Alþýðublaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 23. júní 1989 MÞYBMMÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Augiýsingastjóri: Dreifingastjóri: Setning og umbrot: Preníun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Steen Johansson Sigurður Jónsson Filmur og prent, Ármúla 38 Blaðaprent hf., Síöumúla 12 Áskriftarsiminn er 681866 Askriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið., ÁN VONAR ER EKKERT LÍF Skiptir fortíðin íslendinga meira máli en framtíðin? Nægir söguþjóðinni aó lifa á fornri frægð um kappa og fornsögur? Því hefur verið haldið fram að við höfum í það minnsta meiri áhuga á því sem var en því sem verður. Svo virðist sem við kærum okkurekki um að læra af reynslunni. Þrátt fyrir stað- reyndir í stjórnmála- of efnahagssögu okkar látum við ekki segjast og blótum verðbólgu og umframeyðslu og skellum skollaeyrum við því sem var og reyndist miður. Gunnar Kristjánsson guðfræðingur skrifar athyglisverða grein I síðasta hefti Nýrrar sögu, tímarit Sögufélagsins, þar sem hann veltir því fyrirsér hvernig á því standi að íslending- ar gleymi sér í fortíðinni. Gunnar segir að á tímum rótleysis eins og okkar tíma sé að einhverju leyti skiljanlegt að menn líti til fortíðarinnarvegna þess að hún veiti okkuröryggi. „Við lítum heldur um öxl en framávið. í vanmetakennd okkargagn- vart öðrum þjóðum teljum við okkur trú um að styrkur okkar felist í hinu liðna, þarséum við örugg. Þar geti enginn skákað okkur. Þar vitum við hvað við höfum. Og það geti enginn frá okkur tekið,“ segir Gunnar. Og sr. Gunnar Kristjánsson sþyr hvers vegna við lítum svo sjaldan fram á við. „Hvers vegna er nútíminn svo ruglingslegur, stjórnvaldsaðgerðir, atvinnulíf og menningarmál svo mótuð af skorti á framtíðarsýn?" Ersú niðurstaða guðfræðingsins rétt að framtíðin skipti ís- lendinga engu máli, af þeirri einföldu ástæðu að veruleikinn komi að utan? Framtíðin komi af sjálfri sér eða af annarra völdum? Gunnar segir: „Við höfum aldrei þurft aó huga að framtíðinni. Það hafaaðrirgert fyrirokkur: erlend stjórnvöld, erlendir fræðimenn: eða þróunin: þróun á sviði tækni og vis- inda, þróun í hugsun og listum, í menningu, í tísku og bíla- tegundum. Allt kom að utan. Og í hugsun kemur allt að utan ennþá.“ Erekki nokkursannleikur í orðum Gunnars? Stjórnvaldsað- gerðir miða fremur við nútímann en framtíðina. Sjaldnast gefst kosturáað leggjaeinhverjar línur um æskilega þjóðfé- lagsþróun næstu áratuga. Stjórnmálaflokkar spretta upp úr fortíðinni án nokkkurs sýnilegs tilgangs í framtíðinni. Og lágmenningargróður fær að þrífast í skjóli fornra hugmynda um „frjálshyggju" sem réttlætiraðstefnuleysi ríki í menning- armálum. Gunnar Kristjánsson telur að dýpri ástæður en umhyggjan fyrir fortíðinni ráði áhugaleysi okkar á framtíðinni. Mestu skipti ótti manna við það sem koma skal. Tilfinning manna — ekki síst ungafólksins — hafi breyst. í staðeftirvæntingar sé kominn uggur og ótti um framtíðna. Kjarnorkuvá og rösk- un lífríkis altaki hugann og hleypi ekki að voninni um betra líf. Án vonar sé ekkert líf, hún sé hreyfiafl í lífi einstaklinga og þjóða. Gunnarsegirþað hentahappdrættisþjóðinni betur að bíða með