Vísir - 15.09.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 15.09.1976, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 15. september 1976. 11 100 skjálftar mœlast við Kröflu á dag: Yakt við jarðskjálftamœlana allan sólarhringinn „Hér er i sjálfu sér ekkert nýtt að frétta,” sagði Páll Einarsson jarðfræðingur er Vísir náði tali af honum i Reynihlið i gær. Sagði hann aöstöðug skjálfta- virknimældist á Kröflusvæðinu, eða 90 til 100 skjálftar á dag. Flestir væru þeir þó litlir, og færu ekki yfir 3 stig á Richter. Að sögn Páls er nú stöðugt vakt við mælana, og skiptast tveir menn á um aö vaka yfir þeim allan sólarhringinn. Er það einkum gert til að kanna upptök skjálftanna á hverjum tima, og einnig til að geta gert viövart ef vart verður við „gos- óróa”. „Þá verður gefin út við- vörun til fólks á svæðinu, en til þess höfum við hálftima ef við erum heppnir” sagði Páll. Stöðugt er unnið að borun upp við Kröflu, sem er i um 7 kiló- metra fjarlægð frá Reynihliö. Nálægt300mannserunúþar við vinnu. KJÖRSKRÁ fyrir prestkosningu, sem fram á að fara í Hóteigsprestakalli sunnudaginn 10. október n.k., liggur frammi í anddyri HÁTEIGSKIRKJU kl. 16.00-19.00 alla virka daga nema laugardaga á timabil- inu 15 til 24. september aðbáðum dögum meðtöldum. Kærufrestur er til kl. 24.00 þ. 1. október. Kærur skulu sendar formanni sóknarnefndar Þorbirni Jó- hannessyni, Flókagötu 59, Reykjavik. Kosningarétt við prestkosningar þessar hafa þeir, sem búsettir eru i Háteigsprestakalli I.Reykjavik, og hafa náð 20 ára aldri á kjördegi og voru i þjóökirkjunni 1. desember 1975, enda greiði þeir sóknargjöld til hennar á árinu 1976. Þeir, sem síðan 1. desember 1975 hafa flust í Háteigsprestakall, eru ekki á kjörskrá þess einsog hún er lögð fram til sýnis, þurfa því að kæra sig inn á kjörskrá. Eyðublöð undir kærur fást á Manntalsskrifstofunni, Skúlatúni 2. Manntalsskrifstofan staðfestir, með áritun á kæruna, aðflutningur lögheimilis í prestakall- ið hafi verið tilkynntur og þarf ekki sérstaka greinargerð um málavexti til þess að kæra vegna flutnings lögheimilis inn í prestakallið verði tekin til greina af sóknarnefnd. Þeir, sem flytja lögheimili sitt i Háteigsprestakall eftir að kærufrestur rennur út 1. október 1976 verða EKKI teknir á kjörskrá. Sóknarnefnd Háteigskirkju Pyi'stur meó fréttimar VISIR ®Passat stíihreinn og vandaður VW Passat er meira en óvenjulega glæsilegur og þægilegur fólksbíll. Hann er vestur-þýzk gæöaframleiösla, frá Volks- wagenverksmiöjunum. VW Passat er sparneytinn, öruggur í akstri og býöur upp á hina viöurkenndu Volkswagen vara- hluta- og viögeröarþjónustu. VESTUR-ÞYZK GÆÐAFRAMLEIÐSLA PASSAT — bíllinn sem hentar yður — FYRIRLIGGJANDI HEKLAhf. L.ugavegi 170—172 — Simi 21240 Smáauglýsingar VÍSIS eru virkasta verðmætamiðlunin VISIR Fýrstur með fréttinxar !,WBlliolluollio11 skólarítvélar Lettera 32 kr. 30.588.00 Dora kr. S6.BOO.aa oliuetti SKRIFSTOFUTÆKNI hf. Tryggvagötu - Box 454 - Sími 28511 olivetti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.