Vísir - 05.07.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 05.07.1976, Blaðsíða 8
8 VZSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. h'ramkvæindastjóri: Daviö Ciuöniundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Rragi (iuömundsson Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson Blaðamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. íþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11G60 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 8t>611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi86t>ll. 7 linur Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. cintakiö. Blaöaprent hf. Auðsær sannleikur Tvær aldir eru nú liðnar frá þvi að fulltrúar 13 ný- lendna bresku krúnunnar á austurströnd Norður- Ameriku undirrituöu yfirlýsingu þess efnis, að ný- lendurnar hefðu gert byltingu og sagt sig úr lögum við Bretland. Þetta gerðist á nýlenduþinginu i Fíladelfiu 4. júli 1776. Frelsisyfirlýsingin vakti mikinn fögnuð vestra og varð til þess að sameina íbúa nýlendnanna i baráttu gegn bretum en það sem meira var um vert: Hún varð leiðarljós margra annarra þjóða og þjóðar- brota austan Atlantsála i baráttu þeirra fyrir frelsi, mannréttindum og lýðræði. Þegar við islendingar lesum sjálfstæðisyfir- lýsingu Bandarikjanna nú um 200 árum eftir að hún var skráð, finnst okkur það sem þar er nefnt i raun sjálfsögð réttindi borgara nútima þjóðfélags, en fyrir tveim öldum þurftu menn i Vesturheimi að berjast fyrir þessum rétti. Kjarni yfirlýsingarinnar er þessi: „Vér álitum það auðsæjan sannleika, að allir menn séu fæddir jafnir, og að skapari þeirra hafi veitt þeim tiltekin óumdeilanleg réttindi, þar á meðal rétt til að lifa njóta frelsis og leita hamingjunnar. Rikisstjórnir séu skipaðar til þess að tryggja þennan rétt og þær hljóti réttmæt völd með samþykki þegnanna. Jafnskjótt og stjórn- skipan brjóti i bága við þetta markmið hafi þegnarnir rétt til að breyta henni eða afnema og koma á fót nýrri stjórn, sem grundvallist á þeim íugsjónum og þvi skipulagi, sem þjóðin telji væn- legast til þess að tryggja öryggi sitt og hamingju”. Þegar sjálfstæðisyfirlýsingin var undirrituð árið .776 voru ibúar nýlendnanna 13 um tvær og hálf milljón, en eru nú tveim öldum siðar nálægt 220 milljónir. Meðal þeirra, sem fluttust búferlum til Bandarikjanna i lok siðustu aldar og byrjun þessar- ar voru nokkur þúsund islendingar, en þótt þeim hafi vegnað vel i nýja heiminum hafa þeir tiltölu- lega litið getað látið að sér kveða meðal þeirra tug- milljóna innflytjenda, sem gert hafa Bandarikin að þvi stórveldi sem það er nú á dögum. Sambúð islensku landnemanna vestra við aðra þegna þessa viðáttumikla rikis hefur verið með ein- dæmum góð, og sömu sögu má segja af samskiptum þeirra islendinga, sem haldið hafa sig hér á eylend- unni i norðri, við bandarisku þjóðina. Samskipti þjóðanna á sviði menningar og við- skipta hafa verið mikil á undanförnum árum. Reglulegar skipaferðir og daglegar ferðir i lofti hafa fært þessar vinaþjóðir nær hvor annarri. Bandarikja menn hafa alla tið borið virðingu fyrir okkar fámennu þjóð og urðu m.a. fyrstir þjóða til að viðurkenna endurreisn islenska lýðveldisins árið 1944. Þessar tvær vestrænu lýðræðisþjóðir hafa átt mikil og góð samskipti á jafnréttisgrundvelli og aldrei hafa bandarikjamenn látið það ráða gerðum sinum gagnvart okkur islendingum að þeir eru þús- und sinnum fjölmennari en við. íslenska þjóðin sendir þeirri bandarisku hug- heilar árnaðaróskir í tilefni þessara timamóta. Það fer vel á því að íslenskir vikingar á skipi, kenndu yið Leif heppna Eiriksson skili kveðjunum vestur um haf. Þaö er löngu alkunna, aö kosn- ingabaráttan I Bandarikjunum krefst mikilla fjárútláta, og er reyndar mörgum þar vestanhafs áhyggjuefni. Þaö sýnist naumast á færi nema milljónamæringa aö bjóða sig fram og heyja slika bar- áttu með einhverjum sigurmögu- leikum. Jafnvel milljónamæringar eins og Jimmy Carter, sem varð auðugur af hnetum, verða að fjármagna kosningaundirbúning- inn að mestu með frjálsum fram- lögum flokksmanna og annarra stuðningsmanna. Þegar þessi fyrrverandi rikis- stjóri Georgiu hafði tryggt sér i forkosningunum nægan stuðning kjörfulltrúa, til