Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 2
Notar segulband í stað- inn fyrir blað og blýant A skrifborði Halldórs Rafnar eru kassettutæki og blindraritvél i stað pappirs og penna sem venjulega fljóta út um allt á skrifstofum. Ljósm. Loftur. „fcg hef fengið nokkuð af mál- um til úrlausnar sfðan skrifstof- an var opnuð” sagði Halldór S. Rafnar, lögfræðingur hjá Ör- vrkjabandalagi islands. „Þetta eru helst fjárhagsmál. Kólk hefur áhyggjur af gömlum sköttum, er óöruggt með eftir- launin sln og fleira þess háttar.” Halldór kvað Öryrkjabanda- lagið hafa iengi hal't áhuga á að skapa einhvers konar lögfræöi- lega þjónustu fyrir örvrkja. Halldór missti sjónina fyrir þremurárum og sáu menn • sér leik á borði og réðu hann starfa fvrir bandalagiö. Ráðleggingar og smærri fyrirgreiðslur eru veittar ókeypis, en ef um málarekstur fyrir fatlað fólk að leita þangað. Siðar er fyrirhugað að lögfræði- skrifstofan flytjist i Hátún 10. Simi skrifstofunnar er 26405. Öryrkjum fínnst betra að leita til öryrkja „öryrkjar eiga oft talsvert erfitt með að leita til annarra eftir hjálp. Hvort sem það er af hlédrægni eða öðru, þá virðist þeim veitast auðveldara að leita til annarra öryrkja. Þar sem ég er blindur, finnst öryrkjum að þeir séu að leita til manns, sem stendur likt á fyrir og þeim sjálfum. Þegar ákveðið var að hefja þessa starfsemi, var jafnframt ákveðið að veita öldruðu fólki færi á þessari þjónustu, þar sem margt gamalt fólk er að nokkru leyti öryrkjar. Það eru ekki hálögfræðileg mál eingöngu, sem koma til minna kasta hér. Margir virðast vera i hálfgerðum vandræðum með að vita hvert þeir eigi að snúa sér með hin margvisleg- ustu mál. Þess vegna er hluti af starfi minu hér að benda fólki á það hvert sé heppilegast fyrir það að snúa sér. Þessar ráð- leggingar veiti ég bæði á skrif- stofunni og svo er mjög algengt að fólk snúi sér til min i gegnum simann.” Halldór getur vitaskuld ekki skrifað niður upplýsingar um mál þau sem til hans koma. Þess i stað notar hann blindra- ritvél til að taka niður minnis- atriði sem verða að vera ná- kvæm, s.s. nafn, heimilisfang og númer. Með kasettutœki í brjóstvasanum Að öðru leyti styðst hann aðal- lega við segulbönd. Hann ber alltaf á sér litil kassettutæki sem hann segist hafa i brjóst- vasanum i staðinn fyrir minnis- blokk og blýant. „Svo hef ég hérna mitt „Wat- ergatetæki”,” segir Halldór og kimir. „Það er stærra kassettu- tæki sem ég get sett i samband við simann, svo ég geti haft þar minnisatriðin. Ég vinn yfirleitt allt á kassett- ur. Þegar málinu er lokið er það siðan þurrkað út og kassettan notuð aftur.” Vélritunin er vandasöm „Skrifstofan er opin milli 10 og 12 á morgnana. Siðan vinn ég úr málunum eftir hádegi. Menn geta pantað tima hjá mér á þeim tima ef þeim hentar það betur en morguntiminn. Hins vegar þarf ég á þessum tima að halda i verkefni sem ég þarf næði við. Þar sem ég er einn á skrifstof- unni, þarf ég að vélrita sjálfur bréf og annað sem til þarf. Það gengur sæmilega vel þegar ég hef algert næði, en sé ég truflað- ur i miðju kafi, veit ég ekkert hvar ég er staddur, þar sem ég get ekki lesið vélritun. Þegar komin er reynsla á þessa starfsemi kemur i ljós hvort grundvöllur er fyrir öðr- um starfskrafti á skrifstofuna. Þangað til bið ég hina og þessa að lesa vélritunina eftir mig, annars gætu menn haldið að bréfið væri á kinversku,” sagði Halldór Rafnar. —SJ Föstudagur 2. april 1976. VISIR Öli Klein, bilvelavirki: Það geng- ur alltaf m jög vel, ég er sennilega svona andlega friskur. N'úmi