Vísir - 05.07.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 05.07.1976, Blaðsíða 2
'2 Hvað finnst þér að gjaldeyrisskammturinn þyrfti að vera hár? Haraldur Hálfdánarson, verka- maður: — Ég veit það ekki. Ég hef ekki stundað ferðalög siðan á striðsárunum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar siöan og ég hef ekki fylgst með þessum mál- um. Guðbrandur Þorláksson, dundar við hænsnarækt: — Það get ég ekki sagt um. Mér finnst þó órétt- látt aö tala um að þeir riku þurfi meiri gjaldeyri en þeir fátæku eins og ég sá einhvers staðar. Alla langar jafn mikið til aö komast til útlanda. Svana Guðjónsdóttir, húsmóðir: — Mér finnst hann alla vega allt of litill. Ætli hann þyrfti ekki að vera minnsta kosti hundrað þús- und krónur. Stella Kjartansdóttir, nemi: — Ég hef bara enga hugmynd um það þvi aö ég hef ekkert farið út nýlega. Jón Arnason, iæknir: — Eins hár og á hinum Noröurlöndunum. Skammturinn er allt of lágur. Mánudagur 5. júli 1976 visœ ■KBBBBHHaBHBEKffiSHfBBflBEHHh. Islond mun hagnast ó tilveru EFTA um langa framtíð, ,,Eftir viðtöl min viö stjórn- málamenn, forsvarsmenn at- vinnulifsins og fleiri, fer ég héðan sannfærður um að is- lendingar eru undir þaöbúnir að taka fullan þátt i frjálsri verslun og viöskiptum milli landa. Ég hef séð hér á landi dæmi um mjög vel sa mkeppnisfæran iðnaö og eru mér þá efst I huga verksmiöjur þcirra Akur- eyringa, sem ég skoðaði i vik- unni.” Svo fórust Charlés Muller, framkvæmdastjóra Efta, orð i einnkaviötali við Visi um helg- ina. Muller er 54 ára gamall svisslendingur, semeftir langan starfsferil i svissnesku utan- rikisþjónustunni tók við stöðu framkvæmdastjóra hjá Efta i janúar s.l. „Það er margvisleg vanda- mál þvi samfara að taka þátt i frjálsri millirikjaverslun en is- lendingar fengu góðan tima til aðlögunar, og að auki mikla að- stoð frá norræna iðnþróunar- sjóðnum, sem settur var á laggirnar i tengslum við inn- göngu íslands i bandalagið. Að aukihafa islendingarnotið allra friðinda bandalagsþjóða án þeirra skuldbindinga, sem þeim eru tengd allt frá þeim degi, er island gerðist meðlimur. Aðlögunartimanum lýkur endanlega árið 1980 og mér sýn- ist að islendingar séu að verða fyllilega reiðubúnir að mæta þeirri auknu samkeppni,sem það hefur i för meö sér.” „Erfiöleikar islendinga eruað atvinnulifiö er of einhæft hér. Fiskiönaður veröur eflaust um langa framtið mikilvægasta at- — segir framkvœmdasljórí EFTA í viðtali við Vísi Charles Muller og frú ásamt Þórhalli Asgeirssyni, ráðuneytisstjóra. (Ljósm Jens). vinnugrein fslendinga en brýna nauðsyn ber til fyrir islendinga að gera atvinnulifið fjölhæfara og óháðara fiskveiðum. Það er einmitt við þetta sem Efta getur hjálpað ykkur. Aðild tsiands að Efta gefur islenskum iönaði að- gang aö stórum og heppilegum mörkuðum. Ef ég má gefa ykkur ráð, þá er það að gera atvinnulifið fjöl- hæfara og miöa þróun þess við útflutning en ekki að verða sjálfum ykkur nógir. Til þess getur ekkert hjálpaö meira en aðild að Efta." Aðspurður um framtið Efta með hliðsjón af hugsan- legristækkun Efnahagsbanda- lagsins, sagði Muller: , ,Ég er sannfærur um tilveru- réttEfta,ogþað leysistekki upp i fyrirsjánlegri framtið. I Efta eru sjö lönd og niu lönd eru I EBE. Það er rétt að möguleiki erá úrsögn Portúgala úr Efta ef af aðild þess að EBE verður, en hvort tveggja er, að slikar við- ræður taka mörg ár og svo hitt að úrsögn Portúgala mundi ekki minnka tilverurétt bandalags- ins. Efta hefur haft mikil og góö áhrif á efnahag aðildarland- anna og þaö er trú min að þessi lönd eigi eftir að hagnast á til- veru þess um langa framtið. Tvð hundruð ára afmœli Bandaríkjanna tslendingar