Alþýðublaðið - 28.06.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.06.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. júní 1989 5 FRÉTTASKÝRING INGÓLFUR MARGEIRSSON SÖGULEGAR YFIRLÝSINGAR ROCHARDS Í ALÞÝÐUBLAÐINU Mun innri ágreiningur EB-ríkjanna verða þess valdandi að viðrœðurnar við EFTA dragist verulega á langinn? Yfirlýsing Michaels Rochard, forsætisráðherra Frakklands, í viðtali við Alþýðublaðið sem birtist sl. föstudag, þess efnis að viðræðurnar við EFTA séu forgangsverkefni þegar Frakkland tekur við forystu Evrópubandalagsins í næsta inánuði og að EB-ríkin eigi við innri ágreining að stríða, eru stórtíðindi. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, sem tekur við formennsku ráðherranefndar EFTA 1. júlí nk., sagði eftirfar- andi í frétt í Alþýðublaðinu um yfirlýsingu Rochards: „bessi yfirlýsing Rochards skiptir sköpum um allt framhald málsins.“ Hér verður farið ofan í saumana á þróun viðræðna EFTA og EB og varpað Ijósi á mikilvægi umræddrar yfirlýsingar forsætis- ráðherra Frakklands í Alþýðublaðinu föstudaginn 23. júní sl. Yf irlýsingar Rochards, forsætisráðherra Frakklands, við Alþýðublaðið eru sögulegar i tvennum skilningi: Samningaviðræðurnar við EFTA verða forgangsverkefni undir franskri formennsku EB á þessu ári. Og: Innri ágreiningur EB-ríkjanna getur valdið þvi að samningaviðræðurnar við EFTA dragist verulega á langinn — kannski yfir 1992. Samningar EB og EFTA um að- ild EFTA-rikjanna að efnahags- sanrruna EB komust á fulla ferð með ræðu Delors, forseta EB-ráðsins, í Brussel í janúar á þessu ári. Heildarsamningar við EFTA Þar lagði Delors til, að EFTA-ríkin gengju sem heild inn i „frelsisþættina fjóra“ með fulla aðild. Með „frelsisþáttunum fjór- um“ er átt við frelsi í vöruverslun, frelsi fjármagnshreyfingar rnilli aðildarlanda EB, frelsi fjár- nragnsþjónustu og frelsi til flutn- inga fólks og fyrirtækja milli EB-landa. Yfirlýsingar Delors voru túlk- aðar sem skilaboð um að um- sóknir einstakra ríkja um EB-aðild væru ekki æskilegar þessa stundina en hins vegar væri Evrópubandalagið opið fyrir samningum við EFTA-rikin sem heild. Grænt Ijós frá EB____________ Viðbrögð EFTA-ríkja við ræðu Delors fólust í yfirlýsingu aðildar- ríkjanna á Oslófundinum í mars sl. Þar var þvi lýst yfir að EFTA-rikin væru reiðubúin til slíkra samninga árrskuldbindinga og engir kostir útilokaðir. Síðar í marsmánuði var haldinn sameiginlegur fundur utanríkis- ráðherra EFTA- og EB-ríkja í Brussel þar sem m.a. var metið hvort viðbrögð EFTA-ríkjanna fullnægðu kröfunt EB. Niður- staðan var á þessa lund: Ráð- herrafundur EB samþykkti að setja af stað þróunarferil og gefa Delors (EB-ráðinu) fullt umboð til að ganga til samninga. Tíma- tafla var sett upp. Aðalatriði hennar er eftirfarandi: EFTA-rík- in eiga að vera búin að móta samningsstöðu sína fyrir lok júlí í ár. Hinn I7. nóvember hefur verið ákveðinn sem dagsetning fyrir sanreiginlegan fund utanríkisráð- herra EB og EFTA í París undir forystu Frakka þar sem ákvarðan- ir verða teknar af eða á um málið. Verði niðurstöður jákvæðar hefj- ast formlegir samningar í ársbyrj- un 1990. Vinnuplagg og timaáætlun EFTA_________________________ í Ijósi þessarar þróunar setti EFTA af stað vinnuundirbúning í aprillok sl. Vinnuplaggið leit svona út: Ein sameiginleg stjórnnefnd hefur með höndum heildarverkstjórn á undirbúningi og franrkvæmd samninga fyrir hönd EFTA. ís- land tekur við þeirri forystu 1. júlí nk. og heldur Itenni til ársloka í ár. Ennfremur verða skipaðir starfs- hópar sérfræðinga um sérstök starfssvið eins og t.d. vöruvið- skipti (tollar og tollabandalag), frjálsan flutning fjármagns milli landa, bankaþjónustu, trygginga- þjónustu, verðbréfamarkaði, frjálsa nrannflulninga og sameig- inlegan vinnumarkað. Einnig verða skipaðir starfshópar um jaðarverkefni eins og samstarf á sviði æðri nrenntunar, rannsóknir og samstarf um verndun unrhverf- isins, samræmingu á löggjöf og reglugerðum. Tímaáætlun