Vísir - 13.03.1977, Blaðsíða 7

Vísir - 13.03.1977, Blaðsíða 7
7 vism ISunnudagur 13. mars 1977 reldra að skólastarfinu" Hann Svavar góður kennari? Hann er alveg fráber. Haraldur Guömundsson I 5. a ákvað að semja smásöguí Helgarblaöiö. Þegarhann var kominn nokkuð áleiðis komst hann hins vegar I strand. Þær Halla Jóhannesdóttir og Hlédis Sveinsdóttir tóku þá að sér að bæta við og ljúka sög- unnioe eins og lesendur geta sjálfir dæmtum tókstþetta samstarf með ágætum. æfingakennsla. Nemendur Kennaraháskólans eru hér á ákveðnum timabilum, en æfingakennsla þeirra eru 12 vikur samtals á þeim þrem ár- um sem kennaranámiö tekur. Æfingakennslan skiptist niður i áheyrn og sýnikennslu og svo kennslu upp á eigin spýtur. Þá er kennslufræði og leiðbeiningar tengd þessari kennslu, sem er hluti af uppeldis- og sálfræði- kennslu ' Kennaraháskólans.” En hvernig er farið að þvl að kenna mönnum að kenna öðrum? Við spyrjum Jónas um það atriði: „Jú, það er kennt að undirbúa kennsluna, vinna kennsluáætl- anir og aö starfa með nemend- um. Þetta er unnið undir leiö- sögn og handleiðslu æfinga- kennara. Hér áður var þvi trúað, að annaö hvort væru menn fæddir kennarar eða ekki og raunar virðist þvi vera trúað af mörg- um enn þann dag i dag. Vist er það rétt að menn eru misfljótir að ná tökum á samskiptaháttum og framkomu sem hverjum kennara er nauðsynleg, ef hon- um á að vegna vel i starfi. Kennsla er vandasöm og ein- mitt þess vegna er starfsreynsla undir leiðsögn mjög gagnleg. Æfingakennarinn leiöbeinir kennaranemum á hagnýtan hátt i þessu efni, til dæmis um aga- vandamál og aöra umgengni við nemendur. Varla er um það deilt aö æfingakennslan sjálf sé höfuðþáttur kennaranáms ásamt almennri kennslufræöi, svo og þau vinnubrögð sem tengd eru kennslu i einstökum greinum”, sagði Jónas Pálsson. Tilraunaskóli Næst vikjum við tvlinu að hlutverki skólans sem tilrauna- skóla. „Það er oft ruglað saman vis- indalegum tilraunum og breytt- um kennsluháttum. Við viljum leggja mat á það hvernig breyting á kennsluháttum gefst og segja má, að þetta sé hliö- stætt við tilraunakennslu sem skólarannsóknardeild mennta- málaráöuneytisins hefur verið með i sambandi við nýtt náms- efni og fleiri, sagði sikólastjór- inn. „Hins vegar skal skýrt tekið fram að starf okkar á þessu sviöi er mjög takmarkaö og miklu minna en við vildum. Þvi valda aöstæður allar, sem ekki er unnt að rekja hér. Æfinga- og tilraunaskólinn hefur þó eigTn frumkvæði reynt að koma á stuönings kennslu og ráðgjöf með nokkuð öörum hætti en algengast var áður. Ahersla er lögð á aukið varnaðarstarf, að bæta Ur fyrir nemenda áður en hann lendir i stórvandræðum. Markmið okk- ar er að fylgjast sem nákvæm- ast meö námi og liðan hvers nemenda alla hans skólatið, en einkum i forskóla og við upphaf náms á barnastigi og unglinga- stigi. Hitt er svo annað mál að við erum skammt á veg komin með vinnubrögð af þessu tagi. Og vissulega vinna allir skólar og kennarar i þessum anda eða ættu aö gera þaö ” sagði Jónas Pálsson. „Félagsráögjafi starfar i halfu starfi við skólann þetta skólaár og veitir stuðning viö uppbyggingu ráðgjafar. Ef þessi þjónusta á að ná tilgangi slnum þarf að stórauka aðild - foreldra að skólastarfinu ásamt með samstarfi þeirra og kenn- ara”. Að lokum var Jónas Pálsson skólastjóri beðinn um að gera I stuttu máli grein fyrir hvar skórinn kreppti einkum að Æf- ingaskólanum og brýnustu verkefnum i nánustu framtið: Viðbygging nauðsyn. „Æfingaskólanum eru ætluö þrennskonar verkefni, vera al- mennur hverfisskóli, miðstöð æfingakennslu og tilraunaskóli. Tvö siðast töldu verkefnin getur skólinr. við núverandi starfsaðstæður ekki rækt nema aö mjög takmörkuöu leyti. Brýnast er að byggja við skóla- húsið, auka almennt kennslu- rými fyrirnemendur skólans, fá kennaraefnum aðstöðu til und- irbúnings kennsluæfinga og búa kennurum skólans lágmarks starfsskilyrði. Ég tel að þau þrennskonar verkefni skólans sem að framan voru nefnd megi rækja saman og á þann veg aö þau styöji hvert annað og auki likurnar að ná megi með viðunandi árangri því heildar markmiöi sem lög- gjöfin setur skólanum. En til þess að svo megi Verða þarf verulegt átak til stuðnings skólanum. Ekki hætta við hálfnað verk. Æfingadeildir Kennaraskól- ans gamla voru á látlausum hrakningum hátt i 70 ár. For- ystumenn Kennaraskólans sýndu þá framsýni og hörku að hefja byggingu skólahúss og stofna eiginlegan æfingaskóla á sjöunda áratugnum einmitt þegar yfir skólann gengu mestu erfiðleikar sem oröiö hafa i sögu hans. Til þess aö ljúka skólahús- inu þarf ekki stórfé á nútima mælikvarða. Sú fjárfesting borgar sig örugglega sama hvaða arösemiskvaröi er á hana lagður. Þvl má svo bæta við, þótt það vegi e.t.v. ekki þungt I rökfærslu á kaldrifaðri tlö, að árangur af ævilangri viðleitni ófárra skólamanna okkar nokkra siöustu áratugi er aö talsverðu leyti undir þvi kom- inn að ekki sé hætt við hálfnað verk heldur brotist áfram slð- asta spölinn aö lokamarkinu. Að svo veröi gert eru að minu áliti jafnt hagsmunir nemenda og foreldra I hverfi Æfingaskólans, kennaranema sem nú og næstu ár stunda kennaranám viö Kennaraháskóla Islands sem kennarastéttarinnar I heild og almennings I landinu. Með þessum orðum latum viö lokið spjallinu viö Jónas Páls- son skólastjóra. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.