Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 14
14 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 14. -17. DESEMBER 1995 KRISTBJORG ÞORKELÍNA leikkonu Jórunn Sigurðardóttir BJARTUR Gus Gus um allan heim? Geisladiskur Gus Gus hópsins, þar sem Daníel Agúst og danstónlistar- dúettinn T-World eru í fararbroddi, hefur hlotið frábærar viðtökur ís- lenskra gagnrýnenda síðan hann kom út, í kjölfar stuttmyndarinn- ar Nautn eftir Kjól & Anderson. Asamt Daní- el syngja Emilíana Torrini, Magnús Jóns- son (Silfurtónn) og ungstimið Hafdís Huld á plötunni en samstarf þeirra í Nautn varð kveikjan að því að Daníel Agúst og T- World bjuggu til Gus Gus. Nú hefur hróður þessarar tónlistar borist til eyma erlendra út- gáfufyrirtækja og hafa tvö bandarísk stórfyrir- tæki óskað eftir samn- ingaviðræðum við for- svarsmenn Kjól & And- erson milli jóla og ný- árs, með útgáfu á banda- ríkjamarkaði í huga. Hérlendis hefur lagið Believe hljómað í út- varpi en það var einmitt það lag ásamt mynd- bandi þess sem varð til þess að vekja áhuga bandaríkjamannanna á Gus Gus. Tj arnar- kvartett- inn í Deiglunni Tjarnarkvartettinn sendir frá sér um þessar mundir nýjan geisladisk með jólalögum, sem Japis gefur út. Kvartett- inn skipa Rósa Kristín Baldursdóttir sópran, Kristjana Arngríms- dóttir alt, Hjörleifur Hjartarson tenór og Kristján Hjartarson bassi. Þau syngja meðal annars lög eftir Jón As- geirsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Carl Nilsen og Handel. Kvartettinn hefur farið víða með söng; nú síðastliðið haust var hann fulltrúi Islands á leiklistarhátíð- inni í Tampere í Finn- landi og fyrir nokkmm vikum ferðaðist hann um Suðurland sem hluti af verkefninu „tónlist fyrir alla“ þar sem hann kynnti íslenska tónlist frá örófí alda til okkar daga fyrir skólabömum og öðmm sunnlending- um. Á heitum fimmtudegi 14. desember mun Tjamarkvartettinn halda útgáfutónleika í Deigl- unni, Akureyri og flytja jólalögin af nýja diskin- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.