EFTA er sú, að all- ar ofangreindar nefndir skili nið- urstöðum 25. júlí. Niðurstöðurn- ar fela í sér skilgreiningu á því hve langt EFTA-ríkin sent heild eru reiðubúin að ganga gagnvart EB á öllum sviðum. Þetta þýðir í heild, að pólitískar ákvarðanir ríkisstjórna EFTA- ríkjanna þurfa að liggja fyrir á timabilinu júnílok—júlílok i ár. Fyrirvarar íslands___________ Hvað ísland varðar eru eftirfar- andi spurningar stærstar: Hvernig geta Islendingar skilgreint fyrir- vara sína eða undanþágur frá meginreglum EFTA varðandi fjárfestingar erlendra fyrirtækja á íslandi? Varðandi eignarrétt er- Iendra aðila á nýtingu íslenskra náttúruauðlinda? Varðandi bú- setu-, atvinnu- og rekstrarrétt- indi útlendinga á íslandi? Ágreiningur um_______________ forgangsverkefni EB Þrátt fyrir tínraáætlun EFTA og fyrirhugaða sanrninga við EB er þó ekki allur vandi úr sögunni. Síður en svo. Ríkisstjórnir ein- stakra EB-landa hafa nefnilega alls ekki verið á eitt sáttar um hvort viðræðurnar við EFTA eigi að vera forgangsverkefni Evrópu- bandalagsins. Danir, Þjóðverjar, Bretar og Hollendingar eru taldir áltuga- sanrir. Ríkisstjórnir Suður-Evr- ópu hafa sýnt mun minni áhuga. Og Frakkar, sem taka við forystu EB í júlí og gegna henni síðari hluta ársins 1989 og á sarna tíma sem ísland veitir ráðherranefnd EFTA forystu, hafa alls ekki tjáð sig um nrálið né verið viljugir til þess. Þess vegna eru yfirlýsingar Ro- chards — sem leiða mun EB-ríkin frá og með næsta rnánuði — í AI- þýðublaðinu í fyrri viku sögulcg- ar. Sú yfirlýsing Roehards, í sama viðtali i Alþýðublaðinu, að EFTA-rikin verði að skilja að samningarnir við EB geti ekki gengið Itraðar en sanrningar EB-ríkjanna innbyrðis um sömu mál bendir til þess, aðágreiningur ríki um fjölmörg mál innan Evr- ópubandalagsins. Um þennan þátt sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra í viðtali við Alþýðublað- ið sl. föstudag: „Þetta getur þýtt að samningaviðræður EFTA við EB dragist á langinn og jafnvel franr yfir 1992. Þess vegna stefnir nú í það að santningar EFTA og EB verði í áföngum, skref f'yrir skref á hverju samningssviðinu á fætur öðru fremur en einn alls- herjar samningur sem spannar yfir allt sviðið í einu.“ Að lokum má bæta við, að ef EB-ríkin eiga eftir að leysa fjöl- mörg mál innbyrðis og samning- arnir við EFTA dragast á langinn má alveg búast við að formennska íslands í EFTA fram að næstu áramótunr verði auðveld viður- eignar — a.m.k. hvað varðar samningaviðræður við EB. Starfsáætlun norrænu ráð- herranefndar- innar í vikunrt1 afhenti Jón Sig- urðsson, viöskipta- og iönaö- arráðherra, Henning Christophersen, varaformanni ráðs Evrópubandalagsins, starfsáætlun norrænu ráð- herranefndarinnar um Norð- urlönd og Evrópu 1989 til 1992. Jón Sigurðsson, sem jafnframt er formaður norrænu ráðherranefndarmn- ar, gerði einnig Henning Christophersen, sem er þessa dagana í opinberri heimsókn á íslandi, grein fyrir aðalmarkmiðum starfs- áætlunarinnar. Samstarfsráðherrar Norð- urlandanna samþykktu ný- lega starfsáætlunina á fundi sínum. í starfsáætluninni, sem ætlað er að tengja norrænt samstarf hinum fyr- irhugaða innri markaði Vest- ur-Evrópu, er gerð grein fyrir um 80 verkefnumsem norrænu ríkisstjórnirnar fimm hafa samþykkt sem markmið norræns samstarfs á þessu sviði á næstu 31/2 ári. Starfsáætlunin nær bæði til ráðstafana sem munu styrkja Norðurlandasam- starfið innbyrðis, t.d. með því að afnema viðskiptahindranir milli landanna og nýrra verk- efna sem ætlað er að hafa áhrif á og tengja norrænt samstarf hinni evrópsku þróun t.d. á sviði umhverfis- verndar. Eitt af markmiðum starfs- áætlunarinnar er einnig að auka verulega kynningu á Norðurlöndum og norrænu samstarfi í Vestur-Evrópu, einkum í stofnunum Evrópu- bandalagsins. Norræna ráðherranefndin mun endurskoða starfsáætl- unina með reglulegu millibili, þannig að hún verði á hverj- um tíma í takt við þróunina f Evrópu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.