Alþýðublaðið - 28.06.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.06.1989, Blaðsíða 8
Viöskipti Finna og Islendinm: Miðvikudagur 28. júní 1989 Mættu vera meiri Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag. ’ hitastig í borgum Evrópu kl. 12 i gær að íslenskum tíma. Segir Holkeri forsœtisráðherra Finnlands Forsætisráðherra Kinn- lands, Harri Holkeri, sem nú er staddur hér á landi í opin- berri heimsókn, átti l'orinlej;- ar vióræóur við Steingrim Hermunnsson, forsætisráó- herra lslands, í ráóherrabú- staónum vió Tjarnarj'ötu í gærmorgun. Ráðherrarnir ræddust við í um einn og hálfan tima og héldu svo sameiginlega blaðamannafund þar sem gerð var grein fyrir umræð- um fundarins. Að sjálfsögðu var norrænt samstarf og þróun þess ofar- lega á baugi en umhverlismál skipuðu óvenjustóran sess að þessu sinni. Steingrimur skýrði Holkeri frá afstöðu íslendinga til alvopnunar á höfunum, og þá sérstaklega til þeirrar stelnu sem íslensk stjórnvöld hala tekið á vett- vangi NATO, svo var líka rrett um afvopnunarmá! í víðara samhengi. Einnig var fjallað um sam- skipti landanna tveggja sem EFTA-landa við Evrópu- bandalagið, en það er á stefnuskrá beggja ríkja að eiga náið samstarf við EB án þess að æskja inngöngu. Þróunin í Austur-Evrópu fékk sinn skerf af tíma ráð- herranna svo og ástandið í Kína, þar sem báðir lýstu hneykslan sinni á þróun mála þar að undanförnu. Eins og gefur að skilja var rætt um innbyrðis viðskipti landanna tveggja og sagði Holkeri að innflutningur til Finnlands frá íslandi væri alltof lítili miðað við hin Norðurlöndin. Hann mætti að ósekju vera meiri og nefndi Hoikeri að ísienska lambakjötið væri sérstaklega vinsælt þar í landi. VEÐRIÐ 5* m W m W m i Jonshusi I DAG Austlæg og suðaust- læg átt, fremur svalt, en hæglætisveður. Nokkuð bjart viðast hvar á landinu. Söluskattslokanirnar: Fimm fræóimenn hafa fengió úthlutað íbúð í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn. Eftirtaldir fimm voru valdir úr hópi 33ja umsækj- enda um afnot að ibúðinni næsta starfsár, frá september 1989 til ágúst 1990: Jónas Hallgrímsson, prófessor í læknisfræði, Matthías Viðar Sæmundsson, lektor í ís- lenskum bókmenntum, Helgi Skúli Kjartansson, lektor í sögu við KÍ, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sagnfræðingur og Páll Vals- son bókmenntafræðingur. 22 Starfsmenn verktakafyrir- tækisins Hagvirkis söfnuó- ust saman utan vió ráóherrabústaóinn vió Tjarnargötu í gærmorgun, en þá stóö yfir blaöamanna- fundur vegna opinberrar heimsóknar Harri Holkeri, lorsætisráöherra Finnlands. Tilgangur starfsmann- anna var þó ekki sá að fagna linnska lorsætisráðherran- um, heldur að mótmæla lok- un skattyfirvalda á fyrirtækinu vegna vangold- innar áætlaðrar söluskatts- skuldar upp á 153 milljónir króna. Var greinilegt að starfsmönnunum var heitt í hamsi. Eftir blaðamannafundinn gengu fjórir fulltrúar starfs- manna Hagvirkis á fund lor- sætisráðherra íslands, Steingríms Hermannssonar, þar sem þeir báru fram mót- mæli við lokunaraðgerðun- um, og sögðu Hagvirki ekki skulda ríkinu neinn söiuskatt af þeim verkefnum sem um er deilt, því hann hefði ekki verið innheimtur, auk þess vreri óréttlátt að beita þving- unum á meðan sekt fyrirtæk- isins