Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 8
TILBOÐSVERÐ Á GISTINGU KYNNIÐ YKKUR VERÐIÐI MMÐUBMBI8 MiMtaðtu 4a -101 RgyhiaYfk • 8lml ie«o HEIMILI FERÐAMANNSINS í HÖFUÐBORGINNI GEVALIA Þai er kaffið 687510 Ahrif Persaflóastrídsins á ísrael: Halda ísraelar stillingu sinni? Stríð getur skipt sköp- um, það hafa ísraelsmenn m.a. fengið að reyna. Áöur en fjölþjóðaherinn hóf að dreifa sprengjum á Irak þótti Yitzhak Shamir, for- sætisráðherra Israels, ekki manna líklegastur til að verða efstur í vinsælda- könnunum. Karakterleysi, þrjóska og ómannblendni forsætisráðherrans hefur oft vakið andúð í ísrael og ótta í Bandaríkjunum. Frá því að loftárásir íraka á Israel hófust hafa vindar hins vegar blásið honum í hag í auknum mæli. Sham- ir hefur hlotið lof fyrir áð- ur óþekkta eiginleika í hans fari, biðlund og still- ingu þegar a.m.k. 31 Scud- flaug íraka hefur hitt borg- ir ísraels með þeim afleið- ingum að fjórir hafa látist og um 300 slasast. George Bush Bandaríkjaforseti hefur haft meira samband við Shamir á undanförn- um mánuði en sl. tvö ár samanlagt, og vinsældir hans hafa aldrei verið meiri heima fyrir. Shamir er þó útsmognari en svo að hann láti þennan skyndilega meðbyr villa sér sýn. Hann hefur þegar byrjað að styrkja varnir sínar fyrir pólitíska orrustu sem hann telur að yfirvöld í Washing- ton og bandamenn þeirra muni heyja gegn harðlínurík- isstjórn hans um leið og fer að sjást til himins yfir Kúveit. Shamir ætlar að nýta sér skyndilegar vinsældir sínar til að afla sér stuðnings á bandaríska þinginu, koma frekara óorði á Palestínu- menn og herða ríkisstjórn sína í andstöðunni gegn ým- iss konar eftirgjöf á her- numdu svæðunum. Leiðtogi Líkúd-bandalags- ins hneykslaði marga fyrir nokkru þegar hann útnefndi öfgamanninn og fyrrverandi hershöfðingjann, Rehavam Zeevi sem ráðherra án ráðu- neytis og meðlim í varnar- málanefnd stjórnarinnar. Út- nefningin olli miklu fjaðra- foki bæði innanlands og utan og töldu ýmsir stjórnmála- fræðingar að með þessu væri Shamir að gera að engu þann stuðning og þá samúð sem ísraelar höfðu fengið í kjölfar árása íraka. Nú er hins vegar Ijóst að útnefningin hafði engin neikvæð áhrif og málið flestum gleymt. Zeevi þessi er mjög umdeildur stjórn- málamaður og sérstaklega fyrir þá skoðun sína að skuli flytja þær 1,7 milljónir Palest- ínumanna, sem byggja her- numdu svæðin í Gaza og á Vesturbakkanum, til araba- ríkja í nágrenni ísraels. Þrátt fyrir aðvörun eins yf- irmanns ísraelska hersins, Ehuds Barak, um að herinn klæjaði í lófana eftir að gjalda Irökum rauðan belg fyrir grá- an, er Shamir ekki líklegur til að gefa fyrirskipun um árás í náinni framtíð nema að auknar eldflaugaárásir íraka valdi verulegu manntjóni eða þær beri efnavopn. Þótt still- ing hans sé talin mikil fórn af mörgum, þá er hún hingað til Yitzhak Shamir. að öllu leyti byggð á eign- hagsmunum. Verið er að eyða voldugasta óvini gyð- ingaríkisins, a.m.k. 80% Isra- ela eru á móti tafarlausri end- urgjaldsárás, og ríkisstjórnin vex í áliti í Washington. í staðinn vonast Shamir eft- ir vægri meðferð þegar Bandaríkin beina athygli sinni að deilum ísraela og ar- aba. Hann gæti þó orðið fyrir vonbrigðum, að minnsta kosti gefa ummæli sumra bandarískra stjórnarerind- reka tilefni til þess. Einn þeirra segir að Bandaríkin muni standa í miklu meiri skuld við suma arabíska bandamenn sína heidur en Israel. Shamir reiðir sig meira á stuðning bandaríska þings- ins, sem er nú að búa sig und- ir kosningarnar 1992, fremur en Bush eða Baker sem hann treystir ekki vel. Shamir hefur gert þá var- úðarráðstöfun að lofa að taka upp að nýju friðarumleitanir við Palestínumenn, sem hann gaf frá sér á síðasta ári eftir að Baker tók þær alvarlega. Friðaráætlunin fól í sér hug- myndir um beinar viðræður við arabaríki, sem og kosn- ingar á hernumdu svæðun- um til að velja leiðtoga sem mundu svo semja um tak- markaða sjálfstjórn við ísra- el. Að þessu sinni vonast Shamir til að eyðileggja í eitt skipti fyrir öll herferð PLO fyrir heimalandi til handa Palestínumönnum á sama tíma og þess verði krafist af arabaríkjum að þau láti af ófriðsemi gegn ísrael. Hann segir, „Arafat og fylgismenn hans er helstu stuðnings- menn morðingjans í Baghd- ad. Tími er kominn til að þjóðir heims hætti stuðningi við hryðjuverkasamtök." Þró- un í þessa hátt er þegar hafin. Samuel Lewis, fyrrum sendi- herra Bandaríkjanna í ísrael, segir: „Ríkisstjórnin hefur komist að þeirri niðurstöðu að þörf sé á að eiga við araba- ríkin á sama hátt og Palest- ínumenn." Á sama tíma og yfirvöld í ísrael vísa á bug óvinsælum friðartillögum, hyggjast þau nýta sér samúð heimsins til að tryggja sér milljarða doll- ara í hernaðar- og fjárhagsað- stoð. í síðasta mánuði áætlaði fjármálaráðherrann, Yitzhak Modai, að ísrael muni þurfa þrjá milljarða til að standa straum af kostnaði vegna stríðsins og stórfé að auki næstu fimm árin til að hjálpa við flutning á gyðingum frá Sovétríkjunum. Stríðið við Persaflóa hefur bætt bæði ímynd ísraels og öryggi þess. En takist Shamir ekki að aðlaga sig veruleik- anum eftir stríðið, er líklegt að þessi bætta staða vari ekki lengi. Haldi Shamir upptekn- um hætti í afstöðu sinni os stefnu er framtíðin ekki væn- leg. Á meðan Shamir neitai að semja við Palestínumenn, getur hann ekki búist við frið: við önnur arabaríki eða þvi að Bandaríkin útvegi þá doll- ara sem þarf til að hýsa os skapa atvinnu handa sovésk- um gyðingum. Haldi Shamii áfram að forðast samninga gæti þjóð hans einangrast enn meir en raunin var fyrir stríðið. FYRIRHUGAÐ STRANDHOGG BANDAMANNA I KUVEIT 1. Leið að ströndinni hreinsuð 2. Orrustuskip skjóta á strandvirki 3. Þyrlur ferja hermenn frá flugmóðurskipu Landgönguprammar flytja hermenn skriðdreka og önnur vopn á land. Freigátur og beitiskip haida uppi skothríö þeim til varnar REUTER

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.