Alþýðublaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 1
■ Umgengni Landsvirkjunarmanna um Þingvallavatn gagnrýnd á Alþingi Haga sér eins og barbarar ^■^^-sagði Össur Skaiphéðinsson alþingismaður. Bændur við Þingvallavatn hafa aldrei fengið neinar bætur fyrir hlunn- indatap vegna virkjunar Efra-Sogs og þess þegar bráðabirgðastíflugarður þar brast. Össur Skarphéðinsson sagði á Alþingi í gær að það myndi tæpast takast að rækta upp urriðastofninn í Þingvallavatni meðan landsvirkjun notaði vatnið sem miðluirarlón. Hann sagði Landsvirkjunarmenn hafa geng- ið mjög óvarlega um Þingvallavatn og hagað sér eins og hreinir barbarar. A dagskrá Alþingis í gær var íyrir- spurn til iðnaðarráðherra frá Össuri urn rennslistruflanir í Soginu. í svari ráðherra koma fram að 109 sinnum hefur rennslið í Soginu farið niður fyr- ir þau mörk sem samþykkt voru sem skaðlaus árið 1969. Össur taldi að þar með hefði það samkomulag verið rof- ið sem fólst í gerðardómi sem gekk ár- ið 1969 og haft mjög óheppileg áhrif á klak og uppeldi laxa í Soginu. Einn ífægasti stórlaxastofn landsins var áð- ur fyrr í Soginu og veiði góð. Nú er Össur: Steingrímsstöð stærsta um- hverfisslys hér á landi. þama mun minna af fiski og hann er miklu smærri en áður. Össur velti fyrir sér hvort þetta væri afleiðing af rennslistruflunum. Árið 1969 féll gerðardómur vegna skaða á lífríki Sogsins sem rennslis- truflanir í Soginu höfðu valdið. Þær truflanir eru raktar til byggingu og starfrækslu virkjananna við Ljósafoss og írafoss. Veiðiréttareigendur fengu þá bætur því niðurstaða sérfræðinga var sú að þetta hefði haft neikvæð áhrif á hrygningu laxa og uppeldis- stöðvar. Sigurjón Rist vatnamælinga- maður gerði rannsóknir á þessu og komst að því að meðalrennsli þyrfti að vera 65 teningsmetrar á sekúndu til að líftíkinu væri ekki hætta búin. Sú við- miðun var hluti gerðardómsins og Össur spurði hve oft rennslið í Soginu hefði farið niður fyrir þessi mörk sem samþykkt voru 1969. Össur Skarphéðinsson sagði við umræðumar að Steingrímsstöð væri mesta umhverfisslys sem orðið hefði hér á landi. Þar hefði verið nötað DTT til að eyða mýi og sennilega líka eytt bleikju. Við virkjunina hefði verið reist stífla fyrir mynni Efra-Sogsins og áin tæmd. Þetta hefði verið uppeldis- stöð stórvaxnasta urriðastofnsins í Þingvallavatni og sennilega öllum heiminum. Urriðinn tempraði sveiflur murtustofnsins sem hann liftr á. Á síð- asta áratug varð offjölgun murtu í Þingvallavatni og hún smækkaði. Öss- ur var þeirrar skoðunar að allt þetta hefði valdið miklu hlunnindatapi bænda við Þingvallavatn án þess að nokkrar bætur hefðu komið fyrir. I svari iðnaðarráðherra kom ffam að unnið væri að því að mynda gönguleið um stífluna niður í gamla farveginn til að reyna að byggja urriðastofninn upp aftur. Össur sagði Landsvirkjun taka mjög seint við sér og mikil spjöll unn- in á lífríki vatnsins með því lækka yftrborð þess svo mjög á vetmm að hrygningarstöðvar urriðans væru á þurru. „Réttvísin gegn Láru miðli Haustið 1940 var ein innlend frétt sem náði að ryðja tíðindum af gangi seinni heimsstyrjaidar af forsíðum íslensku blaðanna: þegar Lára Ágústsdóttir miðill var staðin að og játaði á sig stórfelld svik. Alþýdubladiö rifjar þetta mál upp í dag auk þess að birta meinfyndna grein sem Halldór Kiljan Laxness skrifaði um „séra Láru" og andatrúarmennina. Forsíðumynd blaðsins í dag var einmitt aðalmynd Alþýðublaðsins 26. október 1940 þegar sagt var frá af- hjúpun svikanna. Myndin var tekin á miðilsfundi hjá Láru miðli eftir að hún féll í „dá". Henni á vinstri hönd er „líkamningur" sem átti að vera úr öðrum heimi en var í raun og veru brúða sem eiginmaður Láru bjó tii. Lára hlaut dóm í hæstarétti ásamt fyrrverandi eiginmanni og tveimur ást- mönnum sínum. Sjá miðopnu. ■ Sighvatur Björgvinsson í Alþýdubladinu í dag Alverið í Smugunni í Alþýðublaðinu í dag, þar sem hann ber meðal annars saman ávinning Islendinga af Smuguveið- unum og stækkun álversins. Sig- hvatur segir: „Ég hef orðið var við, að þessi samjöfnuður hefur vakið undrun margra. „Getur það verið, að þessi mikla stóriðjuframkvæmd, sem landsmenn hafa beðið eftir ár- um saman, skili okkur ekki meiru en Smuguveiðarnar?