Alþýðublaðið - 28.06.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.06.1989, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 28. júní 1989 UMRÆÐA EB OG ÚTHAFSVEIÐAR VIÐ GUYANA OG V-AFRÍKU Eins og flestum er nú kunnugt verða íslendingar að ákveða hvort þeir ganga í Evrópubandalagið eða ekki fyrir árið 1992. Skoðanakönnun leiddi í Ijós að við erum hlynnt- ir aðild að bandalaginu. Ég hefi trú á að íslendingar taki rétta ákvörðun í þessu máli. Við erum greindir, íslending- ar, og þjóðin er vel menntuð. Með aðiidinni gætu íslending- ar vel samið um fiskveiðirétt af vannýttum fiskistofnum innan 200 mílna lögsögu okkar lands, svo sem af karfa og kolmunna, til þess að öðlast hina mikilvægu fiskmarkaði innan bandalagsins. Við yrðum einnig að leyfa frjálsa eignaraðild í viðskiptum og bönk- um, og frjálsræði í sölu landa og lóða, svo eitthvað sé nefnt. Þess í stað gætum við svo stundað við- skipti í aðildarlöndunum og fjár- fest á annan hátt, t.d. í stjórnun úthaf'sfiskveiða við strendur Spánar og Portúgals með frysti- togurum, og mannað togarana með mannskap frá Færeyjum, Noregi, Spáni og Portúgal, og fjármagnað veiðarnar með fjár- framlögum frá aðildarlöndunum. Færeyingar hafa t.d. sjálfir stund- að fiskveiðar á fjarlægum mið- um, svo sem hér áður fyrr við ís- land og nú við Grænland og víðar. Þeir stunda sáralitla veiði innan sinnar lögsögu. Þaðer ekki svo fráleit hugmynd að íslendingar stundi í framtíð- inni fiskveiðar við vesturströnd Afríku, sem ég held að Færeying- ar stundi þar nú þegar. Ellegar og einnig frá Atlantshafsströnd Guyana í Suður-Ameríku. Á hvorumtveggja stöðunum til að metta EB-fiskmarkaðinn. Greinarhöfundur átti þátt í því árið 1984 að vekja áhuga á sam- „Við gætum stundaö viðskipti í aöildarlöndunum og fjárfest á annan hátt, t.d. í stjórnun úthafsfiskveiða við strendur Spánar og Portúgals, mannað togarana með mannskap frá Færeyjum, Noregi, Spáni og Portúgal og fjármagnað veiðarnar með fjárframlögum frá aðildarlönd- unum,“ segir Páll Hannesson m.a. i grein sinni um hugsanlega aðild íslands að EB. Páll Hannesson skrifar vinnu í fiskveiðum milli landanna íslands og Guyana og hafði með bréfaskriftum milligöngu meðal áhrifamanna i utanríkismálum í Guyana og Guyana Fisheries Limited í höfuðborg landsins, Georgetown. Erindi þetta var sent ti utanríkisráðuneytisins til um- sagnar. Þeim fannst málið áhuga- vert, en málið féll niður. Var þetta hugsað sem helmingaviðskipti um fiskveiðar landanna við strendur Guyana. Málið var líka rætt við Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna, en ekkert gerðist í málinu. Ég vil hér með endurvekja þetta mál, þeim til umhugsunar er áhuga hafa á út- hafsveiðum íslendinga, þar sem nú þegar hefur verið stofnað hlutafélag til kaupa á skipi til fisk- veiða við strendur Alaska. Ókeypis jass í Djúpinu Annað kvöld, fimmtudags- kvöld, verður jassunnendum boðið upp á eyrnakonfekt í Djúpinu. Fram koma Friðrik Karlsson, gítar, ReynirSig- urðsson, víbrafón, Richard Korn, kontrabassa, og Maar- ten Van Der Valk á trommur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30 Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Flóra