Alþýðublaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ren hún var dæmd fyrir svik ásamt fyrrverandi eiginmanni og tveimur ástmönn- ungu til miðilshæfileika sinna. Árið 1918 sneri hún aftur til Reykjavfleur, meðal annars í því skyni að láta rann- saka betur tengslin við andaheiminn. „Ekkert varð samt úr því að ég léti rannsaka mig, né heldur reyndi ég þá af nokkurri alvöru að þroska og þjálfa þessa hæftleika rm'na. Þvert á móti leitaðist ég við að bæla þá niður, enda þótt það hefði í för með sér bæði óþægindi og vanlíðan. Hófst og þá, eða ekki löngu seinna, nýr þáttur í ævi minni, annars vegar unaðslegt ævintýr ástfanginnar stúlku, hins vegar sárbit- ur vonbrigði, ógæfa, örbirgð og þján- ing.“ Erfitt hjónaband I dómnum yfn Láru kemur lfam að árið 1922 kynntist hún Páli Thorberg Jónassyni bifreiðarstjóra í Reykjavfk. Þau bjuggu saman um skeið og eign- uðust tvö böm. Leiðir þeirra skildu og árið 1927 giftist hún Þorbergi Gunn- arssyni. Hann var fæddur 1887 og því tólf árum eldri en hin 28 ára gamla Lára. Raunaleg mynd er dregin upp af hjónabandi Þorbergs og Láru í dóms- skjölunum: „Þau eignuðust saman 3 böm, sem lifa, eitt bam þeirra fæddist í blóðláti, en tveimur fóstmm var eytt að læknisráði. Fjárhagur þeirra var svo erfiður, að þau þágu af sveit mest- an sambúðartímann, og samlyndi þeirra var afleitt og heimilisbrag þeirra virðist hafa verið mjög áfátt.“ Lára sagði fýrir rétti að hún hefði starfað sem miðill frá 18 ára aldri, „hafi allt gengið vel og svikalaust fyrst. Var það fyrst eftir hjónaband hennar og ákærða Þorbergs, eftir því sem sannað er, að hún tók að beita svikunum." Svo virðist sem afkoma fjölskyld- unnar hafi meira eða minna oltið á því sem inn kom á miðilsfundum Lám. Fram kemur í dómsskjölum að að- gangseyrir var tvær til þrjár krónur, og hafði hún 20 til 60 krónur uppúr krafs- inu í hvert skipti. Á þessum ámm var gríðarlegur áhugi á spiritisma og því var mikil aðsókn á fundi hjá Lám, enda varð hún skjótt kunnasti miðill landsins. Ekki tókst að upplýsa fyrir dómi hvenær Lára fór að beita svikum á fundum, þrátt fyrir að þau Þorbergur væm bæði yfirheyrð um tildrögin: „Um upphaf svikanna ber fram- burðum hjónanna nokkuð á milli, og verður eigi með vissu um það sagt, hvort þeirra átti fyrstu uppástungu að þeim. Kenna þau hana hvort öðm og em eigi aðrir til frásagna um það at- riði. Segir ákærða, að á meðan á sam- búðinni við ákærða Þorberg stóð, hafi sér farið að ganga verr á fundunum, enda hafi hún verið þreytt af heimilis- ■ Halldór Kiljan Laxness fór á kost- um í grein sem hann skrifaði í TMMár- ið 1940 um Láru miðil og andatrúar- menn. Greinin fer hér á eftir í heild „Séra Lára" Mikið upplost varð nýlega í höf- uðstaðnum kringum andatrúar- kvenprest alþekktan, „séra Láru“, sem allt í einu var „staðin að svik- um“, eins og blöðin komust að orði, og urðu málalyktir að flokkur sá, sem hún hafði um sig í Bjama- borg, var rændur sambandi við annað líf með lögregluvaldi, a.m.k. um stundarsakir. Mun slík meðferð á trúflokkum vera fátíð hér á landi og tæplega meðmælaverð - jafnvel í augum þeirra, sem setja annars andatrú tiltölulega lágt meðal kristilegra sértrúarflokka. Því hvernig á lögregla eða fógeti að geta skorið úr því, hvar sannleikur- inn endar og fölsunin