Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 20. febrúar 1991 0ARPAGINN A GOTUNUM Tilitssemi borgar Skortir íslendinga tillitssemi? Stórslysum i umferðinni hefur fækkað ó íslandi en það er hinn sifelldi „bardagi ó götunum sem er að fara með okkur." segir Ólafur B. Thors forstjóri. hess vegna eru iðgjöld af bilatryggingum tugum þúsunda króna hærri á íslandi en á hinum Norður- löndunum. Hrynur islenska tryggingakerfið þegar samning- ar um Evrópska efnahagssvæðið nást á vettvangi EFTA-rikja og Evrópubandalagsins? ÞORLÁKUR HEIGASON SKRIFAR sig í umferðirmi Davíð i landsmála- pólilikinni Ljóst virðist nú að öfl — og það mjög sterk öfl — innan Sjálfstæð- isflokksins vinna að því að fá Davíd Oddsson til að gefa kost á sér sem næsti formaður flokks- ins. Þeir sem til þekkja segja að þetta muni ganga eftir, Þorsteinn Pálsson muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Davíð er talinn stjórnsamur maður og litríkur persónuleiki. Innan raða sjálfstæðismanna ríkir mikið dá- læti á manninum. En hvaða kosti þarf góður stjórnandi að hafa að mati Davíðs? Hann svar- ar því í nýjasta blaði Stjórnunar: ,,Það er misjafnt hvaða kostir nýtast mönnum. Góður stjórn- andi þarf auðvitað að geta tekið ákvarðanir, jafnvel þegar um- hugsunarfrestur er skammur og litlar upplýsingar liggja fyrir... hann verður þá að treysta á að ramba á rétta niðurstöðu. Hann á líka að forðast að taka ákvarð- anir sem aðrir eiga að taka,“ seg- ir formaðurinn (?) tilvonandi. A forsíðu Stjórnunar er glæsileg mynd af Davíð ásamt Halldóri Ásgrtmssyni, fyrsta landsföður- lega myndin af Davíð. VIII skipta á ibúðum Hún Alicia Martin Ray biður okkur að koma því á framfæri að hún vilji skipta á íbúð sinni í Madrid í staðinn fyrir einstak- lingsíbúð í Reykjavík í sumar, helst í júlí. Þeir sem sjá sér hag í slíkum skiptum geta sent Aliciu línu — utanáskriftin er: Alicia Martin Ray, C/Lezo, 8 — 8 B-28041 Madrid, Spain. Nýr leikhússljórí á Akureyrí Signý Pálsdóttir, hinn ágæti blaðafulltrúi Þjóðleikhússins, er á förum frá leikhúsinu, rétt í þann mund að leikarar flytja aft- ur í hús sitt eftir þá miklu endur- byggingu, sem þar hefur verið á ferðinni síðasta misserið. Signý verður leikhússtjóri á Akureyri frá 1. apríl. Hún er hagvön nyrðra, var leikhússtjóri þar fyr- ir nokkrum árum. Að venju er fjárhagur Leikfélags Akureyrar ekki beysinn, en vonir standa til að nú sé bjartara fram undan í þeim efnum. Vona menn að fjölga megi fastráðnum leikur- um nyrðra, eins og er eru þeir aðeins tveir. Skondin nöln fyrírlækja Islendingar eru óragir að reyna fyrir sér með rekstur fyrirtækja. Æðsti draumur margra er að verða „sjálfs sín húsbóndi" sem kallað er. í Lögbirtingablaðinu er greint frá stofnun nýrra fyrir- tækja, sem sum hver bera hressi- leg nöfn eins og hér má sjá úr nýjasta ,,Löbba“: Alexander mikli sf. (hárgreiðslustofa), / blóma lífsins, Rokkbúöin Þrek. Islendingar eru vondir bílstjórar og tillitslausir í umferðinni. Annað er ekki hægt að lesa úr upplýsing- um. Tjón í umferðinni á íslandi eru meiri en á Norðurlöndum. Þess vegna eru bílatryggingar tugum þúsunda dýrari á Islandi en í ná- grannalöndunum. Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvá-Almenna, vill að börnum séu kennd grundvallarat- riði í samskiptum. Þá gætum við kannski dregið úr tjóni í umferð- inni. Munar 120 þúsundum króna á iðgjalJi_____________ Alþýðublaðið gerði samanburð á bílatryggingum í Svíþjóð og á ís- landi. Iðgjöldin eru miklu fjöl- Iðgjöld mismunandi Svíar fylgjast grannt með hegð- un manna á vegum og miða ið- gjöldin við tjónatíðni eftir aldurs- flokkum, landshlutum o.s.frv. Fram kemur úr upplýsingum sænska tryggingaeftirlitsins að 64% allra einkabíla voru í efsta af- sláttarflokki, en þeir njóta 75% af- sláttar af iðgjaldi. Miðað við 1000 bíla verða 52 óhöpp á ári að jafn- aði hjá þeim sem aka einkabííum, en þeir sem fá mestan afslátt af ið- gjaldi lenda að jafnaði í 38 óhöpp- um miðað við hvert þúsund einka- bíla. Miðað við 1000 bílaleigubíla eru óhöpp rúmlega tvöföld á við einkabíla, eða 136 á ári, miðað við 1000 leigubíla eru óhöppin 201 og langferðabíla og strætisvagna 203. Hagnaður i Sviþjéð en ekki á Islandi Ekki er talinn vafi á því að aðal- ástæða hárra trygginga hér á landi séu mikil tjón í umferðinni. For- stöðumaður Tryggingaeftirlits rík- isins telur enga aðra skýringu á þeim gífurlega mun sem er á ið- gjöldum hér og á Norðurlöndum. Iðgjöld gera ekki meira en að haida í við eignatjón og slys í um- breyttari í Svíþjóð en á íslandi. Þau eru til dæmis mjög há fyrir þá sem eru nýkomnir úr ökuprófi, og nýir bílar eru með 3ja ára vagntrygg- ingu sem lækkar iðgjöldin veru- lega. Við könnuðum tvær bílateg- undir, Volvo 740 og Toyota 1,6. Borin voru saman iðgjöld fyrir árgerðir 1990 og 1985 og gengið út frá að iðgjöld væru annars veg- ar miðuð við ökumann, sem væri nýbúinn að taka bílpróf og hins vegar þann sem ekið hefði tjón- laust í 10 ár. Miðað er við fulla ka- skótryggingu og ábyrgðartrygg- ingu á Islandi, en þessar trygging- ar eru í einni tryggingu í Svíþjóð. Mismunurinn er sláandi eins og taflan sýnir: ferðinni. Samkvæmt síðasta upp- gjöri voru iðgjöldin að meðaltali lægri en tjónagreiðslur. Trygg- ingafyrirtækin hafa í samræmi við það farið fram á stórfelldar hækk- anir á iðgjöldum í ár — eins og öll undangengin ár. Þrátt fyrir miklu lægri iðgjöld í Svíþjóð en hér er mismunur á iðgjöldum og tjónum að meðaltali um 12% á einkabíla- tryggingum í Svíþjóð. Það er sem sé hagnaður þar. Ökufantar______________________ I umræðum um hið sameigin- lega efnahagssvæði EFTA-ríkja og Evrópubandalagsins („Evrópska efnahagssvæðið" = EES) hefur verið gengið út frá því að erlendir aðilargeti komið sér upp skrifstof- um á Islandi, kæri þeir sig um að tryggja bíla á íslenskri grund. í dag er það í höndum heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að breyta reglugerð til að heimila erlendum aðilum að tryggja á íslandi. Guðmundur Bjarnason ráð- herra segir að ekki hafi borist