Alþýðublaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r jr Alverið í Smugunni Þegar hagfræðingur úr Þjóðhags- stofnun var beðinn að meta ávinning þjóðarbúsins af stækkun Álversins í Straumsvík þá líktí hann því við ávinning þjóðarbúsins af árlegum afla íslenskra úthafstogara úr Smugunni. Eg hef orðið var við, að þessi sam- jöfnuður hefur vakið undrun margra. „Getur það verið, að þessi mikla stór- iðjuframkvæmd, sem landsmenn hafa beðið eftir árum saman, skili okkur ekki meiru en Smuguveiðarnar?“, hafa menn spurt í undrun. Spuming- Háborðið Sighvatur Biörgvinsson skrifar una ættu menn heldur að orða þannig: „Getur það verið, að Smuguaflinn hafi skilað jafn miklú í þjóðarbúið og heilt álver?“ Og svarið er: ,Já!“ Síðastliðin tvö ár höfum við íslendingar átt álver í Smugunni. Menn gleyma líka, eða vita ekki. hvemig Islendingar eignuðust álver í Smugunni. Framsæknir íslenskir út- gerðarmenn úthafsveiðitogara komust að raun um það, um mitt kjörtímabil síðustu ríkisstjómar, að hægt væri að stunda þar þorskveiðar með árangri. Fréttirnar höfðu ekki fyrr borist en sjávarútvegsráðherrann þáverandi, sem enn situr í ráðuneytinu, ákvað að banna veiðamar. Reglugerð um bann við veiðum í Smugunni lá tilbúin til undirritunar á borði ráðherrans þegar formaður Alþyðuflokksins, þáverandi utanríkisráðherra, komst á snoðir um áformin, aflaði sér umsvifalaust ótví- ræðs lögfræðiálits um að ekki væri hægt að banna Islendingum veiðar á úthafinu og stöðvaði veiðibannið í Það liggur í láginni að verið er að semja um það við Norðmenn og Rússa að leggja niður „álverið í Smugunni" sem skapað hefur þjóðar- búinu jafn miklar tekjur á ári síðastliðinn tvö ár og álverinu er ætlað að gera. Sjávarútvegsráðherra landsins vildi meira að segja að það „álver" fengi aldrei að verða til. Smugunni með tilstyrk forsætisráð- herra og ríkisstjórnarinnar. Þannig eignuðumst við Islendingar álverið í Smugunni. Það ættu allir íslendingar að muna. Hvers vegna ættu allir Islendingar að muna það? Vegna þess, að sami sjávarútvegsráðherra með tilstyrk nýs utanríkisráðherra er nú að semja við Norðmenn og Rússa um „álverið okk- ar í Smugunni" og síðustu íréttir í ljós- vakamiðlunum herma að samningam- ir gangi út á það, að Islendingar láti af hendi 3/4 hluta af „álverinu sínu í Smugunni“. I stað 30 þúsund tonna ár- safla, sem íslenskir úthafsveiðimenn hafa verið að koma með úr Smugunni sætti þeir sig við 8 þúsund tonn fram- vegis. Afsah sér afganginum. Og ekki bara það, heldur fallist fslendingar jafnframt á að viðurkenna í reynd ólöglegt forræði Norðmanna á fisk- verndunarsvæðinu umhverfis Sval- barða sem norskri efnahagslögsögu og afhendi þar með Norðmönnum ekki bara yfirráðin yfir auðlindum í sjó á öllu norð-austanverðu Atlantshafi heldur líka á auðlindum sjávarbotns- ins svo sem nýtingarrétt á olíu, sem vitað er að þar er að finna í miklum mæli þótt tæknin sé enn ekki komin á það stig að borgi sig að vinna hana. Það er mikið fagnaðarefni og vekur íslendingum bjartsýni að tekist hefur að ná samningum um byggingu nýs kerskála við álverið í Straumsvík. Á sama tíma hggur það í láginni að verið er að semja um það við Norðmenn og Rússa að leggja niður „álverið í Smugunni" sem skapað hefur þjóðar- búinu jafn miklar tekjur á ári síðastlið- in tvö ár og álverinu er ætlað að gera. Sjávarútvegsráðherra landsins vildi meira að segja að það „álver“ fengi aldrei að verða til. ■ Mikill viðbúnaður var á Helgarpóstinum í gær og er blaðið í dag prentað í mun stærra upplagi en venjulega. Ástæðan er „op- inskátt" viðtal við Heiðar Jónsson snyrti, en hann hefur verið milli tannanna á kjaftatífum landsins að und- anförnu. Hann mun gera hreint fyrir sínum dyrum í viðtalinu í dag og er ekki að efa að aukaupplagið rennur út. Helgarpósturinn heldur semsagt sínu striki eftir hamskiptin í haust sem út- vörður íslenskrar menning- ar... Sýningum á Dra/cú/afer nú fækkandi hjá Leikfé- lagi Akureyrar og hefur að- sókn ekki verið jafn góð og vænst var. Gagnrýnendur blaðanna, flestir hverjir, kvörtu yfir því að verkið væri helstil langdregið eftir