byrjar í trúar- brögðunum? Hitt er athyglisvert, að almenningi utan þessa trúflokks, þar á meðal okkar upplýstu dag- blöðum, skuli koma það á óvart, að útfrymi Láru og andaraddir hennar skuli ekki hafa verið ekta. Sú undr- un talar sínu máli um íslenzka nú- tímamenntun. En hvað sem útfryminu og andaröddunum líður, og hvaða skoðun sem fógetinn kann að hafa á því máli, þá er þó eitt sem stendur stöðugt: hin dular- fullu fyrirbrigði kringunj „séra Láru“ voru mörg og merkileg. Hið dularfyllsta og merkilegasta má tvímælalaust telja það, að menn, sem bæði eru álitnir með fullri skynsemi og hafa jafnvel fengið háskólamenntun, sækja samkomur af þessu tagi, ekki aðeins af for- vitni, heldur sem sanntrúaðir menn. Það er engin skýring tiltæk í fljótu bragði á því, að menn, sem lagt hafa stund á ýmsar greinar náttúrufræðinnar, þar á meðal líf- eðlisfræði, sömuleiðis efnafræð- ingar og eðlisfræðingar, ennfremur raunsæir athafnamenn, og aðrir, sem ekkert er fjær en rugla saman náttúrlegu og yfirnáttúrlegu í hversdagslífinu, eru óðfúsir að gefa út „vísindalegar“ yfirlýsingar um að eftir nákvæmar rannsóknir hafi þeir komizt að raun um, að þessi og þessi miðill, þar á meðal Lára, „hafi ekki brögð í tafli", andarnir séu ekta, hinar og aðrar „sannanir" hafi átt sér stað, og þar fram eftir götunum. Andleg samsetning slíkra manna hlýtur að vera gullvægt rannsóknarefni fyrir sálvísindin. Einnig er það einkennilegt að sínu leyti, hvernig vanir raunhyggju- menn, menn, sem hver í sinni grein fyrirlíta kák og flaustur, geta haft sig til að „gera rannsóknir" í þess- um efnum, án þess að kynna sér þær sérstöku starfsaðferðir, sem notaðar eru til að koma upp um miðla, en í þeirri grein eru til slyngir sérfræðingar. Ef maður les í hinu athygliverða riti Harry Price’s, Æfintýri draugaveiði- manns (Adventures of a Ghost Hunter), kaflann um vinnubrögðin við „afhjúpun” miðla, rennur upp fyrir manni hver vandkvæði eru á því verki, ekki sízt þar sem miðlar gangast ekki undir rannsóknir, nema þeir fái að setja skilyrði, sem gera alvarlega rannsókn afar tor- velda eða jafnvel ógerlega. Þekktur geðveikralæknir kvað hafa haft þau orð í gamni og alvöru urn andatrú, að ekki séu aðeins allir miðlar geðbilaðir, heldur séu einn- ig allir, sem hafa tilhneigingu til að fara á miðilsfund að einhverju leyti geðbilaðir líka. f ljósi þeirrar þekk- ingar, sem nútíminn á yfir að ráða, má náttúrlega segja eitthvað svipað um allan trúaráhuga á okkar dög- um, þ.e.a.s. ef hann er ekki algerð venjutrú. En um andatrú má hik- laust fullyrða, að þótt iðkanir henn- ar séu að sínu leyti ekki sjúklegri en t.d. hjá „holy rollers” (Fíladel- fíu-mönnum?), þá gerir þessi trú- flokkur sig alveg sérstaklega hvim- leiðan vegna þess moldviðris af uppgerðarvísindum og „fræði“leg- um dellubókum, sem heiðarlegir, lærðir heimskingjar eða truflaðir gáfumenn þyrla látlaust kringum þetta klúsaða sambland af brjál- semi, prakkaraskap og fimmta- flokks loddaralistum, sem nefnt er miðilsstarfsemi. Það er án efa rétt, að svokallaðir ekta miðlar, menn sem tala og rita ósjálfrátt í dásvefni, séu ekki full- komlega normalir freur en t.d. menn, sem ganga í svefni. Vitan- lega er ómögulegt að kalla ósjálf- ráða starfsemi af þessu tagi „gáfu“, eins og andatrúarmenn gera, heldur er það bilun. En þegar talinu víkur að atvinnumiðlum, hef ég enga trú á, að hin skemmtilegu ummæli geðveikralæknisins standi lengur heima. Það má a.m.k. fullyrða, að rannsóknir þær, sem hægt er að treysta að hafi verið gerar af full- kominni vísindalegri nákvæmni á starfsemi þeirra, benda yfirleitt ekki í þá átt. Það er sannfæring mín, að það komi yfirleitt ekki til mála að atvinnumiðlar séu bilaðir, m.