Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 24
Öld frá fæðingu Paul Éluard Sigurður Pálsson hefur sent frá sér veglegt safn þýðinga á ljóðum franska meistarans. í dag eru hundrað ár frá fæðingu Paul Éluard, eins af höfuð- skáldum aldarinnar. Hann var í fararbroddi í hreyfíngu súrrealist- anna á þriðja og fjórða áratugnum, varð svo virkur kommúnisti og í seinna stríði urðu ljóð hans svo ástsæl meðal frönsku þjóðarinn- ar að hann varð að þjóðskáldi. Ljóðmál hans var liðugt og skýrt, lítið um hátíðleg eða sjaldgæf orð, en ljóðmyndimar hinsvegar iðulega flóknar og óvæntar að hætti súrrealista. Það átti því vel við að margir frægustu myndlistarmenn aldarinnar myndskreyttu bækur hans, Picasso, Chagall, Dalí og Max Emst. Fyrir skömmu gaf Forlagið út þýðingar Sigurðar Pálssonar á ljóðum Éluards. Bókin heitir Astin Ijóðlistin og önnur Ijóð og henni fylgir ítarlegur og stórfróðlegur inngangur Sigurðar þarsem segir frá ljóðagerð Éluards, ævi hans og ástum og hinni litríku hreyfingu súrrealista. / Paul Eluard í fyrsta lagi XIII Ástfangin í laumi bakvið bros þitt Allsnakin ertu ástarorðin Leiða brjóst þín og háls í ljós Og mjaðmir og augnlok Leiða öll atlotin í ljós Til þess að kossarnir í augum þínum Sýni einungis þig alla Geisiaspilari í vasann á frábæru ver'Si' Rakvel 1 brjostvasann My flrst Sony er draumur allra bama. Er ekki bamf þinni tjölskyldu sem gaman væri að gleðja ? JAPIS síðan l i Á jólatilboði Japis gefst þér tækifæri á að eignast frábærar vörur á sérstöku jólatilboðsverði. Hér á síðunni er örlítið sýnishorn af vöruvali verslana Japis. HElMABfÓMAG Flest okkar viljuin hafa myndbandstækið þannig úr garði gert að það sé vandræðalaust í allri notkun og ekki þurfi sérfræðiaðstoð þegar eitthvað bjálar á. Panasonic SD200 myndbandstækið er einmitt þannig úr garði gert, frábær myndgæði, (Super Drive, A1 Crystai vievvj allar aðgerðir koma fram á skjá, innstilling stöðva sjálfvirk ásamt langtíma upptökuminni og þess háttar búnaði sem okkur þykir sjálfsagður nú til dags. Panasonic Kannast þú við það að sitja í kvikmyndahús,i þar sem hljóðið leikur um þig og þú hefúr það á tilfinningunni að þú sért staddur inní myndinni? Þessa tilfinningu getur þú nú fengið heim í stofii með Dolby Pro Logic útvarpsmagnaranum frá SONY. Þeir sem kaupa Dolby Pro Logic magnara er boðið sértilboð á öllu settinu þ.e. magnarinn 70W miðjuhátalara og pari af 50W bakliátölurum á aðeins... Panasonic SC-CH32 9 Magnari 2x20w din 2x40 músík 9 Útvarp með FM/MV/I.W og klukku 9 Tvöfalt segulband auto-reverse 9 MASH1 bita geislaspilari % Forstilltur tónjafnari surround # Góðir hátalarar 2way 30w din 60 músík 9 Fjarstýring 21" monotæki Textavarp Black Matrix myndlampi Scarttengi Allar upplýsingar birtast á skjá JAPIS jólatilboðsverð jólatilboðsverð atillwðsu Skáld ástarinnar. Raul Eluard árið 1942. Hringadrótt- inssaga öll komin út á íslensku Hringa- dróttinssaga Tolkiens er nú öll komin út á íslensku í þýðingu Þor- steins Thor- a r e n s e n . Þriðja bindið sem Fjölva- útgáfan er nú að senda frá sér, nefnist Hilmir snýr heim, en með því er átt við að útlaginn Stígur eða Aragom kemur tii ríkis í Gondor. Nú er liðinn meira en áratugur síðan Þorsteinn hóf þýðingu þessa mikla verks, sem í heild er nærri tólfhundruð blaðsíður. Eftir að hann var tilbúinn með verkið, hafa bindin komið út reglulega þrjú ár í röð. Fyrri bindin nefnd- ust Föruneyti hringsins og tveggja tuma tal. Hringadróttins- saga er viðurkennt sígilt bók- menntaverk og nýtur óhemju vin- sælda um víða veröld. Tolkien var nokkuð sérvitur prófessor í Oxford og skapaði sér í ritum heila ævintýraveröld. gekk hon- um í fyrstu illa að koma þessu verki fyrir almenningssjónir, út- gefendur höfðu ekki trú á því, en svo sló það óvænt algjörlega í gegn. Þessum ævintýraheimi er lýst svo ýtariega, að lesendum finnst hann raunverulegur og lifa sig inn í hann. Pastoral- sinf ónían Ut er komin hjá Fjölva, skáldsagan Pa- storalsinfónían eftir franska rit- h ö f u n d i n n André Gide í Þýðingu Sigur- laugar Bjarna- dóttur. André Gide telst meðal merkustu og áhrifamestu höfunda vestrænna samtímabókmennta. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1947. í sögum hans kemur fram eindregin einstak- lingshyggja sem oftar en ekki lendir í árekstrum við ríkjandi trúarhefðir og siðalögmál. Pator- alsinfónían er hér engin undan- tekning. Hún segir af sóknar- presti í afskekktu fjallahéraði sem tekur upp á sína arma blinda munaðarlausa stúlku, - kristilegt kærleiksverk. en svo fer að hann verður ástfanginn af stúlkunni, - baráttan við freistingu og synd. Gítarlist á geisla- diski Út er kominn geisladiskur með gítarleikaranum Kristni Arnasyni. Kristinn er tónleika- gestum að góðu kunnur og hefur fengið góðar viðtökur hjá áheyr- endum og gangnrýnendum fyrir leik sinn. Það er því mikið ánægjuefni að gitarlist hans skuli nú vera að fínna á geisla- diski. A diskinum eru verk eftir Agustin Barrios og Francisco Tárrega. Tárrega hafði mótandi áhrif á þá lækni sem gítarleikar- ar hafa notað. Hann var rómantí- ker og notaði gítarinn á nýstár- legan hátt. Agustin Barrios var frá Paraguay og var af indíána- ættum. Hann var feikna mikill virtúós, en ekki rnetinn að verð- leikum rneðan hann lifði. Hann var mikill snarstefjari og átti til að breyta verkum sínum á tón- leikum. Kristin Amason er meðal okkar snjöllustu gítarleikara, hóf klassískt gítamám tíu ára gam- all. Eftir burtfararpróf stundaði hann framhaldsnám meðal ann- ars í Bretlandi, Bandarikjunum og á Spáni. Kristinn hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum hér heima og erlendis. Útgefandi disksins er ARSIS CLASSICS í Hollandi, en hon- um er dreift af Japis hér á landi en EMl erlendis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.