Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. febrúar 1991 7 Eystrasaltsmáliö á vettvangi Evrópuráðsins: ÞINGMENN HALDA AÐ SÉR HÖNDUM íslendingar hafa víða reynt að halda á loft málsstað Eystra- saltsríkja. Ríkisstjórnin sam- þykkti á fundi 23. janúar sl. að fela fulltrúum íslands á þing- mannafundi Evrópuráðsins að flytja tillögu um ástand í Eystrasaltslöndum. Fulltrúum fslands tókst ekki að f á ályktun samþykkta og sérstök yfirlýs- ing Islands hlaut aðeins stuðn- ing fulltrúa annarra Norður- landa og Bretlands á fundi þingmannaráðsins sem hald- inn var í byrjun febrúar. „Vegna almennrar hræðslu fjöl- margra evrópskra þingmanna við að styggja Gorbatsjov var vanda- samt að fá meirihlutafylgi við til- lögu,“ segir Eiður Guðnason, sem var einn af fulltrúum íslands á fundinum. „Þar við bættist að samkvæmt fundarsköpum Evr- ópuráðsins verða flutningsmenn að vera tíu eða fleiri, og að tillaga verður að fara til nefnda. Því var ljóst að tiliaga sem væri borin upp á þingmannafundinum í lok janú- ar kæmi ekki til afgreiðslu fyrr en í fyrsta lagi á næsta þingmanna- fundi 22. apríl. Þá var hætta á að hún væri efnislega úrelt.“ Eystrasaltsmálið var á tekið á Eiður Guðnasorf Evrópskir þing- menn hræddir við að styggja Gorb- atsjov. dagskrá þingmannafundarins. Það gat gerst með tvennum hætti samkvæmt fundarsköpum: með eða án ályktunar. Eiði tókst ekki að fá umræðu með ályktun. Þegar Eystrasaltsmálið var síðan á dag- skrá voru 56 þingmenn á mæl- endaskrá, en ein og hálf klukku- stund var til ráðstöfunar. Ragn- hildur Helgadóttir komst ein ís- lendinga að, en ræða Eiðs verður birt með þingtíðindum Evrópu- mLESENDUR SKRIFA ísland og Litháen Frá fyrsta desember 1918 hef- ur ísland verið sjálfstætt ríki. Þar af fyrstu 26 árin með sama konung og Danmörk, en síðan lýdveldi með íslenskan forseta, einsog öllum Islendingum er kunnugt. Þó íslendingar samtímis konungs- sambandinu hefðu mikla samvinnu við Dani, voru þeim allar gerðir danskra valdhafa óviðkomandi, hefðu þeir ekki verið með í gerðum eða ættu þar hagsmuna að gæta, þar á meðal var stjórnmáiasam- band Dana við lýðveldið Litháen, sem nú er verið að reyna að reisa úr rústum, með íslenskri aðstoð undir amerískri verkstjórn, til að lama varnarmátt Sovétríkjanna fyrir næstu innrás sem í þau er fyrirhug- að að gera. Með inngöngu íslendinga í Sam- einuðu þjóðirnar, viðurkenndu þeir takmörk þeirra ríkja sem þar voru fyrir, með skuldbindingu um að skipta sér ekki af innanríkismálum Jón Þorleifsson hvors annars. Þó að það loforð hafi verið svikið af öðrum ríkjum, rétt- lætir það ekki vinnubrögð íslend- inga í Litháenmálinu. Jón Þorleifsson, rithöfundur og fyrrv. verkamaður. ráðsins. Ragnhildur gat þess í sinni ræðu að í raun hefðu Sovétmenn fyrirgert rétti sínum til gestaaðild- ar að Evrópuráðinu og Eiður drep- ur á sömu atriði í sinni ræðu. Eiður Guðnason lagði fram sér- staka yfirlýsingu sem þingskjal, þar sem m.a. er tekið undir með Eystrasaltsbúum í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði og lýðræði og skor- að á sovéska leiðtoga að draga herlið tafarlaust til baka og setjast að samningaborði. Til þess að yfir- lýsingin fengist birt sem þingskjal varð að fá undirskrift þingmanna af þremur þjóðernum. Norður- landabúar og Bretar skrifuðu und- ir með íslendingum, en Þjóðverji, Hollendingur og Svisslendingur, sem Eiður leitaði til féllust ekki á að undirrita. Það er ljóst kð Eystrasaltsmálið er viðkvæmt og að evrópskir þing- menn halda flestir að sér höndum. Afstaða Norðurlandabúa er af- dráttarlausari en annarra Evrópu- búa. MENNINGARMNG ÍSLENSK MENNING - ALÞJÓÐLEG ÞRÓUN Svavar Gestsson Guðbergur Bergsson Hjálmar H. Ragnarsson Sigurður Pálsson Stefán Jón Hafstein Gísli Sigurðsson Helga Hjörvar Hjörleifur Stefánsson Steinunn Sigurðardóttir Halldór Guðmundsson Laugardaginn 23. febrúar efnir menntamála- ráðuneytið til menningarþings í Borgartúni 6. Þingið stendur frá kl. 10-17. Dagskrá: Ávarp forseta íslands. Ræða menntamálaráðherra. Ræða framkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Aðrir fyrirlesarar verða: Gísli Sigurðsson bókmenntafræðingur Guðbergur Bergsson rithöfundur Helga Hjörvar skólastjóri Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld Hjörleifur Stefánsson arkitekt Sigurður Pálsson rithöfundur Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. Að fyrirlestrum loknum hefjast pallborðsumræður. Umræðustjóri verður Stefán Jón Hafstein dagskrárstjóri. Ráðstefnunni stjórnar Halldór Guðmundsson útgáfustjóri. Þeir aðilar sem fengið hafa boð um þátttöku eru hvattir til að skrá sig. Aðrir sem áhuga kunna að hafa geta látið skrá sig í síma 609592 nú þegar en þátttaka verður takmörkuð við 150 manns. MENNT AMÁL ARÁÐUNE YTIÐ DAGSKRÁIN Sjónvarpið 17.50 Töfraglugginn 18.50 Tákn- málsfréttir 18.55 Poppkorn 19.20 Staupasteinn 19.50 Jóki Björn 20.00 Fréttir og veður 20.40 Úr handraðan- um 21.30 Matarlist 21.50 Vetrar- brautin (Voie lactée) 23.00 Ellefu- fréttir 23.10 Vetrarbrautin — frh. 23.40 SKY. Stöft 2 16.45 Nágrannar 17.30 Glóarnir 17.40 Tao Tao 18.05 Albert feiti 18.30 Rokk 19.19 19.19 20.10 Vinir og vandamenn 21.00 Höfðingi hag- sældar (Lord of the Golden Triangle) 21.50 Spilaborgin 22.45 Tíska 23.15 ítalski boltinn 23.35 Til bjargar börn- um (In Defense of Kids) 01.10 CNN. Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Morgunþáttur Rásar 1 07.32 Segðu mér sögu 07.45 Listróf 08.00 Fréttir og morgunauki 08.15 Veður- fregnir 09.00 Fréttir 09.03 Laufskál- inn 09.45 Víkingar á meginlandi Evr- ópu 10.00 Fréttir 10.03 Morgunleik- fimi 10.10 Veðurfregnir 10.20 Við leik og störf 11.00 Fréttir 11.03 Árdegis- tónar 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayf- irlit á hádegi 12.01 Endurtekinn Morgunauki 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.48 Auðlindin 12.55 Dánarfregnir 13.05 í dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan: Göngin 14.30 Miðdegistónlist 15.00 Fréttir 15.03 í fáum dráttum 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi 16.40 Hvundagsrispa 17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Hér og nú 18.18 Að utan 18.30 Aug- lýsingar 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kviksjá 20.00 í tón- leikasal 21.00 Tónmenntir 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veður- fregnir 22.20 Lestur Passíusálma 22.30 Úr Hornsófanum í vikunni 23.10 Sjónaukinn 24.00 Fréttir 00.10 Tónmál 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Níu fjögur 11.30 Þarfa- þing 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur 16.00 Fréttir 16.03 Dagskrá 17.00 Fréttir. Dagskrá heldur áfram 18.00 Fréttir 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöld- fréttir 19.32 Gullskífan 20.00 íþrótta- rásin 22.07 Landið og miðin 00.10 í háttinn 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Hafþór Freyr Sigmundsson 11.00 Valdís Gunnarsdóttir 12.00 Há- degisfréttir 14.00 Snorri Sturluson 17.00 ísland í dag 18.30 Þorsteinn Ásgeirsson 22.00 Haraldur Gíslason 23.00 Kvöldsögur 24.00 Haraldur heldur áfram 02.00 Þráinn Brjáns- son. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni Haukur Þórsson 11.00 Geðdeildin — stofa 102 12.00 Sigurður Helgi Hlöð- versson 14.00 Sigurður Ragnarsson 17.00 Björn Sigurðsson og sveppa- vinir 20.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir 22.00 Arnar Albertsson 02.00 Næt- urbrölt Stjörnunnar. Aðalstöðin 07.00 Á besta aldri. Morgunandakt 09.00 Fram að hádegi 09.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 09.30 Heimil- ispakkinn 10.00 Hver er þetta? 10.30 Morgungestur 11.00 Margt er sér til gamans gert 11.30 Á ferö og flugi 12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti að aka 13.30 Gluggað í síðdegisblað- ið 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn 14.30 Saga dagsins 15.00 Topparnir takast á 1530 Efst á baugi vestan- hafs 16.15 Heiðar, heilsan og ham- ingjan 16.30 Akademían 19.00 Kvöldtónar 20.00 Á hjólum 22.00 Sálartetrið 24.00 Næturtónar Aðal- stöðvarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.