ö.o. ekta. Á þeim andafundum, sem ég hef setið, bæði hér á landi og annarsstaðar, hefur miðillinn æfinlega verið eina persónan í hópnum, sem ég þóttist alveg viss um að væri með réttu ráði, enda þarf ekki all-litla nákvæmni og þó töluverða aðgæzlu til að fram- kvæma þær hundakúnstir, þótt lít- ilsverðar séu í samanburði við meiriháttar loddaraskap, sem mið- illinn framkvæmir, jafnvel á léleg- um „líkamninga“fundi. Það fólk, sem sækir andafundi, er venjulega óhæft til að hugsa skynsamlega, og um leið til að skynja normalt, af því að undir niðri vill það láta blekkjast og er komið hingað þeirra erinda. Meðal þeirra, sem sitja venjulegan miðilsfund, er það áreiðanlega í fæstum tilfellum mið- illinn, sem þarf lækningar við, heldur fundargestirnir, the sitters. Og það er fásinna að halda, að það fólk, sem hangir á miðilsfundum, læknist þótt komið sé upp um einn miðil. Ef það fer ekki til sama mið- ilsins aftur, óðar en hann er kom- inn úr steininum, þá fer það ofur einfaldlega til næsta miðils. Hin sí- gildu svör andatrúarmanna, lærðra manna ekki síður en leikra, þegar upp kemst um miðil, eru þessi: „Það getur verið, að Lára miðill hafi svik í frammi - stundum. En í öll þau 42 skipti, sem ég var á fundum hjá henni, get ég lagt sálu- hjálpareið út á að hún hafði engin svik í frammi." Ef síðan fást óræk- ar sannanir - eða t.d. játning mið- ilsins sjálfs - fyrir því að hún hafi alltaf „svikið“, ekki aðeins í þessi 42 skipti, heldur á hverju kvöldi í tíu ár, tuttugu ár, þá svarar andatrú- armaðurinn: „Það getur verið, að Lára miðill svíki alltaf, en hitt get ég lagt eið út á: Ásta miðill svíkur aldrei.” Og ef Ásta miðill reynist „svikari” er svarið: „Það má vel vera, að bæði Lára miðill og Ásta miðill svíki, en það get ég boðið sáluhjálpareið út á, að ekki sveik hann Indriði miðill meðan hann var á lífi“ - og ef líkur þykja síðan benda til þess, að Indriði miðill hafi einnig svikið, þá bendir anda- trúarmaðurinn á miðilinn frú Píper í Englandi eða Ameríku, „sem aldrei sveik, eða a.m.k. trúði Sir Oliver Lodge því, að hún sviki ekki, og annar eins maður og hann fer ekki með neina lygi,“ - o.s.frv. endalaust. Það er af svörum eins og þessum, sem draga má nokkrar ályktanir um sálarástand venju- legra andatrúarmanna. Tímarit Máls og menningar, 3. hefti 1940. Greinin er hér endurbirt stafrétt. Helgi Tómasson yfir- læknir: Hún er framúr- skarandi talhlýðin og reiðubúin að segja sannarlega ósatt upp í opið geðið á manni. h'finu, bæði ósamlyndi og bama- fjölda... Ákærði Þorbergur hefur að vi'su haldið því fram, að ákærða hafi með áhrifavaldi sínu og hótunum um ófarir fengið sig til þátttöku í svikun- um,en ósannað er að svo hafi verið. Ákærða virðist þó hafa verið driffjöðr- in í þessu, enda framkvæmdi hún sjálf svildn á fundunum.