Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 20

Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 2. april 1976. VISIR Auglýsing um skoðun bifreiða i lögsagnarumdæmi Keflavikur, Njarð- vikur, Grindavikur og Gullbringusýslu. Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að aðalskoðun bifreiða i lögsagnar- umdæminu hefst mánudaginn 12. april 1976 mánudaginn 12. april Ö-1 — Ö-75 þriðjudaginn 13. april Ö-76 — Ö-150 miðvikudaginn 14. april 0-151 — Ö-225 þriðjudaginn 20. april Ö-226 — Ö-300 miðvikudaginn 21. april Ö-301 — Ö-375 föstudaginn 23. april Ö-376 — Ö-450 mánudaginn 26. aprfl Ö-451 — Ö-525 þriðjudaginn 27. aprfl Ö-526 — Ö-600 miðvikudaginn \ 28. aprfl Ö-601 — Ö-675 fim mtudaginn 29. april Ö-676 — Ö-750 föstudaginn 30. aprfl Ö-751 — Ö-825 mánudaginn 3. mai Ö-826 — Ö-900 þriðjudaginn 4. mai Ö-901 — Ö-975 miðvikudaginn 5. mai Ö-976 — Ö-1050 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar að Iðavöllum 4 i Keflavik og verður skoðun framkvæmd þar á fyrr- greindum dögum milli kl. 9—12 og 13.00—16.30. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðagjöld fyrir árið 1976 sé greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann lát- inn sæta sektum samkvæmt umferðarlög- um og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum sem hlut eiga að máli. Vakin er sérstök athygli á þvi, að auglýs- ing þessi varðar alla eigendur ö-bifreiða, hvar sem þeir búa i umdæminu. Bæjarfógetinn i Keflavik, Njarðvik og Grindavik. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. lKt! » TILBOÐ óskast i 7,0 m skipsbjörgunarbát fyrir 30 manns, með bún- aði, i þvi ástandi sem hann er. Báturinn, sem er byggður úr styrktu plasti, er til sýnis i geymsluporti Landhelgisgæslunnar að Seljavegi 32. Nánari upplýsingar veitir Garðar Pálsson skipaeftirlits- maður Landhelgisgæslunnar. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri 13. april 1976, kl. 11:30 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BOBGARTÚNI 7 StKI S8844 Tilboð óskast v/kaupa á 13.000 litrum af hvitri vegamáln- ingu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað 20. april 1976, ki. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Óþekktarormurinn hrellir grínistann Kvikmyndastjarnan Tatum O’Neal heldur áfram að gera garðinn frægan — með óþekkt- inni i sér. Tatum er nefnilega ekki nema 12 ára göm- ul, en hún hefur þegar fengið Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndaleik. Hún er dóttir leikarans Rayn ONeal. Hann hefur algjör- lega gefist upp á að ala hana upp. Tatum lék nýlega i mynd með grinleikaranum Walter Matt- hau. Litlu munaði að hann hætti við leik sinn i myndinni vegna hegðunar óþekktarormsins. „Krakkinn vildi einungis gá hvað hún gæti komist langt með óþekkt og f iflalátum við m ig. Ég hreint og beint hótaði að beygja hana yfir kné mér og rass- skella hana”. sagði Matthau úr- vinda eftir eina upptökuna. En Tatum gretti sig bara framan i hann þegar hann hót- aði hegningu. Matthau var lengi að finna auman blett á henni. En það tókst. Hann sagðist hætta við kvikmyndatökuna ef hún hegð- aði sér ekki betur, og það mundi kosta hana 350 þúsund dollara. Þá sljákkaði i Tatum, og sam- vinnan var upp á það besta eftir það. „Þegar ég var að leika, hróp- aði hún alltaf „taka”, rétt áður en leikstjórinn ætlaði að gera það. Og þegar tökunni var i þann veginn að ljika, hrópaði hún „búið”. auðvitað rétt áður Leikarinn Rayan ONeal ásamt dótturinni Tatum. Það var ekki alltaf svona i sátt og samlyndi á milli þeirra Walther Matthau og Tatum ONeal. Myndin er af atriði úr kvikmyndinni sem þau iéku saman i. en það var búið i raun og veru. Við þurftum að taka atriðin upp aftur,” segir Matthau „Ég spurði pabba hennar Rayn ONeal einn daginn hvers vegna hann hefbi ekki kennt henni mannasiði. Hann svaraði bara — Hvernig get ég það þegar hún hefur þegar unnið ein Öskarsverðlaun? Enhann sagði að aðalástæðan fyrir slæmu uppeldi Tatum væri sú að fólk kæmi fram við hana eins og væri hún fullorðin. Það þyrpist kringum hana eins og drottningu, og þá fer hún að láta eins og hún sé drottnin. Þá byrja vandræðin. Fólk á að koma fram viðhana eins og barn, og þá er allt i besta lagi. LOKSINS - EGG í METRAVÍS Það hlaut að koma að þvl! Egg i mctravis. Og að sjálf- sögðu eru það 'þjóðverjar sem standa fyrir þessu, hvað dettur þeim ekki i huga. Þeir hafa nú samt ekki ræktaö neinar súper-hænur. Eggin eru aðeinsmeðhöndluð þannig að úr verða þessar lengjur. Hver lengja er búin til úr tólf eggjum. Rauða og hvita eru aðskildar, og siðan þeyttar i þeytivindu, þar til hvorutveggja stifna. Þá eru göng gerð i hvituna, og rauðunni hellt i. Þvi' næst er blöndunni sprautað inn i „pylsu- skinn”. Þá er egggggggggið til- búið til suðu. Veitingahús og mötuneyti ættu að hafa sérstaklega mikið gagn af þessari hugmynd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.