tóku fyrir hundrað árum upp þann sið að halda upp á afmæli iandnáms með sérstökum hætti. Ellefu alda afmælið er nýlega liðið, og bar þá nokkuð á skritilegri and- stöðu við óhjákvæmilegt til- stand, bæði hjá einstaklingum ogsamtökum. En afmæli af þessu tagi eru ekki einsdæmi á ts- landi, eins og margur virtist halda, og jafnvel óþörf. Tvö hundruð milijóna þjóð, eins og sú bandariska, heldur með miklu stolti upp á tvö hundruð ára afmæli sitt þetta sumar. tslensku blöðin báru þessa merki um helgina, en flest þeirra, ef ekki öll, gera sér dagamun og birta greinar um Bandarlkin og þjóðina, sem þar býr. Þetta er gleðilegur vottur þess, að afmælisskapið frá 1974 virðist ekki alveg runnið af mönnum enn. Má m.a. sjá það á þvf, að nokkrir islendingar lögðu á sig að sigla báti I sam- floti með öðrum og i vikingastil til helstu borgar landsins — þar á meöal einn, sem var svo heit- vondur út i hátlðarhald sinnar eigin þjóðar, að hann likti at- höfnum I sambandi við það við fasistaaðgerðir. En ekki ber að lasta afturbata i mönnum. Þá láta bretar sér annt um upphaf sitt þessa dagana. Breska rikiö hefur nýveriö keypt vellina við Hastings, þar sem Vilhjálmur bastarður, sem bretar sjálfir kalla Vilhjálm sigursæla, vann sina frægu orrustu árið 1066 og lagði grunninn að riki breta. Bretar hafa hingaö tii ekki gert mikið stáss með staðfestu rikisins, og a.m.k. i seinni tlð hefur ekki orðið vart mikilla afmælis- hátiða þar I landi. Aftur á móti leggja þeir mikið upp úr giftingum konungsfólksins, af- mælum þess og krýningarhá- tiðum Þó getur veriö að kaupin á Hastings bendi til þess, að þeir hugsi sér til hreyfings, svo sem eins og árið 2066, og fari þar að dæmi eylandsins I norðri og hinnar blönduðu þjóöar I vestri. Þannig virðist enginn komast hjá þvi til lengdar aö minnast upphafs sins og eiga sér af- mæiisdag, þótt þeir dagar á stundum þjóni ekki hagsmunum borðaliðs og spjaldbera. Margt hefur verið sagt um Bandarikin, sem varla er við hæfi að rifja upp á tlma eins og þessum. Munu þó andstæöingar þessarar miklu þjóðar vart hafa gerst eins haröorðir og ýmsir þegnar hennar sjálfrar á stundum. En það má vera undariega brenglaður ameriku- maöur, sem vegur meö gagn rýni sinni að þjóðernistil- filfinningunni, svo dýrmæt sem hún er þeim, og er þaö allur munurinn. Verulegt samneyti okkar við bandarikjamenn hefst ekki fyrr en I heimsstyrjöldinni siðari. Þeir höfðu að vlsu sýnt okkur þann sóma aö gefa okkur styttuna af Leifi Eirlkssyni árið 1930, og hafa nú tekiö upp svo- nefndan Leifs-dag i almanak sitt, þótt enn sé á reiki vestra hvort hann hafi veriö norö- maöur eöa Islendingur. Það var sem sagt 1941 að bandarlskir hermenn komu hingað. Með hernámi breta og slðan samningsbundinni komu banda- rikjamanna hófust nýir timar i landinu. Þeim fylgdi mikið fé- lagslegt umrót. Umbyltingin var snögg og sársaukafull en að sama skapi nauösynleg. Meira og minna einangraðeyland varð að nútimariki á fáeinum árum. En þrátt fyrir nábýli viö stóran granna I vestri varð umbylt- ingin islensk. Til hliðsjónar getum viðhugsað okkur hvernig fariö hefði um hag okkar, hefðu þjóðverjar hernumið landið og setiö hér til 1945, eða járntjalds- furstar komist til áhrifa á upp- skiptatimanum i striðslok. Þannig höfum við ekki ástæðu til annars en senda bestu kveðjur til afmælisbarnsins, sem stigur nú fram á þrjú hundruöasta timabilið, stutt yfiriýsingum um sjálfslæöi og mannréttindi, þar sem tekið er fram að allir séu fæddir jafnir. 1 sliku andrúmslofti vilja vinir þeirra i Evrópu starfa með þeim að vernda grundvallar- atriða lýðræðis i heiminum. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.