekki saman um ákveðið lágmarksverð á vörum, og láta samkeppnina aðeins ráða rikjum upp skalann frá því til- búna verðlágmarki. Til áréttingar sendi Verðlags- stofnun einnig endurrit af 23. grein laga um verðlag — og samkeppni. Sú grein laganna fer hér á eftir: „Samningar, samþykktir og ann- að samráð milli fyrirtækja um verð og álagningu er óheimilt, þegar verðlagning er frjálsí* Samkvæmt þessu ákvæði er hvers konar samráð um verð og álagningu bannað þegar verðlagn- ing er frjáls, þar á meðal sameigin- legir verðlistar fyrirtækja og félaga eða samtaka þeirra. Þá hefur Verðlagsstofnun ákveð- ið að innflytjendur vöruflokka sem ekki eru háðir ákvæðum um há- marksálagningu skuli frá 1. mars 1984 senda Verðlagsstofnun sams konar verðútreikninga og þeir hafa til þessa gert. Verðútreikningar yfir þessa vöruflokka skulu þó aðeins sendir stofnuninni í einriti, án fylgi- skjala. Jafnframt verðútreikningum skulu innflytjendur gera Verðlags- stofnun sérstaka grein fyrir breyt- ingum á verðmyndun ofangreindra vöruflokka s.s. breytingu á álagn- ingu, afslætti o.fl. Samband ungra jafnaðarmanna Frædsluráö Alþýðuflokksins Starfsemi ungra jafnaðarmanna á íslandi Fundarstaöur: Alþýðuhúsið i Hafnarfirði. Ráöstefna 3. mars 1984 Ráðstefnustjóri: Bjarni P. Magnússon Dagskrá: Kl. 10.00 Setning Kynning á starfsemi Sambands ungra jafnað- armanna: Snorri Guðmundsson, formaður SUJ. Starfsemi FUJ-félaganna: Svana Steinsdóttir, Reykjavik. Hauður Helga Stefánsdóttir, Kópavogi. Elín Harðardóttir, Hafnarfirði. Þáttur Alþýðuflokksfélaganna í starfi ungra jafnaðarmanna: Jón Gröndal, Grindavík. Haukur Helgason, Garðabæ. Hreinn Erlendsson, Selfossi. Karl Steinar Guðnason, Keflavík. Alþjóðasamstarf ungra jafnaðarmanna: Guðmundur Árni Stefánsson, Hafnarfirði. Vióar Scheving, Reykjavík. Vigfús Ingvason, Reykjavík. Hugmynd um fræðslustarf ungra jafnaðarmanna: Helga Kristinsdóttir, Húsavík. Jóna Ósk Guðjónsdóttir. Hafnarfirði. Hvernig er unnt að koma til móts við unga óflokksbundna jafnaðarmenn: Pálmi Pálmason, Akranesi. Tryggvi Gunnarsson, Akureyri. Árni Gunnarsson, Reykjavík. Alþýðuflokkurinn og unga fólkið: Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokks- ins. Kl. 12.00 Hádegisveröarhlé. Kl. 15.30 Hópvinna/kaffi. Kl. 17.00 Starfshópar skili niðurstöðum. Kl. 18.00 Umræður. Kl. 20.00 Kvöldverður í veitingahúsinu Gaflinn, Hafnar- firði. Kvöldvaka. Ráðstefnuslit. Þátttökugjald er kr. 600. Hádegisverður, kaffi, kvöldverður, efni lagt fram á ráö- stefnunni innifalið í þátttökugjaldi. Þátttakendur tilkynni sig sem allra fyrst i sima 29244 á skrifstofu Alþýðufiokksins, kl. 13—17.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.