hlé en lofuðu það hástöfum að öðru leyti. Frammistaða Við- ars Eggertssonar í aðal- hlutverkinu þykir með mikl- um glæsibrag, og því ættu menn að drífa sig meðan ráðrúm gefst. Annars er það frétta af Leikfélagi Akureyrar, að mönnum kom mjög í opna skjöldu að Sunna Borg, formaður félagsins og leiklistarráðs, skyldi sækja um stöðu leikhússtjóra. Hún hafði ekki upplýst neinn um það og því var ákveðið að auglýsa uppá nýtt. Ljóst er að talsverður titringur verð- ur í kringum stöðuveiting- una, og að Sunna mun ekki taka því þegjandi og hljóða- laust ef hún fær ekki stól- inn... Landsfundur Kvennalist- ans er um helgina og er búist við að hressilega blási. Flokkurinn beið afhroð í kosningunum í vor, og er í hugmyndalegri kreppu. Kristín Ástgeirsdóttir hef- ur talað um það opinberlega að erfiðlega muni ganga að gera Kvennalistann að væn- legum kosti fyrir ungar kon- ur sem vilja hasla sér völl í pólitík, en það er einmitt bú- ist við því að ungu konurnar - sem fyrir eru - láti að sér kveða á landsfundinum. Ýmsar í þeirra hópi'hafa aðr- ar áherslur en gamli forystu- kjarninn, meðal annars í Evr- ópumálum. Þá eru yngri konurnar yfirleitt jákvæðari í garð hugsanlegrar sam- vinnu eða sameiningar á vinstri væng. Kristín Ást- geirsdóttir hefur reyndar í seinni tíð ekki viljað útiloka að það komi til greina... h i n u m e g i n © 1994 FarWortœ, IncúDist by Universal Press Syndcate "FarSide" eftir Gary Larson V h S'lLk í Valder^valdfra V\ú h4.... •* " Taugaspennan eykst enn hjá félögunum tveim sem fylgja sitt hvorum arminum í innanbúðarátökum Alþýðuflokks. f i m m f ö r n u v e g i Hefur þú farið á miðilsfund? Guðmunda H. Jóhannes- Hulda Birgisdóttir nemi: Birna Agústsdóttir banka- Hjalti Sigurjónsson neipi: Astríður Traustadóttir dóttir ballettdansmær: Já, Nei, en hef áhuga á að reyna maður: Nei og hef engan Nei og mun aldrei fara á slíkar húsmóðir: Já. Ég fór á hóp- það hef ég gert. Ég fékk mikið það. áhuga. samkomur. fund hjá ÞórhaDi. út úr því persónulega. v i t i m e n n Það er ein hvimleið plága á voru landi, að menn með illa eða ógróin sár á sálinni bera ódaun úr þeim að vitum samborgaranna í nafnlausum rógsskrifum um nafngreinda menn. Benjamín H. J. Eiríksson að svara nafnlausri grein í Tímanum. Þú ættir að láta vera að birta svona níð og iðrast meðan enn sé kannski tími til. Ég er hér og náðartímanum að ijúka. Tilmæli Benjamíns til Jóns Kristjánssonar ritstjóra Tímans. Fékk nýjan leigubíl hjá andlega sjúkri konu og 1,8 milljóna lán hjá annarri. Frétt DV af réttarhöldum yfir umsvifamiklum fjárplógsmanni úrstétt leigubílstjóra. Bessi Bjamason til Bessastaða! Lesendabréf í DV í gær. Megináhrif fréttarinnar um stækkun ísals em þó önnur og betri. Þau endurvekja þá tilfinningu, að eitthvað sé að gerast, að gárur séu komnar á kyrrstöðupollinn. Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær. Víkverji telur satt best að segja, að það geti vart heyrt til embættis- verka biskups að hlutast tii um auglýsingar og auglýsingatíma þeirra sem þurfa að kynna þá vöm og þjónustu sem þeir hafa á boðstólum. Biskup fékk á baukinn hjá Víkverja í gær fyrir að mælast til þess að auglýsendur færu ekki of snemma af stað fyrir jólin. Eggjað tii samkeppni. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins sýndi sjaldgæfa léttúð í fyrirsögn forystugreinar sem fjallaði um egg og samkeppni. Þetta var erfið keppni og til að róa taugarnar las ég alltaf í eintaki af Morgunbiaðinu sem ég var með mér, það var eitthvað svo heimilis- legt og fékk mig til að leiða hugann frá keppninni og heim. Áshildur Haraldsdóttir að útskýra velgengni sína í flautu- samkeppni í Verona. Mogginn í gær. fréttaskot úr fortíd Appelsínur Morgunblaðið segir frá því í gær, að 10-12 appelsínur séu seldar í Khöfn fyrir krónu, en vegna innflutnings- haftanna getum við ekki notið þessara ódýru ávaxta. Þetta er ekki alveg rétt. Appelsínur eru fluttar inn þrátt fyrir innflutningshöftin, en seldar á 50 aura hver. Þetta er afleiðing viðskiítahaftanna. Alþýðublaöið 2. apríl 1921.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.