hendur í skauti en að móta framtíðina — með von um betri tíð... FRUMKVÖÐULL f MENNTASTEFNU Skóli, nám og samfélag er heiti á málstofu sem er haldin í Viðey í dag. Þarverður rætt um þróunarverkefni og rannsókn- ir í skólastarfi, en málstofan er haldin til heiðurs Wolfgang Edelstein sextugum. Edelstein hefur um tveggja áratuga skeið haft verulegaáhrif á mótun skólastefnu á íslandi. Hann var kallaður til starfa við skólarannsóknadeild menntamála- ráðuneytisins af Gylfa þ. Gíslasyni þáverandi menntamála- ráðherra. Edelstein gegnir nú prófessorstöðu í Þýskalandi, en spor hans í kennslumálum og skólaþróun á íslandi liggja víða og hann hefur byggt undirstöður sem skólamenntun okkar mun hvlla á um ókomin ár. ÖNNUR SJONARMIÐ VERKALYÐSFORINGJ- AR fögnuðu aðgerðum ríkis- stjórnarinnar, en mjólkin mun lækka í verði og bensín, auk þess sem persónuafsláttur mun verða aukinn sem leiðir til skattalækkun- ar fyrir meðalfjölskyldur. Morgun- blaðið samgleðst ekki og segir verkalýðsforingja ekki hugsa um hagsmuni umbjóðenda sinna er þeir gleðjist með stjórninni. Þeir séu að gæta hagsmuna ríkisstjórnar en ekki almennings. Aðgerðirnar séu ekkert annað en pólitískur leik- ur. Tilfærslur af þessu tagi liafa enga raunverulega þýðingu fyrir fólkið í landinu. þetta eru biekking- ar og annað ekki. Verkalýðshreyf- ingin býr yfir miklum styrk, ef hún beitir sér. Þennan styrk á luin til þess að knýja fram raunverulegar umbætur í efnahags- og atvinnu- málum í stað þess að láta hafa sig í að taka þátt í blekkingum gagnvart launafólki í landinu. DÝRT er drottins orðið. Hallur Magnússon blaðamaður á Tíman- um hefur verið dæmdur í sakadómi Reykjavíkur til miskabóta og sektar fyrir ummæli um staðarhaldari í Viðey-Sakadómari sakfelldi blaða- ntanninn á 108. grein hegningarlag- anna, þar sem segir að hver sem hafi í frammi skammaryrði við opinber- an starfsmann skuli sæta sektum eða þaðan af meiru. Grein Halls blaðamanns var dæmd dauð og ómerk, en hætt er við að í kjölfarið geti fylgt hundruð mála, ef allir starfsmenn opinberir koma á eftir. Hvað ætla dómstólar að gera ef kennarar landsins færu í mál, ef þeir tækju sig til og krefðust miska- bóta fyrir „ærumeiðandi ummæli" nemenda sinna. Stundum falla ógætileg orð og jafnvel dónaleg í kennslustundum. hða hvað með ýmsa opinbera starfsmenn sem fá glósur frá viðskiptavinum upp á hvern einasta dag. Kannski að opin- berir innheimtumenn ríkissjóðs sem nú rukka ógreiddan söluskatt rekist á einn og annan sem ekki er sáttur við aðgerðirnar og blótarí sand og ösku. Efni í málssókn? FRAMSÓKNARMENN geta ekki á sér heilum tekið eftir að það vitnaðist að Jón Sigurðsson væri tilbúinn að selja Útvegsbank- ann fyrir hærra verð en SÍS vildi (og gat) borgað í fyrra. Guðntundur G. Þórarinsson skrifar í DV og kemst að því að 1450 milljón krónúrsem bankinn á að kosta þyki „mörgum eðlilega lágt.