íslands Eyþór Einarsson, for- stöðumaður Náttúrufræði- stofnunar íslands, talar um flóru íslands á opnu húsi í Norræna húsinu nk. fimmtu- dagskvöld 29. júní kl. 20.30. Fyrirlesturinn verður haldinn á dönsku. Með fyrirlestrinum sýnir Eyþór litskyggnur af ís- lenskum plöntum. Eftir stutt kaffihlé verður sýnd kvik- myndin „Sveitin milli sanda“ með norsku tali. Fyrirlesturinn er liður í sumardagskrá Norræna hússins, sem hefur verið fastur liður I starfsemi húss- ins allt frá árinu 1979. Flún er einkum sett saman með tilliti til norrænna ferðamanna og flutt á einhverju norðurlanda- málanna. Aðgangur er ókeypisog eru allir velkomnir. Sumarsýningar í Norræna húsinu 17. júní voru opnaöar tvær sýningar I Norræna húsinu. Sýning á málverkum eftir Jóhann Briem I sýningarsöl- um. Sýnd eru um 30 málverk öll í eigu einstaklinga eða stofnana. Verkin eru máluð á árunum 1958 til 1982. Sýningin stendur fram til 24. ágúst og er opin daglega kl. 14—19. í andyri hússins var opnuð sýning kl. 16.00 og nefnist Jörð úr ægi. Þessi sýning er haldin í til- efni af 100 ára afmæli Náttúrufræðistofnunar ís- lands. Sýningin lýsir myndun Surtseyjar og hamförunum í Heimaey sem eru á margan hátt táknræn fyrirmyndun ís- lands. Sýndir eru helstu sjófuglar eyjanna og algengar háplönt- ur. Einnig er lýst landnámi líf- vera I Surtsey. Sýningin verður opin fram til 24. ágúst og opin kl. 9—19 nema sunnudaga frá kl. 12—19. 5% hækkun á húsaleigu Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðallauna hækkar um 5% frá og með 1. júlí 1989. Reiknast þessi hækkun á þá leigu sem er í júní 1989. Leiga helst síðan óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e. í ágúst og september 1989. Boðaðar hertar reglur um áldósir Aðgefnu tilefni vill ráðu- neytið ítreka það að í bráða- birgðakerfi því sem Endur- vinnslan h.f. mun koma upp síðar í sumar mun verða tekið við samanbrotnum (beygluðum) áldósum en síðar meir, er kerfið er komið í endanlega mynd, munu veröa gerðar strangari kröfur um ástand dósanna. Mun það verða rækilega auglýst þegar þar að kemur. Bílaverkstæði Badda á Akranesi Leikför Þjóðleikhússins með hið vinsæla leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar Bfla- verkstæði Badda lýkur á Akranesi á fimmtudaginn. Þar verður 118. sýning á verk- inu í Bíóhöllinni og hefst hún kl. 21. Þessi sýning bættist við upphaflega áætlun vegna beiðni Skagamanna. Bílaverkstæði Badda var frumsýnt hjá Þjóðleikhúsinu i október 1987 og var síðan sýnt 90 sinnum fyrir fullu húsi á Litla sviðinu síðasta leikár og aftur 7 sinnum í maí þetta leikár. Þá var sýningin valin ásamt Degi vonar á Norrænu leiklistarhátíðina I Helsinki I Finnlandi I maí 1988 og sýnd þar tvisvar við góðar undirtektir. Til stóð að Bilaverkstæðið færi í leikferð um landið í fyrra, en af óvið- ráðanlegum orsökum varð að fresta þeirri för. En nú er búið að sýna 18 sinnum á Vestur-, Norður- og Austur- landi auk Vestmannaeyja. Fullt hús hefur verið á flestum stöðum í leikferðinni. Fundað um laxavernd í Edinborg Sjötti ársfundur Laxavernd- unarstofnunarinnar (NASCO) var haldinn ( Edinborg, Skot- landi 13.