Vísir - 25.03.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 25.03.1977, Blaðsíða 3
3 Kynning á íslenskum matvæl- um hefst á þrihjudag á vegum Islenskrar iönkynningar. Þar munu 25 fyrirtæki kynna fram- leiöslu sina en kynningin stendur i 5 daga og lýkur sunnu- daginn 3. april. Kynningin fer fram I Iðnaöarhúsinu viö Hall- veigarstig og veröur aögangur ókeypis. Ekki mun áöur hafa fariö fram jafn-viötæk sérkynning á islenskum matvælum, en m.a. veröa eftirtalin matvæli kynnt: Kjötvara, ostar, smjör, mjólk, is, lagmeti, brauö, súpur, kex, drykkjarvörur og sælgæti. A matvælakynningunni veröa tvær minniháttar samsýningar: sýningardeild lagmetis, þar sem 6 fyrirtæki standa sameiginlega a ö vörukynningu og sýningardeild sælgætisfram- leiöenda, þar sem 7 sælgætis- framleiöendur kynna fram- leiösluvörur sfnar. 1 flestum sýningardeildum veröur gestum boöiö aö bragöa á framleiösluvörum viökom- andi fyrirtækis. Gesta- happdrætti veröur á sýningunni og á hverjum degi dreginn út einn veglegur matvælavinn- ingur. Er miöaö viö aö hver vinningur samsvari ársneyslu 4ra manna fjölskyldu af viökomandi matvælategund. Samtimis matvælakynning- unni veröur efnt til sýningar á eldhúsinnréttingum frá þremur islenskum fyrirtækjum. vism Föstudagur 25. mars 1977 Eins og sjá má var fjöriö fe.ikilega mikiö Menn reyttu af sér brandara þannig aÖ hlátrasköllin glumdu um dans- salinn. Landsráðstefna orlofs húsmœðra: VIII endurskoðun laganna hið fyrsta Landsráöstefna orlofs hús- mæöra, sem haldin var um siö- ustu helgi, skoraöi á aiþingi og rikisstjórn aö láta endurskoöa lögin um oriof húsmæöra hiö allra fyrsta, og aö minnsta kosti tvær konur úr iandsnefnd orlofs húsmæöra veröi kvaddar þar til. Ráöstefnuna sóttu um 80 þátt- takendur hvaöanæva af landinu, en hún var haldin á Hótel Esju. Aöalmál ráöstefnunnar var breyting, sem gerð var á lögun- um um orlof húsmæöra siöla árs 1975, en meö þeirri breytingu hætti rikiö fjárveitingum til starfseminnar, sveitarfélögum er nú einum ætlaö aö veita starfseminni fé. Félagsmálaráöherra flutti ávarp á landsráðstefnunni og gat þess I ræöu sinni, að hann teldi ekki aðeins ástæöu til aö styöja orlof húsmæöra, heldur vildi hann efla þaö og bæta starfsaöstöðu þess verulega. I lok ráöstefnunnar var kjörin landsnefnd, og er Steinunn Finnbogadóttir, sem stjórnaöi ráöstefnunni, formaöur hennar. — ESJ. Athugasemd fró Hauki Guðmundssyni: Telja samninga við hjúkrunar- frœðinga útilokaða Ekkert útlit er fyrir að samið verði við hjúkrunarfræðingana sem sagt hafa upp störfum sinum frá og með 1. april n.k. Hvorki borgaryfirvöld né fjár- málaráðuneytið telja sig geta samið við hópa innan stéttarfélags. Formlega eru samningar viö hjúkrunarfræöinga Borgar- spitalans hjá launamálanefnd borgarinnar, en að sögn yfir- manna borgarinnar hefur rikiö haftforgöngu um samninga viö opinbera starfsmenn og þar með hjúkrunarfræöinga og þvi hafi launamálanefndin ekki átt frumkvæöi aö þvi aö semja viö þetta fólk. Hjá borgaryfirvöld- um sé þvi aðeins beöiö átekta eftir þvi hverja stefnu máliö taki