“ Guðmundur vegur og metur söluna út frá ýmsum hlið- um og þykir skrýtið að ráðherra geti einn selt banka, en það þurfi sam- þykki Alþingis fyrir sölu eyðijarða. Þaö er einkennilega uppbyggt stjórnkerfi þegar ráðherra þarf leyfi Alþingis til að selja eyðijörð eða heykögglaverksmiðju á Höfn í SIS fékk ekki að kaupa Útvegsbank- ann á vægu veröi. Þaö fer mjög fyrir brjóstiö á framsóknarmönnum, sem væna Jón Sigurðsson um lin- kind í samningum, og telja óeöli- legt aö ráðherra geti einn selt banka... Hornafirði en getur einn, án sam- þykkis ríkisstjórnar eða Alþing- is.selt lieilan banka eða járnblendi- verksmiðju, eða flugfélag. Guðmundur telur þó sameiningu bankanna fjögurra góða, „þó ekki megi kaupa hana hvaða verði sem er.“ ... en að það þurfi samþykki Alþingis fyrir sölu eyðijarðar. EINN MEÐ KAFFINU Blaðamaður tók eitt sinn prest tali. Hann spurði guðs- manninn eftirfarandi spurning- ar: — Biður þú fyrir stjórnmála- mönnum? Presturinn svaraði: — Nei, en þegar ég sé stórn- málamenn, þá bið ég yfirleitt fyrir þjóðinni! DAGATAL 99 Ugglaust“ sagði fiskurinn Eg hef eins og fjölmargir Frón- búar haft verulegar áhyggjur af aflatregðu útvegsmanna okkar, verðfalli í útlöndum og ‘rekstrar- stöðu útflutningsatvinnugrein- anna“. Tragedíurnar í sjávarútvegi eru enda margar, kvótavandamál, síldarbrestur, loðnubrestur, skreiðarmartraðir, gámasukk og fleira. Helst að grálúðan færi góðar fréttir. Mér brá hins vegar verulega þeg- ar ég frétti af miklu gæftaleysi í laxveiðunum í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði. Fyrsti laxinn veiddist eftir tveggja vikna stanslausar til- raunir með flugur, maðka og spúna á 14 veiðistöngum og var þá búið að greiða 6 milljónir króna fyrir „kvótann“. Sá sem veiddi fyrsta Iaxinn var enginn annar en hann Kristján hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna. Hann fékk 1 Iax á þremur dögum og missti annan. Það á ekki af Kristjáni að ganga, allt í steik í útveginum og svo fékk hann ekki að kaupa Utvegsbank- ann á 800 milljónir fyrir 2 árum. Eg heyrði í vini mínum hjá LÍÚ um þennan mikla aflabrest. „Við erum þegar byrjaðir að gera ráð- stafanir“ sagði hann. „Við erum búnir að leggja inn umsóknir hjá Aflatryggingasjóði, Verðjöfnun- arsjóði fiskiðnaðarins, Atvinnu- tryggingasjóði útflutningsgreina, Hlutafjársjóði, Fiskveiðasjóði, Byggðasjóði, Framkvæmdasjóði íslands og hjá ýmsum minni sjóð- um sem hafa lítið að gera. Við höfum og beðið nokkra aðila að taka saman skýrslur um þetta al- varlega mál og höfum beðið stjórnvöld um úttekt Ríkisendur- skoðunar. Þetta gengur ekki leng- ur, þetta er engin hemja, þessu verður að linna.“' Eg er sammála. Það nær ekki nokkurri átt að útvegsmenn skuli greiða himinháar upphæðir fyrir laxveiðikvóta og fá síðan bara einn 10 punda titt fyrir snúðinn. Svona ástand getur valdið byggðaröskun, hjónabandsslit- um, umferðaslysum, hagsmuna- árekstrum og þetta er léleg aug- lýsing fyrir ísland (við gætum þurft að senda hana Vigdísi okkar til útlanda til að snúa því blaði við). Annars kann að vera að laxinn sé hreinlega að verða gáfaðri en hann var og e.t.v. kominn í eitt allsherjar samsæri með möðkun- um. Mér er þannig minnisstæð vísa sem laxveiðivinur minn orti lýlega eftir árangurslausan Iax- veiðitúr: „Ugglaust" sagði fiskurinn, „er hann fagur diskurinn, en ekki vil ég sjá hann nema lifandi“. „Liður“ sagði maðkur þá, „í leik er tíðkast mönnum hjá og ekki er ég þurr í þessu ástandi".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.