Vísir - 13.03.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 13.03.1977, Blaðsíða 3
vism Sunnudagur 13. mars 1977 3 sem öllum hermikrákuhætti hafna. En hvernig er menningar- tengslum okkar viö aörar þjóöir fariö? Hvaöan fáum viö kvik- myndirnar, sjónvarpsefniö, hvert sækja menntamennirnir menntun sina.hvaöa erlend tungumál eru skyldunáms- greinar, hvaöan og meö hvaöa hætti berast straumar og hug- myndir i listum og visindum hingaö? Tilþess að svara þessu, þó ekki væri nema til bráða- birgöa, þyrfti ég öll Helgarblöö Visis fram aö verslunarmanna- helgi. Ég læt mér þvi hvergi bregöa og bæti viö einni spurn- ingu: Hvaöan fáum viö statistik, þegar bera á saman eitthvaö i islenskum og erlend- um veruleika? Frá „nágranna- þjóðunum”. A: — Jaá, þá átt viö Grænland og Færeyjar? B: — Nei, nei, frændsemis- nágrannaþjóðirnar. A: — Nú, þú ert aö tala um trland . islendingar eru vist einna skyidastir þeim og öörum keltum svo sem bretónum i Frakklandi (sem þaraöauki blönduöust okkur raunar sam- viskusamlega i skipbrotum sin- um á 19. öid viö tslandsstrend- ur). B: — Ertu meö hita? Ég á viö skandinava, nágrannaþjóöirnar á Noröurlöndum. A: — Ó, afsakiö. Sértu kominn illilega upp aö vegg I rökræöum á tslandi: búiö aö hrifsa iéttilega af þér öll vopn og þú einn meö staðlausa stafi til varnar, þá dregurðu fram leynivopniö alsett statistik: Reynsla nágrannaþjóöanna heitir þaö. Aörar þjóöir hafa ' enga reynslu, þær eru ekki handhafar hins eðlilega eins og frændur vorir — þær eru ÓLÍK- AR okkur og skipta ekki máli. Eftir þennan statistiska útúrdúr skulum viö aðeins skoöa menn- ingartengslin betur. Kvikmyndir i þartilgeröum húsum og erlent sjónvarpsefni eru nær eingöngu frá Ameriku, Englandi og Skandinaviu. Punktumog basta. Ef t.d. mynd eftir Fellini slæöist meö veröur hún aö vera meö ensku tali. tslensk eyru eru svo viökvæm fyrir þvi, sem þau eiga ekki aö venjast. Hvert flykkjast menntamenn- irnir? i fyrsta lagi til ensku- mælandi landa. Gott og vel. (Agætt er aö kynnast VEL heilsteypta menningarsvæði og allt annaö en vera þægur þiggjandi alls þess ómerkileg- asta, sem Amerika átti uppá aö bjóöa eins og þegar kanasjón- varpiö var i einstefnuaöstööu). t ööru lagi til Skandinaviu. En allir vita JÚ (dönskusletta i til- efni dagsins) aö þar er miöstöö heimsmenningarinnar. Dönsku lærum viö i skyldunámi fyrst erlendra tungumála til þess aö komast i snuröulaust samband viö frjóa, sjálfstæöa og framsækna hugsun alls staöar I Skandinaviu á þroskaárunum. NTB (Norsk Telegrafisk Bureauj heimsfrægasta frétta- stofa i Þrándheimi) flytur okkur fréttirnar, þegarheim er komiö. Jamm. Alltaf hefur held ég gef- ist betur aö hella vatni á nýjan tepoka en margnotaöan. Nema maður sélitilþægur og sama um hvaöa skolp er drukkið. Grinlaust held ég aö einskorö- uö menningartengsl viö engil- saxa og skandinava sé voði. Einskorðun gæti leitt til ósjálf- stæörar hermikrákuafstööu til verkefna á menningarsviðinu. þannig aö islensk menning yröi hvorki þjóðleg né alþjóöleg. Ef þekkingin á erlendri menningu er djúptæk ogyfirgripsmikil get- um viö vinsao úr þaö sem viö viljum og aölagaö islenskri reynslu og islenskum veruleika og skapað gjaldgenga hluti kinnroöalaust. Einskoröun i menningartengslum gætileitt af sér sjálfsánægt útkjálkapukur i menningarmálum. ur og allir hættu að tárast og hver maður hló eins og þúsund manns. En nú verður að taka á sig náðir. önnur sýning annað kvöld. Svo fóru leikarar, dans- arar, söngvarar og allt hvaö heitið hefur að vatna músum á ný. Ekki i það sin til að kveðja Doolittle hinstu kveðju i hjóna- bandið. Þetta var einmitt kveðjuhóf fyrir þá Bidsted (Erik Bidsted, balletmeistara), þvi að þeir ætluðu að fljúga út i bitiö morguninn eftir”. Eitthvað virðist nú slá úti fyr- ir blessuum blaðamanninum þarna undir lokin, þegar menn hætta að tárast og vatna svo músum á ný, en hvað um það þetta er skrautleg og skemmti- leglýsing á sögulegum viðburði: frumsýningunni á My Fair Lady, sem setti allt á annan endann vikuna 12.