Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 6
Föstudagur 2. april 1976. vism Guðmundur Pétursson Allt í bál og brand á Ítalíu vegna fóst- ureyðingafrumvarps Frjálsar fóstureyðingar kunna að valda þvilíkri stjórnmála- kreppu á ttaliu að efna verði til nýrra þingkosninga. Hörkudeilur urðu á þinginu i gær vegna breytingartillögu frá kristilegum demókrötum og nýfasistum við lagafrumvarp sem miðar að þvi að gera fóstureyðingar löglegar. Ef breytingatillagan verður sam- þykkt, fellur frumvarpið um frjálsar fóstureyðingar um sjálft sig. Tillaga kristilegra demókrata og nýfasista heimilar aðeins fóstureyðingu ef konu er nauðgað, eða ef barnsburður ógnar lifi konu. Allir aðrir stjórnmálaflokkar á ttaliu styðja frumvarpið um frjálsar fóstureyðingar. En samanlögð atkvæði hinna flokk- anna tveggja gætu nægt til að koma breytingatillögunni i gegn. Sósialistar eru einna harðastir i að koma frumvarpinu i gegn. Þeir mynda eins og er starfhæfan meirihluta með kristilegum demókrötum. Vegna fóstur- eyðingamálsins er hætta á slitum þessa samstarfs, og þá blasir ekkert við nema kosningar. Ef til kosninga kemur, má bú- ast við það auknu fylgi vinstri- sinnaðra flokka, að þeir nái meirihluta á þingi. Ef kristilegir demókratar og nýfasistar koma breytingatillögu sinni í gegn, er hætt við miklu fylgistapi þessara flokka, sérstaklega kristilegra. Rússneskum njósnurum vísað frá Hollandi Tveim rússum, sem starfað hafa i Hollandi, hefur verið visað þaðan úr landi, vegna þess að þeir reyndu að kaupa sér upplýsingar um raf- eindaútbúnað i herþot- um — eftir þvi sem hol- lenska utanrikisráðu- neytið kunngerir. Embættismenn ráðuneytisins sögðu fréttamönnum, að rússarn- ir mundu fara úr landi innan skamms, en þeir hafá verið nafn- greindir, og er annar G.M. Burmistrov verslunarfulltrúi i Amsterdam, en hinn V.T. Khly- stov, forstjóri hollensk-sovéska fyrirtækisins, Elorg, sem aðsetur hefur i Hilversum. Ráðuneytið segir, að mennirnir hafi verið á höttunum eftir hemaðarleyndarmálum, jafnt upplýsingum um herþotuna sjálfa sem rafeindaloftsiglingabúnað- inn og geimrannsóknartæki. Þeim var visað úr landi á grundvelii þess, að atferli þeirra ogstarfsemi væri ekki i samræmi við forsendur þær, sem þeir fengu landvistarleyfi á. Ekki fékkst upplýst, hvaða her- þota það hefði verið, sem rússarnir sýndu svona mikinn áhuga. — Sovéska sendiráðið hef- ur ekkert viljað um málið segja. Vöruflutningabílstjórar í verkfalli í Banda- ríkjunum Ford-stjórnin hefur varað vörubilstjóra- félagið, sem hóf verkfall i fyrrinótt, við þvi, að lýst verði yfir neyðar- ástandslögum og i skjóli þeirra bilstjórum fyrir- skipað að hefja aftur störf, ef deila þeirra leysist ekki hið bráð- asta. Atvinnumálaráðherrann, Willi- am Usery, lýsti þessu yfir i gær, nokkrum klukkustundum eftir aö verkfallið hófst. Er þetta viðtæk- asta verkfall vörubilstjórasam- takanna siðan þau voru stofnuð, en innan þeirra vébanda eru um 450.000 félagsmeðlimir. Menn hafa þegar reiknað út, að einnar viku langt verkfall muni gera um milljón manna atvinnu- 'iausa og kosta þjóðarbúið um 300 milljónir dollara. Sjá þeir fram á vöruskort i verslunum, ef verk- fallið leysist ekki innan tveggja vikna. 1 lögum er gert ráð fyrir, að stjórnin geti slegið verkfalli á frest um 80 daga til að reyna til þrautar að knýja fram samninga. Vörubilstjórar i Bandarikjun- um, hafa um 7,18 til 7.33 dollara á klukkustund i laun, en hafa farið fram á 30% hækkun. Rubinstein h eiðraður Pianósnillingurinn Artur Rubin- stein var i gærTieiðraður sérstak- lega af Gerald Ford Bandarikja- forseta við hátiölega athöfn i Hvita húsinu. — Sæmdi forsetinn hann frelsisoröunni. Forsetinn sagöi, aö Rubinst^in heiði — siðan hann flutti vestur til Bandarikjanna fyrir 30 árum — „orðiöeittaf gersemum þjóöarinn- ar”. Hinn pólskættaöi pianósnillingur, sem nú er 89 ára að aldri, kom fyrst fram i Bandarikjunum á hljómleik- um i Carnegie Hall i New York fyr- ir 70 árum. Sterlingspundið sígur Breska sterlingspundið féll i verði á gjaldeyrismarkaði Zurich i Sviss i gær, og virtust allir vilja losasigvið pundinsin,meðan mikil eftirspurn var eftir vestur-þýskum mörkum og svissneskum frönk- um. Um leið minnkaði ögn eftir- spurn eftir Bandarilcjadölum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.