hjá rikinu. Höskuldur Jónsson skrifstofu- stjóri fjármálaráöuneytisins sagöi aö ekkert sérstakt væri aö frétta af þessu máli. Rétt væri aö geta þess aö fjármálaráöu- neytiö heföi með samningamál rikisstarfsmanna aö gera og aö- eins heföu örfáir hjúkrunar- fræöingar i þjónustu rikisiná sagt upp störfum. Rikiö borgar þó endanlega mestallan kostnaö sjúkrahús- anna allra og sagöi Höskuidur aö samræmi yröi aö vera milli sjúkrahúsa i launakjörum. Sagöi hann aö samningar rlkis- ins færu fram viö stjórn Hjúkrunarfélagsins og kjara- nefnd þess, en viö aöra yröi ekki samiö. Til þess aö taka af öll tvimæli hefur stjórn Hjúkrunarfélags Islands sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Stjórn Hjúkrunarfélags ís- lands stóö á sinum tima ekki aö uppsögnum hjúkrunarfræöinga á Borgarspitala, Landakoti og Vifilsstööum. Hjúkrunarfélag tslands er aöiliaöheildarsamtökum BSRB ogfer þarafleiðandiaö gildandi lögum um kjarasamninga. Stjórn félagsins hefur hins- vegar fyllstu samúö með upp- sagnaraöilum og viöurkennir þörfina fyrir bættum kjörum hjúkrunarfræöinga.” -SJ Bonkinn reyndist hofa leikið sýslumann grótt „Það er langt i frá að sýslumaðurinn hér hafi ætlað að gefa út inni- stæðulausa ávisun, heldur var um að ræða mistök hjá bankan- um”, sagði Kristinn Júliusson útibússtjóri Landsbankans á Sel- fossi i samtali við Visi. Vísir skýrði frá þvi á miöviku- daginn, aö maöur I Hverageröi heföi fengiö senda ávisun fráembætti sýslumanns. Eftir aö hafa framselt tékkann fékk maöurinn siöan tilkynningu frá bankanum þess efnis aö inni- stæöa heföi ekki veriö nægileg á reikningi sýslumanns. Kristinn Júliusson sagöi, aö sýslumaöur heföi ætlaö aö loka þessum reikningi og fengiö upp hjá bankanum nákvæma inni- stæöu aö viöbættum vöxtum frá áramótum. — Siöan gaf sýslu- maöur út tvær ávisanir sem ekki voru fyrir hærri upphæöum en nam innistæöu og vöxtum. Hins vegar höföu vextimir ekki veriöfæröir á reikninginn þegar ávisanirnar voru leystar út og þvi sendi reiknistofa bankanna frá sér tilkynningu um aö inni- stæöa væri ekki næg. Þaö má þvi segja aö hér hafi bankakerf- ið leikiö sýslumann grátt, en ekki aö hann hafi ætlaö aö pranga gúmmitekkum inn á fólk. — SG Nú verða kynnt íslensk matvœli Dómaranum er mikil vorkun vegna þessa móls t sambandi viö skrif Stein- grims Gauts Kristjánssonar f Visi 22. þessa mánaöar, vil ég mótmæla þeim ummælum Steingrims, af ég hafi veist aö dómaranun, opinberlega — þetta er ósatt. t athugasemdum minum benti ég aöeins á nokkur atriöi sem dómarinn haföi látiö hjá liöa aö nefna i „fréttatilkynn- ingu” sinni, sem eins og ég hefi áöur lýst er einsdæmi. Þá vil ég enn ekki leggja dóm á hvort handtökumáliö hefur veriö mér eöa dómaranum meiri þolraun þvf þaö veröur aö játa, aö hon- um er mikil vorkunn vegna þessa máls. Aö lokum fyndist mér eöli- legra aö dómarinn sinnti þeim störfum sem dómsmálaráöu- neytiö hefur faliö honum heldur en aö eyöa dýrmætum tima sin- um til blaöaskrifa eöa meö endemis yfirlýsingum á þeim vettvangi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.