-19. mars fyrir 15 árum sléttum. „Fegins gleöitár drupu beggja megin viö kampavfnsglasiö á vörunum...” — EgiII Bjarnason, sem þýddi söngtexta My Fair Lady, ihópi nokkurra söngvara. Þegar Geir fékk mímósur Þetta er þriggja dálka bakslöumynd I VIsi fimmtudaginn 15. mars 1962. t texta meöhenni segir: „Laust fyrir hádegiö I morgun knúöu dyra I skrifstofu Geirs Hallgrlmssonar borgarstjóra 2 ungmeyjar klæddar frönskum þjóöbúningum. Færöu þær borgarstjóranum blómakveöju frá borgarstjóranum I feröamannaborginni miklu á Miöjarðarhafsströnd Frakklands, Nizza. 1 blómakveöjunni voru eftirlætisblóm frakka, Mimósur. Stúlkurnar heita Marian Chocher- et og Margrét Guðnadóttir. — Meö þeim var Guöni Þóröarson, for- stjóri ferðaskrifstofunnar Sunnu. Haföihann veriö beöinn um þaö af borgarstjóranum I Nizza, aö sjá um aö þessi blómakveöja yröi flutt borgarstjóra Reykjavlkur og borgarbúum á viðeigandi hátt. Þakk- aöi Geir kveöjuna og baö Guöna aö koma þakklæti sinu og borgar- stjórnar til collega sins I Nizza”. — Ekkier þetta ómerkari frétt en hver önnur. Og svo er hún kurteis. Ágæt, miskunnarlaus, og ógnþrungin Annars er það agnarlitið skrýtið hvernig timabil ein- kennastekki siðuraf „smáum” og kannski hégómlegum at- burðum eða tiskufyrirbærum (eins og t.d. húlahoppinu sem Helgarblaðið rifjaði upp ný- lega) en „stórum” og örlaga- þrungnum viðburðum. Slikir stóratburðir skapa sjaldnast tiðaranda. Það gera smáatriði dagslegs lifs hins vegar. Þannig rifjast tiðarandi þessara ára upp þegar litíð er yfir svo „ómerkilegan” hlut sem skemmtanalifsauglýsingar blaðanna eru. Til dæmis er orðalag bóóauglýsinga allt ann- að fyrir 15 árum en nú er. í stöðluðu málfari þessara aug- lýsinga voru þá yfirlýsingar eins og: „Ingibjörg vökukona. Agæt þýsk kvikmynd um hjúkrunarstörf og fórnfýsi”, en þá „ágætu” mynd sýndi Nýja bió þessa vikuna. Eða mynd Stjörnubiós „Súsanna. Geysispennandi og mjög áhrifa- rikný, sænsk litkvikmynd, mis- kunnarlaus og djörf, skráð af læknishjónunum Elsu og Kit Golfach eftir sönnum atburð- um”. Svona lýsingarorð eins og „ágæt” eða „miskunnarlaus” sjást vart i sléttum auglýsing- um nú. Vinsælasta lýsingarorö bóeigenda þá virðist samt hafa verið „ógnþrungin”. Það var merki um spennandi mynd ef hún var sögð „ógnþrungin”. Svo er nú það. ,,Helst af öllu svert ingja...” Um þessar mundir stóð tvist- æðið sem hæst i danshúsunum og i rtæturklúbbnum (Glaum- bæ) er auglýst, „tvist- danssýning Halla og Stinu”, en Sigrún (hvaða Sigrún?) og hljómsveit Gunnars Ormslevs sjá um fjöriö á Rööli er hljóm- sveit Arna Elfars ásamt „vest- ur-islenska söngvaranum Har- vey Arnason”, og i Klúbbnum spilar Neótrióið og Margit Calva. Þd þótti mjög fint aö hafa söngvara og hljómsveitir meö útlenskum nöfnum. Sleginn skal botn i þessa samantekt með baksiðufrétt úr Visi 14. mars, sem ber fyrir- sögnina „tslendingum þykir vænst um svertingjadansmeyj- ar” (tekið skal fram að þetta er fyrir daga Sigurbjörns i Klúbbnum): „Þeirvilja fá svertingjastúlk- ur til að syngja á tslandi. Þeim likar svo vel við svertingja." Þetta er ein af þeim upplýs- ingum sem breska blaðið Ob- server birtir á sunnudaginn um ásókn islendinga i enska skemmtikrafta. Blaðið segir frá þvi að Yasmin sem gleypir eld sé farin til tslands til að skemmta þari Klúbbnum. Enn- fremur sýnir Observer auglýs- ingu er birtist fyrir nokkru i ensku timariti þar sem Klúbburinn auglýsir eftir skemmtikröftum. Þessi auglýsing varö þess valdandi að margir enskir dægurlagasöngvarar fimleika- menn og dansarar fóru að hugsa sitt ráð, hvernig það væri að leita sér að atvinnu uppi á ts- landi. Og menn veltu þvi fyrir sér hvernig staður Klúbburinn væri. Þeir fengu þær upplýsing- ar, að Klúbburinn væri fyrsta flokks staður. Og bráðlega mundu þeir eftir Hauki Mort- hens sem dvaldist um tima úti i London. Haukur er islending- ur(!). tslendingar vilja gjarnan fá nektardansmeyjar. Og helst af öllu vilja þeir svertingja. Byrj- endur geta fengið 50 sterlings- pund á viku og flugferöirnar fram og til baka. Það gengur sú saga, að ungar stúlkur geti gengið inn i skrifstofuna hjá Icelandic i Piccadilly og sagt: Éger listakonaá leið tillslands, og þá fær hún farmiða undir eins.” Þannig var nú sagt frá i blöð- unum þá. —AÞ tók saman „Foreldrar Völu (Kristjánsson) komu fljúgandi frá Kaupmannahöfn til að vera vlöstödd „début” dótturinnar: Vala og foreldrar hannar, Einar Kristjánsson, óperusöngvari og frú”, segir I texta VIsis með þessari mynd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.