þess að vera öruggur um útnefningu flokksins, kom í ljós, um leið og fjáröflunar- nefnd kosningaundirbúnings hans gerði upp dæmið, að safnað hafði verið skuld upp á 1,2 milljónir dollara. Hafist var strax handa við aö lappa upp á fjárhaginn og siðustu tvær vikur hafa verið helgaðar fjáröfluninni. Með þeim árangri, að eftir allar hanastélsveislurnar er skuldin ekki orðin annað en tæpar 200 þúsund dollarar. Þegar siðasta ostakexið hefur verið brutt og skolað niður með siðasta viskisopanum á morgun býst Carter við, að skuldin hafi verið þurrkuð út. Hann fer að, eins og aðrir bandariskir stjórnmálamenn hafa gert. Þetta er i grundvallar- atriðum byggt upp á sömu að- ferðunum og söfnun atkvæðanna i forkosningunum sjálfum. Carter ferðast á milli borga, stundum 500 milna leið i einu. Einn daginn i siðustu viku snæddi hann morgunverð með stuðningsmönn- um i Pittsburgh, en þeir keyptu árbitinn fyrir okurfé. Siðdegis var Carter kominn til Philadelfiu á fjársöfnunarfund, og um kvöldið kom hann fram á tveim slikum samkomum i Washington. Þessar þrjár borgir settu sam- tals 374 þúsund dollara strik i kosningareikninginn hans. Sæmi- leg dagsuppskera það. Þessar samkomur eru allar með sama sniðinu. Menn drifur að, sem hafa efni á að greiða aðgangseyrinn. Hálfri stundu eftir að allir eru komnir, birtist Carter, og heilsar sem allra flestum með handabandi, stillii sér upp fyrir myndatökur og flytur siöan ávarp. Þar tekur hann fyrir eitthvert málið ofar- lega á baugi, eða leggur út af nauðsyn einingar innan flokksins, ef á að takast að bola repúblikön- um út úr Hvita húsinu i nóvem- ber. Dæmigerð slik samkoma var einmitt fjáröflunarfundur, sem Carter átti með fulltrúum skipa- iðnaðarins i Shoreham Ameri- cana-hótelinu i Washington. Hann stóð i tvær klukkustundir. Hálfri stundu eftir að fundurinn hófst, gekk Carter, brosandi út undir eyru að vanda, inn i salinn. Hann hafði það af að heilsa velflestum þeirra 150 fundarmanna, sem mættir voru, með handarbandi, þéttu og innilegu. Hver gestur hafði jú greitt 1,000 dollara i að- gangseyri, fyrir þann heiður að lita augum tilvonandi forseta Bandarikjanna — hugsanlega — og skála við hann i Skota. Þegar handaskakinu var lokið, var Carter dreginn i snarhasti af- siðis út i horn með nokkrum þeim virtustú i hópnum og þeir myndaðir i bak og fyrir. Það er sami hátturinn og Bandarikjafor- seti hefur á, þegar gestir sækja hann heim i hringskrifstofuna i Hvita húsinu. Að þessum nauðsynjaverkum unnum stigur Carter i ræðustól- inn. Kynningu fundarstjórans er tekið með miklu lófataki: „Næsti forseti Bandarikjanna, gjörið þið svo vel!” Carter fer mörgum orðum um, hve hörmulega er komið fyrir verslunarskipaiðnaði Bandarikj- anna, og segir að alltof fá banda- risk skip séu á höfunum. „Sem forseti mundi ég vilja sjá Banda- rikjafána við hún á sjónum aft- ur,” og orð hans falla i góðan jarðveg. Siðan leggur hann rika áherslu á, að enginn skuli ganga út frá sigri gefnum i nóvemberkosning- unum. Hann varar við þvi, að of- traust sé einmitt uppskriftin að ósigri. Botninn er sleginn i samkvæm- ið með nokkrum handaböndum til viðbótar. Carter strunsar út, um- kringdur lifvörðum (leyniþjón- ustan leggur frambjóðendum þá til), stigur inn i bifreið sina og ek- ur að Sheraton-hóteli, nokkrum húsaröðum i burtu, þar sem ann- ar fjáröflunarfundur býður. Þótt aðgöngumiðinn þar kosti aðeins 250 dollara, fá allir gestir sömu uppskriftina: „Næsti forseti Bandarikjanna, gjörið þið svo vel!....” Ræðan er ögn breytt, en eftir sem áður er brýnt fyrir mönnum, að vera nú ekki of öruggir með sigur og svo fram- vegis, og svo framvegis. Skoðanakannanir sýna, að Carter mundi auðveldlega sigra hvorn sem væri, Ford eða Rea- gan, en Carter klifar statt og stöð- ugt á þvi, að menn megi ekki ganga að sigrinum visum. „Sér hver tilhneiging til yfirlætis eöa vanmats á einstaklingnum i Bandarikjunum birtist gleggst i þvi, ef menn ætla að ganga að ein- hverjum kjósanda eða einhverju rikinu visu.” Aftur er kvatt með handabandi, stigið inn i bifreið og leiðin ekin út á næsta flugvöll, þar sem biður vél til að flytja Carter til Houston. Þar biða fleiri fjáröflunarfundir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.