“ Umfangsmikil svik Þeir sem sækja miðilsfundi nútím- ans eiga sjálfsagt torvelt með að gera sér í hugarlund hvemig bein svik fara fram. Miðlar nú um stundir halda yfir- leitt fjölmenna skyggnilýsingarfundi, þarsem fram fer uppboð á „gömlum, góðlegum konurn" í stómm stfl. Nei, fundir Láru vom aldeilis með öðmm brag. Á rökkvuðum fundum Lám miðils heyrðust framandi raddir, „lík- amningar" gengu um gólf, sumir þótt- ust sjá framliðin dýr á vappi og ástvin- ir höfðu samband af astralplaninu. Til þess að fundimir væm sem áhrifaríkastir setti Lára á svið heil- mikla sýningu, einsog fram kemur í dómsskjölunum: „Þau [Lára og Þorbergur] ákváðu að kaupa hvíta slæðu úr þunnum vefn- aði, og var það framkvæmt. Einnig út- bjuggu þau grímur eða andlitslikön. Tæki þessi notaði svo ákærða á fund- unum til að sýna útfrymis- og Kkamn- ingafyrirbrigði. Hélt hún tækjum þess- um uppi og hreyfði þau með höndum sínum á fundunum, þegar við átti. Ákærði Þorbergur setti fjalabotn í stól þann, er ákærða sat á fundunum, þannig að hólf myndaðist undir stól- setunni, og einnig útbjó hann lok framan á stólnum, sem hægt var með hægu móti að opna og loka, og var ekki áberandi að sjá, þegar það var lokað. Notaði ákærða þetta til að geyma svikatækin í og opnaði það svo í dimmunni á fundinum eftir þörfum og tók úr því tæki og setti aftur í það notkun lokinni." Sneypuför til Lundúna Hið óhamingjusama hjónaband Láru og Þorbergs rann sitt skeið árið 1936. Snemma árið eftir hófst ástar- samband Láru og Kristjáns Ingvars Kristjánssonar. Hann var þá 46 ára, og hafði um nokkurt skeið sótt miðils- fundi Láru. Kristján kom líka við sögu í réttarhöldunum enda varð hann Láru afar handgenginn og kom í stað Þor- bergs sem aðstoðarmaður hennar við svikin. Um það segir meðal annars í dómsskjölunum: ,JFraman af mun ákærði Kristján Ingvar hafa verið grunlaus um að ákærða beitti svikum í miðilsstarfsemi sinni. Fyrsti grunur hans um að svo væri vaknaði, þegar hann eitt sinn tók á útfrymi frá ákærðu og fann, að það var viðkomu eins og venjuleg slæða. Þá sýndi ákærða honum eitt sinn tvær eða þijár myndir sem teknar höfðu verið á áðumefndum myndatökufund- um [þar sem hæfileikar Láru vom rannsakaðir], og sagði honum, að myndimar væm af dóttur sinni og bað hann að segja ekki frá þessu.“ Kristján Ingvar varð fylgdarmaður Lám í ferð hennar til Lundúna haustið 1937. Sálarrannsóknafélag þar í landi bauð henni, kostaði ferðir og uppihald og greiddi henni auk þess þóknun. Þá greiddi félagið einnig íyrir fylgdar- konu Lám og ferðir og uppihald Krist- jáns Ingvars. Þetta var lítil sigurför: Lára beitti svikum en Bretamir vom ekki eins auðblekktir og fundargestir hennar í Bjamaborginni. Af ljósmynd- um, sem teknar vom á fundunum, var greinilegt að um svik var að ræða. í dómsskjölum segir að á tveimur fund- um hafi Lára notað slæðu og andlit- . slíkan, ennfremur að hún hafi notað vasaklút til að láta líta svo út sem einn af „líkamningunum" væri með yfir- skegg! Þá hafði Kristján Ingvi eftir Lám að hún hefði einu sinni notað nærklæði sín til að blekkja með við sýnilegu fyrirbrigðin. Eftir þessa sneypuför til heimsborg- arinnar hélt Kristján Ingvi tvær sam- komur þarsem hann sagði frá ferðinni: og vai- lýsing hans allfjarri vemleikan- um. En tími... * framhald á bls. 7.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.