“, hafa menn spurt í undrun. Spurninguna ættu menn heldur að orða þannig: „Get- ur það verið, að Smuguaflinn hafi skilað jafn miklu í þjóðarbúið og heilt álver?“ Og svarið er: „Já!“ Síðastliðin tvö ár höfum við íslend- ingar átt álver í Smugunni." Þá rifjar Sighvatur upp forsögu þess að íslendingar hófu veiðar í Smugunni og tilraun Þorsteins Pálssonar til að stöðva veiðarnar, og ræðir um samninga okkar við Norðmenn og Rússa um kvóta í Norðurhöfum: „Það er mikið fagn- aðarefni og vekur íslendingum bjartsýni að tekist hefur að ná samningum um byggingu nýs ker- skála við álverið í Straumsvík. Á sama tíma liggur það í láginni að verið er að semja um það við Norð- menn og Rússa að leggja niður „ál- verið í Smugunni" sem skapað hef- ur þjóðarbúinu jafn miklar tekjur á ári síðastliðinn tvö ár og álverinu er ætlað að gera. Sjávarútvegsráðherra landsins vildi meira að segja að það „álver“ fengi aldrei að verða til.“ „Þegar hagfræðingur úr Þjóð- hagsstofnun var beðinn að meta ávinning þjóðarbúsins af stækkun Álversins í Straumsvík þá líkti hann því við ávinning þjóðarbúsins af árlegum afla íslenskra úthafstog- ara úr Smugunni," segir Sighvatur Björgvinsson í athyglisverðri grein Ráðherrann sem vildi ekki „álver" í Norðurhöfum og reyndi að banna Smuguveiðar. Seðlabankastjórarnir Birgir fsleifur Gunnarsson og Steingrímur Her- mannsson með nýja tvö þúsund króna seðilinn. A-mynd: E. Ól. ■ Tvö þúsund króna seð- ill og 100 króna mynt Kjarval í veskið í dag í dag lætur Seðlabankinn í umferð nýjan tvö þúsund króna seðil og 100 króna mynt. Samtímis verður hætt að láta 100 króna seðla í umferð, en þeir verða áfram löglegur gjaldmiðill og um sinn í umferð jafnhliða hinni nýju mynt. Seðlabankamenn segja að með þessari útgáfu sé stefnt að liprara greiðslukerfi, aukinni hagkvæmni og lægri kostnaði við útgáfu gjaldmiðils- ins. Af reynslu annarra þjóða, þar sem verðgildi seðla er í hlutföllunum 1:2:5, en ekki 1:5 eins og hér hefur verið, má ætla að tvö þúsund króna seðill sé hentugri í viðskiptum og muni draga úr notkun þúsund króna seðla. Nú eru í umferð 6,4 milljónir seðla; þar af eru 100 króna seðlar um 47% og er meðalending þeirra aðeins um eitt ár. Slátta 100 króna myntar er um þriðjungi ódýrari en prentun seðils og ending hennar margföld. 2000 króna seðillinn er að útliti til- einkaður myndlist með andlitsmynd Jóhannesar S. Kjarvals á framhlið og er annað myndefni á seðlinum tengt verkum hans. Seðilinn teiknuðu Kristín Þorkelsdóttir og Stephen A. Fairbairn. Fyrsta upplag er tvær milljónir seðla, en kostnaður við prentun hvers seðils er 7,75 krónur. 100 króna myntin er með land- vættamynd á framhlið en á bakhlið er mynd af hrognkelsi. Myntin er teikn- uð af Þrestí Magnússyni. Fyrsta upp- lag er sex milljónir eintaka en kosm- aður við sláttu hvers penings er 3,65 krónur. ■ Hagstofan Lottó hækk- aði vísitölu Vísitala neysluverðs miðað við verð- lag í nóvemberbyrjun lækkaði um 0,3% frá því í október. Ýmsar verð- lækkanir lækkuðu vísitölu en sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar olli 25% hækkun Lottómiða 0,13% hækk- un á vísitölu neysluverðs. Lækkun á kartöflum um 66% olli 0,25% lækkun vísitölminar. Ennffemur lækkaði verð á dilkakjöti, grænmeti og ávöxtum. Und- anfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 1,9% verðbólgu á ári. Bylting í baráttunni I MplihínCP viö hrukkurnar! 11T1CIIU,U5C Á augu: Eye Gontour Á andlit: Light Texture og Enrich Texture. UTSOLUSTADIK: Akranes Apólek. Akureyrar Apólek. Apótek Ausuirbæ|ar, Apólek Auslurlands. Arbæ|ar Apótek, Blönduós Apólck, Borgar Apólek. Borgames Apólek. Breiöliolls Apólek. Garöabæ|ar Apótck. Gratarvogs Apótek. Hóaleills Apótek, Hafnar Apótek Höfn. Hatnarflarflar Apótek, Heba Slglullrfll, Holts Apótek, Hraunbergs Apótek, Húsavfkur Apólek. Hygea Reykjavfkur Apótekl. Iflunnar Apótek. Ingólfs Apólek. ísaflarðar Apótek, Kcflavfkur Apólek. Kópavogs Apótek. Laugarnesapótek. Lvfsala llólinavfkur, Lyfsala Vopnaflarflar, 4ísalan Stöðvarflrfli. Mosfells Apótek. Ncsapótek Eskirirfli. Nesapótek Neskaupstaö. Nes Apótek Sclllamam.. Norflurbæiar Apótck. Olafsvíkur Apótek. Sauöárkróks Apólck. Selfoss Apótek. Stykkisliólnis Apótek. Vestmannaeyja Apólck, Vesturbæiar Apótck. LAGMARKS OFNÆMI ENGIN ILMEFNI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.