fyr- irspurnir frá erlendum aðilum inn á borð til sín. Stefnt er að því að samningar um EES verði í höfn í júlí í sumar og frá og með þeim tíma er erlendu tryggingafyrir- Kennum bömum tillitssemi. tækjunum frjálst að stunda rekstur á íslandi. En vilja þeir það ef litið er til þess að íslendingar virðast óhemju ökufantar, ef umferðar- tjón eru notuð til viðmiðunar? „Hér er allt önnur tjónareynsla," segir Erlendur Lárusson, forstöðu- maður Tryggingaeftirlits ríkisins, sem hefur efasemdir um áhuga er- lendra fyrirtækja á að koma sér fyrir hér á landi. Fram að þessu hafi ekkert erlent tryggingafyrir- tæki sýnt málinu áhuga með því að sækja um starfsleyfi. Bardaginn á götunuiw Líklegt er að erlend trygginga- fyrirtæki hafi takmarkaðan áhuga á smámarkaði eins og fslandi. Áhuginn efldist ekki, ef erlendu aðilarnir kæmust í skýrslur (sem ekki eru til) um eignatjón í ís- lenskri umferð. Hvað sem því líður standa flestir ráðalausir og barma sér yfir háum iðgjöldum af bílatryggingum. For- svarsmenn tryggingafélaganna hafa einnig leitað skýringa á kæruleysi landans. „Ég hef velt því fyrir mér í 25 ár hvers vegna við erum óvægnari í umferðinni en aðrir,“ segir Ólafur B. Thors framkvæmdastjóri. Ólafur er á því að það þurfi að kenna börnum í grunnskólum „hvað það er að vera saman á litlu svæði og taka betur tillit hvert til annars." Ölafur segir að það hafi dregið úr stór- tjónum en bæta þurfi eftirlit. „Bar- daginn á götunum fer með okkurý segir Ólafur B. Thors. „íslendinga skortir lipurð." Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, tekur í svip- aðan streng. Hann telur að það skorti á að ökukennsla sé nægjan- leg. „Aðalatriðið er að ungling- arnir sem þreyta ökupróf og ná því fara með of litla þjálfun út í um- ferðina. Þeir ná prófunum, en það er dýrt að falla á því prófi að kunna sér ekki hóf, þegar þeir koma undir stýri.“ Óii telur nauð- synlegt að forvarnir verði hertar — og mikilvægt sé að efla þær þar sem þær byrja — í skólunum. Tillitssomi borgar sig (og lækkar iðgjöldin) Brátt opnast Evrópudyrnar upp á gátt. Þá geta íslendingar vænt- anlega keypt ódýrari tryggingar fyrir bíla sína nú. En aðeins ef er- lendu tryggingafyrirtækin sýna áhuga, og ef íslendingar temja sér meiri tiliitssemi í umferðinni. Því aðeins lækka iðgjöldin. Kannski er langur vegur í að ið- gjöldin lækki. Við rekumst stund- um illa meðal fólks — og í umferð- inni. BÍLATRYGGING, VOLVO 740 og TOYOTA 1,6 ÁRGERÐ 1990 Ökumaður nýbúinn að taka bílpróf: VOLVO 740 ÍSLAND SVÍÞJÓÐ 160.761 37.569 TOYOTA 1,6 ÍSLAND SVÍÞJÓÐ 127.324 34.669 Ökumaður tjónlaus í 10 ár: 87139 15.214 68.556 11.176 ÁRGERÐ 1985 Ökumaður nýbúinn að taka bílpróf: VOLVO 740 ÍSLAND SVÍÞJÓÐ 149.781 62.764 TOYOTA 1 fi ÍSLAND SVÍÞJÓÐ 119.122 61.005 I Ökumaður tjónlaus í 10 ár: 80.551 20.850 63.635 16.282 *Borin eru saman dýrustu iðgjöld (miðað við Stokkhólm) hjá stærsta bíla- tryggingafélagi Svíþjóðar og sambærilegar tryggingar hjá VIS á íslandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.