—16. júni síðastlið- inn. Á fundinum voru sér- fræðingar og stjórnendur frá Bandaríkjunum, Kanada, Grænlandi, íslandi, Fær- eyjum, Norðurlöndunum og Sovétríkjunum auk fulltrúa Efnahagsbandalagsins fyrir •hönd Bretlandseyja. Stofnun- in, sem stofnuð var með sátt- mála árið 1984, hefur að meginmarkmiði verndun, ræktun og skynsamlega nýt- ingu á laxastofnum við norðanvert Atlantshaf. Möguleg áhrif laxeldis á villta laxastofna var aðalmál sérstakrar ráðstefnu á fund- inum. Gerð var grein fyrir vandamálinu í hinum ýmsu löndum og rætt um ýmsar aðferðir til að draga úr þessum áhrifum, m.a. með stofnun sviljabanka i með- limalöndunum. Laxaverndunarstofnuninni ^er skipt í 3 undirnefndir, sem Ifylgjast með ástandi laxa- (stofna á viðkomandi umráða- svæði með aðstoð Alþjóða- ■ hafrannsóknaráðsins (ICES) i og semja um kvóta á ein- staka veiðisvæðum. Á síðasta ári samdi Vestur- Grænlands-nefndin til þriggja ára um 800 lesta árlegan kvóta við vestur-Grænland, en á þessum fundi samdi Norðaustur-Atlantshafs- nefndin um 550 lesta árlegan kvóta við Færeyjar til næstu tveggja ára. í þessu sam- bandi má benda á að veiðar Færeyinga undanfarin 2 ár hafa verið 200—300 lestir á ári. Ný og aukin tækni við talkennslu Talþjálfunarbúnaður frá IBM og ísbliss, tjáskiptahug- búnaður sem auðveldar tal- og hreyfihömluðum að koma hugsunum sínum á framfæri, var meðal þess sem sýnt var í opnu húsi IBM á íslandi sl. föstudag. Fjallað var um notkun tölva við kennslu og sýndur hugbúnaður og vél- búnaður fyrir skólakerfið. Fjór- ir erlendir fyrirlesarar frá há- skólum í Bandaríkjunum og Evrópu fluttu erindi um tölvur og notkun þeirravið kennslu, auk þess sem Jón Guð- mundsson, kennari við Hall- ormsstaðarskóla, og Kristinn Jónsson, kennari við Mela- skóla, greindu frá reynslu sinni og nemendanna af tölvusamskiptaverkefni IBM • Krossgátan n 1 2 hílÉ 3 r 4 5-°l S <í : to ", u r; ■ 6 n. 1 □ 7 5 9 * • 10 □ ii □ 12 V . 13 □ □ Lárétt: 1 hnettir, 5 hæð, 6 vafi, 7 eins, 10 verksmiðjur, 11 fisk, 12 tryllir, 13 veðráttan. Lóðrétt: 1 róir, 2 reimin, 3 eins, 4 lögmál, 5 nýtt, 7 óþétt, 9 skepnu, 12 plpa. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 egnir, 5 afla, 6 f ló, 7 át, 8 liðugt, 10 er, 11 nær, 12 Kata, 13 tórði. Lóðrétt: 1 eflir, 2 glóð, 4 réttra, 5 afleit, 7 ágæti, 9 unað, 12 KR. • Gengtö Gengisskráning nr. 119 — 27. júni 1989 Bandaríkjadollar Sterlingspund Kanadadollar Dðnsk króna Norsk króna Saensk króna Finnskt mark Franskur tranki Belgiskur franki Svissn. franki Holl. gyllini yesturþýskt mark itðlsk lira Austurr. sch. Portúg. escudo Spánskur peseti Japanskt yen irskt pund SDR Evrópumynt Kaup Sala 58,280 58,440 90,276 90,524 48,801 48,934 7,6558 7,6768 8,1648 8,1872 8,7850 8,8092 13,2726 13,3090 8,8967 8,8108 1,4241 1,4280 34,5763 34,6712 26,4488 26,5214 29,8031 29,8849 0,04120 0,04131 4,2335 4,2451 0,2566 0,3575 0,4683 0,4696 0,41231 0,41344 79.409 79,627 72,8442 73,0442 61,6486 61,8178 og grurtnskólanrta við nem- endur og kennara í Danmörku. Átta íslenskir grunnskólar vítt og breitt um landið eiga nú greiða mögu- leika til samskipta við nem- endur í Danmörku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.