Þorbergsson, algreiöslu- maður: Það gengur alveg prýði- lega allan ársins hring. Þetta er sennilega vani, ég hef alltaf farið snemma á fætur frá þvi ég man eftir mér — jafnvel þótt ég eigi fri. Hvemig gengur þér að vakna á morgnana? Jósep Sigurðsson sendibilsstjóri: Mér gengur vel að vakna alla morgna. Það er bara gaman að fara á fætur, þótt ég fari seint að sofa. Ég þarf svo takmarkað að sofa. Hralnkell (iuömundsson, bifvéla- virki: Það gengur ágætlega eftir aö fer að birta, verra i svartasta skammdeginu. Jafnstaðin kyn að lögum Asmundur (íuöbjörnsson, pipu- lagningarmaður: Mér gengur ágætlega að vakna alla morgna, það skiptir mig ekki svo miklu máli hvort er bjart eða dimmt. Stundum ber við f oröaleit vegna stórfelldra umbreytinga, aö mönnum finnstað vart muni „orö á islensku til um allt sem erhugsaðá jörðu”. Menn detta ekki niður á orð eins og „þota” eða „þyrla” eða „hyrna" eða „ferna” alveg fyrirhafnarlaust, en þessi nýyrði eru smámunir hjá þeirri nýyrðasmið sem stundum fer fram á Alþingi, þar sem reynt er að fclla anda heilia lagabálka i eina nafngift. Það mundi engum á þvi þingi lengur detta i hug að flytja lög um ,,af- kynjanir og vananir” eöa nefna slika bálka getnaðarlög, heldur hétu þau samkvæmt þingtisk- unni Lög um afnám fjölgunar- getu eöa eitthvað ámóta. Nú liggja jafnstöðulög fyrir Alþingi. Kinhverntima varðaði eitthvað af þeim jafnrétti kynj- anna svo sem eins og launajafn- rétti og jafnrétti til starfa. Hin nýju stöðulög eru auðvitað lramsett i þeim góða tilgangi að tryggja ja fnrétti kynjanna. Aft- ur á móti, getur, vegna jafn- stöðu nafngiftarinnar, ýmislegt farið úrskeiðis i meðförum og þá allra sist til framgangs hinu góða málefni. Jafnréttismálin hafa löngum þótt ágætt þrætuefni. Af sinni vcnjulegu frekju vikur maður- inn sér að konunni, um það bil sem jafnstöðulögin koma til þriðju umræðu á Alþingi og seg- ir: — Ert-þú jafnstaðin og ég. — Alls ekki, segir konan — Ég hefði nú samt haldið að þú værir jafnstaðin og ég. — Hvernig geturöu sagt þetta, maður, eftir allt sem á undan er gengið, segir konan, og á auð- vitað við það óréttlæti, sem kon- ur hafa mátt búa við frá þvi á tertier-timanum. — Ég skil ekki af hverju þú getur ekki viðurkennt að þú sért jafnstaðin og ég. Eða ertu kann- ski eitthvað að gamna þér?, segir maöurinn. — Þetta er fullkomin ósvifni, segir konan. Ég hef aldrei verið jafn staðin og þú og það veistu, og ég er ekkert að gera að gamni minu. - Vist erum við bæði jafnstað- in, segir maðurinn. — Hvcrnig geturðu sagt þetta, einsog inargt er eftir óuppgert. Og hvað um uppvaskið? — Ég get nú ekki séð hvað uppvaskiö kemur þessu við, segir maðurinn. Maður er jafnt staöinn hvort maður þvær upp eða ekki. — Jæja, en ég álit að uppvask- iö skipti máli, segir konan. — Það grunaði mig ekki, segir maðurinn. Hvernig? — Þú átt að gera það lika, seg- ir konan. — Ég er alltaf til i að gera það lika, segir maðurinn. — Það er helst, segir konan. — Jæja, segir maðurinn. Hef ég ekki verið jafnstaðinn og þú. — AIls ekki, segir konan. Þú ert langstaöinn. — Þetta grunaöi mig, segir maðurinn. — Ég á ekki að þurfa að segja þér svona augljósan augljósa hluti. — Sést það utan á mér, segir maðurinn. — Allir karlmenn bera þaö ut- an á sér, segir konan. — Er það nú jafnrétti, segir maðurinn. Svarthöfði Oeir Kristjánsson, aðstoðarbak- ari: Ja, ég vakna nú ekkert á morgnana, ég vakna á nóttunni um 3 eða 4. Þessi fótaferðatimi venst, það er verst á veturna en allt i lagi á sumrin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.