Alþýðublaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 8
Föstudagur 23. júní 1989 „Stjórnar- kreppa“ á Selfossi: LÆKNIRINN KLAUF MEIRIHLUTANN Tryggur meirihluti sjálf- stæðismanna, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista er hruninn í bæjarstjórn Selfoss. Bryn- leifur Steingrímsson, læknir, gaf meirihlutasam- starf upp á bátinn, þegar hann fékk ekki stuðning frænda síns, Steingrims Ingvarssonar, verkfræð- ings, til kjörs í formanns- embætti Sambands sunn- lenskra sveitarfélaga. Fundur fulltrúaráðs sambandsins fór fram um síðustu mánaðamót og áttu Selfyssingar tvo full- trúa þar. Atkvæði um for- mann sambandsins fóru svo að Brynleifur og Þor- björn Pálsson frá Vest- mannaeyjum fengu 7 at- kvæði hvor, — en Þor- björn vann hlutkestið og er því formaður. Brynleifur Steingríms- son sagði í gær að hann áliti að Selfyssingur og samstarfsmaður í meiri- hluta hefði átt að greiða sér atkvæði í þessu kjöri. „Ég tel að maður eigi ekki að kyssa á vöndinn, og þvi er nú svona komið með sam- starfið hér í bæ“, sagði hann. Steingrímur Ingvarsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins, sagði að það hefði verið samróma álit sitt og bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins og Kvennalista að styðja Brynleif ekki í þessu kjöri, / enda þótt upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að svo yrði. Brynleifur var hinn besti í samstarfi fyrstu 2 árin á þessu kjörtímabili að sögn Steingríms, en eftir það fór að bera á samstarfsörðug- leikum. S.l. haust hefði hann farið til útlanda í langt frí, en því miður hefði hann komið til baka hálfu verri viðureignar. Meirihluti bæjarstjórnar bauð lækninum að styðja hann til forystu í Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga, — ef samstarfið batnaði. En það hafi ekki batnað, og því fór sem fór. Brynleifur segir að mál- in sem ágreiningur hafi ris- ið út af í bæjarstjórn eftir heimkomuna frá útlönd- um hafi verið tvö, og að þau hafi varðað valdaafsal bæjarins til héraðsstjórnar í málefnum félagsmála- stofnununnar. Við slíkt hafi hann ekki getað unað. Núna um helgina spá menn að þreifingar eigi sér stað og reynt verði að koma á fót nýjum og starfhæfum meirihluta í bænum. Á miðvikudag er fundur í bæjarstjórn Selfoss og þess vænst að málin hafi leyst til farsældar þessu friðsam- lega bæjarfélagi. Umrótið við Miklatorg Þeir sem lagt hafa leíö sina um Miklatorg að undan- förnu liafa ekki komist hjá því aó reka augun í miklar framkvæmdir sem þar fara fram. Af þessu tilefni liaföi Alþýöublaðið samband viö Inga U. Magnússon gatna- málastjóra og spuröi liann hvað væri þarna á ferö. Að sögn Inga er þetta stærsta gatnamálaverkefnið í ár en verið er að framlengja Bústaðaveginn og byggja á hann brú og mun hringtorgið góðkunna hverfa í framtið- inni. Gatnamót Miklubraut- ar og Snorrabrautar munu verða svokölluð „T-gatna- mót“ þ.e. Miklabraut mun liggja á Snorrabrautina. Fram að 8. ágúst mun Mikla- brautin hins vegar liggja suð- ur fyrir hringtorgið og Snorrabraut mun verða lok- að við Eiríksgötu. Einnig verður Skógarhlíð skorin af og umferð af henni beint inn á Vatnsmýrarveg. Áætlað er svo að brúin muni rísa í öllu sínu veldi á tímabilinu 1—15 september og framkvæmd- um verði lokið 15. september. í sumarferð Alþýðuflokksins verður meðal annars komið við á Sjóminjasafninu á Eyrarbakka, sem opnað var 17. júni