væri ekki sönnuð. Forsætisráðherra gerði starfsmönnunum grein fyrir því að í söluskattslögunum væri skýrt tekið fram að slík- ar aðgerðir væru heimilar. Ráðherra sagði að aukin harka í innheimtuaðgerðum að undanförnu hefði skilað undraverðum árangri. Einnig sagði ráðherra við starfsmenn Hagvirkis að nú þegar hefði verið stungið upp á annarskonar aðgerðum gagnvart þeim fyrirtækjum sem eru með mál sín i rann- sókn eins og Hagvirki. Hann vildi ekki tjá sig um þær að svo stöddu. Nú hefur fjármálaráðu- neytið kynnt þær aðgerðir, og er um þær fjallað annars- staðar í blaðinu (sjá „gálga- frestur“). Að lokum tók hann fram að þessar aðgerðir væru alls ekki bara á ábyrgð fjármála- ráðherra, þó hann sæi um Hagvirkismenn mótmæltu kröftuglega fyrir utan ráð- herrabústaðinn og áttu orðaskipti viö ráðherra. A-mynd/E.ÓI. framkvæmd þeirra, heldur væri þetta í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Hagvirki hefur verið opnaö á nv: GALGAFRESTUR GEFINN Ríkisskattanefnd hraðar sérstaklega umfjöllun um þrjú fyrirtœki, þau verða opnuð á meðan llagvirki hefur verið opnaö aftur, ásamt Tré- smiöjunni Borg á Húsavík og Þorvaldi og Finari sf. í Vestmannaeyjum, en þeim hafði verið lokaö með fóg- etavaldi vegna vangoldins áætlaös söluskatts. Ástæða þess að þau hafa verið opnuð aftur er sú að fjármálaráðuneyt- ið hefur óskað eftir því að umfjöllun um þau hjá rik- isskattanefnd verði hraðað verulega og mun henni lok- ið samkvæmt samkomu- lagi eigi síðar en 14. júlí nk. Þangað til verða forráða- menn fyrirtækjanna að ábyrgjast að ekkert verði gert í sambandi við rekstur þeirra er stefnt geti skatta- kröfum ríkissjóðs í hættu. Þessi þrjú fyrirtæki hafa þá sérstöðu fram yfir önn- ur fyrirtæki sem til um- fjöllunar eru hjá ríkisskattanefnd að um- fjöllun um þau mun vera á lokastigi. Öðrum fyrirtækjum, þar sem ágreiningi hefur verið skotið til ríkisskatta- nefndar, mun ekki verða lokað fyrr en úrskurður nefndarinnar liggur fyrir, leggi viðkomandi fyrirtæki fram fullnægjandi banka- tryggingar tií greiðslu á söluskattsskuldinni. Á blaðamannafundi hjá Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra i gær kom fram að hinar sér- stöku aðgerðir til að bæta innheimtu söluskatts, sem hófust fyrir rúmri viku, hafa þegar skilað veruleg- um árangri. Samkvæmt upplýsingum fjármála- ráðuneytisins innheimtust 205 milljónir króna í fyrstu viku aðgerðanna, en í vik- unni áður en þær hófust aðeins 48 milljónir króna. Mikill fjöldi fyrirtækja sem beitt voru lokunarað- gerðum hefurgreitt skuldir sínar. Á landinu öllu var í fyrstu viku aðgerðanna lokað hjá 198 fyrirtækjum. Þar af hafa 142 þeirra verið opnuð á ný vegna þess að þau hafa greitt söluskatts- skuldir sínar að fullu. Að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráð- herra var markmið þessara aðgerða að hefja nýtt tíma- bil tryggari og öruggari innheimtu söluskatts. „Grundvallaratriðið var að veita skattyfirvöldum og innheimtumönnum fullt umboð til að framkvæma gildandi lög í hvívetna. Þeirri reglu verður síðan fylgt áfram og byggt á þeirri góðu reynslu sem að- gerðirnar hafa skilað til þessa.“ Starfsmenn Hagvirkis mótmæla Segja fyrirtœkið ekkert skulda

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.