sl. Myndin sýnir Eyrbekkinga sem mættir voru á uppboð á Bakkanum í upphafi þessarar aldar. Herstöðva- andstæðingar mótmæla: Klifruðu yfir girðinguna Samtök herstöövaand- stæðinga stóðu á miöviku- dagskvöldið fyrir ferö inná athafnasvæði varnarliösins á Keflavíkurflugvelli, í mót- mælaskyni við heræfingar Atlantsbafsbandalagsins sem nú standa yfir hér á landi. Nokkrir herstöðvaand- stæðingar klifruðu yfir gaddavírsgirðingu, sem um- lykur hluta varnarsvæðisins, en var vísað á braut af lög- reglunni á Keflavíkurflug- velli. Herstöðvaandstæðingar hyggjast fara í aðra ferð á morgun, laugardag. Ofbeldi í Kína mótmælt Sendifulltrúi kínverska al- þýöulýðveldisins, var kvadd- ur á ný í utanríkisráðuneytiö s.l. föstudag og lýst fyrir honum djúpum áhyggjum ís- lenskra stjórnvalda, vegna núverandi þróunar í Kína. Sendifulltrúanum var tjáð að íslensk stjórnvöld for- dæmdu handtökur og beit- ingu ofbeldis gegn náms- mönnum, verkamönnum og þeim er tekið hafa þátt í frið- samlegum mótmælaaðgerð- um, er hafa haft það að markmiði að auka lýðræði og frjálsa stjórnarháttu. Kínversk stjórnvöld væru hvött til að halda á ný inn á braut þeirrar opnu pólitísku umbótastefnu er mörkuð hafði verið og byggði á aukn- um mannréttindum þegnun- um til handa. Dauðadómunum var einn- ig mótmælt og þess óskað að- þeim yrði breytt. Kratar halda suður! — fjölmennum í helgarferðina á laugardag Alþýöuflokksfélag Keykjavíkur mun fara í dags- ferö á morgun, laugardag. Aö sögn Magnúsar Jónsson- ar formanns félagsins veröur lagt íann kl 9.00 og ekiö fyrst sem leið liggursuöur í Krýsu- vík, þaöan gegnum Þorláks- höfn að Eyrarbakka og Stokkseyri. Síðan veröur far- iö til Hveragerðis og endað í Skíðaskálanum í Hveradöl- um hvar boröað verður og skemmt sér fram eftir kvöldi. Að sjálfsögu verður áð á mörgum stöðum á Ieiðinni og ber sérstaklega að geta þess að áð verður í Herdísar- vík hvar ferðalöngum gefst kostur á að njóta upplestrar Gunnars Eyjólfssonar leik- ara á verkum Einars Bene- diktssonar. Magnús vildi sérstaklega minna þá sem áhuga hafa á því að taka þátt í ferðinni, að láta skrá sig sem fyrst á skrif- stofu Alþýðuflokksins, því það auðveldi allan undirbún- ing gífurlega. Þar sem Magnús er nú veð- urfræðingur þá var hann sér- staklega spurður um veðurhorfur helgarinnar og sagði hann að búast mætti við sæmilegasta ferðaveðri. Séra Ólafur Skúlason tekur við biskupsdæmi Eftir athöfnina verða hátíðartónleik- ar í Hallgrímskirkju Nýkjörinn biskup íslands sr. Ólafur Skúlason, verður settur inn í embætti við guðsþjónustu í Dómkirkjunni i Reykjavik á sunnudag, 25. júni kl. 10.30. hitastig' ■ borgum Evrópu kl. 12 i gær að íslenskum tima. Hitastig i nokkrum iandshlutum kl. 12 í dag Athöf nin hefst með skrúð- fylkingu presta frá Alþingis- húsi og verða flestir prestar landsins viðstaddir. Einnig verða allmargir erlendir gest- ir við athöfnina. Herra Pétur Sigurgeirsson annast altaris- þjónustu ásamt Ólafi bisk- upi. sr Hjalta Guðmundssyni dómkirkjupresti og sr. Jóni Einarssyni prófasti. Síðdegis á sunnudag verð- ur biskupshjónunum Ebbu Sigurðardóttur og Ólafi Skúlasyni fagnað með há- tíðartónleikum í Hallgríms- kirkju. Þar flytja kór Bú- staðakirkju, einsöngvarar og hljóðfæraleikarar ýmis kirkjuleg verk undir stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00 og eru allir velkomnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.